Þjóðviljinn - 04.03.1981, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 04.03.1981, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 4. mars, 1981. ÞJOÐVILJINN— SIÐA 13 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Húsavik Aðalfundur Alþýðubandalagsins á Húsavik verður haldinn þriðjudag- inn 10. mars i Snælandi og hefst kl. 20.30 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Alþýðubandalagiö á Akranesi Félagsfundurinn sem halda átti i Rein 16.2. en féll niður vegna óveðurs, verður haldinn miðvikudaginn 4. mars kl. 20.30. Málefni: Staða verkalýðshreyfingar- innar á Akranesi Framsögumenn:pjarnfriöur Leósdóttir, Guðmundur M. Jónsson og Sigrún Clausen. fc Alþýðubandalagið Seifossi og nágrenm Félagsfundinum sem átti að vera 25. febrúar er frestað. Nánar auglýst siðar. — Stjórnin. Alþýðubandalagið i Suðurlandskjördæmi Kjördæmisráðsfundur Alþýðu- bandalagsins i Suöurlandskjör- dæmi verður haldinn laugardag-- inn 7. mars kl. 14 i Verkalýðshús- inu á Hellu. Fundarefni: Atvinnumál. Framsöguerindi flytja Guðrún Hallgrimsdóttir og Sigurjón Er- lingsson. Stjórnin Sigurjón Alþýðubandalagið Kópavogi Bæjarmálaráð ' Fundur verður haldinn miðvikudaginn 4. mars kl. 20.30. Dagskrá: 1. Húsnæðismál framhaldsskólans. 2. Framkvæmdaáform bæjarins 1981. 3. önnur mál. Allir félagar i ABK eru velkomnir. Stjórn bæjarmálaráðs ABK Alþýðubandalagið í Kópavogi Félagsfundur Fundur verður haldinn i Þinghóli Hamraborg 11 laugardaginn 14. mars n.k. kl. 13.30. Fundarefni verður húsnæðisvandi framhaldsskólans i Kópavogi og m.a. fjallað um hvort ráðist skuli i að reisa nýja byggingu til lausnar honum. Dagskrá verður auglýst nánar innan skamms. Stjórn ABK VIÐTALSTIMAR þingmanna og borgarfulltrúa Laugardaginn 7. mars milli kl. 10 og 12 verða til viðtals fyrir borgarbúa á Grettis- götu 3: Ólafur Ragnar Grímsson Sigurjón Pétursson Eru borgarbúar hvattir til að nota sér þessa viðtalstima. Ólafur Ragnar Sigurjón Innheimta félagsgjalda Alþýðubandalagið i Reykjavik minnir þá félagsmenn sem enn hafa ekki greitt útsenda giróseðla að greiða gjaldfallin félagsgjöld nú um mánaðamótin. — Stjórn ABR ÚTBOÐ Tilboð óskast I smíði á þremur dreifistöðvarskýlum úr stáli óg timbri fyrir Rafmagnsveitu Reykjavlkur. Hvertskýlier 12 fermetrar að flatarmáli og 32rúmmetrar að rúmmáli. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frl- kirkjuvegi 3 gegn 2 þús kr. skilatryggingu. Tilboðin vcröa opnuð á sama stað fimmtudaginn 2. aprll 1981 kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKlAVIKURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Fulltrúaráð Listahátíðar: Ashkenazy kosinn heiðursforseti Njöröur P. Njarðvík endurkjörinn formaður framkvæmdastjórnar A fundi fulltrúaráðs Listahátlð- ar sem haldinn var fyrir skömmu var einróma samþykkt tillaga fráfarandi framkvæmdastjórnar um að kjósa Vladimir Ashkenazy heiðursforseta Listahátiðar og votta honum þannig þakklæti fyr- ir hans þátt I stofnun Listahátiðar og ómetanlega aðstoð þau 10 ár sem liðin eru slöan hún var fyrst haldin. Egill Skúli Ingibergsson, borgarstjóri, tók nú við for- mennsku í fulltrúaráðinu af Ingv- ari Gislasyni, menntamálaráð- herra, en formennskan fylgir þessum embættum til tveggja ára I senn.. Fulltrúaráöið fer með yf- irstjórn Listahátiðar en 5 manna framkvæmdastjórn hefur með höndum undirbúning og rekstur hátíðarinnar i umboöi þess. Nýjar samþykktir Fyrir fundi fulltrúaráðsins lágu tillögur um nýjar samþykktir fyr- ir Listahátíð og voru þær sam- þykktar með nokkrum breyting- um. Samkvæmt þeim er það framkvæmdastjóri i stað fram- kvæmdastjórnar áður sem ber ábyrgð á fjárreiðum stofnunar- innar og skal hann hafa fullt sam- ráð við rikisendurskoðun og borgarendurskoðun varðandi þær. Jafnframt er gert ráð fyrir að framkvæmdastjóri sitji þar til öðru vísi er ákveðið og hafi 6 mánaða uppsagnarfrest. Sam- þykktir þessar hljóta ekki gildi fyrr en þær hafa fengið staðfest- ingu borgarráðs Reykjavikur, en Davið Oddsson borgarráðsmaður hefur flutt þar breytingatillögur sem m.a. ganga út á aö fulltrúar rikis og borgar hafi neitunarvald gagnvart ákvörðunum fram- kvæmdastjórnar og fram- kvæmdastjóra, fylgi þeim fjárút- lát. Þá hefur Davið lagst gegn þvi að framkvæmdastjóri sé ráöinn með 6 mánaða uppsagnarfresti og vill að hann verði ráðinn til næsta fulltrúaráðsfundar eftir hverja Listahátíð, þ.e. i júni eða júli á tveggja ára fresti. Ennfremur kýs hann aö ábyrgð á fjármálum sé á hendi framkvæmdastjórnar- innar allrar en ekki fram- kvæmdastjóra. Þessar breytingatillögur Daviðs Odds- sonar svo og nýjar samþykktir um Listahátið verða til afgreiðslu á næsta fundi borgarráös. Ný stjórn 1 framkvæmdastjórn næstu tveggja ára voru kosnir: Ann Sandelin, listfræðingur og for- stjóri Norræna hússins, Njöröur Félags- fundur sykur- sjúkra Félagsfundur Samtaka sykur- sjúkra veröur haldinn fimmtu- daginn 5. mars kl. 20,30 i fundar- sal SIS I Holtagörðum við Holta- veg. A fundinum segir Jón Sveinsson frá jöklaferðum: ,,Með sprautuna i bakpokanum”;og Gunnar Val- týsson læknir flytur erindi, sem hann kallar „Geta aukin trefja- efni I fæðunni bætt stjórnun sykursýki?”. A eftir veröa fyrir- spurnir og almennar umræður og veitingar verða á staðnum. P. Njaðvik, form. Rithöfunda- sambands tslands, Rögnvaldur Sigurjónsson, form. Félags isl. tónlistarmanna, en auk þeirra eiga sæti I framkvæmdastjórn- inni Gunnar R. Bjarnason, mynd- listarmaður, fulltrúi mennta- málaráöuneytisins, og Guðrún Helgadóttir, rithöfundur, fulltrúi Reykjavikurborgar. Sú venja hefur tiðkast aö full- trúar rlkis og borgar skiptist á að gegna formennsku i fram- kvæmdastjórninni enda þótt eng- in ákvæði hafi gilt um slikt í lög- um hátiðarinnar. t nýju sam- þykktunum er skýrt tekið fram að framkvæmdastjórn skipti sjálf meö sér verkum og lýsti fulltrúi borgarinnar, Guðrún Heígadóttir, þvi yfir að hún teldi stjórnina þvi ekki bundna af fyrrgreindri venju. Sagðist hún telja mikil- vægara að hagnýta reynslu stjórnarmanna og gerði tillögu um að Njörður P. Njarðvík yrði formaður framkvæmdastjórnar- innar. Var tillaga Guörúnar ein- róma samþykkt, en Njörður var formaður framkvæmdastjórnar- innar s.l. tvö ár, þá sem fulltrúi mennt amálaráðuney ti sins. Rögnvaldur Sigurjónsson var- kjörinn varaformaður og örnólf- ur Arnason endurráðinn fram- kvæmdastjóri Listahátiðar og Kvikmy ndahá tiðar. — Ai A fundinum I Keflavlk. frá vinstri: Hilmar Jónsson, Björn Jónsson, Guðsteinn Þengilsson, Jón Kr. Jóhannsson, Karl Helga- son, Sigurgeir Þorgrimsson. r Utbreiðslufundur IOGT í Keflavík Una Pétursdóttir úr stúkunni Framtíðinni i Reykjavik og Jón Tómasson úr st. Vik I Reykjavík voru heiðruð fyrir langt og merki- legt starf að bindindis- og menn- ingarmálum á útbreiðslufundi Stórstúku tslands i Keflavlk ný- lega. Fundurinn fjallaði um áfengis- málastefnu og var Guðsteinn Þengilsson læknir frummælandi. Hann taldi, að áskorun Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar um hömlur á áfengissölu hefði þegar haft áhrif til.hins betra, saman-• ber Noreg og Sviþjóö. Hins vegar gagnrýndi Guösteinn mjög auk- inn opnunartima vinveitingar- húsa hér á landi og bjórsölu til ferðamanna á Keflavikurflug- velli. Hilmar Jónsson stórtemplar skýrði frá þvi, að stórstúkan undirbyggi nú stórátak i áfengis- málum með þátttöku um 30 fé- laga. Eftir fundinn sátu fundarmenn kaffiboð bæjarstjórnar Keflavik- ur þar sem stórtemplar afhenti Tómasi Tómassyni forseta bæjarstjórnar heiöursskjal til bæjarstjómarinnar fyrir liðsinni i barattunni við áfengisbölið. Umrædur uni' Framhald af bls. 3 • á sviði orku- og iðnaðarmála. Taldi hann þar til mikils að vinna og þegar hefði það starf borið nokkurn árangur meðal annars á rannsóknarsviðinu. Það væri ekki ýkja fjarstæðu- kenndur draumur að Norður- löndin gætu orðiö sjálfum sér nóg i orkumálum, þegar litið væritil norsku oliunnar, finnska mósins og islenska jarðvarm- Ekkert islenskt álit Þá átaldi Hjörleifur það að i skýrslu um umsvif og áhrif alþjóðlegra auðhringa á Norðurlöndum skyldi ekki hafa verið kallað eftir áltiti Islend- inga. Þeir hefðu af verulegri reynslu að miðla i samskiptum við fjölþjóða hringa sem heima ætti i slikum plöggum. Hugsan- legt væri að áhugaleysi á Islandi væri um að kenna. Friðjón Þórðarson dóms- málaráðherra og Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra fluttu einnig ræður á þingi Norðurlandaráðs i gær og lagði Gunnar sérstaka áherslu á þá jafnréttishugsjón sem rik væri i Norðurlandabúum jafnt gagn- vart einstaklingum, þjóðfélags- hópum sem samskiptum milli þjóðanna. Hann minnti á að fyr- ir fimm árum hefði Alþingi ver- ið fyrst þjóöþinga á Norðurlönd- um til þess aö setja almenn lög um jafnrétti karla og kvenna, og aö á siöasta ári hefðu tslending- ar brotið blað i sögunni meö þvi að kjósa konu sem forseta. Þá ræddi forsætisráðherra einnig um engilsaxnesk áhrif á tslandi, sem margir lýstu áhyggjum yf- ir, og hélt þvi fram i þvi sam- bandi að á engu Norðurland- anna væri jafnmikill áhugi fyrir norrænu samstarfi og á tslandi. —ekh Blaðbera vantar strax! / Asgarður — Hæðargarður MOOVIUINN Siðumúla 6 s. 81333.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.