Þjóðviljinn - 18.02.1981, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 18. febrúar 1981.
Sömum í hungurverkfalli vart hugað líf:
ÁkaHtil
Islendinga
Deilurnar um virkjun
Alta árinnar í Noregi eru
nú að taka nýja og alvar-
lega stef nu vegna langvar-
andi hungurverkf aI Is
Sama en talið er ólíklegt að
unnt verði að bjarga lífi
þeirra sem lengst hafa
svelt sig í 23 daga sam-
fleytt. í hópnum eru þó
margir sem hafa svelt sig
skemur og hafa mæður
þeirra sest að á stjórnar-
skrifstofunum í Osló til
þess að knýja norsku
stjórnina til undanhalds
áður en mannslífum verð-
ur fórnað.
Með þvi að sýnt er að norska
rikisstjórnin ætlar ekki að láta
undan röddum þeirra hafa þær
ákveðið að leita stuðnings á
Norðurlöndunum öllum og bárust
Y-kiATWiHanum i 0íPr tilmppli lim aö
hvetja fólk til þess að senda
norsku stjórninni skeyti, — biðja
hana að hlusta á Samakonurnar,
hætta við Altavirkjunina áður en
hún kostar mannslif og staðfesta
rétt Sama til landsins.
Sagði norskur viðmælandi
blaðsins i gær að þó norska rikis-
stjórnin virti innlent almennings-
álit að vettugi i þessu máli væri
von til þess að hún endurskoðaði
ákvörðun um virkjunina ef ibúar
annarra Norðurlanda tækju undir
kröfur Samanna.
Hún gaf upp eftirfarandi texta,
svo og heimilisfang norsku rikis-
stjórnarinnar: Norske reger-
ingen, via Statministren, Akers-
gata 42, Oslo N.
Hör pa Samekvinderne. Stans
Alta-Kautokeino utbyggingen för
den koster menneskeliv. Grunn-
lovfest Samernes rettigheter som
urbefolkning.
Það liggur á, sagði hún enn-
fremur, bréf og kort eru of lengi á
leiðinni, þið verðið að senda
skeyti.
Nýr forsætisráðherra Norðmanna, Gro Harlem Brundtlandt.ræðir viö
samakonurnar
Skattamál einstæðra foreldra:
Tillögur til ráð-
herra í vikunni
Nefnd sú sem skipuð var s.l.
haust til þess að kanna skatta- og
tryggingamál einstæðra foreldra
ernúaðganga frá tillögum sinum
varðandi skattahliðina. Sagði
formaður nefndarinnar, Jón
Guðmundson, I samtali við Þjóð-
viljann i gær að fjármálaráð-
herra myndi væntanlega fá
skýrslu nefndarinnar i hendur nú
i vikunni en ekki vildi hann gefa
upplýsingar um innihaldið fyrr en
eftir að nefndin hefur skilað af
sér.
Nefndin fékk það verkefni að
kanna skattlagningu einstæðra
foreldra með tílliti til þeirra
breytinga sem orðið hafa á
skattalögum, en ýmsum þótti
sem einstæðir foreldrar með eitt
barn kæmu illa út úr álagning-
unni siðasta sumar. Þá var
nefndinni einnig falið að kanna
aðrar félagslegar aðstæður þessa
hóps, svo sern tryggingalöggjöfina
og gera tillögur um úrbætur á
þeim vettvangi lika. Jón sagði að
það mál væri styttra komið en
skattamálin. Aðrir i nefndinni eru
Jóhanna Kristjónsdóttir, Þorkell
Helgason, Dóra S. Bjarnason og
Kristján Guðjónsson
-1x2
24. leikvika — leikir 14. febr. 1981
Vinningsröð: 2X1 — 2X2 — 111 — 1X1
1. vinningur: 12 réttir — kr. 37.650.-
23291 34175(4/11)
2. vinningur: 11 réttir — kr. 1.075.-
2301 16022+ 26098 34833 36088 40929 45428
3568 18458 29631(2/111+ 37429+ 44288+ 57879
7250+ 20379+ 31861 35079(2/111+ 45134
15460 25459 34284+ 35471+ 40464 45400
Kærufrestur er til 9. mars kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera
skriflegar. Kærueyöublöð fást hjá umboðsmönnum og á aðal-
skrifstofunni i Reykjavik. Vinningsupphæðir geta lækkaö, ef
kærur verða teknar til greina.
Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að framvisa stofni eða
senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til
Getrauna fyrir lok kærufrests.
GETRAUNIR — tþróttamiðstöðinni — REYKJAVÍK
Yngri og eldri mótmælendur hittast. Yngsti fulltrúi I samakvennahópnum sem I siðustu viku gekk á
fund Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra var Kristina Saba, 6 ára, og til hægri einn af þeim sem
lengi hefur verið I hungurverkfalli, Mikkel Eira.
I Nýtt fiskverð ákveðið
Millifærsla til
frystingarinnar
A fundi yfirnefndar Verðlags-
ráðs s jávarútvegs h.16. þ.m.var
ákveðið nýtt fiskverð, sem gildir
frá 1. janúar til 31. mai 1981.
Verðákvörðun þessi felur i sér
18% meðalhækkun á skiptaverði
frá 1. janúar til febrúarloka og 6%
hækkuntil viðbótar frá 1. mars til
31. mai. Við verðákvöröunina lá
fyrir yfirlýsing rikisstjórnarinnar
þess efnis að hún muni beita sér
fyrir ráðstöfunum til þess að
frystidcild Verðjöfnunarsjóðs
fiskiðnaöarins geti staðið viö
skuldbindingu um viðmiðunar-
verð, er sé 5% yfir núverandi
markaðsverði.
Verðið var ákveðið af odda-
manni nefndarinnar, Óiafi
Daviðssyni og fulltrúum fiskselj-
enda, þeim Ingólfi Ingólfssyni og
Kristjáni Ragnarssyni, gegn at-
kvæðum fulltrúa fiskkaupenda,
Eyjólfs Isfelds Eyjólfssonar og
Friðriks Pálssonar.
Ábyrgö á viðmiðunar-
verði
1 viðtali við Ólaf Daviðsson,
ólafur Daviðsson: Vil ekki ennþá
tjá mig um áhrif fiskverðs-
ákvörðunar á afkomu vinnslu eða
útgerðar.
formann yfirnefndar, kom fram
að sú millifærsla sem rikisstjórn-
in ákvaö að beita sér fyrir i sam-
bandi við ákvörðun fiskverðs sé
tviþætt. Annars vegar er um að
ræða framangreinda ábyrgð
rikissjóðs til frystingarinnar um
5% yfir núverandi markaðsverði.
Hér er um að ræða 1250 miljónir
gamalla kr. fyrir hvert % á ári
eða alls rúmlega 6 miljarðar Gkr.
Ef frystar afurðir hækka hins
vegar á bandarikjamarkaði á ár-
inu lækkar þessi tala sem þvi
nemur. Það kemur hins vegar i
ljós þegar afskipanir hefjast.
I annan stað er um að ræða að
útflutningsgjaldið lækkar úr 5.5%
i 4.5% af fob verði á frystingunni
enhækkar úr 5.5% i 10% af skreið.
Gjaldið af saltfiski stendur aftur
á móti i stað.
Horfur á góðri afkomu
útgerðarinnar.
Ekki vildi ólafur tjá sig um
stöðu hinna ýmsu greina fisk-
vinnslunnar eftir þessa fiskverðs-
ákvörðun, né heldur afkomu út-
gerðarinnar. Hann taldi þó að af-
koma frystingarinnar hefði batn-
að um nokkur % frá þvi sem var
um áramótin vegna hækkunar
dollarans.
Bó
Hvað segja sjómenn um fiskverö og samningamál?
Sáttir við
fiskverðið
Kjartan
Ætti að vera hægt að semja fyrir 26. febrúar
Sigfinnur
Sigfinnur Karlsson, Neskaup-
stað, var fyrst spurður um af-
stöðu sjómanna til fiskverðs-
ákvörðunarinnar og áhrif henn-
ar á gang samninganna.
,,Ég sætti mig mjög vel við fisk-
verðið og sérstaklega þá breyt-
ingu sem á að verða hinn 1. mars
n.k., en þar er um að ræða algera
breytingu frá þvi sem verið hefur.
Það var mikil samstaða innan
samninganefndar sjómanna um
fiskverðið og samþykkt var að
fresta boðuðu verkfalli til 26.
febrúar með öilum greiddum at-
kvæðum í samninganefndinni.”
— Telur þú að takist að ná sam-
komulagi á þessum frestunar-
tima?
„Maður vonar að samningar
takist, en það liggur þó ekkert
fyrir um að búið verði að semja á
þessum tima. Ég er þó bjartsýnn
um að svo verði.
Það er nauðsynlegt að hraða
þessum málum og mjög mikil-
vægt fyrir okkur að vel takist þvi
að ýmis hagsmunamál okkar eru
jafnvel meira virði og happa-
drýgri fyrir sjómenn en fiskverð-
ið sjálft.”
Eilifur harmagrátur út-
gerðarmanna
— Telur þú að afkoma útgerð-
arinnar sé með þeim hætti að þeir
geti orðið við kröfum ykkar?
„Með svipuðum afla og á sið-
asta ári á útgerðin að geta staðið
vel undir sér. En þú þekkir þenn-
an eilifa harmagrát útvegs-
manna. Það er alltaf tap og aftur
tap meira segja eftir þessa hækk-
un á fiskverðinu.”
Fleira en fiskverð mikil-
væg kjaraatriði
Kjartan Kristófersson, Grinda-
vik. Hvers vegna frestuðu sjó-
menn boöuðu verkfalli til 26. febr.
n.k. ?
„Verkfallinu er frestað vegna
þess að við erum ekki búnir aö
vinna okkur i gegn um þau gögn
sem fyrir liggja.
Ég tel að sjómannastéttin hafi
verið sanngjörn við rikisstjórnina
varðandi fiskverðið. Sú samstaða
sem náðist með sjómönnum við
undirbúning málsins sýnir bæði
sjómönnum og landsmönnum öll-
um hvað mikið afl býr að baki
okkar ef við stöndum saman.
Það hlýtur að vera grundvall-
aratriði við rekstur þjóðarbúsins
að hafa sjómenn sæmilega
ánægða, þvi án okkar er ekki
hægt að lifa i landinu”.
— Hvað heldur þú um fram-
vindu samninganna?
„Um það er ekki hægt að full-
yrða, en ég vil leggja megin-
áherslu á að það er fleira en fisk-
verðið sem veröur að vera i
sæmilegu lagi hjá sjómönnum og
hefur úrslitaáhrif á kjör þeirra.
Þar á ég einkum við skattamál,
lifeyrismál og tryggingar- og
öryggismál okkar.”
Bó.