Þjóðviljinn - 04.03.1981, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 4. mars, 1981.
WOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýds-
hreyfingar og þjódfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann.
Ritstiórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Ölafsson.
Auglýsingastjóri: Þorgeir Ölafsson.
Umsjónarmaöur sunnudagsblaðs: Guöjón Friöriksson.
Afgreiðslustjóri: Valþór Hlööversson.
Blaðamenn: Álfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingi-
björg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason,
Sigurdór Sigurdórsson.
iþróttafréttamaður: Ingólfur Hannesson.
Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson.
liandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsingar: Svanhildur Biarnadóttir.
Skrifstofa: Guörún Guövaröarúóttir, Jóhannes Haröarson.
Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir.
Simavarsla: ölöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir.
Bilstjóri: Sigrún Báröardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir,
Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siðumúla 6,
Reykjavik, simi 8 13 33.
Prentuh: Blaðaprent hf.
Ökum ekki hrísi
í eigin köst
• í glæsilegri opinberri heimsókn til Danmerkur, sem
varð forseta Islands og þjóðinni allri til mikils sóma,
notaði Vigdís Finnbogadóttir tækifæri sem gafst í eldlínu
alþjóðapressunnar til þess að leggja áherslu á friðar-
óskir sínar. Aðspurð hvaða fyrirsagnir forsetinn vildi
helst lesa i dagblöðunum daginn eftir blaðamanna-
f undinn valdi hún sem aðaluppslátt: Ákveðið hefur verið
aðeyða öllum kjarnorkuvopnum.
• Þeir sem sáu breska sjónvarpsþáttinn í fyrrakvöld
ættu ekki að vera í neinum vaf a um nauðsyn þess að bera
fram slíkar óskir. Slíkar kröfur þurfa að enduróma um
allan heiminn með þeim styrk að risaveldin neyðist til
þess að taka mið af þeim. Gagnrýnin á þau og rökfræði
atómvopnakapphlaupsins var óvægin.
• Enda þótt samanlagður sprengikraftur atómvopna
jaf ngildi 400 tonnum af sprengief ni á hvert mannsbarn á
jörðinni er enn verið að þróa nýjar tegundir atómvopna.
Þar eru Bandaríkjamenn leiðandi í nýjungum og
,,háþróaðri" tækni, en Sovétmenn fylgja í kjölfarið og
hafa meiri f jölda vopna.
• Forseti Bandarikjanna hefur það í hendi sér að
tortíma 70 til 100 milljónum manna á 20 mínútum, eða
eyða öllum stórum og meðalstórum borgum í Sovétríkj-
unum með fyrirskipun til eins Poseidon-kaf báts. Forseti
Sovétríkjanna getur að sínu leyti tortímt 30 til 45
milljónum Breta á örskömmum tíma, svo dæmi séu
nef nd úr þættinum.
• Tvennt er vert að leggja sérstaklega á minnið.
Aðalsamningamaður Bandaríkjamanna í SALT II
viðræðunum, visindaráðgjafi Kennedys og Johnsons og
fyrrum CIA-njósnari voru allir sammála um að hug-
myndin um takmarkað kjarnorkustríð væri fáránleg.
Notkun kjarnorkuvopna hlyti ævinlega að leiða til gjör-
eyðingarstríðs. CIA-maðurinn gat þess sérstaklega að í
þeim tveimur eftirlíkingarstríðum milli rauðra og
blárra sem hann hefði tekið þátt í hefði niðurstaðan orðið
gjöreyðing Sovétríkjanna, Bandaríkjanna og Evrópu
allrar.
• Um hitt voru þeir einnig sammála, að hin nýju
meðaldrægu atómvopn sem Bandaríkjamenn vilja að
komið verði fyrir í NATO-ríkjum séu árásarvopn sem
auki likurnar á atómstríði. Er það m.a. átt við Pershing
II og stýriflaugarnar.
• Þær hugmyndir sem uppi eru innan NATÓ um mögu-
leika á því að vinna kjarnorkustríð og skapa yf irburði til
þess að eyðileggja hernaðarvél Sovétríkjanna í upphafi
stríðs eru fáranleikinn sjálfur. Sjálf hugmyndin um
takmarkað kjarnorkustríð mun hinsvegar ýta undir þá
þróun að fleiri ríki bætist í hóp atómveldanna fimm, og
alls er talið að innan tiðar muni 24 ríkjum reynast kleift
að koma sér upp atómvopnum.
• Hernaðarhugsunarháttur virðist nú eiga meira fylgi
að fagna meðal ráðamanna stórþjóðanna en friðar- og
samningavil ji. Á sama tíma magnast andstaða meðal al-
mennings gegn hernaðarfíflunum sem hafa fengið
greiðari aðgang að eyrum ráðamanna. Anker Jörgensen
forsætisráðherra Dana varaði við því á þingi Norður-
landaráðs að menn létu hernaðarhugsunarhátt gegnsýra
umfjöllun um öryggismál. Hann og fleiri ráðamenn á
Norðurlöndum hika þó við að ganga fram fyrir skjöldu
og lýsa Norðurlönd kjarnorkuvopnalaust svæði um alla
f ramtið.
• Rökin eru þau að Norðurlöndin séu án atómvopna í
dag og þessvegna standi öðrum nær að gefa slíkar yfir-
lýsingar. Hér er verið að draga fjöður yfir það að á
siðustu árum hef ur átt sér stað þróun í þá átt að tengja
varnarviðbúnað á Norðurlöndum inn í kjarnorkuvopna-
kerf i Bandaríkjamanna. í Noregi vantar aðeins banda-
ríska hermenn og atómhleðslur til þess að fullkomna
verkið. Á íslandi hefur átt sér stað þróun sem gengur i
svipaða átt. Flugvélar eru hér sem ætlað er að bera
kjarnorkuvopn og hér hafa verið staðsettar AWACS-
vélar sem ætlað er það hlutverk að vera stjórnstöðvar í
atómstríði.
• Almenningur á Islandi verður að vakna upp til þessa
veruleika og snúast gegn þeirri hættu sem hann boðar.
Og það er algjör lágmarkskrafa eins og einn Fram-
sóknarmaður orðar það í Tímanum nýverið, að menn
stundi það ekki enn frekar en gert hef ur verið að aka hrís
í sinn eiginn köst. —ekh
klrippt
■ Gagnrýni á Ólaf
Fimmtudaginn 26. febrúar
I birtist i Timanum grein eftir
, Finnboga Hermannsson þar
■ sem hann gerir aö umtalsefni
■ útvarpsviðtöl við Ólaf
I Jöhannesson utanrikisráðherra
, og Karl Steinar Guðnason
■ krata. Þar fer hann undir rós
I hörðum orðum um hlut utan-
I rlkisráðherra I undirbúningi
Istórframkvæmda hernaðarlegs
eðlis á Keflavikurflugvelli.
Koma hér glefsur úr greininni:
J „Um það leyti sem ég setti
I upp kaffivatnið, las þulur úr
I forystugreinum dagblaðanna.
■ Lesið var úr Visi og rikti hrifn-
1 ing og fögnuöur i herbúðum
I bilasalanna við Siðumúla.
I Blað þeirra haföi verið fyrst
* með fréttina.
* Nú stæði til aö hefja eina þá
I stærstu mannvirkjagerð á
I Keflavikurflugvelli sem um
I getur, gott ef ekki á öllu íslandi i
1 samanlagðri kristni. Nú skyldu
I reist sprengjuheld flugskýli
I með hvolflaga þaki, væntanlega
I óvig vetnissprengjum, kjarn-
* orkusprengjum svo og þeim
I heillariku sprengjum sem
I murka alit li'f, en skila flugskýl-
I um hreinum og gljáandi — nef-
• trjónusprengjum.”
I Óli flgúra
arna i Keflavik og svo frv., en
Óli figura er sko ekki af baki
dottinn nema siður sé. Við
heyrðum i honum I fréttunum.
Viö máttum hlýöa á nágaulið i
honum i leiðaralestrinum i
morgun og við munum þola
hann næstar ókomnar tiðir. En
það sem brýnir þessa kjafta um
þessar mundir er sú tið sem
upp er runnin i heimsstjórn-
málunum, að sestir eru við völd
i Bandarikjunum þeir sömu
menn er sóru þess dýrsta eiða
að sprengja Víetnam aftur á
steinöld á sjöunda áratugnum.”
Brjóstvörn
,,Og það sem meira er um
vert: þeir eru sömu skoðunar og
forverar þeirra á valdastólum i
þvisa landi að nú sé þeim kleift
að heyja svokallaða takmark-
aöa atómstyrjöld, hún kosti að
visu mannslif, en Bandarikin
eigi stóra möguleika að sigra i
slikri styrjöld og einhver hluti
þjóðarinnar getið baðað sig i
geislavirku úrfelli og sleikt sár
sin eftir leikinn.
Einmitt þegar slik tfðindi
berast færa Bandarikin sig upp
á skaftiö i Evrópu og gera hana
að nýjum vigvelli, og mönnum
er um og ó. Hin nýja viglina er
ekki mörkuð við strendur
Bandarikjanna, heldur skal
brjóstvörn þeirra vera hinar
siðmenntuðu þjóöir Evrópu
ásamt með útskerjum á borð við
Island.”
---------------------------!
Veikur ráðherra i
Siðar i greininni segir:
„Oliutankar i Helguvik AWAC- •
vélar, bygging nýrra flugskýla, I
hvort heldur eru sprengjuheld I
eður ei, skiptir ekki máli eitt og I
sér, heldur sú viðleitni sem *
Bandarikjastjórn sýnir til að I
treysta her sinn og áhrif i sessi I
æ frekar á islenskri grund.
Við kunnum svörin orðið utan *
að þegar nýjar hernaöarfram- I
kvæmdir ber á góma. Þvi er I
ævinlega til svarað, ef svör fást, I
að hinar og þessar framkvæmd- •
irnar séu samkvæmt löngu I
gerðri áætlun sem loksins sé að I
komast i gagnið, stjórnin hafi I
ekki veitt fé — ásamt með til- ■
heyrandi barlómi.
En Kanar þekkja oröiö sitt I
heimfólk: Veikur maður i stól I
utanrikisráðherra, aumt at- ■
vinnuástand á Suöurnesjum, I
upprunnin hagstæö tið að teygja I
út angaliurnar, enda viöbrögðin I
einsog vænta mátti og margar •
vinnufúsar hendur til reiðu og
fjöldi vörubila á stöðlinum til-
búnir til átaka, og það er alvar-
legt mál.”
r
Oánœgja
Lokaorð Finnboga eru þessi: I
„Ég vil að endingu biðja J
menn að skoða þessa hug- .
leiðingu og ihuga, hvort sem I
þeir eru á útkikki á þjóðar- I
skútunni i Reykjavik eða við J
stýriö á Scania Vabis suðrá .
Miðnesheiði. Það kann aldrei I
góðrilukkuaðstýra að aka hrisi I
i sinn eiginn köst.”
Fleiri Framsóknarmenn .
mættu láta til sin heyra með I
svipuðum hætti og Finnbogi. j
Klippara er fullkunnugt um það J
að fjöldi samflokksmanna .
greinarhöfundar er afar |
óánægður með þá stefnu sem I
mál hafa tekið i utanrikisráð- J
herratið Ölafs Jóhannessonar. .
Annars er vænst af honum en að |
hann gerðist sérstakur for- I
göngumaður um auknar hern- t
aðarframkvæmdir á Islandi. .
—ekh
skorrið
L,,I Atómstoomni var sungiö
um fall óla fígUru, f járann þann
Stúdentaráðskosningarnar 11. mars:
Ao aKa hrísi í
sinn eigin köst
lilbumr lil iUkl, og •
Getur ísland
i verið 1 NATO
án þes8 að
vera stuð-
púði USA?
Þrír listar í framboði
Þrír listar hafa verið boðnir
fram til stúdentaráðs og háskóla-
ráðskosninga við Háskóla islands
II. mars n.k.: A-Iisti Vöku, félags
lýðræðissinnaðra stúdenta, B-listi
Félags vinstri manna og C-listi
U m bótasinnaðra stúdenta.
Listarnir eru skipaðir eftirtöld-
um:
A-listi stúdentaráð:
1. Sigurbjörn Magnúss., lögfr.
2. Jón Atli Benediktss., verkfr. 3.
Lára Gunnvör Friðjónsd., við-
sk.fr. 4. Karitas H. Gunnarsd.,
lögfr. 5. Svavar Jónsson, guðfr. 6.
Sverrir Ólafsson, verkfr. 7. Frið-
björn Sigurðss., læknisfr. 8.
Jóhann P. Sveinsson, löfgr. 9.
Stefania B. Arnard., hjúkr.fr. 10.
Elin Hirst, viðskiptafr. 11. Jón
Asgeirsson, guðfr. 12. Þorgeir
Njálsson, lögfr. 13. Ragnar Ólafs-
son, heimsp.deild. 14. Sigriður D.
Magnúsd., læknisfr. 15. Helga M.
Jónsdóttir, hjúkr.fr. 16. Margrét
Jónsdóttir, lögfr. 17. Garöar
Gunnlaugsson, viösk.fr. 18. As-
björn Jónsson, læknisfr. 19. Gisli
Gunnarsson, guðfr. 20. Margeir
Pétursson, lögfr. 21. Bjarni Jóns-
son, liffr. 22. Guðmundur H. Atla-
son, viðsk.fr. 23. Ólafur Tr.
Mathiesen, heimsp.d 24. Magnús
Guðlaugsson, lögfr. 25. Gunn-
laugur S. Gunnlaugss., lögfr. 26.
Auður S. Sigurðsson, læknisfr.
A-listi, háskólaráð:
1. Eirikur Ingólfss., viðsk.fr. 2.
Lovisa Arnadóttir, lögfr. 3. Hall-
grimur T. Ragnarss., viðsk.fr. 4.
Elvar O. Unnsteinsson, lögfr.
B-Iisti, stúdentaráð:
1. Jón J. Eliasson, landafr. 2.
Edda Kjartansd., bók, 3. Hrafn-
hildur Skúlad., uppeldisfr. 4. Ósk-
ar Sigurðss., heimsp. 5. Hulda
Yngvad., jarðeðlisfr. 6. Guð-
mundur B. Kristinss., verkfr. 7.
Ólöf Sigurðard., læknisfr. 8.
Sveinn Aðalsteinss., liffr. 9. Hild-
ur Einarsd., hjúkr.fr. 10. Rán
Tryggvadóttir, lögfr. 11. Guð-
mundur H. Guðmundss., liffr. 12.
Guörún Geirsdóttir, uppeldisfr.
13. Asgeir Bragason, læknisfr. 14.
Magnus-'Erlingsson, guðfr. 15.
Hafliði Skúlason, þjóðfél.fr. 16.
Axel B Kristinss., sagnfr. 17.
Kristin Friðriksd., sálfr. 18. Björn
Guðbr. Jónss., liffr. 19. Sigurður
Pétursson, safnfr. 20. Dóra Hall-
dórsdóttir, hjúkr.fr. 21. Arnbjörn
Jóhannesson, islenska. 22. Helgi
Grimsson, islenska. 23. Björn
Karlsson, verkfr. 24. Hildur Jóns-
dóttir sálfr. 25. Þórir Ibsen,
stjórnmálafr. 26. Elisabet Guö-
björnsd., danska.
K-listi, háskólaráð:
1. Hrund ólafsdóttir, bókm. 2.
Helgi Thorarensen, liffr. 3. Þóra
Magnúsdóttir, félagsfr. 4. Kjart-
an B. örvar, læknisfr.
C-listi, stúdentaráð:
1. Stefán E. Matthiass., lækn-
isfr. 2. Finnur Ingólfsson, við-
sk.fr. 3. Kristin Björnsdóttir,
viðsk.fr. 4. Björn Blöndal,
læknisfr. 5. Elin Margrét Lýðsd.,
verkfr. 6. Davið Björnsson, við-
sk.fr. 7. Kristin Þorsteinsd.,
heimsp.d. 8. Hjörtur M. Jóhanns-
s., guðfr. 9. Valþór Stefánsson,
læknisfr. 10. Magnus Geirsson,
læknisfr. 11. Þórunn Rafnar,
verkfr. 12. Kjartan Ottósson,
heimsp.d. 13. Guðbjörg Egg-
ertsd., sjúkrþj. 14. Guðlaug
Björnsdóttir, viðsk.fr. 15. Orn
Guðmundsson, lyfjafr. 16. Eydis
Ýr Guðmundsd., heimsp.d. 17.
Sævar Kristinsson, viðsk.fr. 18.
Gisli Kristjánsson, sagnfr. 19.
Ólafur Haraldsson, viðsk.fr. 20.
Haukur P. Benediktss., heimsp.d.
21. Ófeigur Guðmundss., viðsk.fr.
22. Tryggvi Bjarnason, lögfr. 23.
Hannes Hilmarsson, uppeldisfr.
24. Gunnar Roach, heimsp.d. 25.
Guðmundur Bjarnason, lögfr. 26.
Björn Líndal, lögfr.
C-listi, háskólaráð:
1. Sigurður Jónsson, verkfr. 2.
Kristján Guðmundsson, viðsk.fr.
3. Bjarnveig Eiriksdóttir, lögfr. 4
Egill Jónsson, verkfr.—