Þjóðviljinn - 12.02.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.02.1981, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJOÐVILJINN Fimmtudagur 12. febrúar 1981 UOWIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis (Jtgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Kitstiórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan Ölafsson. Auglvsingastjóri: Þorgeir Ólafsson. Umsjónarmaöur sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Afgreiðslustjóri: Valþór Hlöðversson. Klaðamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingi björg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gisiason, Sigurdór Sigurdórsson. iþróttafréttamaður: Ingólfur Hannesson. Útlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Sævar Guðbjornsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson. llandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siðumúla 6, Keykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaðaprent hf. Bœrileg afkoma 9 Fyrir rúmri viku var hér í Þjóðviljanum vakin á því athygli, að afkoma fyrirtækja í sjávarútvegi væri nú betri en oft áður. Hér var byggt á upplýsingum, sem Þjóðhagsstofnun hafði látið fjölmiðlum í té í byrjun þessa mánaðar. • Talsmenn fiskvinnslufyrirtækja hafa andmælt niðurstöðum Þjóðhagsstofnunar og telja hag fisk- vinnslunnar lakari en Þjóðhagsstofnun telur. Engin gild rök hafa þó verið færð fram fyrir því, að mat Þjóðhags- stofnunar á afkomu fyrirtækjanna sé rangt, og meðan svo er verður að gera ráð fyrir að tölur Þjóðhagsstofn- unar séu nálægt lagi. — Hitt er svo annað mál, að auðvitað er afkoma útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja ákaflega misjöfn og skiptir þar m.a. vaxtabyrðin veru- legu máli. • Samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar má gera ráð fyrir að fiskvinnslufyrirtækin hafi að jafnaði um 7% heildartekna sinna í hreinan hagnað eftir af- skriftir,sé miðað við óbreytt rekstrarskilyrði f rá því sem var um síðustu áramót. I þessum efnum er þó mikill munur á hinum einstöku greinum vinnslunnar, þar sem gerter ráð fyrir 1,6% hreinum hagnaði frá f rystingunni, 10% hagnaði hjá saltfiskverkun og 25% hagnaði hjá skreiðarverkun. Auðvitað er mjög algengt að eitt og sama fyrirtækið reki hraðfrystihús, saltfiskverkun og skreiðarframleiðslu allt í senn. Sjálfsagt sýnist þó að jafna þarna nokkuð á milli, m.a. með breytingu á út- flutningsgjöldum, ekki síst þar sem það væri ákaflega slæmt frá þjóðhagslegu sjónarmiði, ef mikil aukning yrði í skreiðarframleiðslu á kostnað mun verðmætari framleiðslu á frystum sjávarafurðum. 9 — En meðan menn eru enn að þjarka um væntanlegt f iskverð, þá er ástæða til að vekja nánari athygli á ýmsu því sem lesa má úr tölum Þjóðhagsstofnunar um stöðu fyrirtækjanna. Setjum svo að fiskverðshækkun frá áramótum verði ákveðin 17,5%. 9 Samkvæmt upplýsingum Þjóöhagsstofnunar leiddi slik fiskverðsákvörðun til betri afkomu hjá skipum sem stunda botnfiskveiðar heldur en þau hafa nokkru sinni búið við siðustu 10 ár. — Á árunum 1971—1979 var jafnan nokkur bókhaldslegur halli á útgerð þessara skipa í heild og telur Þjóðhagsstofnun að þessi halli haf i verið mestur árið 1975 eða 14,2% af tekjum og minnstur árið 1971 eða 2,9% af tekjum. Ekki liggja fyrir tölur um árið 1980. 9 Miðað við 17,5% fiskverðshækkun nú og liðlega 400.000 tonna ársafla af þorski ætti bókfærður halli hjá skipum sem stunda botnfiskveiðar hins vegar ekki að verða nema í kringum 1%, þegar búið er að nýta allar heimildir til afskrifta. 9 Og eins og áður sagði væri þetta betri útkoma en nokkru sinni á síðasta áratug. 9 En hvað þá með fiskvinnsluna? — Sé gert ráð fyrir 17,5% fiskverðshækkun þá yrði ekki lengur um 7% hreinan hagnað að ræða hjá fiskvinnslunni, heldur um 1% tap að dómi Þjóðhagsstof nunar. — Samkvæmt þeim upplýsingum um afkomu fyrirtækja sem Þjóðhagsstofn- un byggir á, þá hef ur f iskvinnslan verið rekin í námunda við núllpúnktinn síðustu ár og er þá miðað við bókfærðar tekjur og gjöld. Þannig var bókfærður hreinn hagnaður hjá fiskvinnslufyrirtækjunum um 1,2% af tekjum þeirra að jafnaði siðustu 6 árin fyrir 1980. A þessum sömu 6 árum var hins vegar að jafnaði yfir 9% halli á út- gerðinni, en yrði um 1% nú, miðað við 17,5% fiskverðs- hækkun. 9 Af þeim tölum sem hér hef ur verið minnt á úr opin- berum upplýsingum Þjóðhagsstofnunar, þá geta menn séð að afkomuhorf ur í sjávarútvegi eru síst lakari nú en verið hef ur að jafnaði á undanförnum árum, og ekki má gleyma því, að býsna mikil eignamyndun hefur reyndar átt sér stað hjá útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum á undanförnum árum, — þótt bókfærður hagnaður hafi oftar en ekki verið neðan við núllið. 9 Eins og mál standa á ákvörðun fiskverðs ekki að vera neitt óviðráðanlegt vandamál, né heldur lausn sjó- mannaverkfallsins. —k. klippt Ný breiöfylking fulltrúa og fréttastjóra • Morgunblaðiðhefur um árabil talið sig til virtustu blaða veraldarinnar. Það litur á sjálft sig I flokki meö New York Times, Washington Post, Le Monde, Observer og neu Zuricher Zeitung! allt virt blöö fyrir vandaðan fréttaflutning. Hinn 31. janúar sl. birtist meiriháttar tilkynning á bak- siðu Mbl. Tveir menn hafi verið ráönir fulltrúar ritstjóra og þrir nýir fréttastjórar. Það munaði ekki um minna. Þessir fimm- menningar eru allt vörpulegir menn með mikla reynslu i blaðamennsku. Af öllu þessu virtist mega draga þá ályktun, að bráðum kæmi betri tið, blaðiö myndi kannski lyftast uppúr þeirri lág- kúru hægri öfga og þvi pólitiska fréttamati sem einkennt hefur Mbl. Liða nú dagar. En hverju vindur fram? Þann tima sem sjálfstæðu blaðamennirnir, fulltrúarnir og fréttastjórarnir hafa rikt rit- stjórunum til ráðuneytis hefur Morgunblaðið venju fremur lagt sig i lima við að birta ómerki- legtihaldsslúður. Mikið liggur við að koma höggi á Alþýðubandalagið Til marks um það er frétt i Morgunblaðinu i fyrradag, þar sem slegið er upp með striös- letri þessari fyrirsögn: Þing Norðurlandaráðs: Guðrún vill fara en fær ekki. Siðan kemur i langri bunu einhver dularfull þula um þrá Guðrúnar Helga- dóttur til þátttöku i þinghaldi Norðurlandaráðs. I gær skýrir Guðrún svo frá þvi að hún, sem nýr þingmaður og varamaður i Norðurlandaráði, hafi aðeins grennslast fyrir um hver venja væri um setu varamanna. Þaö var nú allt og sumt. Að leggja helstu fréttasiðu blaösins undir slúöur af þessu tagi og gera að meginfréttaefni þann daginn er ekki i ætt við þau blöð sem fyrr var vitnaö til. Það ber hins vegar ljósan vott um þá þjónkun við Geirsarm Sjálf- stæöisflokksins sem blaðiö gerir sig bert aö dag hvern árið um kring. Geirshjartað i brjósti Moggans Það segir lika sina sögu að i hvert sinn sem frétt kemur um aðgerðir rikisstjórnarinnar hoppar Geirshjartað i brjóstum breiðfylkingarinnar á ritstjórn Morgunblaðsins. Nú skal reynt að finna einhvern þann flöt á fréttinni til að hlutur Gunnars Thoroddsen, sem á máli hins „vandaða” "blaðs Morgunblaðs- ins er kallaður handbendi kommúnista, sé sem auvirðileg- astur. Dæmi um það er i gær þegar rikisstjórnin ákvað aö hverfa frá bindingu isl. krónunnar viö dollara, en taka upp gengis- skráningu miðaö viö vegið meðalgengi hinna ýmsu mynta. Traustustu stuðningsmenn Geirs á Alþingi reyna nú að koma I veg fyrir að skattalög Matthíasar taki gildi, þannig aö staða hans i formannsslagnum styrkist ekki. Þá er i aðal innlendu frétt Morgunblaðsins þetta haft eftir ljósi Morgunblaðsins i hinni andlegu myrkvun, Geir Hallgrimssyni: Að ákvörðun ríkisstjórnarinnar sýndi aðeins hversu f1jót f æ rnis1egar gamlársaðgerðirnar hefðu verið. Siðar segir Geir: „Þaö stendur tæpast steinn yfir steini i þessum aðgerðum ölium þetta timabil frá áramótum til þessa dags.” Er þetta ekki eitthvert allra merkilegasta fréttamat sem hægt er að hugsa sér? Morgunblaðið utan við is- lenskan þjóðfé- lagsveruleika Nú má öllum ljóst vera að rikisstjórnin ætlaði aldrei að hækka gengi islensku krónunn- ar. Aö ráði Seðlabankans var dollaragengi fylgt, en það reyndist óhollt ráð eins og margt annað sem frá þeirri merku stofnun kemur. Til að mynda hafði vestur-þýska markið fallið um 8,3%, danska krónan um 8,1% og svissneski frankinn um 8,6% gagnvart Islenskri krónu. Hér var þvi um það að ræða að taka upp sama meðalgengi og gilti hinn 1. janúar sl., eins og rikisstjórnin hafði ákveðið. Morgunblaðinu er hins vegar svo mikið mál að reka Geirs- pólitikina i þessu sem öllu ööru I að fólk er hætt að taka mark á I þvi. Það kýs að halda sig i allt ■ öðrum veruleika en við blasir í I islensku þjóðfélagi. Þvi miöur ætla hinir sjálfstæðu fréttamenn | I nýju fulltrúastólunum að spóla ■ I sömu gömlu Geirshjólförun- I um. Bæla niður framboð Matthiasar Það vekur óneitanlega athygli að traustustu stuðningsmenn Geir Hallgrimssonar á Alþingi, ■ en eins og alþjóð er kunnugt I heyr hann nú ákafa kosninga- I baráttu til endurkjörs sem | formaður Sjálfstæöisflokksins, ■ þeir Lárus Jónsson, Eyjólfur I Konráð Jónsson og Halldór I Blöndal skuli berjast ákafast | allra manna gegn þvi að skatta- ■ lög Matthiasar A. Mathiesen I taki gildi. Þessi ákafi þeirra I gegn skattalögum Matthiasar I eru liður i að bæla niður ■ framboð hans til formanns i I Sjálfstæðisflokknum. Geirs- I menn óttast mjög framboð | Matthiasar, enda hefur það ■ hlotið mjög góðar undirtektir I bæði meðal þingmanna flokks- I ins og fylgismanna um land alt. | Er mikið talið liggja viö að ■ koma i veg fyrir að grund- I vallarhugmyndir skattalaga I Matthiasar veröi á þessu ári að | ' veruleika, enda myndi vegur ■ Matthiasár vaxa mjög þegar I Alþingi hefur sameinast um að I hrinda skattalögum hans i | framkvæmd. ■ Bó. I og skoríð Þing Norðurlandaráðs: N •» 1——— Guðrún Helgadóttir vill fara en fær ekki lrónan felld um 3,68% agnvart dollarnum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.