Þjóðviljinn - 04.03.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.03.1981, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVlLjlíÍN Miövikudagur 4. mars, 1981. Starismannafélagið Sókn Ákveðið heí'ur verið að viðhafa allsherjar atkvæðagreiðslu um kjör stjórnar og trún- aðarráð i Starfsmannafélaginu Sókn fyrir árið 1981. Framboðslistum skal skil- að á skrifstofu félagsins, Freyjugötu 27, eigi siðar en kl. 12 á hádegi mánudaginn 9. mars. Hverjum lista skulu fylgja nöfn 100 fullgildra félagsmanna sem meðmælenda. Starfsmannafélagið Sókn. Vörubílstjóra- félagið Þróttur Aðaifundur Vörubilstjórafélagsins Þróttar verður haldinn laugardaginn 7. mars n.k. að Borgartúni 33 og hefst kl. 14. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Reikn- ingar fyrir árið 1980 liggja frammi á skrif- stofu íélagsins á skrifstofutima. Stjórnin. 2 C 2 ■II w Listasafn Islands Tilboð óskast i að steypa upp byggingu fyrir Listasafn islands á lóðinni nr. 7 við Frikirkjuveg i Reykjavik, og að ganga frá lóð og húsi að utan. Húsið er ein hæð á kjallara og tvær að hluta, alls um 7600 ferm. Uppsteypu húss og frágangi þaks 2. hæðar skal lokið 15. des. 1981, en verkinu að fullu lokið 15. september 1982. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Rvk., gegn 1000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtu- daginn 26. mars 1981, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 UTBOÐ Hitáveita Eyra óskar eftir tilboðum i framleiðslu greinibrunna fyrir hitaveitu- lagnir. Útboðsgögn verða afhent á Stokkseyri á skrifstofu Stokkseyrarhrepps Hafnargötu 10 og i Reykjavik á Verkfræðistofunni Fjarhitun h.f. Álftamýri 9 frá fimmtudegi 5. mars gegn 200 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Stokkseyr- arhrepps Hafnargötu 10, Stokkseyri fimmtudaginn 19. mars kl. 14.00. Amnesty International: S amviskuf angar mánaðarins Vaclaf UMLAUF frá Tékkó- slóvakiu er 20 ára gamall námu- verkamaður, sem hefur verið að undirbúa sig undir guðfræðinám. Hann var tekinn fastur 19. mars 1980, eftir að lögreglan hafði gert húsleit heima hjá honum og heima hjá foreldrum hans og gera upptæk öll trúfræðirit sem hún fann. 23. mai 1980 var Vaclaf Umlauf dreginn fyrir rétt, ákærður fyrir æsingar og dæmdur i þriggja ára fangelsi. Hann hafði kvartað undan lélegum verkfærum i námunum og einnig mótmælt opinberlega innrás Sovétrikjanna i Afganistan. Hann var lika ákærður fyrir að hafa dreift bréfi gegn rikisstjórninni. Vinsamlegast skrifið bréf, og biðjið um að Vaclaf UMLAUF verði iátinn laus, til: JuDR Gustav Husak, President og the CSSR, 11 908 PrahaHrad, CSSR, and to: JuDr Jan Nemec, Minister of Justice of the CSR, Vysehradska 16, Praha 2-Nove Mesto, CSSR. Nabil JA’NINI frá Jórdaniu er 38 ára gamll gerla- fræðingur frá borginni Madaba. Hann var dæmdur i 10 ára fang- elsi af herdómstóli árið 1977. Nabil JA’ANINI var tekinn til fanga i Madaba 2. mai 1977, grunaður um að vera virkur i kommúnistaflokknum en það er bannað að vera félagi i honum, samkvæmt and-kommúnistiskum lögum (nr. 91) frá 8. desember 1953. Hann var ákærður fyrir að vera félagi i kommúnistaflokkn- um og að hafa undir höndum ólögmætar bækur um kommúnisma. Hann situr inni i „Al-Mahatta Central Prison” i Amman, þar sem hann hefur getað hjálpað föngum vegna lækniskunnáttu sinnar. Amnesty heldur að hann hafi verið fangelsaður fyrir að láta i ljós skoðanir sinar án ofbeldis, en hann hefur fullan rétt á þvi samkvæmt alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi sem Jórdania hefur skrif- að undir. Vinsamlegast skrifið bréf, og biðjið um að Nabil JA’ANINI verði látinn laus, til: His Majesty King HUSSEIN, The RoyalPalace Amman, Hashemite Kingdom of Jordan, og til: His Excellency Mr. Judar BADRAN, Prime Minister, Amman, Hashemite Kingdom of Jordan. Jorge RODRIGUEZ Gallegos frá Chile er 53ja ára verkfræðing- ur, sem kenndi við „Taltal Techn- ical College” þangað til hann var tekinn til fanga 2. júni 1980 fyrir að vera meðlimur i óleyfilegum kommúnistiskum flokki og fyrir að brjóta lög um öryggi rfkisins. Jorge RODRIGUEZ Gallegos var einn af 30 mönnum, sem teknir voru til fanga í borgunum Antofagasta, Calama og Taltal i lok mai og byrjun júni 1980 af leyniþjónustunni, án handtöku- heimilda og án þess að láta fjölskyldur viðkomandi vita. beim var haldið i einangrun I 5 daga, þar sem þeir voru pyntaðir m.a. með þvi að láta þá hanga á fótunum klukkustundum saman, sprautað var á þá nakta isköldu vatni (þá var vetur i Chile), þeir fengu rafmagnsstuð á viðkvæm- ustu staði likamans og þeir voru barðir. Sumir voru neyddir til að gleypa saur úr mönnum. Jorge RODRIGUEZ, sem er i haldi i fangelsi i Antofagasta, hefur nýlega verið dæmdur i 1200 daga útlegð. Dómnum hefur verið á- frýjað. — Hann þjáist af opnum graftarkýlum og gekk undir uppskurð 6 mánuðum áður en hann var handtekinn og átti siðan að ganga undir annan uppskruð i júli 1980, sem ekki varð úr vegna fangelsunarinnar. Það er ekki vitað hvar hann er i útlegð, en sennilega er hann einhversstaðar þar sem litið er um læknishjálp. Vinsamlegast skrifið bréf, og biðjið um að Jorge RODRIGUEZ Gallegos verði látinn laus, til: General Augusto Pinochet Ugarte, Presidente de la República, Edificio Diego Portales, Santiago, Chile. Adda Bára Sigfúsdóttir: Verrí kosturínn Þegar það liendir fólk að fara með rangt mái i ræðu eða riti er tvennt til ráöa. Annars vegar má ieiðrétta cigin villu á heiðarlegan liátt, en liins vegar er einnig sá kostur fyrir hendi aö halda fast við sitt og reyna að gera rangt mál að réttu máli. Siðari kostur- inn er verri kosturinn og þann kost tekur Markús örn Antonsson i athugasemd sein birt var i Þjóð- viljanum i gær. ' Aðferð Markúsar er að skilgreina hvað séu leiguibúðir fyrir aldraða til hvers vistheimili og hjúkrunardeildir séu notuð, og segja siðani Það stendur óhaggað að ekkert hefur gerst varðandi leiguibúðir. Við þetta er tvennt að athuga. 1) Það var unnið við Dalbrautarbyggingarnar sem eru leiguibúðir með mikilli þjónustu óslitið fram i ársbyrjun 1980, en meginhlutanum þó lokið haustið 1979, og aðalbyggingin tekin. formlega i notkun 2. nóvember það ár. 2) Kaflinn, sem ég tók til athug- unar úr viðtalinu við Markús, og birti orðréttan i minni grein fjallaði almennt uin húsnæðismál aldraðra.en ekki sérstaklega um leiguibúðir, og staðhæfing hans var þessi (samandregið): Það var mikið átak gert i húsnæðis- málum aldraðra á siðasta kjör- timabili og 3 þvi hefur ekkert framhald orðið. Ég hef þvi ekkert misskilið hjá Markúsi Erni, enda skrifar hann og talar jafnan ljóst og lipurt mál, sem hvert barn á að geta skilið. A siðasta kjörtimabili borgar- stjórnar stóð „Framkvæmda- nefnd vegna byggingar stofnana i þágu aldraðra” eins og nefndin sem við Markús erum i heitir fullu nafni fyrir byggingu þjónustuibúða fyrir aldraða, en byggði ekki dvalarheimili m.a. vegna þess að það var hægt að fá lán út á ibúðir fyrir aldraða en ekki út á dvalarheimili. Við fundum þó glöggt að þörfin var fyrst og fremst fyrir húsnæði ásamt verulegri þjónustu. Það var þörf hinna öldruöu fyrir öruggt húsnæöi ásamt nayðsynlegri umönnun og hjúkrun til æviloka, sem okkur bar að sinna. Þess vegna var ákveðið að byggja vistheimili við Snorrabraut, og nú siðast að auka enn viö þjónustu þar og gera hluta þess að hjúkrunardeild. Ég ætla ekki að ræða hér þá vafasömu tölu um þörf ellilif- eyrisþega fyrir leiguhúsnæði, sem var til umræðu i félagsmála- ráði og Markús getur um i upphafi athugasemdar sinnar. Stór hluti i þeim hópi er fólk sem býr i eigin ibúð og hlýtur þvi fyrst og fremst að vera að leita eftir tryggingu fyrir umönnun i ellinni. Núverandi borgarstjórnar- meirihluti mun áfram leitast við að mæta þörf hinna öldruðu fyrir húsnæði, umönnun og hjúkrun með að halda áfram að byggja sleitulaust, og með þvi að standa fyrir rekstri þjónustustofnana. Vegna hinna öldruðu verðum við að vona, að þeir sem ætla sér að sigra i borgarstjórnarkosningum vorið 1982 undir kjörorðinu: lækkum skatta — drögum úr umsvifum! — komist aldrei aftur til valda i borginni. Adda Bára Sigfúsdóttir. ÚTBOÐ Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar óskar eftir tilboðum i lagningu 6. áfanga aðveituæðar. 6. áfangi aðveituæðar er rúmlega 10 km. langur og liggur milli Hafnarár og bæjar- ins Lækjar i Leirársveit. Útboðsgögn verða afhent á eftirtöldum stöðum gegn 500 kr. skilatryggingu: í Reykjavik á Verkfræðistofunni Fjarhit- un hf. Álftamýri9. Á Akranesi á Verkfræði og teiknistofunni s.f. Heiðarbraut40. í Borgarnesi á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen Berugötu 12. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar, Heiðarbraut 40, Akranesi, þriðjudaginn 24. mars kl. 11.30. Auglýsinga- og áskriftarsími 81333 DJOÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.