Þjóðviljinn - 04.03.1981, Blaðsíða 7
Miövikudagur 4. mars, 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Kjarasamningar í Danmörku
Síðla i febrúar lauk
friðsömustu heildar-
kjarasamningum sem
gerðir hafa verið i Dan-
mörku i tæpan áratug.
Siðan kreppan braust út
1973 hafa launþegar og
atvinnurekendur aldrei
náð samkomulagi i
þessari samningagerð,
sem tekur til tveggja
ára í senn, heldur hefur
ríkisvaldið jafnan sett
lög. Með slikri laga-
setningu var komið i veg
fyrir launahækkanir
1973 og 1975, en 1977 og
1979 hefur lagasetningin
haft kjaraskerðingar i
för með sér.
1 ársbyrjun 1981 hafa kreppan,
sósialdemókratar og rikis-
stjórnarþátttaka þeirra aga6
verkalýðshreyfinguna nægilega
mikið til að hiln fellst sjálfviljug
á töluverða kjaraskerðingu.
Innihald
samninganna
1 Danmörku hlitir gerð kjara-
samninga flóknum og fastmótuð-
um reglum. Einstök starfsgreina-
sambönd geta samið við atvinnu-
rekendur sina, takist þeim það
innan ákveðinna timamarka. Ef
það bregst, kemur það i hlut sam-
banda vinnuveitenda og launþega
að ganga til samninga, en takist
þeim það ekki innan ákveðins
tímaramma, gerir sáttasemjari
senta launahækkun ár hvert og
haldið þannig óskertum kaup-
mætti, þrátt fyrir kjaraskerð-
ingarákvæði samninga og laga.
Nú er þessi möguleiki úr sögunni
og um leið það litla tækifæri sem
verkafólk hefur haft til að taka
sjálft frumkvæði i kjarabarátt-
unni.
Samningarnir hafa verið
samþykktir i flestum aðildar-
samböndum Alþýðusambands-
ins, með 70-90% atkvæða. Þó er ó-
lokið atkvæðagreiðslu prentara,
en Alþýðusambandið og vinnu-
veitendur hafa gert „sáttatil-
lögu” um kjör þeirra, eftir að við-
ræður prentara og prentsmiðju-
eigenda runnu út i sandinn, og
hafa prentarasamtökin lýst óá-
nægju með sáttatillöguna. Prent-
arar eru nú mjög aðþrengdur
hópur og andstaða þeirra gegn
samningunum er liður i varnar-
Atvinnuleysið er mikið vandamál I Danmörku og margir leggja höfuðið
ibleytitilaðfinna upp á nýjum og nýjum störfum. Politisk revy bendir
á að óheyrilega mikið sé notað af klósettpappir á opinberum salernum
og megi skapa mörgum nýja atvinnu með þvi að taka upp eftirlit með
slikri sóun.
Samið var um kjara-
skerðingu næstu tvö ár
tillögu, sem samböndin geta
gengið að, en að öðrum kosti er
venjulega gerð að lögum i þing-
inu.
Að þessu sinni var verkalýðs-
hreyfingin fljót að beygja sig, og
sömdu flest starfsgreinasam-
böndin sjálf, en Alþýðusamband-
iðsiðan fyrir um fjórðung félags-
manna sinna. Sum samböndin
féllu fra visitölubindingu launa,
en skv. samningum annarra bæta
verðbætur upp verðbólguna að
hluta til. Auk þess var samið um
smávægilegar kauphækkanir, og
heildarhækkun á þessu ári er á-
ætluð 7-9% og ivið minni árið 1982.
Hins vegar er búist við 10-15%
verðbólgu, svo að augljóslega
munu kjörin versna á þvi
samningstimabili, sem nú fer i
hönd.
Þö er það versta áfallið fyrir
marga launþega, að flestir
samningarnir tóku fyrir þann rétt
sem einstök félög og vinnustaða-
hópar hafa haft til að semja við
atvinnurekendur sina um launa-
hækkanir á samningstimabilinu.
Þessi sn. „löfteparagraf” hefur
verið mikil stoð fyrir margar
starfsstéttir, einkum málm-
iðnaðarmenn og verslunarmenn.
1 krafti þessa ákvæöis hafa þær
getað knúið fram nokkurra pró-
: Stefán Jarl j
! hér í
| heimsókn
■
Sænski kvikmyndaleik-
tjórinn Stefan Jarl er
æntanlegur til landsins og
nun á fimmtudag nk. halda
yrirlestur i Norræna húsinu
,g fjalla um kvikmyndagerð
ina og verður þá sýnd mynd
lans, „Förvandla Sverige”,
æm er um lifsskilyrði nú-
imafólks.
Stefan Jarl er einkum
lekktur fyrir samfélags-
ideilu i kvikmyndum sinum.
myndunum „Dom kallar
iss mods” og „Ett anstánd-
gt liv” tekur hann fyrir lif
rngra eiturlyfjaneytenda.
baráttu þeirra gegn atvinnuleysi
— i kjölfar „nýrrar tækni” — og
þeirri kjararyrnun sem atvinnu-
leysið auðveldar.
Bakgrunnur
samninganna
Sem áður segir, er þetta i fyrsta
sinn um langa hrið sem dönsk
verkalýðshreyfing semur um
kjaraskerðingu. Þessa auð-
sveipni ber að skoða i ljósi nokk-
urra aðstæðna:
— Rikisstjórnin hefur sett sér
það mark að halda launahækkun-
um á bilinu 7-9%, þannig að kaup-
máttur skerðist um fáeina
hundraðshluta á ári. Þessi stefna
er mótuð i samráði við efnahags-
ráðunauta, og hin kratiska verka-
lýðsforysta hefur ávallt virt rétt
rikisstjóma til slikrar stefnumót-
unar.
— Hins vegar hefur verkalýðs-
hreyfingin túlkað opinbera launa-
pólitik á annan og opnari hátt en
efnahagsráðunautar og atvinnu-
rekendur og gert frekari launa-
kröfur.
— Verkalýöshreyfingin hefur
hingað til lagt á það rika áherslu,
að hún sætti sig þá aöeins við
kaupmáttarskerðingu, að hún sé
bætt upp með umbótastarfsemi,
t.d. i félags- og skattamálum, og
með hlutdeild launafólks I gróöa
fyrirtækja.
— Að þessu sinni hefur verka-
lýðsforystan ekki gert neinar um-
bótakröfur að skilyrði undanláts-
semi sinnar. Kreppan hefur agað
bæði verkalýðsforystu og al-
menna launamenn svo mjög, að
þeir fallast skilyrðislaust á kjara-
skerðingar.
Að vi'su fékk verkalýðsforystan
og vinstri armur krata smá dúsu,
þar sem Anker Jörgensen stokk-
aði upp i' rlkisstjórn sinni i janú-
armánuði. M.a. tók hann tvo
þekkta talsmenn vinstriarms
krata inn I stjórnina, prófessor
Ole Espersen sem dómsmálaráð-
herra, og hagfræðinginn Mogens
Lykketoft sem skattamálaráð-
herra. Sá síðarnefndi kemur sem
einskonar „Ásmundur” frá skrif-
stofum verkalýðshreyfingar-
j innar, og þykir glöggur á tölur og
| róttækur á kratiskan mæli-
í kvarða. Má búast við þvi að hann
! beiti sér fyrir skattabreytingum,
þannig að frádráttur vegna
vaxtagreiðslna verði rýrður, en i
þess stað dregið litilsháttar úr
tekjuskatti.
Hins vegar talar rikisstjórnin æ
opinskáar um að skerða verði
kjörin ennfrekar á næstu árum.
Til skamms tima hafa efnahags-
sérfræðingar sagt almenningi að
hann verði „að sýna biðlund” um
litla hrið, svo að danskt „efna-
hagslif” geti rétt úr kútnum. Þótt
almenningur hafi svo sannarlega
sýnt biðlund, verður alltaf lengra
i batann, og nýlega sagði fjár-
málaráðherrann, að hann væri i
fyrsta lagi væntanlegur eftir 2-3
ár. Þangað til á almenningur að
herða sultarólina, þola vaxandi
atvinnuleysi (það nemur nú um
10%) og niðurskurð á allri félags-
legri þjónustu ríkisins.
Ofurtryggð dansks verkalýðs
við auöskipulagið hefur hingað til
verið tengd þvi, að þetta skipulag
hefur fært fólki aukinn kaupmátt.
Nú virðist óttinn vera helsta stoð
þessa kerfis: af ótta við atvinnu-
leysi tekur almenningur a sig æ
fleiri byrðar auðmagnskrepp-
unnar.
Kaupmannahöfn 22.2/gg
Kynning
/ •
a nyjum
norrænum
bókum
Nk. laugardag, 7. mars, munu
scndikennararnir i norrænum
málum við Háskóla tslands
kynna bækur, sem komu út árið
1980. Claus Lund kynnir danskar
bækur, Ros-Mari Rosenberg
finnskar, Tor Ulset norskar og
lennart Pallstedt sænskar. Kynn-
ingin verður i Norræna húsinu og
hefst kl. 15.
1 tilefni þessarar bókmennta-
kynningar hefur Norræna húsið
boðið hingað rithöfundinum
Christina Andersson frá Finn-
landi og mun hún ræða um ritverk
sin. Christina Andersson er finn-
landssænsk og skrifar einkum
fyrir börn og unglinga. Fyrsta
bók hennar kom út 1956 og með
bókum sinum um Jakob Dunder-
skagg varð hún mjög þekkt og
vinsæl.
Christina hefur einnig unnið við
útvarp og sjónvarp og gert 13
kvikmyndir fyrir börn. Siðustu
árin hefur hún skrifað leikrit ætl-
uð börnum og einkum fyrir leik-
hóp, sem kallar sig Skólaleikhús-
ið. Meðal leikrita eftir hana má
nefna tvö, sem hafa verið sýnd
hér, Kóngsdóttirin, sem kunni
ekki að tala, sem Alþýðuleikhúsið
hefur sýnt við miklar vinsældir.og
Hlynur, svanurinn og Heljarfljót-
ið, sem Leikfélag Reykjavikur
sýndi fyrir skólanema i vetur.
1 bókasafni Norræna hússins
verður sýnt úrval þeirra bóka,
sem bókasafnið hefur keypt á sl.
ári,og verða þær til útláns að lok-
inni kynningunni ásamt öðrum
kosti safnsins.
Kvenlrelsi
og sósíalismi
Jafnréttishópurinn i Háskóla
Islands heldur fund miðvikudag-
inn 4. mars kl. 20.30 i hliðarsal
F.S. A dagskrá veröur m.a. kynnt
bókin „Kvenfrelsi og sósialismi”
og verða umræður á eftir. Allt
áhugasamt fólk er hvatt til að
mæta.
M
—
Merkjasala
á öskudag
REYKJAVíKURDEILD R.K.I. afhendir merki á neðantöldum stöðum frá kl.
9.00 á öskudag 4. marz. Börnin fá 10% sölulaun# og þrjú söluhæstu börnin fá
sérstök árituð bókarverðlaun.
VESTURBÆR:
Skrifstofa Reykjavíkurdeildar RKl
Oldugötu 4
Melaskólinn v/Furumel
Skjólakjör Sörlaskjóli 42
Skerjaver Einarsnesi 36
AUSTURBÆR:
Skrifst. R.K.Í. Nóatúni 21
Sunnukjör/Skaftahlíð
Hliðaskólinn v/Hamrahlíð
Austurbæjarskólinn
KLEPPSHOLT:
Langholtsskóli
Vogaskóli
SMÁlBLJÐA- OG
FOSSVOGSHVERFI:
Fossvogsskóli
Breiðagerðisskóli
Háaleitisapótek
Álftamýrarskóli
Brauðstof an Grímsbæ
ÁRBÆR:
Árbæjarskóli
BREIÐHOLT:
Breiðholtsskóli Arnarbakka 1
Fellaskóli — Breiðholt 111
Hólabrekkuskóli
v/Suðurberg/Vesturberg
Ölduselsskóli.