Þjóðviljinn - 04.03.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.03.1981, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 4. mars, 1981. Miövikudagur 4. mars, 1981. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Deilurnar Beitiland hreindýra fer undir vatn ef af Altavirkjuninni verður, en hreindýraræktun er nú á undanhaldi meðal Sama; þeir aðlagast smám saman iðnaðarsamfélaginu. Birgir Ilauksson er nýkominn frá Noregi þar sem hann lagði stund á skógræktarnám. Hann settist niður með blaðamanni stundarkorn og sagði frá því sem hann sá og heyrði um Altamálið i Noregi. — Ef við byrjum á aðdraganda Altadeilunnar Birgir. Hver er for- sagan? Norska stórþingið hefur tvisvar samþykkt að hefja virkjun Alta- árinnar. Málum er þannig háttað i Noregi að raforkuframleiðsla er nægileg i syðri hluta landsins og rafmagn er selt þaðan yfir til Sviþjóðar. 1 nyrðri hlutanum er hins vegar rafmagnsskortur og þvi komu upp áform um virkjan- ir. Fyrst var hugað að virkjun ofarlega við Altaána i Kautokeino, en siðan var hætt við það og valinn staðurinn sem styrrinn hefur staðið um að undanförnu. Strax risu upp mót- mæli. Fyrst og fremst voru það náttúruverndarmenn sem mót- mæltu. Svæðið við Altaána er ákaflega fallegt og liffræöingar sögðu að lífriki myndi raskast ef af virkjun yrði og eins hefur verið bent á að Alta áin er ein besta lax- veiðiá Noregs, en virkjun gæti spillt veiðinni. Framan af voru þessi sjónarmið ráðandi hjá þeim sem mótmæltu virkjuninni og þeir voru i sviðsljósinu. — Hvað um afstöðu almenn- ings i Noregi? Eftir þvi sem kannanir sýna þá er meirihluti með virkjun og fjölmiðlar hafa dregið upp þá mynd af mótmælendum að þar væru á ferð þessir sem alltaf eru á móti öllu og ekkert mark væri á takandi, en siðar breyttist eðli málsins alveg. Dýrar lög- regluaðgerðir — Hvaðgcrðist? Samarnir komu inn i myndina. Mótmælendur fóru að virkjunar- staðnum og reyndu að koma i veg fyrir framkvæmdir og tókst að tefja þær. Þaö var smalað saman lögreglumönnum alls staðar að úr Noregi og aðgerðir lögreglunnar hafa verið geysilega dýrar. Það hefur komið við kaunin á skatt- borgurunum. Það var alveg sama hvað lögreglan gerði. Hún bann- Lesendum til fróðleiks skal til viðbótar vitnað til greinar úr danska blaðinu Politisk Revy frá 6. feb. sl. Blaðamenn fóru norður að Altavirkjuninni til að fylgjast. með þvi sem þar gerðist meðan átökin stóðu sem hæst. Höfundur greinarinnar vitnar i byrjun i danskan mannfræðing sem heimsótti byggðir Sama á 19. öld og gefur eftirfarandi lýsingu á þeim: „Lappinn er tortrygginn gagnvart ókunnugum og hversu gestrisinn sem hann annars er við sina lika, þá er fyrsta hugsun hans um leið og hann sér okkur hvernig hann geti haft af okkur fé. Hann mundi ekki neita okkur um húsaskjól, hann myndi bjóða okkur að setjast við eldinn og næturgistingu ef við vildum þiggja. En hann væntir þess að fá borgað fyrir. Ef við viljum fá eitthvað að drekka, þá kostar það lika skildinginn.” (W.Dreyer: Naturfolkenes Liv, Kaupmanna- höfn 1898). Blaðamennirnir fá að sjálf- sögðu allt aðra mynd af Sömum. Þeim er boið að setjast við bálið, fá mat og drykk, og Samarnir segja frá. Þeir vilja ekki láta stela frá sér meira landi. Þeir segja frá þvi hvernig sunn- anmenn komu með krossinn i annarri hendi og brennivinið i hinni og ollu klofningi i röðum Sama. Hagsmunir NATO? ,,í dag er ekki rétt að tala um klofning” segja þeir, „miklu um Alta- virkjunina í Noregi aði tjaldstæði meðfram ánni, en þá kom fólk á skiðum, alltaf voru nýir og nýir mótmælendur sem þurfti að fjarlægja. Svo bættust við þeir Samar sem fóru i hungur- verkfall, slikar aðgerðir vekja alltaf mikla athygli. Mergurinn málsins var sá, að athyglin beindist frá nátturverndarsjónar- miðum og aðstöðu Sama. Samar hafa búið á þessu svæði og reyndar miklu sunnar um alda- raðir ef ekki árþúsund, en smám saman hal'a þeir verið hraktir ingu sem minnihlutahópur i Noregi og fá réttindi samkvæmt þvi. Samar eiga í vök að verjast — Hefur þá verið mikil um- ræða um aðstöðu Sama i kjölfar Altaátakanna? Já, mjög mikil. Ég verð að segja að það kom mér mjög á óvart að heyra hvernig að þeim er búið. Þegar ég var i Noregi Sameinuðu þjóðanna til að vekja athygli á sinum málum. Samarn- ir leggja áherslu á eigin menn- ingu með þvi að ganga i þjóðbún- ingum sinum og það má koma þvi að hér að hluti þeirra talar alls ekki norsku. Samarnir i norður- héruðunum i Sviþjóð, Finnlandi og Noregi hafa samvinnu sin á milli, reka t.d. saman útvarps- stöðvar, enda komu margir þeirra til Alta til þess að sýna stuðning sinn i verk við mótmæli Samanna. Mótmælendur hlekkjuðu sig saman við Altaána og lögreglan varð að nota logsuðutæki til að ná þeim I sundur. fremur kynslóðabil. Yngsta kynslóðin og sú elsta standa saman i baráttunni gegn innlim- unar- og sáttastefnu Stór-Noregs. Foreldrar okkar eru hins vegar þrúguð af undirgefni við yfirvöld- in. Þar liggur hundurinn grafinn. Hér er ekki lengur um að ræða varðveislu einnar ár, heldur loka- orrustuna um land Samanna. Það er mikilvægt að það komi fram að við erum ekki á leið aftur á bak, ekki aftur til náttúrunnar. Okkur dreymir ekki um að komast aftur til uppruna okkar. Við viljum sjálf ráða yfir landi okkar og ákveða hversu mikið við tökum með okkur af gömlu menningunni til nýrra lifnaðarhátta. Réttindi sem við njótum ekki i Noregi. A leiðinni um Altasvæðið eru blaðamennirnir samferða öldn- um mótmælanda sem hefur sina túlkun á stefnu stjórnarinnar, túlkun sem vert er að gefa gaum. Hann segir: „Það sem hér er að gerast minnir á það sem gerðist 1944 þegar Gestapo var hér á ferð. Þegar þeir brenndu alla Finnmörk. Við urðum að endur- skipuleggja allt okkar starf og flýja yfir stokka og steina upp i fjöllin. Nú er það ekki Gestapo heldur NATO sem stendur að baki, með norsku stjórnina i broddi fylkingar, Finnmörk á að verða óháð innfluttu rafmagni frá Sovétrikjunum. Nýtisku vopn eins og t.d. leiserbyssur, þurfa mikið rafmagn. Þess vegna eru það raunverulega Bandarikin sem þrýsta á Verkamannaflokk- inn að halda fast við áform sin.” — ká. Daglega hafa borist fréttir af Altavirkjuninni i Noregi. Þar hafa átt sér stað mikil átök og skoðanir manna eru skiptar um það hvort leyfa eigi virkjun árinnar Alta. Nú virðist svo sem deilan sé að leysast. Rikisstjórnin og fulltrúar Sama hafa náð samkomulagi um að fresta framkvæmdum þar til fornleifa- fræðingum í Tromsö hefur gefist færi á að kanna og skrásetja fornminjar Sama sem eru þarna á svæðinu og munu fara undir vatn ef virkjuninni verður komið i gagnið. Altadeilan snýst þó ekki aðeins um virkjun eða ekki virkjun eða náttúruverndarsjónarmið gegn áformum yfirvalda. Altadeilan er dropinn sem fyllti mælinn, lang- lundargeð Sama er öldum saman hafa byggt þessi svæði þraut, þeir snérust til varnar. Samar hafa áður reynt að vekja athygli á þvi misrétti sem þeir eru beittir. A skiltinu er spurt hvort lögin > Noregi veiti Sömum réttindi. norðar og norðar á verri svæði. Hluti þeirra hefur aðlagast lifn- aðarháttum Norðmanna af norrænum stofni, en aðrir hafa haldið áfram hreindýrarækt. Það eru þeir síðarnefndu sem fara hvaö verst út úr virkjuninni, beitarland þeirra fer að hluta til undir vatn. Tunga og menning Sama hefur átt i vök að verjast, virkjunaráform stjórnarinnar var enn ein atlagan að þeim og þess vegna risu þeir upp til mót- mæla. Það skal að visu tekið fram að Samar eru klofnir i nokk- ur samtök, ýmist með eða á móti virkjuninni, en með mólmælum sinum hefur þeim tekist að vekja verulega athygli á aðstöðu sinni, kjörum og menningu. Það er þeirra land sem verið er að taka frá þeim. Þeir vilja fá viðurkenn- fyrir nokkrum árum vissi ég að Samar voru i landinu, en ég vissi ekki betur en að allt væri i lagi með þá. Nú hefur hins vegar komið fram hvernig þeir eiga i vök að verjast. Það voru sýndir þrir sjónvarpsþættir i norska sjónvarpinu i siðustu viku um Sama, sögu þeirra menningu og stöðu i dag og þar kom margt fram ég hafði ekki hugmynd um áður. Þeir eru frumbyggjarnir sem hafa verið hraktir af landi sinu, hliðstætt þvi sem gerðist með indiánana i Ameriku. Sam- arnir hafa verið mikið i sviðsljós- inu að undanförnu, t.d. konurnar sem settust að i skrifstofum Gro Harlem Brundtland forsætisráð- herra. Tvær Samakonurnar héldu á fund páfans til að leita aðstoðar hans og tvær fóru til N. York til — Hvernig hafa stjórnvöld svarað kröfum Sama? Það hafa farið fram viðræður milli Sama og stjórnarinnar. Sömum hefur verið boðið að fá eigin þing og að þeir verði teknir sem minnihlutahópur, en stjórnin stendur fast við þá ákvörðun að virkja ána. Samarnir eru á móti þvi og svo virtist sem málið væri alveg i hnút þar til samkomulag náðist um að fresta öllum framkvæmdum, nema við vega- iagningu fram á vorið. Hvað þá gerist er ekki gott að segja. And- stæðingar Altavirkjunarinnar hafa bent á að i Norður Sviþjóð er umframraforka sem hægt er að fá yfir til Noregs, og þvi sé virkj- unin óþörf. Virkjunin virðist hins vegar vera algjört prinsipmál hjá stjórninni • Samakona steig í ræðustólinn á fundi þar sem Gro Harlem Brundtiand forsætisráðherra átti að halda ræðu. Samarnir hafa notað öll tækifæri til að koma málstað sinum á framfæri. Lokaorusta um land Samanna Rætt við Birgi Hauksson skógræktarmann á dagskrá Hvert er viðhorf manns til aldraðra, sem lætur sér slík ummæli um munn fara? — Birtast fordómar og lítilsviróing gagnvart öldruðu fólki í þessum ummælum? Gamlir menn Litlir menn í umræðum manna á meðal er oft rætt um svokallaða jaðar- hópa þjóðfélagsins. Til þessara jaðarhópa teljast t.d. börn, þeir sem búa við fötlun andlega eða likamlega og gamalt fólk. Mig langar að fjalla í fáum orðum um einn af þessum jaðarhópum, þeas. aldraða. Umræða um aldr- aða hefur vissulega verið nokk- ur á undanförnum árum en mér hefur fundist sú umræða á stund- um nokkuð einhæf og um of bein- ast að of þröngu sviði. Hún hefur snúist að miklum hluta um þær lágmarkstekjur, sem þjóðfélagið tryggir gamla fólkinu. Með öðrum orðum hin fjárhagslega hlið málsins hefur verið ráðandi og skrif um þetta málefni þvi oft falist i þvi að bera saman frá einu timabili til annars tekjumöguleika aldraðra. Ekki vil ég kasta rýrð á þetta út af fyrir sig en fjárhagshliðin er bara einn flöturinn á þessu máli. Það eru einfaldlega fleiri hliðar á málinu en það er ekki eins auðvelt að reikna þær i prósentum. Fréttaspegill. t fréttaspegli s.l. föstudags- kvöld var fjallað um einn þátt öldrunarmálanna þ.e.a.s. skort á hjúkrunarrými fyrir aldraða á höfuðborgarsvæðinu og viðar. Þessi þáttur var á margan hátt fróðlegur og gaf furðugóða sýn yfir þennan þátt öldrunarmál- anna. Ég hygg að ýmsum sé betur ljóst eftir þennan þátt en fyrir hve brýnt verkefni það er að koma þessum þætti öldrunarmál- anna i það horf að viðunandi geti talist. Ljóst er að töluvert þarf til að koma þessum málum i bærilegt horf en það eru ýmsar bygginga- framkvæmdir i gangi i þessum efnum á höfuðborgarsvæðinu, og ekki sist i Reykjavik, þannig að við horfum vonandi fram á betri tið i þessum efnum innan nokk- urra ára. 1 lok þessa þáttar sem ég hefi minnst hér litillega á birt- ust á skjánum þeir Svavar Gests- son heilbrigðisráðherra og Pétur Sigurðsson alþingismaður til þess að skeggræða um þessi mál. Ef ég tók rétt eftir sagði Svavar að mál- efni aldraðra væru nú forgangs- verkefni i heilbrigðisþjónustunni — ég fagna þvi. Þá voru þeir Svavar og Pétur sammála um það að fjölmiðlar gæfu málefnum aldraðra tak- markað rými, og Pétur sagði eitthvað á þá leið að rikisfjöl- miðlarnir hefðu staðið sig illa i þessu efni. Þeim væri nær að fjalla um og fylgjast með umræðu á alþingi um málefni aldraðra heldur en vera að elta gamla menn .upp á Akranes. Gamlir menn. Hvað ætli P.S. eigi við með svona athugasemdum? Jú, ætli skýringin sé ekki sú að forsætis- ráðherra mætti á fundi upp á Akranesi, og frétt frá þessum fundi fóru eitthvað fyrir brjóstið á geirfuglinum. En nóg um það. Viö skulum skoða þessi ummæli Pét- urs Sigurðssonar aðeins nánar. Hvað á maðurinn við? Hvað er það sem hann gerir fyrst og fremst athugasemd við? Hvert er viðhorf manns til aldraðra sem lætur sér slik ummæli um mann fara? Birtast fordómar og litilsvirð- ing gagnvart öldruðu fólki i þess- um ummælum? Þannig væri hægt að spyrja áfram, en látum þetta gott heita að sinni. En ég vil að- eins minna á það að P.S. sagðist i umræddum sjónvarpsþætti hafa unnið að málefnum aldraðra i 20 ár og hefur vafalaust gert þar margt vel. Samt sem áður tekur hann svo til orða. Viðhorf til aldraðra. Það er brýnt að leysa úr hjúkr- unarmálum aldraðra eins og hér hefur verið rakið.og það er brýnt að leita að nýjum leiðum til þess að létta mönnum glimuna við elli kerlingu. En það sem er senni- lega brýnast aðgera er að breyta viðhorfinu til aldraðra. Ef það tekst verður eftirleikurinn auðveldur. Ég minntist áðan á at- hugasemdina um för forsætisráð- herra upp á Akranes. Ég vil einnig minna á ummæli þing- manna Sjálfstæðisflokksins um það leyti sem núverandi stjórn var mynduð. Þá töluðu þeir sumir um gaml- an mann og skýrðu klofninginn i Sjálfstæðisflokknum með þvi að varaformaður flokksins væri orð- inn gamall, og það var fyllilega gefið i skyn að hann væri orðinn elliær. Hver man ekki eftir um- mælum stuttbuxnaþingmannsins að austan i þessu efni. Meðan viðhorf sem þessi og meðan for- dómar sem þessir eru til þá verð- ur á brattann að sækja. Aö lokum. Þjóðfélagið er á margan hátt fjandsamlegt jaðarhópunum — þaðerfyrstogfremst sniðiðafog fyrir hinn arðbæra mann, ef svo má að orði komast. Ég minntist i upphafi greinarinnar á það að ýmsar hliðar væru á málefnum aldraðra og hugmynd min með þvi að fjalla um þessi mál hér var sú að benda á þá oft á tiðum miklu félagslegu einangrum sem eldra fólk býr við. Um þennan þátt var ætlun min að fjalla, en umfjöll- unin i fréttaspegli leiddi mig á aðrar brautir. Ég vil að lokum taka undir með Hrafni Sæmundssyni prentara sem i ágætri dagskrárgrein á dögunum bendir á að aldraðir þarfnist ekki siður andlegrar um- önnunar en hirðingar og matar. FRÁ BÚNAÐARÞINGI V ígbúlst gegn lllgresi Það er margt illgresið í veröld- inni og af ýmsum gerðum. Bænd- ur fara ekki varhluta af þvi frem- ur en aðrir, en þó angrar þá cinna mcst það illgresi, sem tekur sér bólfestu á nýræktum og grænfóðurökrum. Flest ár veldur það bændum verulegu tjóni. Þar sem litið hefur verið um tilraunastarfsemi og leiðbein- ingar i baráttunni við þennan vágest, einkum þó hin siðari árin, mæltist Búnaðarsamband Suðurlands til þess, „að Bún- aðarþing taki þetta þýðingar- mikla mál til meðferðar og kanni leiðir til úrböta”. Búnaðarþing fól stjórn Bún- aðarfélagsins að beita sér „fyrir auknum leiðbeiningum og tilraunum i sambandi við illgresiseyðingu á ræktunarlönd- um”. — mhg Nýbyggingagjald endurgreitt Nýbyggmgargjaid af rekstr- arbyggingum i landbúnaði og öðrum atvinnugreinum, — sem ýmsum þótti ærið óréttlátt, — hefur nú verið fellt niður. Þar sem leyfi fyrir nýbygg- ingum á árinu 1979 voru flest veitt fyrir gildistöku laganna, varð litið um innheimtu á gjöldunum fyrir það ár. Hinsvegar var það innheimt af flestum þeim land- búnaðarbyggingum, sem reistar voru á árinu 1980. Þar sem gjaldið hefur nú verið fellt niður veldur það miklu óréttlæti gagnvart þeim, sem byggðu það ár. Og til þess að allir sitji við sama borð i þessum efnum, lögðu þeir Egill Bjarnason og Gunnar Oddsson til að Búnaðarþing beitti sér fyrir þvi, að gjaldið fyrir árin 1979 og 1980 verði endurgreitt „og felld niður innheimta á þeim gjöldum, sem óinnheimt kunna að vera”. Búnaðarþing skorar á landbún- aðarráðherra að hlutast til um að svo verði gert. — mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.