Þjóðviljinn - 12.02.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.02.1981, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 12. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 I Stríöiö um bílamarkaöinn: Einn af þrem helstu bíla- framleiöendum Banda- rikjanna/ Crysler, er í mikilli kreppu. Svo mik- illi, að það eru ekki ýkjur að segja að fyrirtækið berjist fyrir lifi sínu. Meðal þeirra sem fylgj- ast með þessu dauðastríði með áhyggjum þungum eru tveir erlendir bíla- framleiðendur, sem hafa fyrr á árum flækt sér í samstarf við Chrysler — Mitsubishi í Japan og Peugot-CitroÖn i Frakk- landi, en Chrysler á fyrir sem verðbólga, eldsneytishækk- anir og vaxtaverkir gera miklu grimmara en dæmi eru til um langan tima. Frakkar tapa Peugot á i ærnum erfiðleikum vegna þess að sala á framleiðslu fyrirtækisins minnkaði um 20% á siðasta ári og tapið nam sem svarar 2.8 miljörðum nýkróna. Tapið var ekki sist tengt hluta Peugot i Chrysler, sem franska fyrirtækið keypti 1978, m.a. til að reyna að auka sölu sina i Bandarikjunum með þvi að fá aðgang að sölukerfi Chrysler þar. Þær vonir hafa brugðist: samdráttur i bilasölum i Banda- rikjunum bitnaði ekki siður á Peugot en öðrum i fyrra. Hver vill Iacocca forseti Chrysler og Tomio Kubo frá Mitsubishi — að ofan japanskir bilar i Jokohamahöfn. ganga að eigaChrysler? •s bragðið 15% hlutabréfa í hvoru fyrirtæki. Bæði þessi fyrirtæki hafa orð- ið fyrir nokkrum skakkaföllum vegna samstarfsins við Chrysl- er, og reynt er að fá báða til aö bjarga hinum sjúka bandariska risa með þvi að sameinast hon- um. Hvorki Japönum né Frökk- um list á þær blikur. Mitsubishi mundi reyndar gráta þurrum tárum ef að Chrysler hyrfi með öllu út úr bilastriðinu mikla. Skammgóður vermir Tengsli Chrysler við Mitsu- bishi eiga sér lengri aldur. Þau hófust árið 1971, þegar Chrysler varótviræður risi,en Mitsubishi litið fyrirtæki. Chrysier keypti þá fyrir 23 miljónir dollara 15% hlut i Mitsubishi og um leið einkaréttá sölu Mitsubishibila i Bandarikjunum — um alla framtið. Siðan þá hefur sala á Mitsubishibilum i Bandaríkjun- um aukist úr 4000 árið 1970 og upp i 180 þúsund i fyrra, og er sjötti hver bill sem selst i gegn- um sölukerfi Chryslers nú af þessum tegundum. Tengslin við Chrysler hjálp- uðu Mitsubishi til að komast inn á bandariska markaðinn, en samt hafa þau reynst skamm- góður vermir vegna þess, að aðrir japanskir bilafram- leiðendur hafa gert enn betur. Nissan og Toyota komust i fyrra upp i 20% af öllum bilasölum i Bandarikjunum og Kanada, en sölutregðan hjá Chrysler hefur haldið hluti Mitsubishi niður i 6% markaðsins. Enda er það haft eftir ábyrgðarmanni þess fyrirtækis að öfundsverðir séu aðrir japanskir bila- framleiðendur sem geti spilað fritt. Brjótast um Mitsubishi hefur reynt að komast út úr þessu samstarfi og sannast nú sem fyrr, aö enginn er annars bróðir i sölumennsku. Stríðið um evrópska tölvu- markaðinn: Auðhringasérfræðingar Efna- hagsbandalagsins hafa um skeið fylgst grannt með þvi hvernig hinn bandarlski fjölþjóðarisi IBM hefur lagt undir sig meira en helming evrópsks tölvubúnaðar- markaðar. Fyrir nokkru lögðu sérfræðingar EBE I baráttu við hringamyndun fram þúsund blað- siðna skýrslu sem inniheldur ýmsar ákærur gegn risafyrirtæki þessu. Likur benda til þess að til málaferla dragi, sem gætu ef til vill kostað IBM rúma tvo miijarða dollara I sektir. IBM hefur, að sögn bandariska vikublaðsins Newsweek, nokkrar áhyggjur af þessu máli, einkum þvi að málaferli gætu farið illa með orðstir fyrirtækisins. Nú eru þeir starfsmenn fyrirtækisins sem annast fjölmiðlatengsli önn- um kafnir viðað minna á, að IBM veiti hundrað þúsund Evrópu- mönnum vinnu og borgi miljarð dollara á ári i skatta i Evrópu- löndum, auk þess reyni það að vera „evrópskt” meðal annars með þvi að láta Evrópumenn sjálfa stjorna Utibúunum án veru- legrar ihlutunar frá aðalstöðvum i New York. (Allt minnir þetta á dæmi héðan að heiman: ISAL veitir svo og svo mörgum tslend- ingum vinnu, ISAL borgar skatta og þar fram eftir götunum.) Sterk staða IBM hefur I reynd náð gifurlega sterkri stööu i Evrópu. Það selur um 60% af öllum tölvum i álfunni og fer nálægt þvi að einoka sölu á sumum tegundum tölvubúnaðar, þvi að á einstöku sviðum (m.a. smátölvumarkaði) er hlutur IBM miklu minni, en Japanir eftir þvi umsvifamiklir. Árið 1979 seldi IBM í Evrópu fyrir sjö sinnum hærri upphæð en næststærsti keppinauturinn, franska fyr- IBM-dtbúnaður I Englandi: ef við seljum ykkur tölvu, þá skuluð þið kaupa einnig af okkur... Akærum safnað á söluaðferðir IBM irtækið CII-Honeywell Bull. Aðrir evrópskir tölvuframleiðendur eins og Siemens i Vestur-Þýska- landi og ICL i Bretlandi eru langt á eftir. IBM hefur grætt mjög mikið á Evrópumarkaði, en þaðan kemur nú þriðjungur af tekjum þess. Aðferðir Lögfræðingar Efnahagsbanda- lagsins munu ekki stefna að þvi að sundurlima IBM, en þeir hafa safnað gögnum sem lúta að sölu- aðferðum IBM. Helsta ákæran mun lúta að þvi, hvernig IBM tengir sölu á tölvum saman við það, að skylda viðskiptavini til að kaupa einnig af sér ýmislegt sem við á að éta, forritunarkerfi og fleira þesslegt. IBM hefur nú sett af stað, að sögn Newsweek, lög- fræðingaflokka sem eiga að hrinda þessum ákærum og tengir vonir við að hliðstæðum ákærum á IBM hafi verið hrundið i Banda rikjunum. Reyndar mun það svo, að dómstólar hafa reynst afar linir við afgreiðslu mála sem til er stofnað gegn yfirgangi auðhringa. Nýlegt dæmi er að finna i Efnahagsbandalaginu sjálfu, þar sem vel grundaöar ákærur gegn söluaöferðum sviss- neska lyfjahringsins LaRoche fengu hina ömurlegustu handar- bakameðferö — bitnaði það mál ekki hart á neinum öðrum en þeim starfsmanni lyfjahringsins sem kom málinu af stað. Sundraðir keppinautar í Newsweekfrásögn þeirri sem að ofan var vitnað til segir, að það hafi einkum staðið evrópskum tölvuframleiöendum fyrir þrifum að þeir hafi ekki sameinað krafta sina til aö ná þeirri stærö, að ein- hver þeirra gæti staðið uppi i hárinu á IBM. Einna helst eigi þó möguleika það samstarf sem er að komast á milli franska fyr- irtækisins CII og italska fyr- irtækisins Olivetti. (Endursagt). --------------------------| Japanirnir hafa reynt að kaupa [f aftur fyrir 100 miljónir dollara | hlutabréf Chrysler i Mitsubishi ■ — með þeim skilmálum að þeir I fái siðan að reka sin sölumál i , Bandarikjunum sjálfir. Chrysl- ■ er hefur vitaskuld hafnað þessu B tilboði. Japanirnir hafa ekki J viljað leggja út I lagakrókastrtð I við Chysler út af þessu máli, og ■ er það rakið tii þess að þeir vilji I ekki auka á þá spennu sem nú ■ rikir i viðskiptamálum Banda- ■ rikjanna og Japan, en i Banda- ■ rikjunum hafa gerst háværar J kröfur um aö settur verði inn- I flutningskvóti á japanska bila. ■ Liklegt er talið, að bæði | Peugot og Mitsubishi vilji helst ■ aö Chrysler hrynji til grunna, I vegna þess að þá gætu fyrirtæk- [ in losnaö við þann óþægilega ■ millilið um sölumál þeirra i I Bandarikjunum. í makaleit Ennúer frá þvi að segja, að | Chryslerer kominn á rlkisjötuna ■ aö nokkru leyti. Fyrirtækið fékk I verulega fyrirgreiöslu með I rikisábyrgð i fyrra og fær núna 400 miljón dollara fyrirgreiðslu til viðbótar. En sú rikisábyrgð fæst ekki án skilmála frekar en fyrirgreiðsla við Flugleiðir.Eitt helsta skilyrðið er að Chrysler leiti sér að bilafyrirtæki sem væri reiðubúið til að sameinast sér. Þá er ekki nema eðlilegt að Peugot og Mitsubishi hafi verið til nefnd, einnig Wolkswagen og Fiat. En lifsþreyttir samstarfs- aðilar Chryslers i Japan og Frakklandi eru lltið hrifnir af þvi að ganga inn i slikan hjú- skap við stórskuldugan maka. Þau munu heldur kjósa að af- skrifa það sem þeir eiga nú inni hjá Chrysler og leyfa kom- paniinu siðan að fara á höfuöiö. Þeir mundu þá koma til að láta slá sér fyrir slikk samsetn- ingarverksmiðjur og fleira nýti- legt úr þrotabúinu. (endursagt — áb). VERUMÁ VERÐI Aiyktun Verkáiýðsfélagins „Vöku” á Sigiufiröi, vegna bráðabirgðalaga rikisstjórnar- innar frá 31/12 1980: Almennur félagsfundur Verka- lýðsfélagsins „Vöku” á Siglufirði haldinn 1. febr. 1981 leggur áhersiu á það viðhorf félagsins, að verkalýðshreyfingunni beri að vera þátttakandi i viðleitni stjórnvalda til að hemja þá óða- veröbólgu sem rikjandi hefur verið hér á landi um langt árabil. Fundurinn undirstrikar sér- staklega i þessu sambandi, að stjórnvöldum beri siðferöileg skylda til að hafa fullt samráð við verkalýðshreyfinguna áður en til aögerða er gripið og að skeröing kaupmáttar lægri launa meö lög- gjöf sé óhæfa sem verkalýðs- hreyfingin geti eðli sinu sam- kvæmt aldrei liðið, hvaða stjórn- völd sem i hlut eiga. Fundurinn mótmælir þvi harð- lega nýsettum bráðalxirgöalögum núverandi rikisstjórnar þar sem einhliða er ákveðin 7% skeröing verðbóta á laun 1. mars nk. og alveg sérstaklega þvi ákvæði lag- anna að þessi skerðing skuli ná til lægstu nauðþurftarlauna. Fundurinn telur einsýnt að þó i viðkomandi lögum sé gert ráð fyrir gagnráðstöfunum, sem draga muni úr þeirri skerðingu kaupmáttar sem af þessu leiðir, miðað við allt yfirstandandi ár, þá verði óhjákvæmilega um að ræða verulega kjararýrnun alls launafólks á veröbótatimabilinu frá 1. mars — til 1. júni. Fundurinn vill treysta þeim yfirlýsingum stjórnvalda að sú kjararýrnum verði bætt á siðari hluta ársins, en telur að I lögun- um sjálfum felist engin örugg trygging þess að svo verði. Fundurinn hvetur öll verka- lýðsfélög á landinu til að vera vel á verði um þann kaupmátt lægri launa sem siðustu kjarasamning- ar tryggðu og verði á þann kaup- mátt gengið þegar til alls ársins 1981 er li tið, veröi samtakamætti verkalýðshreyfingarinnar beitt til að ná fram eölilegum leiðrétt- ingum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.