Þjóðviljinn - 12.02.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 12.02.1981, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. febrúar 1981 Arshátíð Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldin i Alþýðuhúsinu laugardag- inn 14. febrúar. Húsið opnað kl. 19. Borðhald hefst kl. 20. Miðasala við innganginn. Gestur kvöldsins er Auður Haralds rit- höfundur. Gunnar Jónsson leikur á gitar. Auk þess munu félagar ABA fremja ýmis- konar uppákomur. Hljómsveitin Jamaica leikur fyrir dansi. Miðapantanir teknar i simum: 23871 (Katrin) 25363 (Ingibjörg) 21740 (Hildigunnur) jrjrjrjrjrjrjrjrjfjrjrjrjr 23. leikvika —leikir 7. febr. 1981. Vinningsröð: 1X2 — 1X1 — ÍXX — 111 1. vinningur: 12 réttir — kr. 26.075.- 3767 36344(4/11)+ 36565(4/11) 2. vinningur: 11 réttir — kr. 588,- 1127 5677 15458+ 27092 33579 37843 42994 1941 6311 16806 27637 34406 38682+ 43750 2099+ 7696 18384+ 30696 34550 41259(2/11) 2566 10306 18738+ 31354 35581 41831 43847 2599 10310 21978 31765 35584 41893 44719 2714 14706 25522 33387 35615 42101 45576 3495+ 15203 26789(2/11) 36784 42365 59182 Kærufrestur er til 2. mars kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR — Iþróttamiðstöðinni — REYKJAVIK Blaðberar - blaðberar! Okkur vantar strax blaðbera i Hávalla- götu-Sólvallagötu og nágrenni. Stjórnarfrumvarp um tollfría bíla til fatlaðra 500 bílar á ári Rlkisstjórnin hefur látið útbýta stjórnarfrumvarpi á Alþingi frá fjármála- ráðherra sem felur í sér rýmkaða heimild til að fella niður tolla af bif- reiðum fyrir fatlaða/ þannig að á hverju ári er leyfilegt að flytja inn 500 bifreiðar á þeim kjörum. Samkvæmt gildandi lögum um tollskrá sem siðast var breytt i fyrravor er heimilt að fella niður aðflutningsgjöld af bifreiðum til fatlaðs fólks, þ.e. hreyfilamaðra svo og fólks með lungnasjúk- dóma, hjartasjúkdóma, og aðra hliðstæða sjúkdóma. I frumvarp- inu sem nú er lagt fram um breyt- ingu á tollskrá er gert ráð fyrir að fjöldi þeirra bifreiða sem aðflutn- ingsgjöld verða felld niður af hækki um 100 bifreiðar á ári þannig að heildarfjöldinn verði 500. Lækkun gjaldanna af hverri bifreið má nú nema 12000 nýkrónum (1.2 milljónir gkr.) og heildarlækkun að meðaltali má nema allt að 24000 nýkrónum. 1 frumvarpinu er þó gert ráð fyrir að heimilt sé að lækka gjöld af allt að 25 bifreiðum árlega um allt að 24000 nýkrónum fyrir þá sem mest eru fatlaðir, sem hefur það i för með sér að heildarlækkunin getur numið allt að 48000 nýkr. Til að meta og úrskurða umsóknar um þessa eftirgjöf af aðflutningsgjöldunum mun verða skipuð sérstök nefnd fimm manna, fjórir læknar tilnefndir af öryrkjabandalagi íslands og einn án tilnefmngar. Frumvarpið gerir ráð fyrir þvi að einstaklingur sem fengið hefur eftirgjöf af aðflutningsgjöldum bifreiðar samkvæmt ákvæðum laganna geti sótt um eftirgjöf að nýju að fjórum árum liðnum. 1 írumvarpi þessu er jafnframt gert ráð fyrir þvi að fjármála- ráðuneytinu sé heimilt að lækka eða fella alveg niður gjöld af gervilimum fyrir fatlað fólk. Með þessu frumvarpi er komið til móts við kröfur samtaka fatlaðra um rýmkun gildandi ákvæða og má það teljast mikils- vert framlag fjármálaráðuneyt- isins á ári fatlaðra. Einsöngvararnir „eru i sjöunda himni” yfir að njóta leiðsagnar Giigeroff frá Covent Garden. Mynd: — eik íslenska óperan Hátídartónleikar í Háskólabíói DIOÐVIUINN Siðumúla 6 s. 81333. Áskrift kynning vió bjódum nýjum lesendum okkar ÓKEYPIS ÁSKRIFT til næstu mánaóamóta. Kynnist blaóinu af eigin raun, látió ekki aóra segja ykkur hvaö stendur f Þjóóviljanum. DJOBVIUINN íslenska óperan hugsar sér heldur betur til hreyf- ings nú á næstunni. Hún hefur akveðið að halda hátíðatónleika í Háskóla- bíói fimmtudaginn 19. febrúar. Eru þessir tónleikar haldnir til minningar um hjónin Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánsson, en þau gáfu, sem kunnugt er, fjórðung eigna sinna til þess að byggja eða kaupa óperuhús í Reykjavík. Aðgöngumiðar að tónleik- unum eru jafnframt stofn- félagsskírteini í Styrktar- félagi fslensku óperunnar. Stvrktarfélagið var stofnað 3. okt. 1980. A allur þorri islenskra atvinnusöngvara aðild að þvi. svo og áhugafólk um óperutónlist. Markmið islensku óperunnar er að halda reglulega sýningar á óperum og óperettum i Reykja- vik. Er i ráði að hefja þær sýn- ingar þegar á næsta vetri. Til þessaðsvo megi verða þurfa sem allra flestir áhugamenn um söng- list að ganga til liös við óperuna og gefst mönnum nú koslur á að gerast stofnfélagar og styrktar- félagar hennar með þvi að taka þátt i hátiðahaldinu 19. febrúar. Stofnfélagareru þegar orönir yfir 500 talsins. Hátiðatónleikar þessir verða einhverjir hinir veglegustu, sem sögur fara af á Islar.di. Koma þar fram einir 20 islenskir einsöngvarar, kór Islensku óperunnar og sinfóniuhljómsveit Islands. Hljómsveitarstjóri verður Robin Stapleton, einn af hljómsveitarstjórum Covent Garden óperunnar i London. Æfingum hefur Tom Gligeroff stjórnað en hann kemur einnig frá Covent Garden. Æfir hann bæði einsöngvara og kór ,,og við erum alveg i sjöunda himni yfir honum” sagði söngfólkið. A tónleikunum verða flutt fjölmörg atriði úr óperum eftir flest helstu tónskáld óperusög- unnar, þar á meðal úr Cosi fan tutte, Ur Töfraflautunni, óperum Mozarts, Hollendingnum fljúgandi og Meistarasöngvurun- um i Nurnberg eftir Wagner og úr fjórum óperum Verdis. Tónleik- arnir hefjast á forleiknum úr Meistarasöngvurunum og þeim lýkur á sigurkór úr Aidu eftir Verdi. Það mun svo enn auka hátiða- braginn að i hléi mun Hótel Saga annast útdeilingu á kampavini i anddyri Háskólabiós, efna til sér- staks kvöldverðar i Grillinu og hafa siðan opinn fyrir operugesti einn sal hótelsins. Ætlast er til að gestir verði samkvæmisklæddir. Þessir einsöngvarar koma fram á tónleikunum: Anna Júliana Sveinsdóttir, Elin Sigurvinsdóttir, Elisabet Erlings- dóttir, Friðbjörn G. Jónsson, Garðar Cortes, Guðmundur Jóns- son, Guðrún Tómasdóttir, Hall- dór Vilhelmsson, Hákon Oddgeirsson, Ingveldur Hjalte- sted, John Speight, Kristinn Hallsson, Kristinn Sigmundsson, Magnús Jónsson, Már Magnús- son, ölöf Kolbrún Harðardóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Rut L. Magnússon, Sólveig Björling og Þuriður Pálsdóttir. Og nú er bara að hafa hraðar hendur með að ná sér i aðgöngu- miða þvi ekki missir sá, sem fyrstur fær, en aðgöngumiðar að hátiðatónleikunum eru seldir i húsi Söngskólans að Hverfisgötu 45 frá kl. 5—7 daglega. — mhg FEF styður fóstrurnar Almennur fundur i Félagi einstæðra foreldra um skóla- dagheimilismál, haldinn að Hótel Heklu laugardaginn 7. febr. 1981, lýsti yfir eindregn- um stuðningi sinum við fóstr- ur i kjarabaráttu þeirra. Fundurinn lagði áherslu á, að undirbúningstimum verði fjölgað og að innra starf dag- vistarstofnana yfirleitt verði bætt. Hann benti á, að vanræksla á að bæta kjör fóstra kemur fyrst og fremst niður á þeim börnum sem dagvistarstofnanir sækja.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.