Þjóðviljinn - 04.03.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.03.1981, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 4. mars, 1981. ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 5 r Eftir valdaránstilraun á Spáni: Viðbrögðumá Spáni við misheppnaðri valda- ránstilraun hægrisinna i byrjun fyrri viku er lýst meðal annars sem „bylgju af reiði og blygðun, áhyggjum og sorg”, fólkið telji sig auðmýkt, blettur hafi fallið á æru þjóðarinn- ar. Þvi að tilræðið reyndist ekki einleikur hálfgeggjaðs liðsfor- ingja, eins og menn héldufyrst þaðáttisér allviðtækan stuðning meðal æðstu manna spænska hersins. Og vitanlega var tilræðið við skamma lýðræðisþróun Spánar fordæmt viða um heim. Sá sem Barnaleg bjartsýni Tiðindin á Spáni benda meðal annars til þess, að vonir um að lýðræðisþróun myndi breyta hugarfari háttsettra atvinnu- hermanna hafi verið á barna- skap reistar. Franco einvaldur sá til þess á fjörutiu ára stjórn- arferli, að liðsforingjar hans væru rækilega heilaþvegnir, heldur fáfróðir, einskonar sjálf- virkar maskinur, sem gengu fyrir falskri og misskildri föður- íandsást — sem Franco þurfti reyndar ekki að búa til sjálfur, heldur átti sér langar rætur i spænskri þjóðrembuhefð. Það er þó huggun nokkur, að grunur margra um að Juan Carlos konungur sem getur haft verulegáhrif á háskastund, sem fyirmaður alls herafla landsins, væri undir niðri bundinn af upp- eldisaðferðum Francos hefur ekki reynst á rökum reistur. Það væri og misskilningur að á- h'ta að allar afhjúpanirnar, sem spurst hefur um eftir valda- Molina með skammbyssu i hendi i sæti forseta spænska þingins. Einn anddfsmaður lir hernum telur að aðeins 10% liösforningja séu hollir lýðræðislegum stjórnarháttum. Fasisminn á sér margan hauk í horní í hernum einna fæst sagði var Alexander Haig, fyrrum hershöfðingi, nú utanrikisráðherra Reagans. Hann lét sér nægja aö kalla mál þetta „innanlandsmál Spánar”, sem hann ekki vildi skipta sér af. Vikan sem var leið með nýj- um og nýjum fregnum um keðjuhandtökur og mannaskipti innan spænska hersins, sem rýrnaði i áliti með hverjum degi sem leið. Juan Carlos kon- ungur hafði fyrst farið að öllu með itrustu varúð, en siðan hert á refsiaðgerðum og þykir það skynsamleg hegðun. Þvi aö hin- ir mörgu andstæðingar þing- ræðis innan hers og lögreglu eru i raun hættulegir menn og það gæti vel gerst að þeir sæju sér þann kost vænstan að efna til nýs valdaráns og betur skipu- ránstilraunina 23. febrúar, gæfu beinlinis ástæðu til að stimpla spænska herinn fasiskan. Söknuður og hefndar- þorsti En hitt er vist, að hatur á þingræði, fyrirlitning á stjórn- málamönnum og söknuöur eftir „sterkum” leiðtoga situr djúpt i mjög mörgum hinna eldri liðs- foringja. Þeir bjuggust margir hverjir við þvi, að endurreisn konungdæmis mundi i reynd þýða framhaldá forræði hersins i þjóðlifinu, enda hafði konung- ur verið látinn sverja eiö aö þvi að bera virðingu fyrir ýmsum grundvallarsjónarmiðum Francoismans. Þeir telja að konungur hafi svikiö sig, og hefndarþorsti þeirra óx og nærðistá vaxandi efnahagslegri og pólitiskri kreppu. Þróunin i Baskahéruðunum skiptir hér miklu máli. Kúlum hinnar rót- tæku sjálfstæðishreyfingar Baska, ETA, var i vaxandi mæli beint að her, lögreglu og þjóð- varðliði, og það mannfall efldi samstöðu og baráttuvilja her- skárra hægrisinna. Það lið hvatti með vaxandi fyrirgangi til þess i málgagni sinu, dag- blaðinu E1 Alcazar.til vopnaör- ar ihlutunar i Baskalandi (Euzkadi) — en hefði það veriö gert hefðu héruðin þar fljótlega rambað á barmi borgarastyrj- aldar, rétt eins og róttækustu aðskilnaðarsinnar meðal Baska vilja. Þjófstart Þegar konungur og rikisstjórn visuðu eindregið á bug slikum aðferðum, breiddi beiskjan úr sér meðal liðsforingjanna, þeir fóru að hugsa sér til hreyíings. Margt bendir til þess, að valda- tilraunin 23. íebrúar hafi verið einskonar þjófstartá miklu viö- tækari uppreisn hersins, sem hefði átt að hefjast um miðjan mars. Mikil ókyrrð innan lög- reglunnar eftir að upp komst um að liðsmaður úr Baskasam- tökunum ETA hefði verið pynt- aður til bana og allsherjarverk- fall i Baskalandi vegna sömu tiðinda hafa orðið til þess, að a.m.k. hluta samsærismanna fannst rétt að nota tækiíæriö nú. Eins og fram gengur af frétt- um virtistsvo i fyrstu, að aðeins Jaime de Bosch, yfirmaöur hersins i Valenciahéraði, hefði stutt valdaránið. En sem fyrr segir: upp hefur komist um marga þræði sem lágu frá sam- særinu til æðstu manna i hern- um; um helgina höfðu þrir hers- höfðingjar, fimm herstjórar og nitján liðsíoringjar fengið að kynnast fangelsum innanírá vegna málsins. Mjög útbreiddar erugrundsemdir um að ekki séu öll kurl komin til grafar. Hreinsanir Vitaskuld hafa þær raddir orðið mjög háværar sem krefj- ast viðtækra hreinsana i her og lögreglu. Það verður að loka öll- um leiðum til hinnar fasisku fortiðar, segja menn. Það verð- ur að finna fasistana og hina veiku hlekki, einangra þá, reka þá frá öllum áhrifum. Og það er i þessu sambandi vitnað til ann- arra „veikra” þingræðiskerfa — til Grikklands og Chile, til Boliviu og Tyrklands. í leiðinni hafa menn og varað við afleiðingum hermdarverka- baráttu i ætt við þá sem aöskiln- aðarhreyfingin ETA heíur hald- ið uppi: þegar allt komi til alls verði hún fyrst og fremst til að undirbúa jarðveginn fyrir fas- iska ævíntýra-mennsku i her og lögreglu. Það er lika i ljósi siðustu at- buðra, að hinn svonefndi hern- aðarpólitiski armur ETA hefur látið lausa þrjá gisla (konsúla erlendra rikja) og lýst yfir að hætt sé vopnaðri baráttu fyrir sjálfstæði Baskalands. Þetta heíurorðið mörgum manni létt- ir — meðan á hinn bóginn upp safnast fregnir, sem staöiesta ótta manna um aö hægriliöar i hernum hyggi á nýsamsæri. áb tók saman. Flokksþing á enda með salvelsi: Setti Brésjnéf Reagan í bobba? Eins og menn gátu búist við urðu engar breytingar á forystu- liði Kommúnistaflokksins sov- éska á þingi hans og samþykkt var sú fimm ára áætlun sem fyrir þinginu lá. Eins og nærri má geta hafa ekki verið maðkar i mysu sovéskra fjölmiðla þessa daga. Til að mynda kemst Pravda svo að orði i leiðara um ræðu Brésjnéfs aðal- ritara og viðbrögð við henni að hver einasti maður sem til máls tók á þinginu hafi lýst heitum stuðningi við stefnu og störf mið- stjórnar og „hins ágæta Lenin- ista, félaga Brésjnéf”. Siðan seg- ir blaðið um ræðu hans: „Henni var tekið sem nýju, meiriháttar framlagi til skapandi þróunar marxismans, sem hefur ómetan- legt pólitiskt og fræðilegt gildi”. Sovésk flokksþing snúast að verulegu leyti um efnahags- áætlanir þar i landi, erfiðleika við að framkvæma þær og tillögugerð um úrbætur og þar fram eftir göt- um. Erlendis taka menn, eins og eðlilegt er, fyrst og fremst eftir þvi sem flokksforinginn og helstu samráðsmenn hans hafa fram að færa um alþjóðamál. Vigbúnaðarmál 1 ræðu Brésjnéfs var rætt um þann möguleika að æðstu menn Sovétrikjanna og Bandarikjanna kæmu saman til að reyna að kom- ast út úr þeim ógöngum sem vig- búnaðarkapphlaupið visar á. Ennfremur komu þar fram hug- myndir, sem fréttaskýrendur telja nýjar, að þvi er varðar kjarnorkuvopn i Evrópu. En þar var lagt til að núverandi ástand i kjarnorkuvigbúnaði i Evrópu yrði „fryst” — bæði að þvi er varðar „gæði” og magn sprengja og eld- fíauga. Það var augljóst, að hin nýja stjórn Reagans hafði mestan hug á að afgreiða slikar og þvilikar hugmyndir sem áróðursbragð Sovétmanna. En vegna þess áhuga sem ýmis atriði i ræðunni vöktu upp i Evrópu breytti jafn- vel hinn frægi haukur, Alexander Haig utanrikisráðherra, um tón og lýsti þvi yfir, að Bandarikin hefðu „mikinn áhuga” á tillögum Brésjnéfs. Hann sagði ennfrem- ur, að það þyrfti að kann þær mjög itarlega vegna þess að „nýjar og athyglisverðar breytingar (á fyrri afstöðu) er að finna i ræðunni”. Fréttaritari Information i Washington dregur þetta mál saman á eftirfarandi hátt: Skákf léttur Leikur Brésjnéfs hefur sett Bandarikin i vanda. Stjórn Reag- ans vill helst senda þau boð út til umheimsins að baráttan við „sovéska heimsvaldastefnu” hafi algjöran forgang — en ef nú væri efnt til fundar æðstu manna og viðræðna um eftirlit með vig- búnaði þá truflaðist boðskapurinn sem fyrr var nefndur. Slikt gæti skapað óhagstætt andrúmsloft einmitt nú þegar Bandarikja- menn eru að reyna að skapa þá spennu, sem þeir kalla að vera á varðbergi. En, segir Information, tillögur Brésjnefs eru það itarlegar að Bandarikjamenn geta ekki hafn- að þeim fyrirvaralaust: þeir hafa Brésjnéf flytur ræðu sfna: Fréttaskýrendur ýmist afgreiða hana sem áróðursbragð eða at- hyglisverð nýmæli. lýst þvi yfir að þeir vildu gjarna semja við Sovétmenn ef eitthvað væri um að semja.Ýmsirtelja, að Brésjnéf hafi hafið diplómatiska sókn, sem gæti orðið Bandarikja- stjórn erfið einkum vegna þess að ef Reagan og hans menn halda fas-t við sinn keip, þá hefðu Bandarikin einangrast verulega frá bandamönnum sinum i Evrópu og staðfest hefði verið mikið af þeirri gagnrýni sem Reaganstjórnin hefur fengið að undanförnu, einnig i Natórikjum. Information hefur það eftir ýmsum bandariskum sérfræðing- um um afvopnunarmál, að þeir séu fegnir þvi sem fram kom i ræðu Brésjnéfs: þó ekki væri ann- að ryfu tillögur hans ákveðinn vitahring stigmögnunar fjand- skapar, segja þeir. áb tók saman. Heimspekideild H.I.: Opinberir fyrirlestrar rannsóknir og frædi Heimspekideild hefur ákveðiö að gangast fyrir flutningi opin- berra fyrirlestra um rannsóknir og fræði i deildinni. Nú á vor- misseri munu fjórir kennarar deildarinnar flytja fyrirlestra um fræði sin, og er dagskrá þeirra og efni sem hér segir: Laugardaginn 7. mars mun Páll Skúlason prófessor i heim- speki flytja fyrirlestur sem nefn- ist Hugleiðingar um heimspeki og frásagnir. Laugardaginn 21. mars mun Jón Gunnarsson lektor i al- mennum málvisindum flytja fyrirlestur sem nefnist Hugleið- ingar um morfemgerð i indó- evrópsku. Laugardcginn 4. april mun Vé- ! setinn ölason dósent i islensku i flytja fyrirlestur sem nefnist islendingaþættir. Laugardaginn 25. april mun Heimir Askelsson dósent i ensku flytja fyrirlestur sem nefnist Um ensk-islenska orðabók. Þessi laugardagserindi verða öll flutt i stofu 101 i Lögbergi og munu hefjast kl. 15.00. öllum er heimill aðgangur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.