Þjóðviljinn - 12.02.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.02.1981, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 12. febrúar 1981 ÞJóÐVILJINN — StÐA 3 Svavar Gestsson: Félagar i ÆS bauna á hann i kvöld. Æskulýðsfélag sósíalista: Svavar situr fyrir svörum Svavar Gestsson félagsmála- ráöherra og formaður Alþýðu- bandalagsins situr i kvöld fyrir svörum hjá Æskulýðsfélagi sósialista að Grettisgötu 3, uppi. Vænta má fjörugra umræðna um rikisstjórnina og annað sem mönnum kann að liggja á hjarta, þvi Svavar svarar öllum spurn- ingum sem félagar bauna á hann, lofa fundarboðendur. Fundurinn hefst kl. 20.30. Nýjung í innan landsflugi Flugleiða: Aldraðir fliúga fyrir hálfvirði Frá og með 1. febrúar tóku Flugleiðir upp ný sérfargjöld fyrir aldraða á innanlandsleiðum félagsins. Sérfargjöldin eru 50% ódýrari en venjuleg fargjöld og giidir þessi afsláttur hvort heldur tekinn er tvimiði eða aðeins miði aðra leiðina. Þessi fargjöld gilda aðeins á miðvikudögum og laugardögum fyrirþá sem orðnir eru 67 ára eða eldri. farmiðinn- gildir i sex mánuði. Sé ófært til flugs mið- vikudag eða laugardag gildir miðinn næsta dag sem fært er. Aður var afsláttur fyrir þennan aldurshóp 15%, en að sögn Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa FL vill félagið með þessu koma enn frekar til móts við fólk á þessum aldri, sem hefur að verulegu leyti hætt þátttöku i atvinnulifinu og hefur rúman tima, og auðvelda þvi ferðalög, þám. heimsóknir til vina og ættingja i öðrum lands- hlutum. — vh Búnaðarþíng hefst 16. febrúar n.k. Mánudaginn 16. febrúar kl. 10.00 verður Búnaðarþing sett i Bændahöllinni. Venja hefur verið, að landbúnaðarráðherra ávarpi þingið á fyrsta fundi þess og mun svo eflaust verða nú sem endra- nær. Búnaðarþingsfulltrúar eru 25. Auk þess sitja fundi þess stjórn og ráðunautar Búnaðar- félags tslands, með málfrelsi og tillögurétti. Fyrir Búnaðarþingi liggja jafnan mörg mál, sem miklu varða bændastéttina og raunar þjóðfélagið allt. Að þvi er Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri sagði okkur þá mun stjórn Bún- aðarfélagsins m.a. leggja fyrir þingið til umræðu og afgreiðslu mál, er snerta loðdýraræktina, endurskoðun á búreikningahaldi og bókhaldsþjónustu fyrir bændur. Ennfremur mál er varða mjólkurframleiðsluna og hvað gera megi til þess að hún jafnist betur á áriö allt en nú er. — mhg Gestir kvikmyndahátiðar teknir tali Ekki pönkarar, en aðdáendur Nínu Hagen Eins og fram hefur kom- ið í Þjóðviljanum hefur verið mikil aðsókn að kvikmyndahátíðinni í Regnboganum enn sem komið er. Þjóðviljamenn tóku nokkra sýningar- gesti tali sem voru á leið að sjá kvikmyndina Cha cha með Ninu Hagen o.f |. Unnið af nemendum Héraðsskólans á Laugarvatni í starfskynningu hjá Þjóðviljanum: Helgu Hilmarsdóttur, Sigrúnu óskarsdóttur og Sigurði Kristinssyni. — Ljósm. —eik— Dyravörðurinn Ingvar Vilhjálmsson hafði ekki séð myndina. Hann sagði aö það væri geysimikil að- sókn að hátiðinni og meira af eldra fólki en venjulega. Jón Snorrason t.h. og Finnbogi Þórarinsson kváðust vera aðdá- endur Ninu Hagen er ég stöðvaöi þá og fékk aö spyrja nokkurra spurninga. Þeir kváðust ekki vera pönkarar, en þeim þykir gaman að þungu rokki. Jón kvaðst eiga eina plötu með Ninu Hagen. Að- spurðir sögðust þeir vita um marga sem ætla i Cha Cha. Þær Guömunda Þórisdóttir t.h. og Björg Stefánsdóttir voru aö sjá mvndina i fyrsta skipti. Þær kváðust báðar hafa gaman af Ninu Hagen. Guðmunda sagðist eiga eina plötu meö henni. Aðspurðar sögðust þær hafa valið að sjá þessa mynd vegna þess að hún vakti mestan áhuga þeirra. Eyjólfur Guðmundsson sagð- ist ekki gera sér háar hug- myndir um myndina Cha Cha en kvaðst engu að siður vera aðdá- andi Ninu Hagen. Engar plötur sagðist hann samt eiga með henni. Þegar blm. spurði hvort hann væri pönkari svaraöi hann með ákveðnu ncii. Segist ekki ætia að láta lita á sér hárið. Ég hitti unga stúlku á leiö inn i A sal i Regnboganum og fékk að spyrja hana nokkurra spurn- inga. — llvað heitiröu? — Margrét Pétursdóttir. — Ertu aðdáandi Ninu Hagen? — Já, frekar. — Attu plötur með Ninu Hagen? —Nei engar. — Veistu um einhverja sem ætla á Cha Cha og eru það frekar pönkarar sem ætla? — Ég veit um fullt af fólki sem ætlar og það eru ekkert frekar pönkarar. — Hvernig heldurðu að myndin sé? — Ég held að hún sé mjög góö. Við sjoppuna stóðu þau Stefania Ægisdóttir, Lilja Ægisdóttir og Eyjólfur Eyjólfsson og blm. tók þau tali. Eruð þiö pönkarar? Margraddað nei kvað við. En þau sögðust samt vera aðdáendur Ninu Hagen og eiga eina plötu með henni. Blm. spurði þau hvers vegna þau færu að sjá Cha Cha og þau svör- uðu að þau langaði að sjá hana á sviði. Aðspurð kváðust þau Ifka vera aðdáendur þungs rokks. h.h. Inga Rún Pálmadóttir von- aðist til að myndin yrði góð. Þegar ég spurði Ingu hvort hún væri pönkari sagðist hún fyrst og fremst vera hún sjálf. Hún kvaðst mótfallin þvi að láta annarra hugsjónir hafa áhrif á sig; sem sagt: fyrst og fremst hún sjálf.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.