Þjóðviljinn - 04.03.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.03.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 4. mars, 1981. KÆRLEIKSHEIMILIÐ Mamma, viltu passa turninn minn i dag svo Lilli brjóti hann ekki? Þessi börn.... Fyrsta tólkiö Kennslustund i 3. bekk. Kenn arinn spyr Kalla: — Jæja, Kalli, geturðu þá sagt mér hvað fyrstu manneskj- urnar hétu? — Nú, Ingólfur og Hallveig, auðvitað. — En Kalli, þú hlýtur að vita að Adam og Eva voru fyrsta fólkið á jörðunni. — Nú,meintirðuútlendinga? Málshátturinn: Fjarlægöin gerir fjöllin blá og langt til Húsavikur. Meðan beðið er. Veistu. — Þessi helgarskákmó.t, eru það ekki bara Helgaskákmót? — Að 96% barna fæðast á öðrum tima en þeim sem lækna- stéttin hefur sagt fyrir á með- göngutimanum. — Að Jumbo-nafnið á Boeing 747 þotunni er sannarlega rétt- nefni. Þyngd hennar samsvarar þyngd 67 afriskra fila — 381 tonn. — Að allt það gull, sem hefur verið unnið úr jöröu frá upphafi er að rúmmáli til ekki meira en sá málmur sem bandariski stál- iðnaðurinn vinnur á tveim klukkustundum. — Að tala morða i Englandi á miðöldum var 26 sinnum hærri en nú á dögum. viðtalið Rætt við Sigurjón Friðriksson,Ytri-Hlíð Nauðsyn á gagn- ' kvæmum skilningi Sigurjón Friðriksson bóndi i Ytri-Hlið i Vopnafirði er annar af fuiltrúum Búnaðarsambands Austurlands á Búnaðarþingi. Hann situr nú sitt 11. þing. Sieurión saeði. að nokkurrar tilhneigingar gætti nú til þess að stytta þinghaldið og kynni þar að einhverju leyti að gæta áhrifa frá utanaðkomandi gagn- rýni á lengd þess. Ekki væri þó ástæða til þess að taka slikt umtal ýkja alvarlega þvi þarna væri fyrst og fremst um að ræða menn, sem ekkert þekktu til Búnaðarþings og starfa þess. Þó er sjálfsagt, sagði Sigurjón, — að stuðla að þvi að þingiö standi ekki lengur hverju sinni en ýtr- asta þörf er á, en svo langt má ekki ganga, að það bitni á vinnubrögðunum. Mér finnst ekki óeðlilegt að þingið standi i hálfan mánuð, en það ætti lika að nægja þótt út af geti brugðið er mörg umfangsmikil og tima- frek mál liggja fyrir þinginu. Fyrst þegar ég sat Búnaðarþing þá stóðu þau i þrjár vikur. Nú liggur fyrir þinginu erindi frá stjórn Búnaöarfélagsins, sem miðar að aukinni hagræðingu á störfum Búnaðarþings. Málin, sem lögö eru fyrir Búnaðarþing, koma einkum úr tveim áttum: Annarsvegar frá bændum og samtökum þeirra og svo frá Alþingi, sem yfirleitt Sigurjón Friðriksson sendir þau mál sem landbún- aðinn varða og liggja fyrir Alþingi til umsagnar Búnaðarþings. Það er röng ásökun, — og þar tel ég mig tala af töluverðri reynslu, — að halda þvi fram, að búnaðarþingsfulltrúar miði af- greiðslu mála fyrst og fremst við hag bændastéttarinnar. Það er ávallt jafnhliða litið á almannahag. Ef til vill furða sig einhverjir á fjölda þeirra mála, sem koma fyrir Búnaðarþing. En þá er á það að lita, að búskapur er ákaf- lega fjölþætt atvinnugrein. Og nú er verið að freista þess að leysa framleiðsluvandann með þvi að koma upp nýjum bú- greinum. Ýmis mál, sem varða þær, eru nú fyrir þinginu og eykur það enn á erindafjöldann. Þingið reynir að sjálfsögðu að gera sem allra flestum málum skil, enda þótt ekki sé alltaf um stórvægileg viðfangsefni að ræða. Ég ætla ekki að fara að telja hér upp einstök mál; mörg þeirra eru þýðingarmikil að minum dómi. En mig langar þó til að minnast hér á erindi frá stjórn Búnaðarsambands Aust- urlands, en það fjallar um um- gengnishætti almennings um lönd bænda. I þessu felst engan- veginn að verið sé að amast við ferðafólki. Ég tel, — og það mun skoðun minna stéttarbræðra yf- irleitt, — að nauðsynlegt sé að samskipti bænda og þéttbýlis- fólks séu sem allra best. Þótt við teljum, að landinu sé best borg- ið i höndum bænda, sem flestir eiga sinar ábýlisjarðir, þá meg- um við undir engum kring- umstæðum þrengja að fólki úr þéttbýlinu til eðlilegrar útivistar, jafnt á bújörðum okkar sem öðrum útivistar- svæðum. Hitt er eðlilegt, að beðið sé um leyfi til þess að fara um ræktað land eða allra nánasta umhverfi viðkomandi býlis. Ég legg mikla áherslu á að gagnkvæmur skilningur myndist og riki milli þessarra aðila og þvi er nauðsynlegt að þeir kynnist sjónarmiðum hvors annars sem allra best. Við stöndum nú frammi fyrir þvi vandamáli, að ungir bændur eiga mjög örðugt með að koma fyrir sig fótum og byggja upp sina búskaparaðstööu. Kemur þar einkum til hversu nauðsyn- legt fjármagn er orðið dýrt og hve mikið fé frumbýlingurinn þarf til þess að koma sér upp bústofni og byggja yfir hann, fyrir utan alla aðra aðstöðu, sem þarf að vera fyrir hendi til framleiðslunnar. En fái stéttin ekki endurnýjað sig með eðli- legum hætti er vá fyrir dyrum. Nokkur uggur er i bændum vegna harðindanna, sem verið hafa um allt land i vetur; hvert svellalagið hefur i sifellu hlaðist ofan á annað svo að kalhætta er mikil. Og svo er nú hafisinn ekki ýkja langt undan. — mhg Blaöamenn kunnu greinilega að meta velgjörðirnar I grísaveisl- unni. Grísagilli í Óðali Blaðamcnn fjölmenntu i grisaveislu á Óðali i fyrri viku, þar sem in.a. var kynnt ný- breytni i veitingaþjónustu Óðals og starfsemi „Klúbbs 25” á sumri komanda. Grisaveislan var haldin i „Hlöðunni” svokölluðu i Óðali, þar sem áður var aðaldans- gólfið fyrir breytingarnar miklu fyrr i vetur. Hlaðan er innréttuð i spænskum stil með hvitkölk- uðum veggjum og stórum þver- bitum i lofti. Langborðum og bekkjum úr tré hefur verið fyrirkomið i hlöðunni og eru þar sæti fyrir allt að 100 manns. Að sögn Jóns Ólafssonar Óðals- Það er vandalaust aö mæla meö grisa- og kjúklingasteikum þeirra Óðalsbænda. Myndir — eik. að opna inn á dansstaðinn og blanda geði við aðra gesti. Mikil gleði rikti i grisaveislu blaðamanna sem kunnu vel að meta þessa nýbreytni. 1 veislunni var einnig kynnt það helsta i starfsemi „Klúbbs 25” sem starfar i samstarfi við ferðaskrifstofuna tJtsýn. I fyrrasumar var boðið uppá sér- stakar klúbbferðir til Spánar- strandar, en ú i sumar verður ýmislegt fleira i boði, þ.á.m. ferð i gegnum London til Kor- siku og mikil reisa um þver og endilöng Bandarikin. stjóra, er hópum og félagasam- tökum, allt niður i 20 manns nú boðið uppá að taka hlöðuna á leigu eina kvöldstund eða svo. Boðið er uppá kjúklinga- og grisasteik með tilheyrandi, auk stórrar kollu af óðalsbjór. Verð per. einstakling er 95 kr., en eftir matinn gefst tækifæri til < Q O Þh — En á verðbólgu drauginn? Ég heyrði mann tala um hann. - Það er enginn alvöru draugur! • Það er bara hótun um /dýrtiðaraukningu!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.