Þjóðviljinn - 12.02.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.02.1981, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. febrúar 1981 Skák- keppni stofnana og fyrirtækja 1981 Skákkeppni stofnana og fyrir- tækja 1981 hefst i A-riðli mánudag 16. febrúar kl. 20 og I B- riðli miðvikudag 18. febrúar kl. 20. Teflt verður I félagsheimili Taflfélags Reykjavikur að Grensásvegi 44—46. Keppnin verður með svipuðu sniði og áöur, sjö umferðir eftir Monrad-kerfi i hvorum riðli um sig. Um- hugsunartimi ein klukkustund á skák og hver sveit skipuð fjórum mönnum auk 1—4 til vara. Fjöldi sveita frá hverju fyrir- tæki eða stofnun er ekki takmark- aður. Sendi stofnun eða fyrirtæki fleiri en eina sveit, skal sterkasta sveitin nefnd A-sveit, næsta B- sveit o.s.frv..Þátttökugjald er kr. 320,00 fyrir hverja sveit. Nýjar keppnissvetir hefja þátttöku i B- riðli. Keppni i A-riöli fer fram á mánudagskvöldum, en i B-riðli á miðvikudagskvöldum. Fyrsta kvöldið verður tefld ein um- ferð.en tvær umferðir þrjú seinni kvöldin. Mótinu lýkur með hrað- skákkeppni, en nánar verður til- kynnt um það siðar. Þátttöku i keppnina má til- kynna i sima Taflfélagsins á kvöldin kl. 20—22. Lokaskráning i A-riðli verður sunnudag, 15. febrUar kl. 14—17, en i B-riðli þriðjudag, 17. febrúar kl. 20—22. Sjö Mutu rannsóknar- styrki Nýlega var úthlutað i áttunda sinn styrkjum úr Rannsóknar- sjóði IBM vegna Reiknistofnunar Háskólans. Alls bárust 10 umsókniroghlutu 7 umsækjendur styrk úr sjóðnum, samtals kr. 45.000. Styrkina hlutu: Ágúst Kvaran, Ingvar Arnason og Sigurjón N. Ólafsson, kr. 5 þús., Raunvisindastofnun Háskólans, til tölvuvinnslu á litrófsmæligögnum vegna rannsókna i ólifrænni efnafræði. Asbjörn Jóhannesson, kr. 5 þús., Rannsóknarstofnun bygg- ingariðnaðarins, til að aðlaga reiknilikan fyrir ákvarðanir um hagkvæmasta viðhald vega á tslandi. Jóhann Axelsson og Sigfús Björnsson, kr. 10 þús., Rannsóknarstofa H.t. i lifeölis- fræði, til lifeðlisfræðislegs samanburöar á tslendingum og islenska þjóðarbrotinu i Kanada. Jón Ottar Ragnarsson og Erla Stefánsdóttir, kr. 10 þús., Efna- fræðiskor Háskóla tslands, til úrvinnslu gagna um mataræði Is- lendinga úr búreikningakönnun Hagstofunnar. Kristján Kristjánsson, Sigmundur Guðbjarnason og Sigurjón N. Ólafsson, kr. 5 þús., Raunvisindastofnun Háskólans, til kaupa á svonefndu SIMCA-for- ritasafni fyrir munsturgreiningu á niðurstöðum efnagreininga. Magnús B. Jónsson, kr. 5 þús., Bændaskólinn á Hvanneyri, til útreikninga á kynbótum á islenska nautgripastofninum m.t.t. bæöi mjólkur- og kjötfram- leiðslu. Sigrún Klara Hannesdóttir, kr. 5 þús., Félagsvisindadeild Háskólans, til að setja upp forrit fyrir tölvuleit I gagnabanka, vegna kennslu,svo og tölvusetn- ingu íslenskra heimilda. Dreifing ríkisstarfsmanna innan BHM í launaflokka í nóvember 1980 i byrjun árs var BHM/ Bandalag háskólamanna mjög til umræðu/ ekki síst vegna þess umdeilda kjaradóms sem ákvað 6% kauphækkun til handa þeim félagsmönnum, sem vinna hjá ríkinu. I þessari fréttaskýringu er ætlunin að varpa nokkru Ijósi á þessi samtök, hverj- ir skipa þau og hvernig þau eru byggð upp og starf- rækt, þar sem hér er um að ræða mjög flókið félags- legt fyrirbrigði, blöndu af akademiskum klúbbi og stéttarsamtökum. Ung samtök BHM eru ung samtök. Það er stofnað 23. október 1958 meö aðild ellefu félaga háskólamanna og tæplega 1200 félagsmönnum. í grein sem Ármann Snævarr skrifar i málgagn BHM i tilefni af 15 ára afmæli samtakanna kem- ur fram að frumkvæði að þessu átti Lögfræðingafélag tslands og einkum þeir Armann og Guð- Dreifing rikisstarfsmanna innan BHM i launaflokka í nóvember 1980. Launaflokkarnir eru merktir með tölunum 101—122, en fjöldi starfsmanna i hverjum launaflokki i sviga fyrir ofan. Heildarfjöldinn er 2.265. Skv.. upplýsingum skrifstofu BHM höfðu 70% rlkisstarfsmanna I BHM laun undir 800.000 Gkr. i desember sl. Hvernig félagsskapur er BHM? mundur Ingvi Sigurðsson. Armann var enda kosinn fyrsti formaður samtakanna. 1 grein Armanns kemur fram að starf- semin fyrstu árin beindist að þvi að kynna bandalagið og vinna þvi viðurkenningu sem samningsað- ila við rikisvaldiö um kaup og kjör. Háskólamönnum fannst þeir bera skarðan hlut Við stofnun bandalagsins og fyrstu 15 árin er þvi ekki um að ræða stéttarfélag i hinum hefð- bundna skilningi. Hér er um að ræða þjóðfélagshóp sem stofnar samtök að erlendri fyrirmynd. Menn verða félagsmenn vegna sömu menntunar eöa sömu starfa. Fundir og ráðstefnur voru haldnar og samkomur af þvi tagi sem bændaklúbburinn i Eyjafirði heldur þegar bændur þar koma saman i kaffi á Hótel KEA. En fljótlega fór að bera á þvi aö háskólamönnum þótti forysta BSRB ekki berjast nógu hörku- lega fyrir hagsmunum þeirra, heldur legðu megin áherslu á hin fjölmennari félög innan BSRB, og sögöu þá sumir til að tryggja at- kvæöi og stuöning við forystuna. Samningsréttur viðurkenndur 1973 En þaö er með lögum nr. 46/1973 og viðurkenningu fjár- málaráðherra á BHM sem samn- ingsaðila það ár að BHM fær samningsrétt viö rikið. Um leiö breytist eöli bandalagsins. En þá blasti við sá vandi að aðeins hluti félagsmanna starfaði hjá rikinu, hinir störfuðu sjálfstætt eöa voru i þjónustu hjá einkaaðilum eða sveitarfélögum. Til þess að mæta þessu var brugðið á það ráð aö setja á fót sérstakt launamála- ráð, sem fer með samningsrétt- inn viö rikið og gerir aðalkjara- samning, en stjórnir hinna ein- stöku aöildarfélaga gera sér- kjarasamninga, og þá einkum skipan starfsheita og manna i launaflokka, sérákvæöi um vinnutima, og atriði sem aðal- kjarasamningur tekur ekki til. Launamálaráð I lögum BHM segir svo um launamálaráö: Launamálaráð skulu vera samninganefndir Bandalags háskólamanna og fara meö allt umboð þess til samningagerðar. I launamálaráði rikisstarfsmanna skal eiga sæti 1 fulltrúi frá hverju þvi aöildarfélagi bandalagsins, sem hefur rikisstarfsmenn innan sinna vébanda. Rikisstarfsmenn innan hvers félags skulu velja einn fulltrua og 1 varafulltrúa úr sinum hópi i ráðið. Varamenn eiga rétt til setu á fundum ráðs- ins. Auk þess skal stjórn BHM til- nefna tvo rikisstarfsmenn i ráðið úr sinum hópi, ef kostur er. Fulltrúar i launamálaráði kjósa formann og varaformann úr sinum hópi, svo og aðra starfs- menn eftir þörfum. Við atkvæðagreiðslu i launa- málaráði rikisstarfsmanna fer hver fulltrúi með eitt atkvæöi fyr- ir hvert byrjað hálft hundrað rikisstarfsmanna sem hann er fulltrúi fyrir. Fulltrúar stjórnar BHM i ráðinu hafa ekki atkvæöis- rétt. Launamálaráð rlkisstarfs- manna tekur ákvarðanir um mál, sem varða eingönga rikisstarfs- menn. Taki BHM upp samninga við aðra aðila en rikið, skal mynda launamálaráð, er skipuð sé full- trúum úr hópi þeirra launþega sem hlut eiga að máli. Stjórn BHM er heimilt að tilnefna einn eða tvomenn úr sinum hópi I slik ráð. Launamálaráð setja sér sjálf starfsreglur. Þaö er þetta launamálaráð sem Ármann Snævarr, maður BHM. fyrsti for- er hið raunverulega stéttarfélag háskólamanna. Það þarf ekki að bera ákvarðanir sinar undir félagsmenn og fer meö allt samn- ingavald. Atkvæðalegt vægi inn- Jón Hannesson, formaður Launamálaráðs BHM. an launamálaráðshópsins er einnig mjög misjafnt. Þaö er þvi rétt að skoöa nánar hverjir eru i BHM og frá hvaöa aðildarfélög- um. (Sjá töflu.). Fjöldi Þar af ríkis- Aðildarfélög BHM félagsm. júnl 1980 starfsmenn nóv. 1980. Útgarður (áður einstakiingsaðild ... ... 34 28 Arkitektafélag Islands .. 133 21 Dýraiæknafélag tslands .. 33 31 Félag háskólakennara . . 304 249 Félagháskólam. hjúkrunarfr . . 37 23 Félag islenskra fræöa 24 Félag Isl. náttúrufræðinga ... 225 217 Hiðislenska kennarafélag ... 739 772 Félag viöskiptafr. og hagfr 108 Lyfjafræðingafélag tslands ... 100 2 Læknaféiag tslands 125 Lögfræðingafélag tslands 188 Prestafélag tsiands 111 Sálfræðingafélag tslands .. 53 14 Verkfræöingafélag tsiands .. 722 176 Félag tækniskólakennara . . 24 20 Kennarafélag Kennarahásk. tslands .. 37 36 Félag bókasafnsfræðinga .. 52 20 Tæknifræðingafélag tslands .. 443 106 Félag islenskra sjúkraþjálfara . . 60 17 4.641 2.288 Þess bera að geta að þessar töl- ur eru ekki'alveg sambærilegar, þarsem fyrri dálkurinn er frá þvi i júni 1980 en sá siöari frá nóv. 1980. — mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.