Þjóðviljinn - 12.02.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.02.1981, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. febrúar 1981 Bæjarútgerö Hafnarfjardar 50 ára: Elsta i dag, 12. febrúar eru 50 ár liðin frá þvi að Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar var stofnuð. Er hún elsta bæjarútgerð á landinu. Hug- myndin að stofnun bæjarút- gerðarinnar kom fyrst fram á fundií Verkamannafélaginu Hlíf f Hafnarfirði i ársbyrjun 1916. Ekkert var gert í málinu þá, og aftur skaut þessari hugmynd upp árið 1923. Það var svo árið 1927 að fyrsti visirinn að Bæjarútgerð Hafnarfjarðar varð til, þegar bæjarsjóður ásamt fyrirtækinu Akurgerði s.f. tóku á leigu togar- ann Clementinu, til að draga úr þvi mikla atvinnuleysi sem þá var i bænum. tJtgerð þessa togara gekk vel og skilaði nokkrum hagnaði, sem variðvar til þess að kaupa eitt herbergi fyrir Hafn- firðinga á Stúdentagarðinum við Hringbraut i Reykjavik. Atvinnuleysi hvatinn Um áramótin 1930—31 var mikið atvinnuleysi viða um land af völdum kreppunnar og fóru Hafnfirðingar ekki varhluta af þvi frekar en aðrir landsmenn. Um þetta leyti urðu tvö útgerðar- fyrirtæki i bænum að hætta starf- semi sinni, en árið áður höfðu Hellyer Bros. Ltd. hætt togaraút- gerð sinni frá Hafnarfirði og at- vinnuleysi i bænum þvi geigvæn- legt. Eitthvað varð þvi að taka til bragðs og hinn 12. febrúar 1931 ákvað bæjarstjórn Hafnarfjarðar að kaupa togarann Mai og Edin- borgarstöðina svo nefndu og þar með var Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar stofnuð. Togarinn Mai hélt til veiða strax daginn eftir þann 13. febrúar og var aflinn saltaður um borð. Skipstjóri á þessum fyrsta togara BÚH var Benedikt Ogmundsson en fram- kvæmdastjóri hafði verið ráðinn Asgeir G. Stefánsson. bæjarútgerð latidsins Nýsköpun Það var létt fyrir starfsfólki BÚH i gær — Ljósm. — eik — Togarinn aflaði vel, en mark- aður var óhagstæður og afkoman þvi ekki að sama skapi. góð. Reynt var að skipta vinnunni i landi milli verkamanna þannig að fólk hefði i sig og á. Fiskverk- unarstöð BÚH, sem kölluð var Bæjarstöðin, var ekki fullnýtt með útgerð eins togara og þvi var ráðist i það árið 1934 að kaupa annan togara sem nefndur var Júnf. Frá þvi að BÚH var stofnuð og fram að styrjaldarárunum var rekstur fyrirtækisins mjög erf- iður, enda kreppan i algleymingi. Togararnir voru gerðir út til veiða i salt, is eða á sildveiðar. Þrátt fyrir alla þessa erfiðleika tókst að halda útgerðinni gang- andi og fullyrða má að hún hafi komið i veg fyrir algert hrun i bænum i atvinnulegu tilliti. Þegar siðari heimsstyrjöldin hófst breyttist hagur BÚH mikið til batnaðar og til marks um það má geta þess, að á 10 ára afmæli fyrirtækisins gaf það stór fé til ýmissa menningar- og atvinnu- mála. Mest mun þó hafa munað um framlag BÚH til eflingar at- vinnuli'finu i bænum, þegar hún gaf 1 miljón kr. i striðslok til að smiða vélbáta gegn jafnháu framlagi annarsstaðar frá. Ar- angurinnafþessu varð sá, að átta stórir vélbátar bættust i fiski- skipaflota Hafnfirðinga. Þá gerð- ist BÚH hluthafi i Lýsi og mjöl h.f. 1945. 1 striðslok var skipakostur BÚH orðinn úreltur og var meginverk- efnið að endurnýja hann. Fyrsti nýsköpunartogari fyrirtækisins kom til Hafnarfjarðar i nóv. 1947 og hlaut hann nafnið Júli. Annan nýsköpunartogara eignaðist BÚH svo 1951, Júni. Og i ágúst 1953 var togari keyptur frá Vestmanna- eyjum og hlaut hann nafnið Agúst. Arið 1955 eignaðist BÚH nýjan togara sem nefndur var April. Bæjarútgerðin rak frá upp- hafi fiskverkun i Edinborgarstöð- inni og var fiskurinn verkaður i saltfisk og skreið. Eftir strið fór sifellt meiri hlutur sjávarafla i frystingu. Að forgöngu Kristjáns Andréssonar, sem þá var bæjar- fulltrúi Sósialistaflokksins i Hafnarfirði var hafist handa við að byggja frystihús BÚH og var hafist handa við það 1955 og var það tekið i notkun 1957. Hefur Fiskiðjuverk Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar siðan verið þunga- miðjan i rekstri fyrirtækisins. Arið 1977 voru gerðar miklar breytingar á frystihúsinu og jókst þá afkastageta þess um meira en helming. Skreiðar- og saltfisk- vinnsla hefur og verið stór þáttur i rekstri fyrirtækisins. Nú gerir BÚH út 3 skuttogara, og samtals vinnur á fjorða hundrað manns hjá fyrirtækinu þar af á milli 60 og 70 á tog- urunum. Sem fyrr segir er Bæjarútgerð Hafnarfjarðar elsta bæjarútgerð landsins og má fullyrða að til- koma hennar hafi markað tima- mót i islensku atvinnulifi, þar sem bæjarútgerðir viðsvegar um land hafa hvað eftir annað bjarg- að atvinnulifinu, þegar einka- reksturinn hefur brugðist eða gef- ist upp, eins og ófá dæmi eru til um. Rætt við Gíslínu (Diddu) Gísladóttur sem unnið hefur hjá BÚH í nær 50 ár Hef ekki unnið hjá öðru fyrir- tæki Gislina Gisladóttir: Nær 50 ár i fiskinum. — Ég byrjaði að vinna hjá bæjarútgerðinni 16 ára gömul, árið 1931, þá var það saltfiskur- inn, sem allt snérist um hérna. Siðan hef ég unnið hér, en ekki þó samfelit, en ég hef aldrei unnið hjá öðru fyrirtæki en BÚH. Það er Gislina Gisladóttir, sem sagði blaðamanni Þjóðviljans þetta þegar frystihús BÚII var heim- sótt i gær i tilefni hálfrar aldar af- mælis bæjarútgerðarinnar. — Ef þú skrifar nafnið mitt verður að hafa Diddu-nafnið með, það þekkir mig enginn undir öðru nafni, sagði Gislina þegar við báðum hana að segja aðeins meira frá starfi sinu hjá fyrirtæk- inu. — Þegar ég byrjaði hér var það saltfiskurinn, sem allt snerist um, eins og ég sagði áðan. Þá unnu konur i vaskinu, eins og kunnugt er, en karlmenn flöttu. Nú, og svo unnu konur og unglingar á salt- fiskreitnum yfir sumarið, þegar verið var að þurrka saltfiskinn og það var einmitt á reit, sem mitt starf byrjaði hjá BÚH. Hefurðu svo unnið i frystihús- inu frá byrjun þess? — Já, ég byrjaði strax að vinna hér og hafði þá unnið bæði i salt- fiskinum, eins og fyrr segir og einnig við skreið, en siðan frysti- húsið tók til starfa hef ég verið hér. Við hvað af þessu hefur þér likað best að vinna? — Alveg tvimælalaust i frysti- húsinu, hér er gaman að starfa og svo hefur öll aðstaða breyst svo mikið tii batnaðar. Svo ég tali nú ekki um ef borið er saman við fyrstu árin hjá BÚH, þegar maður var i vaski, það er eins og dagur og nótt. Hvernig likar ykkur fullorðnu konunum að vinna eftir bónus- kerfinu? — Alveg prýðilega, hann hefur bæði kosti og galla, en þegar á allt er litið þykir mér skemmtilegra að vinna i bónus en timavinnu. Að lokum má geta þess að eiginmaður Gislinu, Jón Björns- son,vann I 50 ár hjá BÚH. Hann lést i september sl. og hann vann alveg fram á síðasta dag i orðsins fyllstu merkingu, lauk vinnu á föstudagskvöldi en andaðist dag- inn eftir. Þau erú þvi ófá handtök- in sem þau hjónin skilja eftir hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. — S. dór Rætt við Sigríði Guðmundsdóttur sem unnið hefur i frystihúsi BÚH í 20 ár Þetta er skemmti- leg vinna, annars væri ég ekki í þessu Er það ekki einhæf og fremur leiðinleg vinna að starfa eftir bónuskerfi i frystihúsi? Þessa spurningu lögðum við fyrir Sigriði Guðmundsdóttur, sem unnið hefur í 20 ár hjá Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar, en við hittum hana i vinnslusal frystihúsa bæjarútgerðarinnar i gær. — Nei, mér þykir þetta skemmtiieg vinna; ef mér þætti það ekki þá væri ég ekki hér. Vinnuaðstaða er þokkalega góð og svo er það félagsskapurinn sem maður hefur hér. Hvað starfaðir þú áður en þú byrjaðir i frystihúsinu? — Ég var heimavinnandi hús- móðir, en byrjaði að vinna utan heimilis 1960, og þá hér i frysti- húsinu. En af þvi að þú minntist á hvort vinnan væri skemmtileg, þá vil ég taka það fram að áður fyrr Sigriður Guðmundsdóttir: 20 ár i BÚH vann ég á vélunum og það er miklu skemmtilegri vinna en hér i salnum. En erfiðari ekki satt? — Það er ég ekkert viss um, en alla vega liflegri og skemmti- legri. Þú spyrð um bónuskerfið; ég kann þvi ágætlega, eins og flest hefur það sina kosti og galla. Þegar hér var komið tóku allar konur i salnum niður hlifðar- svunturnar og fóru úr salnum án þess að kominn væri kaffitimi. — Jú, sjáðu til, við fáum smá pásu á milli matar og kaffitima, rétt svona til að fá sér eina sigar- ettu eða svo, sagði Sigriður um leið og við kvöddum glaðværan hóp i frystihúsi BÚH. — S. dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.