Þjóðviljinn - 04.03.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 04.03.1981, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 4. mars, 1981. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 íþróttir í/j íþróttir L / ■ Umsjón: Ingólfur Hannesson. íþróttir Islandsmót fatlaðra tslandsmót fatlaðra var sett i gær i Vestmannaeyjum en þvi verður haldið áfram i dag og lýkur á morgun. Keppt er i bogfimi, sundi, borðtennis, og körfuknatt- leik. íþróttafélag fatlaðra hefur verið mjög vaxandi undanfarið eins og hinn frá- bæri árangur á ólympíumót- inu á liðnu sumri sýnir ótví- rætt. Má búast við mörgum góðum afrekum og vist er að þátttaka er afar góð, enda árið 1981 ár fatlaðra. ■ / Islandsmet í langstökki Jón Oddsson knattspyrnu- kappi og langstökkvari gerði scr litið fyrir og setti nýtt íslandsmet i langstökki inn- anhúss um helgina. Jón stökk 7.22 metra og bætti met Friðriks Þórs Óskarssonar um 7 sentimetra, en það var 7.15 mctrar. ■ Bikarmót Fim- leikasambands- ins haldið um síðustu helgi Bikarmót Fimleikasam- bands Islands fór fram um siðustu lielgi i íþróttaskóla Kennaraháskólans. Hér var um l'lokkakcppni að ræða og var keppt i A-flokki pilta og A-, B- og C-flokki stúlkna. í A-I'lokki sigruðu Armenn- ingar, hlutu 185.20 stig. Sveit þeirra var skipuð eftirtöld- um einstaklingum: Heimir Gunnarsson, Ingólfur Stefánsson, Þór Thorarensen, Kristjan Arsælsson, Arnar Diego. t A-flokki stúlkna sigraði lið Fimleikafélagsins Bjark- ar með 92.78 stigum: Brynhildur Skarphéðinsdótt- ir, Rannveig Guðmundsdóttir, Svava Mathiesen, Guðrún B. Kristinsdóttir, Hulda ólafsdóttir. 1 B-flokki stúlkna sigraði lið f þróttafélagsins Gerplu Kópavogi með 86.58 stigum: Vilborg Viðisdóttir, Hlif Þorgeirsdóttir, Jónina Sigurðardóttir, Bryndis ólafsdóttir, Katrin Guðmundsdóttir. í C-flokki stúlkna sigraði einnig lið Gerplu með 50.48 stigum: Þórey Heiðarsdóttir, Þorbjörg Kristjánsdóttir, Jónina Arnardóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Snæfriður Þorsteinsdóttir. Þessar glaðlegu stúlkur urðu tslandsmeistarar kvenna I innanhússknattspyrnu, en þaö mót fór fram i Laugardalshöllinni um helgina. Þær sigruðu liö Skagamanna með tveimur mörkum gegn einu i æsispennandi úrslitaleik. Bikarúrslitin annað kvöld: Toppliðin mætast Hefna Valsmenn ófaranna í íslandsmótlnu? Annað kvöld kl. 20 verður körfuknattleiksvertiðin kvödd með pompi og pragt. Þá verður háður úrslitaleikur bikarkeppni KKt og liðin verða íslands- meistarar UMFN og meistarar siðasta árs, Valur. Má segja að vel hafi valist til þessa leiks, þvi að það þarf engum blöðum um það að fletta, að hér eru á ferðinni tvö sterkustu liðin i islenskum körfuknattleik. Valsmenn mæta að sjálfsögðu með sitt sterkasta lið með Pétur Guðmundsson i fararbroddi, en siðan hann bættist i hóp Vals- manna hafa þeir leikið hvern ieikinn öðrum betri. Njarðvik- ingar skarta einnig sinu fegusta og ekki nóg með það, heldur fylgja þeim stór hluti allra Njarð- vikinga. Heiðursgestur verður Gisli Halldórsson fyrrum forseti tSt og núverandi heiðursforseti. Þess má geta, að keppt verður um nýjan bikar sem Henson gefur til keppninnar, en sá gamli verður tekinn úr umferö og aö margra dómi ekki seinna vænna, þvi að hann mun vera hinn ámát- legasti útlits. Þó hér se um lok körfuknatt- leiksvertiðarinnar að ræöa þá heldur landsliðið sinu striki og verða i lok mánaðarins háðir þrir landsleikir • við Finna. Um mánaðarmótin næstu heldur landsliðið til Sviss til þátttöku i undankeppni Evrópumeistaram. Pétur Guömundsson Kristin Magnúsdóttir. Karlaveldið riölaöist af hennar völdum um helgina. lainréttismótið i badminton: Kristín tók karlmennina í kennslustund! • bar sigur úr býtum, vann alla andstæðinga sina. Og i tviliðaleik sigraði hún lika. Kristín vann Gunnar Björnsson, TBR i úrslita- leik en hafði áður sigrað Ara Edwald TBR, Hjalta Sigurðsson, Selfossi og Ólaf Ingþórsson TBR. I tviliðaleiknum sigraði Kristin ásamt stöllu sinni þá Bjarna Lúð- viksson Gróttu og Gunnar Björns- son TBR, 15:9 og 15:9. Er vist óhætt að segja að heldur betur hafi hrikt i stoðum karlaveldisins á þessu móti. I meistaraflokki sigraði Broddi Kristjánsson TBR Jóhann Kjartansson. I Tviliða- leiknum unnu þeir Viðir Braga- son tA og Sigfús Ægir Arnason TBR. Um siðustu helgi fór fram á vegum Tennis- og badminton- félags Reykjavikur hið svonefnda „jafnréttismót i badminton”. Keppt var i einliðaleik og tviliða- leik i Meistara — A og B — flokki og voru koruir og karlar i sama flokki. Slikt hefur ekki tiðkast áður, þvi að reglur i badminton eru ekki allskostar þær sömu hjá kynj- unum. Þannig er t.d. einungis leikið upp aö ellefu hj^ konum en fimmtán hjá körlum. Bestu badminton konur okkar kepptu þó ekki i efsta flokki heldur i A — flokki og þar gerðist þaö mark- verðast að Kristin Magnúsdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.