Þjóðviljinn - 18.02.1981, Side 14

Þjóðviljinn - 18.02.1981, Side 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 18. febrúar 1981. Olympiumeistarar Austur-Þjóðverja töpuðu Páll Björgvinsson stjórnaði öllu spili Islenska liðsins og skoraöi 6 gull- falleg mörk. Takið eftir svipbrigðum Austur-Þjóðverjanna á myndinni hér aðofan. Ljósm: — eik — Megum ekki taka þessar tölur of alvarlega ,,Það var gott að fá sigur i þess- um leik, en ég vara við allri óþarfa bjartsýni. B-kepnnin er það sem gildir, við megum ekki taka þessar tölur gegn Austur - Þjóðverjunum of alvarlega”, sagði Hilmar Björnsson, lands- liðsþjálfarinn. „Það er alltaf fyrir hendi, að menn ofmetnist og það má ekki koma fyrir. Leikurinn i kvöld var alls ekki svo góður sóknarlega séð, en vörnin og markvarslan voru mun betri en hægt var að reikna með.” ' _ ínf?H r--------------i „Islendingar sigra Svía í Frakklandi” „Þessir tveir leikir Austur- Þjóðverja hér á landi voru ákaflega ólikir. A föstudag léku bæði liðin hraðan, en finlegan handbolta, en i kvöld sáum við alþjóðlegan handknattleik eins og hann gerist bestur. i fyrirrúmi voru hraði, harka spenna og barátta. Stórkostlegur leikur.” Þeir voru hrifnir sænsku dómararnir, Johan- son og Eliason, að leikslok- | um á sunnudagskvöldið. ■ Þeir félagarnir bættu þvi ■ við að bestu leikmenn 1. J liðsins hefðu verið i no 7 (Páll Björgvins), no. 2 (Óli H.) og markvörðurinn (Einar). Johanson og Eliason voru spurðir álits á þvi hvernig ■ viðureign Islands og Sviþjóð- J ar i B-keppninni verði. „Ef Iísland leikur gegn okkur eins og liðið lék gegn Þjóðverjum 5 i kvöld er enginn vafi á þvi, | að sænska liðið tapar.” , -IngH I ■ I „Ahorfendur eiga heiður 1 skilinn” „Það er fyllsta ástæða til þess að þakka áhorfendum Ifyrir góðan stuðning, þeir eiga heiður skilið”, sagði . fyrirliði islenska landsliðs- | ins, Óiafur H. Jónsson, að ■ leikslokum. „Hinu verður ekki neitað, B að þetta er einn albesti ■ leikurinn sem ég hef leikið ■ með landsliðinu. Það small Z allt saman sem við höfum Iverið að reyna á undanförn- um vikum”, sagði ólafur, en £ hann hefur leikið 133 lands- I leiki. —IngH ! „Þetta var stórkostlegt” | Markvörður islands, ■ Einar Þorvarðarson, vakti jj mikla athygli i leiknum á H sunnudagskvöldið. Hann ■ varði 13 skot, sem flest voru ‘ af „erfiðari gerðinni” og ■ var, að öðrum leikmönnum I ólöstuðum, sá sem kom, sá ■ og sigraði. | Einar lék þarna sinn ■ annan heila landsleik; áður ■ hafði hann staðið i markinu ■ allan sigurleikinn gegn IVestur-Þjóðverjum. „Þetta var stórkostlegt. Ég fann ■ mig vel i leiknum, enda var | vörnin ofsalega sterk. Þegar ■ svo er fylgir nær alltaf góð ■ markvasla i kjölfarið. Ég ® vona bara að okkur takist að Ifylgja þessu eftir,” sagði Einar eftir leikinn. ■ — Ingl) L............ Fyrirliði tslands, ólafur H. Jónsson, sýndi slnum mönnum gott fordænrt meö baráttugleði og ósérhlifni. Hér skorar hann glæsilega án þess að þýski markvörðurinn Jtlrgen Rohde, fái rönd við reist. Mynd: — eik — íbróttir (71 íþróttír (^) íþróttir [f * í/ B Umsjón: Ingólfur Hannesson. > B V . / Fiábær vamarleikur skóp sigur Islands „Þetta er besti leikur sem ég hef leikið með islensku landsliði frá því að við lékum gegn Júgóslövum árið 1975. Það er stórkostlegt að sigra þessa karla", sagði Páll Björgvinsson, einn af styrkustu stoðunum í íslenska landsliðínu, sem lagði sjálfa olympíu- meistara Austur-Þjóðverja að velli í Laugardalshöll- inni sl. sunnudagskvöld, 18- 15. Óheppnin elti islenska liðið á röndum i upphafi leiksins, þrjú fyrstu upphlaupin fóru i súginn. Þjóðverjarnir komust i 2-0, en með hörku og ákveðni tókst land- anum að jafna, 3-3. Þjóðverjar „Besta islenska liðið sem við höfum leikið gegn”, sagði þjálfari Austur- Þjóðverjanna náðu aftur undirtökunum, 5-4. Þá sögðu strákarnir okkar: Hingað og ekki lenga, við látum þessa karla ekki komast upp með moð- reyk. Næstu 4 mörk voru tslands, 8-5. Þýskir reyndu að klóra i bakkann, 8-6, en landinn svaraði með 3 mörkum i röð. Munurinn var orðinn 5 mörk, 11-6. Bæði liðin skoruðu eitt mark áður en blásið var til leikhlés, 12-7 fyrir Island. Oruggur leikur islenska liðsins Olympiumeistararnir ætluðu sér greinilega að hefna ófaranna i fyrri hálfleiknum og þeir fóru að sauma verulega að okkar strák- um. Þrátt fyrir að 3 fyrstu sóknir islenska liðsins misfærust, tókst þjóðverskum ekki að skora og Island jók muninn i 13-7 i upphafi seinni hálfleiks. Þessu forskoti tókst landanum að halda lengi vel, einkum vegna sterks varnar- leiks og frábærrar markvörslu, 14-8, 14-10, 16-10 og 17-11. Næstu 3 mörk voru Þjóðverjanna, 17-14, en Páll ínnsiglaði glæsilegan sigur Islands á lokaminútunni með þvi að brjótast i gegnum vörn Austur-Þjóðverjanna og skora, 18-14. Siðasta markið skor- aði Dreibrot úr viti eftir að venjulegum leiktima var lokið, 18-14. Aður en flautað var til leiksins á sunnudagskvöldið höfðu Þjóð- verjarnir ekki tapað landsleik i rúm 2 ár. Þeir eru t.a.m. búnir að leika 14 landsleiki frá þvi i nóvember sl. og sigrað i þeim öll- um. Það var þvi mikið áfall fyrir þá að tapa fyrir Islandi. Dreibrot (no. 2) var algjör yfir- burðarmaður i þýska liðinu að þessu sinni, eini leikmaður þess sem virtist hafa getu til þess að leika á islensku vörnina. Þá kom leikmaður no. 5, Pester, á óvart i byrjun, en litið bar á kauða eftir að strákarnir okkar voru farnir að læra á brögð hans. Þjóðverj- arnir voru linir af sér i vörninni og i sókninni vantaði alla hörku og áræðni, nokkuð sem heyrir til undantekninga i þeim herbúðum. Vörnin og markvarslan réðu úrslitum Varnarleikur islenska liðsins var i einu orði sagt frábær. Þau eru ekki mörg liðin i heiminum, sem fá aðeins á sig 15 mörk gegn Austur-Þjóðverjum. Þarna áttu stærstan hlut ólafur H. og Þorbjörn, sem voru eins og brimbrjótar. Aðbaki varnarinnar stóð Einar Þorvarðarson og lét hann ekki sitt eftir liggja i slagn- um. Hann varði eins og berserkur allan timann. Þá kom Jens inná i tvigang til þess að „taka Þjóðverjana á taugum” i vita- köstum, hvað honum tókst. Sóknarleikurinn var æði gloppóttur, mikið um mistök. Þar eru nokkur atriði sem verður að laga áður en lagt er i slaginn i B- keppninni. Reyndar lék Páll betur i sókninni en hann hefur nokkurn tima áður gert og hrelldi Þjóðverjana oft með leikni sinni og útsjónarsemi. Þá sýndi Bjarni góð tilþrif. Mörk Austur-Þjóðverja skor- uðu: Dreibrot (no2) 7/3, Wahl (no 10) 3, Pester (no 5) 3, Schmith (no 7) 1 og Rost (no 3) 1. Fyrir Island skoruðu: Páll Björgvins 6, Bjarni 4, Sigurður 2, Páll Ólafs 2, Ólafur 1, Stefán 1, Steindór 1 og Axel 1. Baráttan er rétt að byr ja Sigurinn gegn Austur-Þjóðverj- um sýnir og sannar að islenska landsliðið hefur' burði til þess að ná langt. Nú má ekki slá slöku við, baráttan er rétt að byrja. Til hamingju, strákar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.