Þjóðviljinn - 12.02.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.02.1981, Blaðsíða 1
Landsins forni jjandi ÞWÐVIIIINN Fimmtudagur 12. febr. 1981 —34. tbi. 46. árg. Hafís fvrir Vestfjörð- um og Norðurlandi Ertu kotninn landsins forni einu sinni sem oftar UPP að fjandi? var ort fyrir svo sem ströndum landsins. Ekki þarf aö hundraö árum þegar hafis lagöist taka svo djúpt i árinni enn sem komið er, en þó ber skýrsla hafis- Ófæröin í borginni Bílar veiddir úr sköflunum Bílstjórar daufheyrðust við aðvörunum lögreglunnar Það brá mörgum i brún i höfuö- borginni er þeir vöknuöu i gær- morgun og litu út um gluggann. Snjó kyngdi niður i fyrrinótt, svo að allar götur voru ófærar. En eins og islenskum hetjum af konungakyni sæmdi, létu bíleigendur ófæröina ekki á sig fá, heldur geistust út, settu i gang og spændu af stað, þrátt fyrir marg- itrekaðar viövaranir og beiöni iögreglunnar um aö menn hreyfðu ekki bila sina. Ekki var að spyrja: langar bilalestir mynduðust. Lögreglan hafði varla við að koma bilum til aðstoðar og „taka þá úr umferð” og það var ekki fyrr en um hádeg- ið sem umferðin silaðist nokkurn veginn áfram án verulegra tafa. Hjá lögreglunni fengust þær upplýsingar að mikið hefði verið að gera allt frá þvi að birta tók; lögreglan „veiddi bila upp úr sköflum” eins og varðstjórinn komst að orði, en allt gekk slysa- laust. Lögregluvarðstjórinn sagði að geysimargir hefðu skilið bila sina eftir heima, en ansi margir hefðu daufheyrst við aðvörunum, með þeim afleiðingum að fleiri klukkutima tók að koma umferðinni i viðunandi horf. Siðdegis i gær var enn þungfært i borginni þótt öll tiltæk ruðnings- tæki hefðu verið að verki frá þvi árla morguns. — ká. Margir áttu Ierfiöleikum i ófæröinni I gærmorgun. rannsóknardeildar Veðurstofu ís- lands með sér að haffs er veru- legur i hafinu norður og norð- vestur af islandi. A þriðjudag var farið i iskönn- unarflug og kom þá i ljós að is er úti fyrir Vestfjörðum og Norður- landi öllu. tsröndin reyndist vera 108-sjómilur vestur af Bjargtöng- um, og var þéttleikinn um 4 ti- undu hlutar. Var þar mikið af jök- um sumum stórum og þykkum að sögn leiðangursmanna. tsröndin einkenndist af löngum böndum og röstum, en þar i milli voru flóar og tjarnir. Hafisinn var tæpar 40 sjómilur norðvestur af Vest- fjörðum og voru þar 7—9 tiundu hlutar hafsins þaktir. Isjaðarinn er um það bil 50 sjómilur norður af Horni. Fyrir norðan land er isinn um 10 sjómilur norður af 67. gráðu norðlægrar breiddar. Suður af meginisnum er um 30 sjómilna breitt belti af gisnum is og voru þar innan um stórir jakar. Gisna beltið var 15 sjómilur norður af Grimsey, en næst landi var isinn norðvestur af Rauðanúp, um 22 kilómetra. Isbrúnin sveigði til norðurs þegar komið var rétt austur fyrir Langanes. Það var Þór Jakobsson veður- fræðingur sem fór i könnunarleið- angurinn ásamt Helga Hallvarðs- syni leiðangursstjóra hjá Land- helgisgæslunnt Þresti Sigtryggs- syni skipherra og f jögurra manna áhöfn landhelgisvélarinnar. — ká Flugskýlin á Keflavíkutflugvelli Óska eftir ýtarlegri greinargerð „Aukin umsvif Bandarikja- manna á Kefiavikurflugvelii eru ekkert einkamál utanrikis- ráðherra og þvi óskaöi ég þess við forsætisráðherra, Gunnar Thor- oddsen, að allir aðilar rikis- Steingrímur Hermannsson: Fiskverð ákvarðað fyrir næstu helgi Ríkisstjórnin liðkaði mjög fyrir með nokkrum ákvörðunum Siðustu sólarhringa hafa mál þróast þannig aö fyrir næstu helgi mun liggja fyrir hvert fiskverð verður, sagði Steingrimur Her- mannsson sjávarútvegsráðherra I svari sinu við fyrirspurn frá Geir Hallgrimssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, utan dag- skrár á Alþingi i gær. Steingrimur sagði að ýmsar ákvarðanir hefðu verið teknar t.a.m. I rikisstjórninni sem hefði nú gert það kleift að ákveða fisk- verð innan mjög stutts tima. í Strax í dag Verðlagsráð sjávarútvegsins fundaði i allan gærdag um nýtt fiskverð. Að sögn Sveins Finns- sonar framkvæmdastjóra verðlagsráðsins verður fundum haldið áfram i dag, og eru taldar miklar likur á þvi að nýtt fiskverð liggi fyrir sfðar i dag. — ig. fyrsta lagi hefði siðasta sólar- hring orðið veruleg hreyfing á samningsstöðunni i samningavið- ræðum útgerðarmanna og sjó- manna, m.a. hefði náðst sam- komulag um jólaleyfi sjómanna og um lifeyrismál þeirra, en þessi tvö atriði stóðu fyrst og fremst i veginum fyrir fiskverðs- ákvörðuninni. Rikisstjórnin gekk frá lifeyrissjóðsmálum sjómanna frá sinni hendi á rikisstjórnar- fundii gær sem hefur iiðkað mjög fyrir þessum málum. í öðru lagi hefði verið samþykkt af rikisstjórninni að oliugjaldið skyldi haldast óbreytt, ásamt þvi að nokkrar ákvarðanir hefðu verið teknar um breytingar á greiðslu útflutningsbóta, þ.ám. að bætur á skreið yrðu hækkaðar en lækkaðar á freðfiski. Loks sagði sjávarútvegsráð- herra að ákvörðun hefði verið tekin i sambandi við breytingar á yfirdráttarheimild Verðjöfnunar- sjóðs gagnvart Seðlabanka þannig að yfirdrátturinn verði heimilaður með rikisábyrgð. Að siðustu hefði verið ákveðið að miða gengi krónunnar viö meðal- gengi i stað dollars, sem myndi liðka fyrir um ákvörðun fiskverðs ásamt ofangreindum atriðum. sagði Ólafur Ragnar Grímsson eftir fund utan~ ríkismálanefndar stjórnarinnar tækju málið til meöferðar” sagði Ólafur Ragnar Grimsson form. þingflokks Alþýöubandalagsins i samtali viö Þjóðviljann i gær. Fundur var haldinn i utanrikis- málanefnd Alþingis i gær og komu þar til umræðu óskir Bandarikjamanna um ný sprengjuheld flugskýli i kjölfar fregna um að utanrikisráðherra hefði staðfest að slik skýli væru á framkvæmdaáætlun hersins. „A fundinum var ýtarlega rætt um áform Bandarikjamanna, en þar komu ekki fram nægilega skýrar upplýsingar um öll atr- iði”, sagði ólafur Ragnar enn fremur. „Ég óskaði eftir upplýsingum um það hvenær Bandarikjamenn hefðu fyrst óskað eftir að byggja þessi skýli, og ég óskaði eftir ýtarlegri greinargerð um eðli, stærð og byggingarhætti flugskýl- anna. Ég lagði einnig fram tillögu Framhald á bls. 13 Sjómannadeilan ! Nýr norskur I forsœtis- ■ ráðherra - A opnu blaösins i dag segir Ingólfur Margeirsson frá nýjum forsætisráöherra Noregs, Gro Harlem Brundt land. Hún er hér aö ræöa viö formann alþýöusambands- ins norska, Tor Halvorsen, en eitt helsta verkefni henn- ar veröur að tryggja Verka- mannaflokknum fylgi iön- verkafólks i næstu kosning- um — Sjá opnu. Alvöruviðræður loks hafnar Sáttafundur i sjómannadeilunni sem hófst kl. 9 I gærmorgun stóð til kl. 20.30, en nýr fundur er boð- aður kl. 9 i dag. Guðlaugur Þorvaldsson rikis- sáttasemjari sagöi I samtali viö Þjóöviljann I gærkvöldi aö um- ræöum yröi haldiö áfram í dag af fullum þunga. „Þetta er allt i átt- ina, þar sem menn eru loks farnir aö ræöa saman”. A samningafundunum i gær voru i fyrsta sinn i þessum samn- ingaviðræðum rætt um almennar kaup- og réttindakröfur sjó- manna. A fundinum sögðu út- gerðarmenn þvert nei við öllum kröfum sjómanna um hækkun á skiptaprósentu, en sjómanna- sambandið leggur mikla áherslu á hækkun skiptaprósentunnar til sjómanna sem stunda linu- og netaveiðar. t fyrrakvöld náöist bráða- birgðasamkomulag um lifeyris- sjóðsmál sjómana þegar út- gerðarmenn féllust á að hækka fyrra tilboð sitt um viðmiðunar- tölur vegna lifeyrissjóðsgreiðslna um 20%. Af launum sjómanna fara 10% i lifeyrissjóðsgjöld, þar af greiða sjómenn sjálfir 4% en útgerðarmenn 6%. -lg-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.