Þjóðviljinn - 12.02.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 12.02.1981, Blaðsíða 16
ÞJOÐVIUINN Fimmtudagur 12. febrúar 1981 Aöalsfmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími blaðsins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot afgreiðslu 81663 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt að ná i afgreiðslu blaðsins i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Ferðirstrætis- vagna úr skorðum Það mæðir mjög á Strætisvögn- um Reykjavikur þegar veður- guðirnir taka sig til og hrella borgarbúa með líkum hætti og i gær. t gærmorgun gekk óvenju illa að koma ferðum vagnanna i eðlilegt horf og var þar um að kenna mikilli ófærð og litlum bilum sem ails staðar sátu fastir. Þaö var ekki fyrr en um tiu leytið i gærmorgun sem vagnarnir fóru að ganga svo gagn væri að. Það var óvenjulegt og ævintýralegt að fylgjast með umferðinni i borginni i gærmorg- un. Ekki sást fyrir enda bila- lestanna sem siluðust áfram. Fólk stóð timunum saman og beið eftir strætó, sem var svo troð- fullur þegar hann loksins kom. Á Grensásstöðinni sást vagn nr. 6—7 ekki fyrr en kl. hálf tiu og aðrir birtust með löngu millibili. Að sögn verkstjóra hjá SVR tókst ekki að koma lagi á ferðir fyrr en upp Ur hádeginu, þegar aukavögnum var bætt við. Hann sagði færðina vera slæma alls staðar i borginni, en það væri ekki annað að gera en að taka þvi með jafnaðargerði, eins og farþegar SVR hefðu yfirleitt gert. — ká. Kindakjö tsfram- leiðslan 1980: Útflutn- ingur 646 tonnum minni Nokkur samdráttur varð i sölu á kindakjöti innanlands á sl. ári miðað við árið 1979. Það ár nam heildarsalan 10.423 tonnum og þar af voru 8.760 tonn dilkakjöt. Á sl. ári voru seld innanlands 9.918 tonn af kindakjöti, þar af 8.226 tonn af dilkakjöti, eða 6,1 % minna en árið áður. Útflutningur kindakjöts varð einnig minni á sl. ári en 1979. Þá var heildarútflutningurinn 5.052 tonn, þar af 5.046 tonn af dilka- kjöti Á sl. ári nam útflutningurinn 4.406 tonnum og af þvi var dilka- kjötið 4.262 tonn. Nemur minnkun útflutningsins þannig 646 tonnum. Árið 1980 var alls slátrað 831.307 dilkum og 60.478 kindum fullorðnum. Diíkakjötið reyndist vera 12.177 tonn eða 2.9% minna en árið áður, enda talsvert færri dilkum slátrað eða 132.131. Meðalfallþungi var 14,65 kg. en var árið áður 13,02 kg. Kjöt af fullorðnu fé var nú 1.364 tonn en árið áður 2.616 tonn og nemur samdrátturinn rúmlega 48%. Hinn 1. jan sl. voru birgðir af dilkakjöti 8.061 tonn. Var það 470 tonnum minna en 1. jan. árið áður. Kjötbirgðir af fullorðnu fé voru um sl. áramót 1.756 tonn eða 527 tonnum minni en á sama tima i fyrra. Ekki vantaði það, að mikið væri skrifað og skrafað um kjötskort i landinu um mánaðamótin ág.- sept. i sumar og ekki alltaf afmiklum kunnugleika eða sann- girni. Þvi var haldið fram að alltof mikið af kjöti hefði verið flutt út og ekkert eftir handa okkur „mörlöndum”. En hver var svo sannleikurinn á bak við allt moldviðrið? Samkvæmt skýrslum sláturleyfishafa voru til i landinu um þessi mánaðamót 460 tonn af dilkakjöti, en þá hefði um nokkurt skeið, verið óvenju- mikil sala á dilkakjöti. Þessar birgðir dugðu auðvitað vel fram á haustið og enganveginn uppurðar er nýtt kjöt kom á markaðinn. — mhg Fidelio ópera Beethovens verður flutt á tónleikum Sin- fóniuhljómsveitar Isiands I kvöld kl. 20.30 og endurtekin á laugardag kl. 14. Það eru ein- söngvararnir Astrid Schirmer, Elin Sigurvinsdóttir, Ludovico Spiess, Bent Norup, Manfred Schenk, Kristinn Hailsson og Sigurður Björnsson sem flytja ásamt S ö n g s v e i t i n n i Filharmóniu, Karlakór Reykja- vikur og Sinfónfuhljómsveitinni undir styrkri stjórn Jean Pierre Jacquillat. Af þessari upptalningu má sjá að hér er ekkert smá verk á ferðinni, alls munu vera um 230 manns sem taka þátt i flutn- ingnum. Sinfóniuhljómsveitin hefur fengið erlendu söngvar- ana til liðs við sig með aðstoð vestur-þýska sendiráðsins, en þeir eru starfandi i óperum i Vestur-Þýskalandi utan einn sem syngur við óperuna i Bukarest i Rúmeniu. Oll hafa þau margsinnis sungið saman og öll spreytt sig á Fidelió. Öperan Fidelió var frumflutt árið 1805 i Vinarborg. Hún segir frá þvi er Leonora dulbýr sig i karlmannsklæði til að reyna að komast inn i virkið þar sem eiginmaður hennar Florestan situr inni og er að verða hungur morða. Leonoru tekst að vinna hylli fangavarðarins Rocco og dóttur hans Marcelline og kemst inn I virkið sem stjórnað I er af hinum illræmda Don I Pizarro. Það á að drepa « Florestan,. mikil átök verða, en * allt endar vel að lokum. Operan Fidelio hefur aldrei I verið flutt hér áður i heild, og I aldrei sést á sviði, en fyrir * nokkrum árum var hún sýnd i I sjónvarpinu. Hér er um að ræða I konsertflutning, þar sem aðeins I stuttum kafla er sleppt. Á blaðamannafundi i gær I voru söngvararnir kynntir fyrir | fréttamönnum,- þau sögðu flutn- * inginn hér leggjast vel i sig, * Fidelio félli sérlega vel að I konsertflutningi, eins og I reyndar öll tónlist Beethovens. • Frá undirritun samninganna. Frá vinstri úr viðræðunefnd BSRB: Þórir Maronsson, Fanney Jónasdótt- ir, Agúst Geirsson, Haraldur Steinþórsson og Kristján Thorlacius. Handan borðsins eru þeir Ragnar Arnalds og Þorsteinn Geirsson. Á myndina vantar þá Guðmund Árnason og Einar ólafsson frá BSRB og Þröst ólafsson úr samninganefnd rikisins. Ljósm. - eik. Vidaukasamningur viö BSRB undirritadur 2-3% launahækkun • Sanngjörn og óhjákvæmi- leg niðurstaða, segir fjármálaráðherra t gær var undirritaður samn- ingur milli fjármálaráðherra og BSRB um viðauka við áðalkjara- samning frá 20. ágúst 1980. Sá viðauki sem gerður er við aðalkjarasamning með þessum samningi felur i sér 2—3% grunn- kaupshækkun frá 1. janúar sl. og samræmingu við launastiga BHM i nokkrum áföngum fram til 1. september nk. Þetta jafngildir um 2,6% hækkun til handa félagsmönnum I BSRB. Jafnframt framlengist aðal- kjarasamningur aðila til ársloka 1981. Þjóðviljinn spurði Ragnar Arnalds fjármálaráðherra hvað einkenndi þetta samkomulag. „Þetta er fyrst og fremst við- aukasamningur sem felur í sér samræmingu með hliðsjón af þvi sem gerst hefur i launamálum siðan samningarnir við BSRB voru gerðir á sl. sumri. Úr þvi að ekki varð af þvi að hnekkja kjara- dómi BHM með lögum var óhjá: kvæmilegt að koma i veg fyrir að • Lýsi ánægju med vid- brögd fjármálaráðherra, segir formaður BSRB Thorlacius, formaður bandalags- ins, hafði þetta um samningana að segja: „Þetta samkomulag er til sam- ræmingar við þá kauphækkun sem dæmd var af kjaradómi i byrjun janúar sl. til handa félags- manna BHM. Allur þorri okkar félagsmanna eða 85% eru i 1.—15. launaflokki og um 65% af okkar félagsmönn- um vinna sömu eða svipuð störf og BHM. Það segir sig sjálft að það gengur ekki til lengdar að starfsmenn sem vinna sömu störf fái misjafnlega há laun. Þetta samkomulag leiðréttir þennan mismun, og jafnframt fengum við fram 2% hækkun launa til starfsmanna i 1,—10. launaflokki. Þetta eru ekki miklar kjara- bætur, en þó lagfæring. Við áttum ekki rétt á endurskoðun samn- inga og ég vil lýsa ánægju minni yfir þvi að fjármálaráðherra skyldi ganga inná að ræða og semja við okkur”. Bó. verulegur munur væri á launum starfsmanna rikisins, sem vinna sömu störf á sama stað, eftir þvi hvort menn eru i BSRB eða BHM. Samningurinn felur i sér hækkun um 2—3% frá 1. janúar sl„ og siðan samræmingu við launatoflu BHM i nokkrum áföng- um fram til 1. september. Þetta er óhjákvæmileg og sann- gjörn niðurstaða, enda fylgir það með að samningurinn við BSRB sem átti að renna út i ágúst er framlengdur til 1. janúar”. — Hefur þetta áhrif á almennan vinnumarkað? „Það er útilokað með öllu. Auð- vitað geta menn ekki lokað aug- unum fyrir þvi, að BSRB-menn fengu miklu lægri prósentur i grunnkaupshækkun út úr sinum samningum en aðrir launamenn. Meðaltalshækkun nú uppá 2,6% getur þvi ekki orðið tilefni til nýrrar kröfugerðar af hálfu ann- arra”. En hvernig litur forysta BSRB á þessa samninga? Kristján Söngvararnir erlendu sem syngja I Fidelio: f.v. Ludovico Spiess, Manfred Schenk, Astrid Schirmer o{ Bent Norup. Ljósm: eik. Óperutónleikar Sinfóniunnar: Fidelío í Háskólabíói Ólafsvikingar óhressir yfir samgöngum Snjó- flód í Ólafsvikur- enni „Hér i ólafsvik kyngdi niður snjó i fyrrinótt”, sagði Kristján Helgason hafnarvörð'ir i samtali við Þjóðviljann i gær. Ólafsvikingar fóru ekki var- hluta af óveðrinu sem gekk yfir landið i fyrrinótt, en þeir eiga þó við meiri erfiðleika að etja en margir aðrir, þvi vegurinn um ólafsvikurenni er stórhættulegur og spillist fljótt þegar slfk veður ganga yfir. Kristján sagði að i gærmorgun hefðu fallið snjóskriður á veginn og væri hann lokaður. ólafsvik- ingar og nágrannar þeirra eru orðnir afar þreyttir á ástandi vegamála, þvi bæði geta orðið stórslys á veginum og eins er hann mjög mikilvæg samgöngu- æð. Hvort tveggja er að fiskur er fluttur um veginn til Hellissands og Rifs þaðan sem hann er fluttur út og eins sækja Sandarar og óls- arar hvor aðra heim þegar eitt- hvað er um að vera. Sameiginleg heilsu- og sálargæsla er fyrir báða staðina og þvi einkar baga- legt þegar vegurinn lokast. Þá gildir hið sama um veginn um Búlandshöfða^ hann verður oft á tiðum illfær, en eftir honum er flutt mjólk frá Búðardal. Kristján sagði að venjulega tæki 15—20 minútur að fara til Hellissands, en þegar þyrfti að leggja lykkju á leið og fara yfir heiðar og fyrir jökulinn tæki það um tvo og hálfan tima. „Við erum óhressir yfir þvi hér að geta ekki fengið þessar sam- gönguæðar i almennilegt lag” sagði Kristján. „Min skoðun er sú að það eigi að steypa yfir veginn á verstu köflunum, likt og gert er i Alpafjöllunum. Það tel ég vera mun ódýrari lausn en þá að leggja veg með sjónum; sjórinn hér getur verið óhemju þungur, en það verður að finna lausn á vega- málum okkar”. — ká Húsvikingar fengu sinn skammt Skólum lokað Húsvikingar fengu heldur betur að finna fyrir óveðrinu sem gekk yfir landið I gær. Þar var hávaða- rok og skafrenningur og var ill- fært um bæinn um hádegið i gær. Lögreglumaður sem Þjóð- viljinn ræddi við sagði að veðrið hefði verið það skaplegt um morguninn að flestir komust til vinnu sinnar á eigin bilum. Þegar leið á morguninn rauk veðrið upp. Lögreglan hafði nóg að gera við að hjálpa fólki til og frá sjúkra- húsinu, en lögreglan á stóran og kraftmikinn bil. Eina tjónið sem lögreglumaðurinn vissi um var það að þakrenna fauk, lenti á húsi og skemmdi þar plastklæðningu. Skólum var lokað og fólk hélt sig inni við meðan óveðrið geisaði. Um miðjan dag i gær var allt að færast i eðlilegt horf,. búið að ryðja bæinn að mestu, en utan Húsavikurkaupstaðar voru vegir greiðfærir. — ká

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.