Þjóðviljinn - 04.03.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 04.03.1981, Blaðsíða 16
DIODVIUINN MiOvikudagur 4. mars, 1981. Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná i blaðamenn og aöra starfsmenn blaðsins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt að ná I afgreiðslu blaðsins i sima 81663. Blaðaprent hefur slma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsúni 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Vilhjámur Lúðviksson formaður staðarvalsnefndar Ekki beínt ánægður „Ég er ekki beint ánægður með þessar ráða- gerðir meðan enn er verið að vinna að staðarvali. Hinsvegar get ég ekki sagt, að hér sé um beint brot að ræða á þeim ramma sem við settum okkur í upphafi, Árni Þ. Árnason Getum ekki hrósað slíkum vinnubrögðum „Mér er óhætt að segja, að hafi þessi umræddu kaup átt sér stað, þá getum við engan veginn hrósað slíkum vinnubrögðum meðan enn er óráðið um staðsetningu verksmiðj- unnar", sagði Árni Þ. Árnason, skrifstofustjóri iðnaðarráðuneytisins, að- spurður um þátt Sauð- kræklinga í steinullarverk- smiðjumálinu, sem skýrt var frá í Þjóðviljanum i gær. Vegna frétta i fjölmiölum i gær um þetta mál sendi iðnaðarráðu- neytið frá sér tilkynningu, þar sem segir m.a., að ráðuneytið hafi lagt á það áherslu við Stein- ullarfélagið h.f. i Skagafirði og Jarðefnaiðnað h.f. á Suðurlandi, að hugmyndir þeirra yrðu kynnt^ ar i staðarvalsnefnd áður en nokkrar ákvarðanir yrðu teknar af þeirra hálfu i málinu, „enda sé þá gert ráð fyrir aðild rikisins að verksmiðjunni eða varðandi f jár- mögnun hennar með einum eða öðrum hætti. Ráðuneytinu er ekki kunnugt um annað en vilji sé til að fylgja þessari stefnu og hefur jafnframt lagt áherslu á að nefndin hraðaði störfum.” Aðspurður um nánari túlkun á siðustu málsgreininni sagði Arni, að þar sem frekar ótryggar upp- lýsingar lægju ennþá fyrir varð- andi þetta mál væri litið hægt að segja, að svo stöddu, en ráðuneyt- ið áskildi sér allan rétt til að tjá • sig frekar um málið er það skýrð- ist. nskólinn íHafnarfirði: sagði Vilhjálmur Lúðvíks- son efnaverkfræðingur, formaður staðarvals- nefndar, í viðtali við Þjóð- viljann í gær vegna frétta um áætlanir Skagfirðin'ga um að setja steinullarverk- smiðju á stofn þar nyðra. Vilhjálmur sagðist halda, að Sauðkræklingar hefðu ekki gert neinn bindandi kaupsamning um tækjabúnað til steinullaryerk- smiðju, heldur gengið frá samn- ingum um kaup, svo framarlega sem verksmiðjan yrði reist á Sauðárkróki. „Þeir hafa hins- vegar tekið ákvörðun á eigin spýtur, sem enginn getur i sjálfu sér bannað þeim. Hitt er annað mál, að ef þeir ætlast til að hið opinbera taki þátt i þessum verk- smiðjurekstri þá er óhugsandi að gerð séu nokkur slik kaup á tækjum fyrr en fyrir liggur mat opinberra aðila.” Þetta mál hefur komið inn á borð hjá nefndinni þar sem óskað er eftir hagkvæmnisathugun vegna hugsanlegra kaupa á þessum tækjum frá Frakklandi. Nefndin gat hinsvegar litið kveðið upp úr um slikt, þar sem við fengum ákaflega ófullkomnar upplýsingar til að vinna úr,” sagði Vilhjálmur. Hann sagði, að nefndin mundi skila lokaáliti um staðsetningu steinullarverksmiðju innan tveggja vikna. _lg/vh Á skíðum í Hllðarf jalli Búast má við mikilli aðsókn i skiðalönd hvarvetna á landinu i dag þar sem fri er i öllum skólum vegna öskudagsins. Systurnar tvær á þessari mynd, 6 og 8 ára, voru að búa sig til keppni i Hliðarfjalli við Akureyri er myndin var tekin um daginn. — Mynd vh. ! Fær ekki að byrja ! kennslu í haust I— Við hér hjá Vinnueftir- liti rikisins höfum skoðað I' húsið og höfum skýrt skóla- stjóranum frá þvi, að þar sem aðeins eru rúmir tveir mánuöir eftir af þessu skóla- I' haldi þá megi ijúka þvi, en að húsið verði ekki opnað næsta haust, nema búiö verði að setja á það þak til að ! stöðva lekann. Okkur þykir I ekki rétt aö eyðileggja þenn- I an vetur fyrir nemendum * með þvi aö loka húsinu nú J þegar, en eins og það er má I segja, að ástandið sé hroða- I legt, sagði Guðmundur ' Eiriksson öryggisskoðunar- ! maður hjá Vinnueftirliti rikisins i samtali við Þjóð- viljann i gær. Sem kunnugt er skýrði Þjóðviljinn i máli og myndum frá ástandi Iðn- skólahússins i Hafnarfirði um siöustu helgi. Sveinn Guðbjartsson heil- brigðisfulltrúi i Hafnarfirði sagði i samtali við Þjóðvilj- ann, að menn frá heilbrigðis- eftirlitinu i Hafnarfirði heföu ásámt héraðslækninum Grimi Jónssyni skoðað húsið og væru þeir sammála um að ástand þess væri óviðunandi. A fundi hjá Heilbrigisráði Hafnarfjarðar, sem haldinn var i gærkveld, átti að taka málið fyrir. —S.dór a en ’73 Gasolíunotkun til húshitunar Þrefalt minni 30% samdráttur á síðasta ári Á siðasta ári dró enn verulega úr gasolíunotkun til húshitunar, eða um 30% frá árinu 1979. Allt frá árinu 1973, þegar oliunotkun til húshitunar komst i hámark, hefur dregið hraðfara úr henni, en minnkunin á siðasta ári er samt sem áður stærsta stökkið milli ára frá þvl að hafist var handa um að útrýma oliu til hús- hitunar hér á landi. A árinu 1980 voru notuð 59.842 tonn af gasoliu til húshitunar á íslandi. Það er nær þrefalt minni notkun en 1973, en þá voru notuð 159.582 tonn. Þróunin frá þvl ’73 hefur verið sem hér segir: ’74 141.653 tonn, ’75 134.105 tonn, ’76 111.334 tonn, ’77 104.258 tonn, ’78 95.359 tonn, ’79 85.642 tonn og ’80 59.842 tonn. Tölur þessar eru fengnar hjá Orkustofnun. Það eru fyrst og fremst hinar nýju hitaveitur um land allt sem gert hafa kleift að draga úr gas oliunotkun til húshitunar, en einnig er um að ræða nokkra aukningu I rafhitun. Enda þótt gasoliunotkun sé þrefalt minni en fyrir sjö árum nemur kostnaður- inn samt sem áður á árinu 1980 hærra hlutfalli af heildarinnflutn- ingi landsmanna en árið 1973. Fyrir sjö árum var hann um 11% af heildarinnflutningi en þrefalt minna magn er á siðasta ári 15.6% af innflutningi. Má af þvi ráða hve olian hefur hækkað i verði á þessu timabili. Heildarinnflutningur á eldsneyti hefur einnig minnkað og var á árinu 1980 svipaður og á árinu 1972, eða riflega 540 þúsund tonn. Enda þótt aukning hafi orðið i sölu ýmsra eldneytisteg- unda hefur orðið verulegur sam- dráttur i notkun þotueldsneytis og gasoliu til húshitunar. —ekh Allri kjarasamningagerð lokið: Búirt að vera ansi strembin lota — sagði Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari Kjarasamningar farmanna, sem undirritaðir voru sl. sunnu- dag, voru siðasta málið sem hér lá fyrir, og þvi er ekki að neita að þetta er búin að vera ánsi strembin lota siðustu 6 til 7 mánuðina, sagði Guðlaugur Þorvaldsson rikissáttasemjari i samtali við Þjóðviljann i gær. Guðlaugur sagði, að á árinu 1980 og það sem af er þessu ári hefðu sér borist alls 76 mál til úrlausnar. Af þeim voru 11 mál sem fluttust frá árinu 1979 yfir á árið 1980 og eitt nýtt mál hefði komið á þessu ári. Sáttasemjari sagði, aö siðan i ágústmánuði 1980 hefði samningalotan staðið stanslaust þar til nú að allt er afstaðið. Fyrir utan starfsfólk rikissáttasemjaraembættisins, skipaði rikisstjórnin sáttanefnd, sáttasemjara til aðstoðar, en hana skipuðu Jón Þorsteinsson, Geir Gunnarsson, Gestur Jóns- son og Arni Vilhjálmsson. Þar að auki skipaði rikissáttasemj- ari, samkvæmt heimild sem hann hefur i lögum, sérstaka sáttasemjara i málefni BSRB og bankamannadeiluna. Þar var Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrverandi ráðherra sem for- maður og með honum voru Jón Erlingur Þorláksson og Hrafn Magnússon trygginga- fræðingur. Loks er svo að geta flugmannamálanna, en þar skipaði Guðlaugur Gunnar Schram sem sáttasemjara. Varðandi þessa samningalotu, sagði Guðlaugur, að unnið hefði verið um það bil þrjár helgar af hverjum fjórum siðan i sumar og oftast langt fram á kvöld virka daga. Aðspuröur hvort menn væru ekki þurfandi fyrir fri eftir slika lotu, sagðist Guð- laugur ætla að reyna að taka sér viku fri bráðlega. Eftir það sagðist hann mundu fara i að ganga frá skýrslugerð varðandi samningana og eins væri þörf á að ganga frá ýmsum málum varðandi húsnæði sátta- semjara. Við vorum svo nýflutt hér inn að við vorum ekki búin að koma okkur almennilega fyrir, sagði Guðlaugur. Varðandi næstu sáttalotu, sem væntanlega hefst næsta haust, en samningarnir gilda til 1. nóv., sagöi Guðlaugur, að vissulega væri hægt að undirbúa sig á vissan hátt fyrir þá lotu, en málin væru alfarið i höndum félaganna, þar til þau visa deil- unni formlega til sáttasemjara. Þá sagðist Guðlaugur hafa áhuga á að ferðast um i sumar ög heimsækja vinnustaði. Það væri ákaflega gott að halda tengslum við þetta fólk og að þekkja persónulega til samningamanna, sagði Guð- laugur Þorvaldsson að lokum. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.