Þjóðviljinn - 04.03.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 04.03.1981, Blaðsíða 15
Miövikudagur 4. mars, 1981. íbJóÐVILJINN — StÐA 15 * Hringið i sima 81333 kL 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum frá £} lesendum -y.U Bréf frá New York Nýtt ár er upprunnið með ný fyrirheit. Mikil gleöitiðindi væru ef þvi yrði gefið heitið „Ar friðar”. Svo mikiar hafa risið öldur óvildar og haturs sem valdið gætu nýrci heimsstyrjöld, þvi stundum veitir litil þúfa þungu hlassi. Nýr forseti hefur tekið við embætti heima á ættjörðinni, kona sem mun vera eina konan i forsetastól i heiminum, og færi ég þjóðinni hamingjuóskir með þessa mikilhæfu konu. Mér barst i hendur áramótaræða hennar, og vakti hún mér mikillar ánægju. Hér i stórborginni New York hefur verið ákafur áróður og háð hörð barátta um forseta- stólinn, sem ekki hæfir siðmenntuðu þjóðfélagi. Er ekki sorglegt til þess að vita, að þjóðir heims skuli ekki geta valið sér þjóðarleiðtoga með menningarlegri aðferðum en þessum? Ar friðar. Allur heimur mundi fagna sliku ári. öllum hernaðarófögnuði snúið i átt til friðar og sátta. Þjóðir heims mundu deila með sér gnægtum sinum og auðlindum, elska i stað þess að hata — blessað yrði það ár. pft hef ég hugsað um kennsluna i skólunum, og margt finnst mér hafa orðið útundan i þeim fjölmörgu kennslustund- um sem unga fólkið fær, og þá helst kristindómsfræðsla. Þá fræðslu mætti áreiðanlega færa i myndrænna og leikrænna form, þannig að barnið fari að hlakka til hverrar kennslustundar, en kviði ekki fyrir henni. Það vantar kennslu i siðfræði og friðsamri sam- vinnu, þvi svo miklu máli skipt- ir samvinna á kristilegum grundvelli i lifi einstaklinga og þjóða, aö ekki verður gengið framhjá henni. Unglingavandamálin eru svo alvarleg, að þar verður sam- stillt átak að koma til. Reykingar og vinnautn, og jafnvel notkun deyfilyfja eru orðin þjóðarböl — hvað veldur þessum ósköpum? Hvað er ung- mennið að flýja? Hvar erum við á vegi stödd — við sem eldri erum? Höfum við staðið i stöðu okkar? Við seljum tóbak og vin og riki okkar rekur slika sölu með góðum hagnaði — en á hverjum bitnar tapið, sem eykst með þverrandi þreki þjóðarinnar? Það var þverrandi siðferðisþrek sem olli hruni Rómverja — innbyrðis gaf allt eftir. Kvikmyndahúsin sýna ungum og óhörðnuðum sálum myndir sem oft eru óhollar i fyllsta máta. t kennslustundum skólanna þarf kennarinn að vera á verði og hann má aldrei þreytast á að áminna og uppfræða. Það ætti að koma á kvikmyndasýningum á vegum skólakerfisins. Góðar og hollar kvikmyndir ætti að sýna til uppbyggingar og gleði. Skólarnir eiga ekki að bæla barnsgleðina, heldur hlúa að henni með gleðilegum kennslu- stundum, sem barnið fagnar að taka þátt i. Ég held að með sameiginlegu átaki megi lyfta grettistaki til friðar og framfara. Ég held að hver mannssál mundi fagna friði. Umfram allt, talið um frið, skrifið um frið og biðjið um frið fyrir ættjörð vora og allan heim. Guð gefi ættjörðinni og öllum heimi frið á þessu nýbyrjaða ári og hinum komandi. Jóhanna Brynjólfsdóttir, New York Barnahomid Spaug Mamma: Hvernig gengur þér að læra reikn- ing, Jói minn? Jói: Bara vel. Mamma: Láfum okkur nú sjá. Hvað eru sjö plús tveir? Jói: Við erum ekki búin að læra það ennþá Mamma: En þú hlýtur að vita að sjö plús tveir eru níu? Jói: Nei, það getur ekki verið. Kennarinn sagði okkur að f jórir plús f imm væru niu. 4€ Hvað vantar? Þú heldur kannski að þessar myndir hér til hliðar séu alveg eins, en þær eru það reyndar ekki. Það vantar fimm atriði á neðri myndina, af þeim sem eru á efri myndinni. Geturðu fundið þau? Svo geturðu litað myndina á eftir. Framadraumar ■sf Sjónvarp Tfy kl. 21.05 t kvöld kemur á skjáinn seinni hluti bandarisku sjón- varpsmyndarinnar „Frama- draumar” sem byggð er á skáldsögu eftir metsöluhöf- undinn Harold Robbins. t fyrrihlutanum hurfum við aftur til ársins 1912, þegar kvikmyndin var að hefja sitt skeið i litlum og frumstæðum kvikmyndahúsum, og fram- sýnir menn voru farnir að eygja gróðamöguleika i þess- ari sniðugu uppfinningu, myndinni sem hreyfðist. Aðalpersónurnar eru þýski innflytjandinn Peter Kessler, eigandi litils kvikmyndahúss, og vinur hans Johnny Edge. Þeir taka sig upp og flytja til Kaliforniu og ætla að framleiða kvikmyndir sjálfir. -ih. ■sl >. Sjónvarp TT kl. 18.00 Herra Örbirgð gegn auðsæld Ö Sjónvarp kl. 22.40 — Astæðan fyrir þvi að ég tek þetta efni fyrir er sú, að „Norður-suður-umræðan” svo- kallaða hefur litið sem ekki komið til islands, — sagði Stefán Jón Hafstein frétta- maður, sem stjórnar umræðu- þætti i beinni útsendingu i útvarpinu i kvöld. — í fyrra urðu nokkur vatnaskil i þessari umræðu, þegar út kom Willy Brandt- skýrslansvonefnda, en i henni er að finna sameiginlegt álit leiðtoga ýmissa landa á þess- um málum. Þessi skýrsla var ein af metsölubókunum á Vesturlöndum i fyrra, en hún hefur ekki fengist i bókabúð- um hér. Þeim sem um þetta mál hafa fjallað ber saman um að bilið milli rikra og fátækra þjóöa fari stöðugt breikkandi, það sé t.d. mun breiðara núna en fyrir 10 árum. Þetta er semsé hrikalegt ástand, sem fer stöðugt versnandi. Ég fæ þrjá menn til að ræða þetta mál við mig i þættin- um: Björn Þorsteinsson, hjá Aðstoð tslands við þróunar- löndin, Björn Jóhannesson sem starfað hefur við hjálpar- stofnanir á vegum Sameinuðu þjóðanna, og Lárus Jónsson, sem á sæti i nefnd SÞ um þró- unaraöstoð. Snær og Asa-Þór Herra m ennirnir þeirra Þrándar Thoroddsen og Guðna Kolbeinssonar eru áreiðanlega aufúsugestir á öllum heimilum þar sem unga sjónvarpsáhorfendur er að finna. Herramaðurinn sem kemur á skjáinn i dag heitir Herra Snær. Strax á eftir honum kemur svo önnur mynd sem þau litlu hljóta lika að hafa gaman af: norska leikbrúðu- myndin Hamarsheimt, sem fjallar um það er Asa-Þór týndi hamri sinum og heimti hann aftur. Þetta er fyrri hluti myndarinnar, en sá seinni verður á dagskrá næsta mið- vikudag. Barnadagskráinni lýkur svo með lokaþættinum i þýska iþróttamyndaflokknum Vetr. argaman. _jh. Bilið milii fátækra og rikra breikkar stöðugt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.