Þjóðviljinn - 12.02.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.02.1981, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. febrúar 1981 Fimmtudagur 12. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Nú hefst hremgemmgm fyrir kosningar eftir óreiðu Odvars Nordlis # Söguleg stund rann upp í stjórnmálalifi Norð- urlanda þ. 4. febrúar í ár. Gro Harlem Brundtland tók fyrst kvenna við stöðu forsætisráðherra og mun að öllum líkindum hreppa formannsstöðu norska Verkamannaf lokksins innan tíðar. # Fráfarandi forsætis- ráðherra/ Odvar Nordli, lét af störfum að læknisráði/ en hann hefur átt við erf ið- an augnsjúkdóm að stríða. Veikindin ein urðu þó ekki Nordli að falli: Mikil sundrung hefur ríkt innan Verkamannaflokksins um stefnu og markmið í helstu málefnum Noregs. Þessi ágreiningur hefur orðið til þess að mikill hluti kjós- enda Verkamannaf lokks- ins hefur snúið við honum baki og voru þingkosning- arnar i haust taldar tapað- ar án andlitslyftingar á flokksforystu og ríkis- stjórn. # Þegar Nordli lét af störfum var hann og flokksforystan komin upp á kant við verkalýðshreyf- inguna/ æskusamtökin/ umhverf isverndunar- sinna/ sveitarstjórnarfor- ystuna/ kvenréttinda- hreyfinguna og ekki síst forgangsmenn afvopn- unarstefnunnar. Ingólfur Márgeirsson skrifar frá Noregi • Gro Harlem Brundt- land var talin hæfust að sameina kjósendur undir merkjum Verkamanna- flokksins að nýju. Ekki leikur vafi á því, að vin- sældir hennar munu rétta hlut flokksins í komandi kosningum í september. En vinnst hinum nýja for- sætisráðherra nægur tími til að vinna kosningarnar? A undanförnum árum hafa ágreiningsmálin oröið æ fleiri innan Verkamannaflokksins. Þegar rikisstjórn Brattelis lét af völdum 1975 komu tveir menn til greina sem arftakar forsætisráð- herra: Oddvar Nordli og Reiulf Steen. Eins og menn vita hreppti Nordli hnossið en sæst var á aö veita Steen formannsstöðuna. Var þaö i fyrsta skipti i sögu flokksins að formannsstaðan klofnaði frá forsætisráðherraem- bættinu. Klofningurinn varð smám saman til þess að bera för á vaxandi persónuágreiningi og varð Reiulf Steen, aö mörgu leyti að ósekju, illa undir i þeim átök- um. Til að mynda kom nafn hans ekki til greina þegar Nordli sagöi af sér, valið stóð milli Gro Harlem Brundtland og Rolfs Hansens umhverfismálaráð- herra. Þegar Odvar Nordli féll, tók ' hann Reiulf Steen með sér i fall- inu. Hann varð að segja af sér formannsstöðu sinni og mun Gro Harlem Brundtland taka við henni innan tiðar. Og ekki nóg með það: Steen, sem setið hefur efstur á framboðslista flokksins i Osló um áraraðir, varð að láta Brundtland fyrsta sætið i té. En ágreiningur um stjórnmála- leiðtoga hefur ekki verið eini höfuðverkur Verkamannaflokks- ins. Litum á helstu málefni sem ‘ orðiö hafa völd aö óvinsældum rikisstjórnarinnar. Húsnæðismál Nordli breytti fjáröflunarleið- um til nýs húsnæðis. Þetta varð til þess að innborganir á ný- byggðar ibúðir námu um 150-200 þús. norskum krónum auk 5. þús. n.kr. húsaleigu á mánuði. Þessi nýja húsnæðispólitik fól einnig i sér að einkabankar tóku að sér fjáröflun til húsbygginga. Afleið- ingin var sú að ungt fólk meö meðaltekjur sá sér ekki lengur fært að eignast eigið húsnæði og má reyndar teljast heppið að komast i viðunandi húsnæði á þéttbýlissvæðunum. Þarmeð hafði rikisstjórn Nordlis sökkt helsta flaggskipi sósialdemókratiunnar: Rétti allra til húsnæðis á viðráðan- legum kjörum. Sveitastjórnamál og heilsugæsla Sveitastjórnir um allan Noreg hafa orðið æ æfari út i lands- byggðarstefnu Nordlis. Oliu- auðurinn streymir inn, en enn hafa byggðarlögin ekki séð eyri af þeim peningum. Hins vegar hefur rikisstjórnin skorið niður fjár- veitingu til sveitastjórnamála og hefur sú ákvörðun haft alvarlegar afleiðingar fyrir mörg fylki. Meðal annars hafa heilbrigðis- málin orðið illa úti og sjúkrahús hafa ekki getað tekið á móti sjúk- lingum eða sinnt þeirri þjónustu sem eðlileg telst. Hefðbundnir fylgjendur Verka- mannaflokksins i mörgum fylkj- um landsins eru þvi að missa þol- inmæöina á aðgerðaleysi rikis- stjórnarinnar. Slik gremja getur valdið úrslitum á kosningaári. Breytingar á skattalöggjöf I fyrrahaust breytti stjórn Nordlis skattalöggjöfinni I and- félagslega átt. Skattaálagið minnkaöi á hátekjuhópana en hækkaði á lágtekjufólk. Skatta- löggjöfin olli miklum umræðum I Noregi og gamlir kratar, þar á meöal i verkalýðshreyfingunni, mótmæltu með háværu oröalagi í fjölmiðlum. Erfitt verður fyrir hinn nýja forsætisráðherra aö hrófla viö skattalöggjöfinni, hann getur i mesta lagi gefið fögur fyrirheit um réttlátari skatta þegar nýja fjárlagafrumvarpið verður lagt fram I haust. Alta-deilan Ekkert mál, aö undanskildri Efnahagsbandalagsdeilunni, hefur vakiö jafn mikla athygli og umfjöllun á siðustu áratugum og Alta-málið. Rikisstjórnin keyrði sig fasta i blindri ein- stefnu, sem varð til þess að mál- efni Sama og umhverfisumræðan bergmáluðu um alla heimspress- una, Nordli til litils framdráttar. í stað þess að fresta Alta-virkjun- innni, biða niðurstöðu Hæsta- réttar, sem fjallaði um kæru á hendur stjórninni vegna fyrir- hugaðrar virkjúnar, lét rikis- stjórnin beiðniSama lönd og leið, hundsaði mótmæli um gjörvallan Noreg og sendi mesta lögreglulið á vettvang I Finnmörk sem norskar sögur fara af. Lögreglu- aðgerðirnar vor ekki einungis umfangsrikar og kostnaðar- samar, þær voru einnig tákn þess að norska rikisstjórnin var reiðu- búin að beita framkvæmdarvaldi á minnihlutahóp i eigin landi. Margir norskir fjölmiðlar sögðu að andlit Noregs hefði breyst út á. viö á einni nóttu: Landið haföi kastað grimunni, sem átti að sýna HVEB ER það sem forsvara mannréttinda frumbyggja. Afstaða stjórnarinnar I Alta-- málinu varð til þess að f jölmargir grónir kratar sögðu sig úr flokkn- um. Einkum var úrsögn um- hverfissinna og vinstri manna áberandi og margir létu hafa eftir sér umsagnir um norska Verka- mannaflokkinn sem ekki hafa þótt mikill búhnykkur i kosninga- baráttunni. Þegar Gro Harlem Brundtland kom út úr Konungshöllinn i Osló sem hinn nýi forsætisráðherra Noregs, beið hópur Sama fyrir utan og bað um skilning hennar á málstað þeirra. Hún sagðist veita þeim áheyrn sérstaklega siðar. Spurningin er hinsvegar: Getur Brundtland gert eitthvað i mál- inu? Er ekki Nordli þegar búinn aö ganga það langt að ekki verður aftur snúið? Kjarnorku- hernaður og bandarískar bækistöðvar Umræður um varnarmál hafa leikið Verkamannaflokkinn grátt að undanförnu. Haustið 1979 sam- þykkti rikisstjórn Nordlis stað- setningu nýrra kjarnorkueld- flauga á meginlandi Evrópu eftir gifurlegar deilur um fhálið i norskum fjölmiðlum. Enn einu sinni var forystu Verkamanna- flokksins núið um nasir að hlýða yfirstjórn NATO en skella skolla- eyrum við málflutningi flokks- manna og kjósenda. Sama sagan endurtók sig næsta haust, en þá samþykkti Stór- þingið tillögu rikisstjórnarinnar um bandariskar bækistöðvar i Þrændalögum. Um helmingur flokksmanna og fylgjenda Verka- mannaflokksins voru á móti báð- um þessum ákvörðunum. Nordli og stjórn hans voru sökuð um linku gagnvart hægriöflunum sem kreföust aukins vigbúnaðar- kapphlaups. Rikisstjórnin reyndi að lægja öldurnar með þvi að láta formann flokksins Reiulf Steen bera fram tillögu um kjarnorkulaus svæði á norðurhveli jarðar. Tillagan, sem er falleg i sjálfu sér, var þó ekkert annað en fyrirsláttur. Það var vitaö mál aö Sovétmenn myndu aldrei fallast á slika tillögu, þar eð megin kjarnorkuvopnastyrkur þeirra er staðsettur á Kolanesinu. Siðar kom einnig I ljós að Sovét- menn neituðu að ræða þetta mál. Umrædd mál hafa orðið til þess að hinum almenna flokksmanni finnst hann hafa misst tillögurétt sinn og áhrif. Flokksforystan samþýkkir helstu mál i kyrrþey en þrýstir þeim i gegnum flokks- kerfið með offorsi eða hægð, allt eftir þvi hvaö á við. Það olli mikl- um úlfaþyt, að ákvörðunin um bandariskar bækistöðvar i Noregi var tekin af forkólfum Verka- mannaflokksins, hershöfðingj- um NATO og Varnarmálaráðu- neytinu i Washington. Fréttin kom fyrst fyrir sjónir flokks- manna i Noregi og annan al- menning sem forsiöutiðindi i norska Dagblaðinu. Dagblaðið hafði hins vegar heimildir sinar eftir bandariskum dagblöðum og timaritum! Kvenréttindi og stjórnmál Odvar Nordli lá undir miklu ámæli fyrir að ýta kvenmönnum til hliðar við stöðuveitingar. Sér- staklega endurómaði þessi gagnrýni haustið 1979, þegar Nordli gerði stórtækar breytingar á rikisstjórninni og aðeins tvær konur fengu ráðherrastóla. Gro Harlem Brundtland er kunn sem forsvari kvenréttinda, og á fyrsta blaðamannafundi sinum sem for- sætisráðherra lýsti hún þvi yfir að fleiri konur tækju við þýðingar- miklum embættum eftir að hún væri sest við völd. Ljóst er að kvenréttindahreyfingin ber mikið traust til Gro, ekki sist vegna frammistöðu hennar á þingi, þegar fóstureyðingarlöggjöfin var samþykkt. Hitt er annað mál, að kvenréttindabaráttan fellur mjög i skuggann á þeim þjóð- málum sem sameining verður að nást um, ef Verkamannaflokkur- inn á að eiga möguleika á að sigra i komandi þingkosningum. A blaðamannafundi i siðustu viku var hún spurð hvaöa málefni væri þýðingarmest I nánustu framtið. Án þess að hika svaraði Gro Harlem Brundtland: — Að vinna kosningarnar I haust! Tekst henni að sannfæra kjós- endur um ágæti Verkamanna- flokksins á þeim rúmu sjö mán- uðum sem eftir eru i þingkosning- ar? Gro Harlem Brundtland, fyrsta konan sem forsætis ráðherra á Norðurlöndum, brettir upp ermarnar Hinn nýi forsætisráðherra Noregs er glæsilegur, eljusamur og vel menntaður. En nægja þessir mann- kostir Gro Hariem Brundtland tii að sameina Verkamannaflokkinn að nýju og koma honum sem sigur- vegara út úr þingkosningunum i haust? Gro Harlem Brundtland? Gro Harlem Brundtland sópaöi öllum andstæðingum til hliðar, þegar Ijóst var að Odvar Nordli segði af sér og um- ræðurnar um arftaka hans hófust. Þær umræður urðu aldrei aðdeilum. i Ijós kom að hún naut stuðnings flokksmanna um allan Noreg, og siíkum forsætis- ráðherra þarf Verka- mannaf lokkurinn á að halda þessa stundina. Síð- ustu skoðanakannanir sýna að Hægriflokkurinn er jafnstór Verkamanna- flokknum. I landi þar sem nánast er hægt að tala um tveggja flokka kerfi getur persóna formannanna skipt sköpum í þingkosn- ingum, að hausti. En hver er hinn nýi for- sætisráðherra Noregs og hið nýja andlit Verka- mannaflokksins út á við? Gro Harlem Brundtland fæddist I Osló árið 1939. Hún hóf stjórnmálaafskipti þegar á menntaskólaárunum og lét til sin taka i æskulýðshreyfingu Verka- mannaflokksins. Segja má að stjórnmál hafi verið henni i blóð borin, þvi faðir hennar Gudmund Harlem hefur bæði verið félags- málaráðherra og varnarmála- ráðherra Noregs. Að loknu stúdentsprófi var hún I vafa hvort hún ætti að leggja fyrir sig tann- læknanám eða læknanám. Faðir hennar ráðlagði henni að nema tannlækningar með tilliti til komandi eiginmanns og barna. Það varð til þess að hún valdi læknanámið. Umhverfismálaráðherra Að loknu læknanámi stundaði hún framhaldsnám við Harvard- háskóla i Bandarikjunum. Hún var siöar ráðin við norska Heil- brigðismálaráðuneytiö en stundaði einnig læknisstörf sem aðstoðaryfirlæknir viö skrifstofu Skólayfirlæknis i Osló. Árið 1974 var Gro Harlem Brundtland gerð að umhverfis- málaráðherra i stjórn Tryggve Brattelis. Hún var þá gift og fjögurra barna móðir. Sem um- hverfismálaráðherra lét Gro Harlem Brundtland mjög til sin taka. Hún barðist fyrir verndun náttúrusvæða, t.a.m. Harð- angurssléttunni og fékk sinu framgengt. Hún naut þegar mikils fylgis umhverfisverndar- manna og áhangenda grænu bylt- ingarinnar. Hún vakti alþjóðlega at- hygli 1977 þegar Bravó-slysið mikla gerðist i Norður-sjó. Innlendir og erlendir fjölmiölar dáöust af þrautseigju ráðherrans sem bókstaflega þaut milli Oslóar, Stafangurs og borpall- anna. Hún svaf ekki dögum saman og reyndir blaðamenn luku á hana miklu lofsoröi fyrir dugnað, vinnuhörku og hæfileika til samvinnu. Ávallt var hún reiðubúin að veita fjölmiðlum áheyrn, hélt blaðamannafundi á óliklegustu stöðum og upplýsti fréttamenn um ástandið. Eitt Oslóardagblaðanna lýsti henni þannig: „Hún kemur hlaupandi á blaðamannafundinn, en sest róleg fyrir framan myndavélarnar, fögur eins og demantur og hefur fullkomna stjórn á taugum og heilafrumum. Hún veitir hin snöggu og nákvæmu svör sin af alvöru. Hún er alvarleg og óvæmin en hefur samtimis til að bera eitilharða bjartsýni sem margur stjórnmálamaðurinn mætti öfunda hana af.” Gro Harlem Brundtland var valin varaformaður Verka- mannaflokksins 1975. Arið 1977 skipaði hún þriðja sæti listans i Osló. 1979 féll hún úr ráðherra- stóli i hinum miklu umbreyt- ingum Nordlis á rikisstjórn sinni og tók sæti vanalegs þingmanns á Stórþinginu. Það sópar af Gro i ræðustól og andstæðingar hennar hugsa sig um tvisvar áður en þeir hætta sér i orðasennu við hana. Hún hefur borið mörg mál til sigurs i þing- sölum. Frægasti málflutningur hennar er eflaust i sambandi við fóstureyðingalöggjöfina, en þar komu hæfileikar hennar vel i ljós sem stjórnmálamanns og læknis. Gro hefur mikla skapgerö og er óhrædd að segja það sem henni býr i brjósti. Hún er metorða- gjörn og beitir hiklaust valdi sinu. Flestir telja það þó fremur styrk- leik hennar en löst. Ný kynslóð Gro Harlem Brundtland til- hreyrir hinni nýju kynslóð stjórn- málamanna, ekki sist innan Verkamannaflokksins. Hún er fædd og uppalin innan vébanda flokksins og hefur notið góðs af þvi velferðarþjóðfélagi sem kratar hafa byggt upp i Skandin- aviu eftir stríð. Er hún að mörgu leyti ólik forkólfum Verkamanna- flokksins. Gro úr „æðra” séttar- umhverfi en flestir þeirra og menntun hennar er mun betri. Hún er gift frægum með- limi Hægraflokksins og málfar hennar einkennist ekki af þeirri verkamannastétt sem t.d. Einar Gerhardsen tilheyrði eða bændum Heiðmerkur eins og málýska Odvars Nordlis ber vitni um. Gro Harlem Brundtland er að mörgu leyti dæmigerð fyrir hin nýju forystuandlit Verkamanna- flokksins. Hún talar sérfræðingamál, beitir akademiskum hugsunar- hætti, og baráttumál hennar eru ekki hefðbundin efnahagsmál og kjaramál heldur umhverfismál og kvenréttinda- mál. En þó hún hafi yfirséttar- stimpil á sér er henni ekkert eðli- legra en aö ferðast meðal al- mennings og taka þátt i um- ræöum þeirra. Þessi eiginleiki kom henni að lokum á toppinn. Meðan formaður flokksins, Reiulf Steen, talaði á fundum Alþjóða- ráðstefnu Sósialista á Spáni, mætti Gro á fundi krata I ein- hverju krummaskuði á Vestur- Noregi. Þegar hið þreytta andlit Odvars Nordlis talaöi af sjón- á dagskrá Yfir þrjú hundruð Sóknarkonur vinna við að hjálpa tii á illa stöddum heimilum í borginni, ásamt nokkrum hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Allt þetta fólk veit um átakanlega neyð.... Aðgerðir strax í málum aldraðra Laigi hefur staðið yfir allmikil umræða um kjör gamla fólksins. Lengi hefur það verið hálfgert feimnismál og er kannski verra nú en áður, hvað samfélagið gerir litiðfyrir þá , sem aldraðireru og sjúkir. En nú hafa fleiri kvatt sér hljóðs og lýst ástandinu hér i borg fyrir alþjóð og þykir mér trúlegt, að sömu sögu megi segja úr öðrum landshlutum og ekki betri. Hér i Reykjavik hefur verið tekið myndarlega á nú seinustu árin, en meinið er, það var allt of seint byrjað og þeir, sem eru allra verst settir, ég á við þá sem eru ósjálfbjarga með öllu, hafa gleymst, og það sem þeir mega liða og þeir sem að þeim standa er þyngra en tárum taki. Enda er mikið búið að gráta og meira en nóg. Mér hefur alltaf geðjast vel að orðum Ölafar riku: „Eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði”. Við skulum gera eitthvað. En hvar skal byrja? Gisli Sigur- björnsson hefur nýlega fært söfnuðum i Reykjavik 100 þúsund nýjar krónur i þessu skyni. Ég veit ekki hvað söfnuðurnir telja sig geta, en ef við komum lika getum við öll mikið. Fyrst nefni ég verkalýðs- félögin. Þau eiga mörg gilda sjóði. Eigum við ekki að opna þá? Láta það sem við megum missa og safna þvi á einn stað. Verka- lýðshreyfingin hefur i öllum samningum sett fram kröfur um umbætur i lifeyrismálum og fengið ýmsu framgengt. Það er okkar fólk, sem verður verst úti allra gamalmenna, þótt margir fleiri eigi um sárt að binda og þurfi lika hjálpar við. Siðan sendum við út söfnunarbauka, eins og gert var i Kópavogi, og þar gætu söfnuðurnir komið að liði. Lilía liknarfélög og alls konar klúbbar. Ingólfur skóla- meistari seridi út einvala lið til að safna baukunum saman þar i bæ. Við eigum lika lið i Reykjavik, ef forysta finnst. Og þá er að finna hús. Þar finnst, ef vel er leitað. Sumir tala um Hótel Esju, aðrir um Hvitabandið og enn aðrir um Austurbæ jarskólann. Húsið verður að fást og má ekki verða þrætuepli. Við verðum að horfast i augu við hvað neyðin er mikil og gera eitthvað strax. Hér er ég fyrst og fremst að tala um okkur hér iReykjavik. Við getum mikið ef við snúum bökum saman og látum hversdagsleg dægurmál eiga sig um tima og vinnum ein- huga að þvi, sem er eitt okkar stærsta mannúðarmál i dag. önnur héruð geta gert eitthvað svipað en hafa þó minna bolmagn en við. Þvi þarf að finna fastan tekjustofn, sem kemur til hjálpar. Þann tekjustofn eiga alþingis- menn að finna. Reykjavikurborg hefur fastan tekjustofn af út- svörum til þessara nota. Það kann að leysa málin i framtiðinni, en ekki I dag. Ég er ekki að ýkja hvað þörfin er brýn. Ég veit hvað ég er að segja. Yfir þrjú hundruð Sóknar- konur vinna við að hjálpa til á illa stöddum heimilum i borginni, ásamt nokkrum hjúkrunar- fræðingum og sjúkraliðum. Allt þetta fólk veit um átakanlega neyð, þó það tali ekki opinberlega um það. Fólk sem vinnur á sjúkrahúsum sér hvernig sjúk gamalmenni eru send heim þó þau eigi enga að, þó það hlaupi ekki i blöð og segi frá þvi. Kannski er það, sem þarf að gera, rjúfa þögnina og æpa. Eigum við ekki að reyna hitt fyrst. En við getum ekki biðið lengur. Við getum ekki látið sém við vitum ekkert. Getum ekki látið eins og við getum ekkert. Gerum eitthvað strax. Þú, sem lest þessar linur, spurðu sjálfan þig hvað þú getir lagt af mörkum og reyndu að fá aðra til að gera það sama. „Engin veit sina ævi fyrr en öll er”. Það er hollt að hafa það hugfast og leggja ein- hverjum lið meðan getan leyfir. Einhverjum kann að finnast, að ég sé að fara fram á að almenn- ingur geri það, sem þjóðfélaginu ber að gera. Ég er að vissu leiti að þvi. Vandamáliðer til. Það þarf að leysa það. Það kallar á okkur öll, við verðum að leysa það. Annað sæmir okkur ekki. Þvi fyrr sem við byrjum þvi betra. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir. varpsskjánum og fullvissaði alla um aukna atvinnu i landinu, drakk Gro kaffi með kellingum á óþekktu skeri i Suður-Noregi. Vinsældir hennar meðal al- mennings jukust i sifellu. Þegar svo var komið að forysta Verka- mannaflokksins hafði tekið flestar ákvarðanir án þess að spyrja flokksmenn sina álits og likur voru til þess að Alþýðusam- bandsforystan ætlaði að koma nú- verandi umhverfismálaráðherra, Rolf Hansen, i stól forsætisráð- herra, reis alþýðan upp. Skeytin streymdu inn: „Gefið okkur Gro!” Skoðanakannanir sýndu hrapandi fylgi flokksins og kosn- ingar voru framundan. Forystan þorði ekki að virða kjósendur sina að vettugi enn einu sinni. Gro varð forsætisráðherra. <0 Gro Harlem Brundtland — að mörgu leyti dæmigerð fyrir hina nýju forystukynslóð Verka- mannaflokksins. Talar sérfræð- ingamál, beitir akademiskum hugsunarhætti og baráttumálin umhverfismál og kvenréttindi I stað hefðbundinna mála sem efnahagsmála og kjaramála. Mvndin sýnir nýja forsætisráð- herrann ásamt eiginmanni og börnum árið 1974.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.