Þjóðviljinn - 04.03.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.03.1981, Blaðsíða 3
Mi&vikudagur 4. mars, 1981. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Stjórn Blaðamannafélagsins: Hagsmunir jafnt sem skylda aö viröa trúnaö heimildarmanna Stjórn Blaðamannafélags islands lýsir eindregnum stuön- ingi viö þá tvo blaðamenn Dag- blaösins, Atla Steinarsson og Óm- ar Vaidimarsson, sem neitaö hafa aö gefa upp heimildir fyrir frétt á baksiöu blaösins 31. janúar sl., þar sem fjallaö var um svofellt kötlufellsmál. Stjórn B1 litur svo á, að þaö séu augljósir hagsmunir blaða- manna, jafnt sem skylda þeirra við heimildamenn sina, að skýra ekki frá þeim. Ef út af þessu væri brugðiö myndi það verða til að stórskeröa möguleika blaða- manna til fréttaöflunar og verða þannig stjórnarskrárvernduðu ritfrelsi fjötur um fót. Það er þvi ekki að ástæðulausu, að i siða- reglum Blaðamannafélags Islands er skýrt tekið fram, að blaðamanni beri að virða nauð- synlegan trúnað við heimildar- menn sina. Þessu til stuðnings vill stjórn B1 skirskota til ummæla Ólafs Jóhannessonar ráðherra og fyrr- um lagaprófessors, i (Jlfljóti, timariti laganema við Háskóla Islands um þetta efni frá 1969, þar sem segir orðrétt: „Það er augljóst, að prentlögin byggja á þeirri reglu, að höfundi ritsmiða i dagblöðum, vikublöð- um, og timaritum sé óskylt að nafngreina sig. Nafnleyndin er að visu ekki heimiluð sérstaklega berum orðum en hún leiðir af ábyrgðarkerfinu. Um það segir m.a. svo i greinargerð frum- varpsins til laga um prentrétt: Verkamannabústaöir: 25 nýjar stjórnir Guðjón Jónsson skipaður formaður i Reykjavik Nú hefur veriö gengið frá skipun stjórna verkamanna- bústaöa i 25 sveitarfélögum á iandinu, en stjórnirnar munu starfa tii loka yfirstandandi kjör- timabils á iniðju hæsta ári. Féiagsmálaráðherra skipar for- menn stjórna í fjórum stærstu sveitarfélögum: í Reykjavik, á Akureyri, i Kópavogi og i Ilafnar- firöi, en viðkomandi sveitar- stjórnir og verkalýösfélög tii- nefna sina fuiltrúa. 1 stjórn verkamannabústaða i Reykjavikeru nú (frá l.jan. ’81): Guðjón Jónsson, formaður, skipaður af ráðherra, Sigurður E. Guðmundsson, Páll R. Magnús- son, og Gunnar Helgason, til- nefndir af borgarstjórn, Guðmundur J. Guðmundsson og Hilmar Guðlaugsson tiln. af full- trúaráði verkalýðsfélaganna og Kristján Thorlacius, tilnefndur af BSRB. 1 stjórn verkamannabústaða á Akureyrieru: Helgi Guömunds- son, formaður, skipaður af ráð- herra, Stefán Reykjalin, Freyr Ófeigsson og Sigurður Hannes- son, tilnefndir af bæjarstjórn, Hákon Hákonarson og Sævar Fri- mannsson tiln. af verkalýðs- félögunum og Erlingur Aðal- steinsson tiln. af BSRB. 1 stjórn verkamannabústaöa t Kópavogi eru: Leifur Þor- steinsson, formaður, skipaður af ráðherra, Gissur J. Kristinsson, Birgir Dýrfjörð og Sævar Björns- son tiln. af bæjarstjórn, Guðmundur Hilmarsson og Stein- grimur Steingrimsson tiln. af fulltrúaráði verkalýðsfélaganna og Magnús Bjarnason tiln. af BSRB. 1 stjórn verkamannabústaða i liafnarfiröi eru: Viðar Magnússon, formaður. skipaður af ráðherra, Guðmundur Aðal- steinsson, Þórður Einarsson og Páll Árnason tiln. af bæjarstjórn, Grétar Þorleifsson og Hallgrimur Pétursson tiln. af fulltrúaráði verkalýðsfélaganna og Isleifur Bergsteinsson, tiln. af BSRB. Þá hafa verið skipaðar nýjar stjórnir i eftirfarandi sveitar- félögum: Mosfellshreppi, Gerða- hreppi, Hveragerðishreppi Rangárvallahreppi, Hvamms- hreppi, (Vik), Hafnarhreppi, (Höfn) Búðahreppi, Neskaup- stað, Seyðisfirði, Þórshöfn, Raufarhöfn, Hriseyjarhreppi, Dalvik, Siglufiröi, Höföahreppi, Hvammstanga, Isafirði, Patreks- firöi, Stykkishólmi, Olafsvik og Borgarnesi. —A1 „Abyrgðarkerfi þessu er ætlað aö slá vörð um prentfrelsið, með þvi að sporna við eftirgrennslun yfir- valda, um þaö, hverjir kunni að eiga hlutdeild i þvi, sem ritað er, að ná með skjótum og virkum hætti til þess, sem telst sekastur, og loks sérstaklega að vernda nafnleynd höfundar og heimildar- manns.” Auk þess verður nafn- leyndarréttur höfundar dreginn af þvi, að i lögunum er nafngrein- ingarskylda lögð berum orðum á útgefanda, ritstjóra og prentara, en ekki minnst á höfunda.” A Bókamarkaði: Forvitnin er upphaf viskunnar. Studningur við blaðamennina Umrædur um öryggismál vekja athygli i Norðurlandaráði 99 ískaldur hægri vindur vekur ugg og ótta” r Islendingar hlytu aö veröa med i yfirlýsingu um kjarnorkuvopnalaust svædi, sagði Svavar Gestsson Meöal þess sem mesta athygli vakti i alinennu umræöunni á þingi Noröurlandaráös i Kaup- mannahöfn i gær voru hug- myndafræðilegar deilur Olofs Palmc, formanns jafnaðar- mannaflokksins i Sviþjóö, og nokkurra krata ásamt honum annarsvegar, og hinsvegar norskra hægrimanna. Þá héldu áfram umræður um aukinn hlut Noröurlandaráðs i umræöu um öryggis- og utanrikismál, og viröist sem sú skoðun cigi tölu- verðan hljómgrunn að taka þau mál upp undir sérstökum dag- skrárliö á fundum ráðsins, eða halda um þau sérstakar nor- rænar þingmannaráðstefnur að tilhiutan Norðurlandaráðs. Að sögn Svavars Gestssonar félagsmálaráðherra hefur kom- ið fram á þingi Norðurlanda- ráðs verulegur uggur i máli manna vegna þeirrar herskáu hernaðarstefnu sem Reagan stjórnin i Bandarikjunum hefur tekið upp. Sósialdemókratar hafa og undir forystu Olofs Palme veist að hægri öflunum og varað við þeirri ógn sem norræna velferðarkerfinu staf- aði af eflingu þeirra. Olof Palme var sérstaklega harðorð- ur i þessa veru og sagði að hinn iskaldi hægri vindur sem nú rikti stefndi norrænni þjóð- félagsgerð i voða og þeirri tegr und lýðræðis sem þar hefði þró- ast. Öryggismálin Hitt hefur ekki siður vakið at- hygli aö komið hefur fram i ræð- um og i umræðum þingmanna á meðal að fullur vilji er fyrir þvi að opna Norðurlandaráð fyrir umfjöllun um öryggismál með einhverjum hætti. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra Islands og Mauno Koivisto for- sætisráðherra Finnlands hafa báðir tekið undir að gera ætti öryggis- og utanrikismál að sér- stökum dagskrárlið á þingum Noröurlandaráðs. Málið kom fyrst upp i ræðu Lars Werner á þinginu i fyrra- dag, þar sem hann skaut að þeirri hugmynd að Norður- landaráð hlutaðist til um sér- stakar þingmannaráðstefnur um öryggismál. Vinstrisinnar hafa sérstaklega tekið þessi mál til umfjöllunar og ræddu þau meðal annars á þinginu i gær Ebbe Strange, formaður Sosialistisk Folkeparti i Dan- mörku, Ilkka-Christian Björk- lund, frá Folkdemokraterna i Finnlandi, og islensku ráðherr- arnir Hjörleifur Guttormsson og Svavar Gestsson. Olaf Palme: Varaöi viö þeirri ógn sem stafar af Isköldum hægri vindi. Noröurlöndin sýni fordæmi Svavar Gestsson ræddi i upp- hafi máls sins um norrænt sam- starf á sviði félags- og heil- brigðismál og tók það sem dæmi um málaflokk þar sem norrænt samstarf hefði fengið að þróast án annarlegra áhrifa til mikilla umbreytinga og árangurs i lifi og starfi Norðurlandabúa. Þvi miður hefði norrænt samstarf á sviði öryggis- og utanrikismála ekki fengið að þróast með sama hætti. Svavar lagði áherslu á að komin- væri timi til þess að Noröurlöndin og Noröurlanda- ráð brytu af sér brynju kalda striðsins. Nefndi hann einkum tvö atriði: Annarsvegar hug- myndir um friðlýsingu Norður- Atlantshafsins fyrir hernaðar- umsvifum, og hinsvegar kjarn- orkuvopnalaust svæði á Norður- löndum. Nauðsynlegt væri m.a. vegna þeirra kringumstæðna sem nú riktu i heiminum með svavar oesison: oæn sxapaö hættulegan og aukinn þrýsting á Islendinga. versnandi sambúð risaveld- anna, að Norðurlöndin sýndu fordæmi á sviði varnarmála og yrðu þar forgöngumenn á svip- aðan hátt og i félags- og heil- brigðismálum. ísland veröi meö Félagsmálaráðherra fagnaði sérstaklega hugmynd Lars Werner um að haldin yrði sér- stök ráðstefna þingmanna frá Norðurlöndunum um öryggis- mál. Þá lagði hann mikla áherslu á það að ekki væri vansalaust að i umræðum sem orðið hafa um kjarnorkuvopna- laust svæöi á Norðurlöndum væri rik tilhneiging til þess að álykta að Island hlyti aö standa utan við slika sameiginlega yfirlýsingu. Slikar yfirlýsingar um kjarnorkuvopnalaust svæði sem aöeins giltu um fjögur Norðurlandanna, og þar sem tsland væri ekki meö, hlytu aö hafa i för með sér hættulegan og stóraukinn þrýsting á Islensk Hjörleifur Guttormsson: Veröa Noröuriöndin sjálfum sér nóg i orkumálum. stjórnvöld. Svavar lagöi áherslu á að hann talaði i þessu máli fyrir hönd Alþýðubandalagsins en ekki rikisstjórnarinnar. Noröurlöndin sjálfum sér nóg Hjörleifur Guttormsson fjall- aði einnig nokkuð um þessi mál i sinni ræðu. Hann taldi auðsætt að Norðurlöndin gætu sameigin- lega haft veruleg áhrif i utan- rikismálum og á þá stefnu stór- veldanna i utanrikismálum, sem fram hefði komið i ihlutun- um og ógnunum i Afghanistan og E1 Salvador til aö mynda. Iönaðarráöherra ræddi einnig um aðiid Grænlendinga og Fær- eyinga að Norðurlandaráði og hvatti til þess að meöferö þessa máls fengi skjóta og fullnægj- andi úrlausn i ráðinu. Hjörleifur Guttormsson varði aö öðru leyti máli sinu i að ræöa um samvinnu Norðurlandanna Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.