Þjóðviljinn - 12.02.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.02.1981, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 12. febrúar 1981 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 7 Getur bandalagiö sinnt hinu tvíþœtta hlutverki sínu? Eiga ríkis- staifsmenn að samein- ast í ein stéttar- samtök? Mikið vald fárra manna Óneitanlega vekur það athygli að launamálaráðið skuli alfarið fara með samningsréttinn og þessi 20 manna hópur hafi slikt vald, þar sem samningar eru ekki staðfestir af félögunum, hvorki á fundum né i allsherjaratkvæða- greiðslu. Það þarf heldur ekki nema samstöðu þriggja manna innan ráðsins, sem eru fulltrúar fjölmennustu félaganna, til að hafa þar meirihluta atkvæða. Verkfallsrétti hafnað Það sem skilur BHM einnig frá öðrum stéttarfélögum er að bandalagið hefur ekki verkfalls- rétt. Þegar BSRB fékk þennan rétt 1976 höfnuðu fulltrúar BHM þeim verkfallsrétti. Að sögn Guðriðar Þorsteinsdóttur, fram- kvæmdastjóra BHM, voru ástæð- ur þess einkum þrjár. í fyrsta lagi var hópur þeirra sem bannað yrði að fara i verkfall, stór, samnings- timinn átti að vera til tveggja ára og verkfallsréttarákvæðið fól i sér skerðingu á lifeyrisrétti. Miklar umræður fara nú fram innan BHM um verkfallsréttinn. Um hann var haldinn fundur hinn 3. febrúar sl. og annar er fyrir- hugaður þann 24. þ.m. Mjög skiptar skoðanir virðast vera inn- an bandalagsins um afstöðuna til verkfallsréttarins. Haustið 1979 var efnt til skoðanakönnunar um verkfalls- réttinn. Skv. fréttabréfi BHM i febrúar 1980 voru helstu niður- stöður þessar: Siðastliðið haust efndi launa- málaráð BHM til skoðanakönn- unar um verkfallsrétt. Send voru út eyðublöð til 1936 rikisstarfs- manna, en svör bárust frá 819 eða 42%. Þátttaka var mun minni en vonast var til og liggja sjálfsagt til þess ýmsar orsakir. Hin dræma þátttaka rýrir mjög gildi niðurstaðnanna þannig að ekki er hægt að draga viðtækar ályktanir af niðurstöðunum, sem voru i stórum dráttum þessar. Fyrsta spurning var þannig: Telur þú að BHM eigi að stefna að þvi að fá verkfallsrétt fyrir rikis- starfsmenn innan bandalagsins? Já sögðu 426, nei 349, auð og óákv. 44. í annarri sj)urningu var spurt með hvaða sniði verkfallsréttur ætti að vera. 198 vildu hafa hann svipaðan og hjá ASl, 106 vildu verkfallsrétt svipaðan og hjá BSRB og 106 með öðru sniði. Þriðja spurning var i tvennu lagi. 1 fyrsta lagi var spurt, hvort lengd samningstimabils ætti að vera samningsatriði, en ekki lög- bundin. 439 sögðu já, 54 nei, óákv. 42. í öðru lagi var spurt, hvort efnisskipting milli sérkjarasamn- ings og aðalkjarasamnings ætti að vera óbreytt að mestu. 238 sögðu já, 139 nei, óákv. 116. í fjórðu spurningu var spurt, hvort BHM ætti að taka við sama verkfallsrétti og BSRB hefur, ef hann stæði til boða. 209 sögðu já, 289 nei, óákv. 72. Miklar umræður um verkfallsréttinn Það er þó ljóst að flestir helstu forystumenn launamálaráðs eru hlynntir verkfallsréttinum, og er i þeim hópi formaður ráðsins, Jón Hannesson. 1 viðtölum við ýmsa rikisstarfsmenn innan BHM hefur komið fram að þeir leggja áherslu á að félögin fái sjálf verk- fallsréttinn um sérkjarasamn- inginn. Ennfremur að i þeim stofnunum eða deild innan stofn- ana, þar sem 50% eða fleiri eru rikisstarfsmenn i BHM verði öll starfsemi stöðvuð, komi til verk- falls, og einnig að bannið við verkfalli verði ekki eins viðtækt og nú er, þar sem sá hópur sem lögum skv. er bannað að fara i verkfall er mjög stór, t.d. um helmingur lögfræðinga, deildar- stjórar i ráðuneytum o.s.frv. Einnig hafa komið fram þær raddir að Kennarafélagið verði sjálfstætt og lúti sérstakri lög- gjöf. Hver verður framtíð BHM? Svo vikið sé aftur að spurn- ingunni um hvers konar samtök BHM sé, þá verður ekki annað sagt, en að bandalagið sé nokkuð undarlegt fyrirbrigði. Upphaf- lega er hér um að ræða aka- demiskan klúbb, en hin þjóð- félagslega þörf fyrir slikan sel- skap reyndist ekki eins brýn og hin stéttarpólitiska starfsemi. Formaður Verkfræðingafélags Islands er um þessar mundir Ragnar Halldórsson, forstjóri Alversins, en hagsmunir hans hljóta að verða með nokkrum öðrum hætti en kennara eða hjúkrunarfræðinga i rikis- þjónustu. Viðhorf til háskólamenntunar hafa lika mjög verið að breytast i timans rás. Nú ganga prófessorar um á gallabuxum og peysum og eru ekki af þeim fina rank sem fyrr á árum og fara kannski i bió i stað guðfræðilegra og heimspeki- legra bollalegginga. Æ fleiri störf kref jast nú langr- ar menntunar, og áreiðanlega mun stefna i það að fleiri og fleiri rikísstarfsmenn séu með háskólamenntun. Þróun BHM i rúm 20 ár hefur einnig orðið sú að rikisstarfsmannadeildin og stéttarbaráttan hefur orðið þungamiðjan i starfinu. Hvernig mál skipast i framtiðinni er ekki gott að fullyrða. Hvenær fær launamálaráð verkfallsrétt? Verða alger skil milli BHM og rikisstarfsmannadeildarinnar? — Og sameinast BSRB og háskóla- menntaðir rikisstarfsmenn á ný? Fyrir þvi hljóta að teljast mikil rök. Það virðist td. harla óeðlilegt að kennarar komi ekki fram i einum samtökum svo eitthvað sé nefnt. En hvernig sem þessum skipu- lagsmálum verur háttað i framtiðinni, ætti að vera hægt að forðast togstreitu og árekstra milli háskólamenntaðra rikis- starfsmanna og annarra stéttar- félaga i landinu. BÓ KVIKMYNDAHÁTIÐIN í REGNBOGANUM Þýska alþýðulýðveldið, 1979 Leikstjórn: Konrad Wolf Handrit: Wolfgang Kohlhaase Konrad Wolf er sennilega þekktastur þeirra kvikmynda- stjóra sem starfa i Þýska alþýðu- lýðveldinu. Hann er sonur rithöf- undarins Friedrich Wolf, og flutti ásamt foreldrum sinum til Sovét- rikjanna 1933, á flótta undan nas- istum. Konrad barðist með Rauða hernum i striðinu og kom til heimalands sins sem sovéskur lautinant 1945. 1949 hóf hann nám við Kvikmyndaháskólann i Moskvu og sex árum siðar kom fyrsta kvikmynd hans, Einmal ist keinmal. Siðan hefur hann gert margar myndir sem vakið hafa athygli erlendis, t.d. Stjörnur (1959), Professor Mamlock (eftir sam- nefndu leikriti föður sins, 1961), Ég var nitján ára (1968) og Goya (1971). Sunny (Renate Krössner) býr sig undir að koma fram á sviðinu. Solo Sunny Solo Sunny er mjög ólik þeim myndum sem maður á að venjast frá Austur-Þýskalandi. Hún minnir meira á tékkneskar og pólskar myndir, og sum atriði hennar gætu verið úr mynd eftir Milos Forman (t.d. atriðið þar sem verksmiðjustúlkan sem ætlar að verða söngkona dregur Sunny með sér inn á klósett og syngur fyrir hana). Sunny (Renate Krössner) er dægurlagastjarna, sem syngur með hljómsveit og er á stöðugum ferðalögum um landið, en býr ein i ibúð sinni i Berlin þess á milli. Hún er munaðarlaus einsog svo margir Þjóðverjar af hennar kynslóð, alin upp á stofnun og hefur lært að bjarga sér sjálf — hefur kjaftinn fyrir neðan nefið einsog þar stendur — en hefur jafnframt rika þörf fyrir að tekið sé mark á henni og að ein- hver þarfnist hennar. Renate Krössner fer á kostum i hlutverki Sunny, enda hlaut hún verðlaun fyrir leik sinn á kvik- myndahátiðinni i Berlin 1980. Hún sýnir okkur konu sem fellur hvergi ,,i kramið”, hvorki i einkalifinu né poppheiminum, vegna þess að hún vill ekki láta troða á sér og sættir sig ekki við að vera eingöngu kynvera. Hún neitar að sofa hjá saxófónleikar- anum i hljómsveitinni og er rekin fyrir bragðið. Hún kynnist heim- spekingi og verður ástfangin af honum en hann tekur hana ekki alvarlega. Eini maðurinn sem virðist i raun elska hana er leigu- bilstjóri, sem sýnir endalausa þolinmæði og gefst ekki upp fyrr en hann fær Sunny með sér á hótel, en þegar á hólminn kemur getur Sunny ekki gert sér upp til- finningar sem hún á ekki til. Þrátt fyrir öryggisþörf sina getur hún ekki selt sig fyrir öryggið. Sunny gerir tilraun til að hverfa aftur til fortiðarinnar og byrjar að vinna i verksmiðjunni þar sem hún vann áður en hún gerðist söngkona. En þessi tilraun mis- heppnast, hún sér engan tilgang i vinnunni. Orvæntingin gripur hana og hún reynir að fyrirfara sér, en heppnast það ekki heldur. Gömul vinkona hennar úr verk- smiðjunni reynist henni vel, þótt hún viðurkenni að i raun þekki hún Sunny næsta litið og viti svotil ekkert um lif hennar. Lokaatriði myndarinnar er hægt að túlka sem vonarglætu fyrir Sunny: hún hefur rifið sig upp úr örvænting- unni og leitar sér að vinnu sem söngkona. í þetta sinn setur hún ákveðin skilyrði og við sjáum að hún ætlar að berjast áfram fyrir rétti sinum til að vera tekin al- varlega sem manneskja. — ih jí dag j IBuster Keaton hátiðin I heldur áfram við miklar vin- | sældir, og i dag verða sýndar ■ J tvær langar og tvær stuttar I I myndir meistarans. Löngu I myndirnar heita Fyrir | vestan er best (kl. 3.00 og ■ ' 5.00) og Sjö tækifæri (kl. 7, 9 I og 11). Með þeirri fyrrnefndu I er sýnd aukamyndin Leik- | húsið, og með þeirri siðar- ■ nefndu Bleikskinninn. Regnið i fjöllunum heitir sérstæð mynd eftir hinn þekkta leikstjóra frá Hong Kong, King Hu. kl. 3.05 og . 5.05. IBörnin i skápnum— frönsk mynd frá 1977, leikstjóri Benoit Jacquoit. Um náið I samband systkina. Kl. 7.05, 19.05 og 11.05 Siðasta sinn. Hversvegna Alexandria? — viðfræg egypsk mynd eftir , Yousef Chahine, sem er Iþekktasti kvikmyndastjóri Egypta um þessar mundir. Kl. 3.00 Og 5.10 Siðasta sinn. , óp úr þögninni— kanadisk Imynd eftir Anne-Claire Poirier, um nauðganir. Kl. 3.10 og 5.10, bönnuð börnum. , Krossfestir elskendur — Ijapanska snilldarverkið eftir Mizoguchi. Kl. 7.30 og 9.30. Solo Sunny — sjá umsögn , hérá siðunni. Kl. 7.10, 9.10 og Á valdi X ALA og auðsins Xala Senegal1974 Leikstjóri: Ousman Sembene Það er örsjaldan sem kvik- myndir frá Afriku rekur á fjörur okkar, sú eina sem ég man eftir er einmitt eftir Sembene, Póst- ávisunin, sem sýnd var hér fyrir nokkrum árum. 1 Afrikurikjunum er töluvert framleitt af kvik- myndum, en ýmissa hluta vegna hafa þær ekki hlotið náð fyrir augum dreifingaraðila. Sænska kvikmyndablaðið Chaplinhikarekki við að telja rit- höfundinn og leikstjórann Sembena fremstan i flokki afriskra leikstjóra og segir um hann að hann hafi valið kvik- myndina sem tjáningarform til þess að ná til allra þeirra landa sinna sem hvorki kunna að lesa né skrifa. Sembene horfir gagnrýnum augum á nýfrjálsu rikin, þar sem ný yfirstétt hefur tekið völdin, stétt, sem fetar dyggilega i fót- spor gömlu nýlenduherranna. Fyrir okkur hér i vestrinu er einkum forvitnilegt að kynnast lifinu suður i Afriku, sérkennum mannlifsins; en um leið finnum viðaðmargterlikt með skyldum. Xala segir frá senegölskum kaupsýslumönnum sem eru að hasla sér völl i viðskiptum eftir að nýlenduherrarnir hafa komið sér á brott. Einn þeirra Hadji að nafni ofmetnast af rikidæminu og misnotar aðstöðu sina. Hann ákveður i byrjun myndarinnar að giftast þriðju konu sinni, hinum tveimur til litillar gleði. Brúðkaup er haldið með pomp og prakt, en þegar kemur að brúðkaupsnóttinni þá brestur hann getu, einhver hefur sent á hann XALA (álög) sem valda getuleysi. Hefst nú fall hans niður þjóðfélagsstigann sem endar i stórbrotnu atriði sem ekki skal lýst hér. 1 þessari mynd er Sembene að sýna vaxandi borgarastétt nýrika og snobbaða, sem forsmáir forna siði, ofmetnast og fær að gjalda fyrir það. Sembene gefur allbreiða mynd af þjóðfélaginu, á götunum eru betlarar og öryrkjar. konurnar virðast standa vel fyrir sinu, þær þekkja stöðu sina i samfélagi múhameðstrúarmanna, en hika ekkert við að segja sina skoðun. Dóttir heildsalans er fulltrúi nýrrar kynslóðar, hún tvistigur milli þess hlutverks sem konum er ætlað, en um leið er hún að brjótast nýjar leiðir. Hún rifur kjaft og ferðast um á mótorhjóli. 1 upphafi myndarinnar er vitn- að til ræðu forseta verslunar- ráðsins, þar sem hann talar um hið afriska frelsi og afriskan sósialisma, en það verður fljót- lega ljóst að sá sósialismi er orðin tóm; arfur nýlenduherranna lifir i hinum nýriku. Það verður ekki séð að Sembene sjái neina frelsara á næstu grösum. Þegar heildsalanum Hadji er vikið úr verslunarráðinu kemur ungur maður i hans stað sem orðinn er auðugur með þjófnaði; en hver er munurinn á þvi að stela af almenningi með okri eða stela úr vasa hinna fátæku? Þó að efnið sé alvarlegt, er öllu lýst með léttleika; sjálfsánægju hinna nýriku yfir illa fengnum auði er verulega skopleg; vandræði Hadji yfir getuleysinu veita innsýn i karlheiminn, það eru allir boðnir og búnir til að senda hann til færustu töfralækna til að leysa þann vanda. Það sem gefur myndinni þó ekki sist gildi er hvað efnið minnir á svipuð tiðindi sem gerst hafa hér á norðurslóðum, hér sem þar gildir að margur verður af aurum api. — ká.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.