Þjóðviljinn - 04.03.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.03.1981, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. mars, 1981. | Helgarmótið í Vík: | Bragi kom mest á óvart IHelgarskákmótið i Vik i Mýrdal var ekki aðeins langbest Isótta skákmótiö sinnar teg- undar, heldur einnig hið sterk- asta. Nær allir bestu skákmenn , þjóðarinnar lögðu leið sina aust- Iur yfir fjall, og undir slikum kringumstæðum verður baráttan um efstu sætin mun , harðari og skemmtilegri Mörg Ióvænt úrslit sáu dagsins ljós, en þó hygg ég að þau óvæntustu hafi verið sigur Braga ■ Kristjánssonar yfir Guðmundi ÍSigurjónssyni. Bragi hafði svart og beitti franskri vörn — sem hér fyrr á árum var eftirlætis- ■ vopn Guðmundar — og náði að Imæta frumlegri taflmennsku Guðmundar á afar hugvitsamlegan hátt. Hann fékk • betri stöðu, og eftir mistök I Guðmundar i timahraki gaf I Bragi engin grið. t siðustu sHak Umsjón: Helgi Ólafsson umferð vann hann svo óvenju- legan sigur yfir Asgeiri Þ. Arnasyni, en Asgeir, sem taldi sig óverjandi mát, gafst upp i vinningsstöðu! Það hefði að visu verið ósanngjarnt, ef Bragi hefði tapað þessari skák, þvi hann hafði teflt vel og verðskuldað sigur. Bragi hefur litið teflt hin siðari ár, nema hvað hann hefur verið virkur þátttakandi i bréfskákmótum. Væri óskandi að hann sæist oftar á skákmótum þvi hann er án efa i hópi kunnáttusamari skákmanna þessa lands. Margeir Pétursson, sem i gær hélt til Sovétrikjanna til þátt- töku i minningarmóti um Paul Keres, tapaði fyrir Jóni L. Árnasyni i 4. umferð, og slikt má ekki henda i jafn fjölmennu móti ef menn ætla aö gera sér vonir um verðlaun. Margeir lét þó tapið ekki hafa áhrif á sig, þvi i næstu umferð vann hann Jóhann Hjartarson i vel tefldri skák. Jóhann hefur lengi reynst Margeiri erfiður en nú var stund hefndarinnar runnin upp: Bragi Kristjánsson 5. umferð: llvitt: Jóhann Hjartarson Svart: Margeir Pétursson Tarrasch vörn. 1. c4-e6 2. d4-d5 3. Rc3-c5 4. cxd5-exd5 5. Rf3-Rc6 6. g3-Rf6 7. Bg2-Be7 8. O-O-O—O 9. Bg5-cxd4 10. Rxd4-He8 (Venjan er að leika 10. -h6 11. Be3-He8.) 11. Rb3 (Þetta er tæpast besti leikur- inn. 11. Hcl, 11. Da4 eða jafnvel 11. e3 komu sterklega til greina.) 11. ...-Bg4 12. h3-Bf5 13. Hcl(?) (13. e3 var mun nákvæmara. Nú veður svartur áfram með d- peðið.) 13. ,..-d4! 14. Rb5-d3 15. e3-h6 16. R5d4-Rxd4 17. Rxd4-Bg6! (En ekki 17. —d2? 18. Hc3 o.s.frv. 18. Dxd2 strandar á 18. - hxg5 og biskupinn á f5 er friðhelgur þar eð drottningin á d2 er óvölduð að baki hans.) 18. Bf4-Db6 (Svartur nýtir vel þá möguleika sem felast i stöðu hans.) 19. Hc7-Re4 20. Dxd3? (Fórn eða afleikur? Það er ekki gott að segja. Ef um fórn er að ræða þá er teflt á tæpasta vað.) 20. ...-Rxg3! 21. Dc3-Rxf 1 22. Hxb7-Df6 23. Kxf 1-Bd6 24. Hd7-Bxf4 (Einfaldast!) 25. Bxa8-Bxe3 26. Rf3-De6 27. Dc6-Dxh3+ 28. Kgl 28. ...-Dg3+! 29. Khl-Bxf2 30. Dd6-Hel +! Hvitur gafst upp. Hallgrímur Ólafsson frá Dagverðará Fæddur 26.10. 1888 - Dáinn 21.2. 1981 Falls er von af fornu tré. Nú á þorraþræl andaðist á sjúkrahúsi i Reykjavik Hali- grimur Ölafsson lengi bóndi að Dagverðará i Breiðuvikurhreppi á Snæfellsnesi. Hann var 92ja ára að aldri. Þegar Ólafur Friðriksson kom heim frá Danrpörku og tók að boða Islendingum róttæka jafnaðarstefnu, þá var Hallgrim- ur ungur maður á Austurlandi. Hann skipaði sér þá þegar undir merki verkalýðshreyfingarinnar, og var löngum i hópi hinna rót- tækustu allar götur siðan. Hallgrimur var fæddur 26. október 1888 að Sogni i ölfusi. Foreldrar hans voru Ragnheiður Sfmonardóttir og Ólafur Guð- mundsson. Hallgrimi auðnaðist að dvelja hjá foreldrum sinum þar til hann var um 10 ára aldur, en þá fdr hann til vandalausra að Kluftum, einum efsta bæ i Hruna- mannahreppi, en sá bær er nú löngu kominn i eyði. Þegar Hall- grfmur kom að Kluftum var hann bæði læs og skrifandi, en þar kvaðst hann hins vegar ekkert hafa lært nema aö vinna og vinna meir, — en matur var nógur. Frá Kluftum fór Hallgrimur 15 ára gamall og dvaldi þá aftur um sinn meö móður sinni og var i vinnumennsku á ýmsum bæjum i Árnessýslu. Þá hóf hann lfka sjó- róðra og var i kaupstaðarferðum bæði til Reykjavikur og á Eyrar- bakka. Um tvitugt ræðst Hallgrimur austur á land og dvelur á Austur- landi hátt i tvo áratugi. Þar var hann m.a. við sjómennsku á Seyðisfirði, tvo vetur sauðamað- ur á Ketilsstöðum á Völlum, póst- ur á leiðinni frá Seyðisfirði til Vopnafjarðar, fékkst við smiðar og var meö fyrstu mönnum til að tileinka sér hina nýju rafmagns- tækni, þegar þau undur bárust hingað Ut norður i haf. Fékk Hall- grfmur opinbert próf uppá þekk- ingu sfna í rafmagnsfræðum og við raflagnir var hann m.a. á Akureyri snemma á árum. 1 Borgarfirði eystra hóf Hall- grimur búskap með fyrri konu sinni Guðfinnu Hallgrimsdóttur, og bjuggu þau þar að Hvannstóði og viðar. Svo fór að þau Hallgrimur og Guðfinna slitu samvistum og árið 1926 kemur Hallgrimur að Staða- stað á Snæfellsnesi til séra Kjart- ans Kjartanssonar mágs sins, en prestur var giftur Ingveldi systur Hallgrims. Þar i Staðarsveit urðu kynni þeirra Hallgrims og siðari konu hans Helgu Halldórsdóttur, sem lifir mann sinn. Arið 1928 hófu þeir Hallgrimur og Þórður Halldórsson mágur hans að byggja upp á Dagverðará i Breiðuvíkurhreppi, en jörðin var þá i eyði og höfðu þau systkin Þórður og Helga fest kaup á henni. Ári sibar byrjuðu þau svo bú- skap á Dagverðará og bjuggu þar i 34 ár og höfðu þeir mágar Hall- grfmur og Þórður löngum sam- vinnu um búskapinn, en báöir sinntu þeir lika ýmsum störfum þess utan. — Þeir réru frá Helln- um og Hallgrimur fékkst sem fyrr mikið við smiðar, —smiðaði m.a. kirkjuna á Hellnum. 1 Breiðuvikurhreppi var Hall- grímur forgöngumaður i ýmsum félagsmálum, sat i hreppsnefnd i 18 ár* en gegndi auk þess fjöl- mörgum trúnaðarstörfum, sat m.a. i sýslunefnd. Var þó Hall- grímur manna sist fyrir það hneigður að trana sér fram, en sveitungar hans margir munu hafa skihð að þar átti fólkið undir Jökli hauk í horni þar sem Hall- grímur var. A Dagverðará komu þau Hall- grimur og Helga upp sjö börnum sem öll lifa, og þar dvöldu lengi hjá þeim — allt tildauðadags — foreldrar Helgu, þau Halldór Jónsson áður bóndi að Tröðum i Staðarsveit og kona hans Ingirið- ur Bjamadóttir. Náði Ingiriður nær 100 ára aldri, en Halldór dó um áttrætt. Frá fyrra hjónabandi á Hall- grimur tvær dætur á lifi, en Jónas sonur hans með fyrri konunni drukknaði um tvitugt. Þegar Hallgrimur var á 75. aldursári árið 1963 hætti hann bú- skap á Dagverðará. Siðan hafa þau hjónin dvalið mest til skiptis hjá börnum sinum, sem dreifð eru um landið, en átt lögheimili i Reykjavik. Skýrsla þessi segir smátt um stórt, en Hallgrimur var manna frábitnastur allri mærð. Sá sem hér párar orð á blað kynntist ekki þeim hjónum Hallgrimi og Helgu fyrr en Hall- grfmur var orðinn hálfniræður. Samt á ég þeim báðum skuld að gjalda fyrir þá. menntun sem ég hef til þeirra sótt á stopulum samræðustundum i Mýrartungu i Reykhólasveit. Fyrir alla þá orðaveislu hef ég þökk að gjalda, og fyrir það jarðsamband við land og lif á fyrri tið sem slik kynni veita. Sú þökk skal borin fram nú. Þau hjónin Helga og Hallgrim- ur virtust ekki einnar ættar. Hún dulspök og margfróð svo undrum sætir. Hefur sennilega lifað undir Jökli í 1000 ár, — veit allt sem þar hefur gerst, — en þó ung enn i dag. Sumir segja að Helga hafi sitt tigna yfirbragð frá hinni ensku lafði Ursalei, sem fyrir margt löngu steig upp af bárum þar við rætur Snæfellsjökuls. Vel má þetta satt vera, en mörgu hef- ur Bárður Snæfellsáss blásið henni i brjóst, og átt hefur hún að þau undanlegu mögn sem jökull- inn býður þeim börnum sinum er best kunna að njóta. Mér finnst að hún hafi sjálf tek- ið á móti Jónasi Hallgrimssyni á Staðastað forðum og þjónað hon- um til sængur er hann reið þar þreyttur i hlað sumarið 1841. Svo ljós er öll frásögn hennar að það er eins og sá atburður hafi gerst i gær, — og allt úr munnlegri geymd. Eitthvaö óljósari er hins vegar orðin minningin um búskap Ara fróða þar á Staðastað. Það var von að Hallgrimur yrði langlifur með slika konu sér við hlið. Sjálfur virtist mér Hallgrimur um margt hinn dæmigerði upp- reisnarmaöur, —- teinréttur ytra sem innra fram á efstu ár og fús i bardagann fyrir réttlætið, en glettinn og hýr á hverju sem gekk. Greindur vel og skýr i hugs- un en ekki jafn mótaður og Helga af dul jökulsins. Föðuramma Hallgrims var Þóranna Rósa, ávöxtur bráðra en skammvinnra ásta þeirra Skáld- Rósu og Natans Ketilssonar. Þvilik dýrð, og með Úrsalei upp á arminnsiðar meir. Hjá sliku fólki birtir alltaf, þótt dauflega logi á ljóstýrunni um sinn að Kluftum eða Hvannstóði. Mér fannst auðvelt aö sjá Hall- grim fyrir mér i hlutverki Nat- ans langafa sins, dálitið brellinn og brögðóttan hrokafullum yfir- völdum, en lækni og hjálparhellu öllum þeim sem minna máttu sin. Trúlega hefur þó langamma hans Rósa staðið honum nær árin sem hann var sauðamaður á Ketilsstöðum á Völlum, og þegar heilsan tók að bila á efri árum og færru var að sinna losnaði um skáldæð, sem áður hafði verið harðlæst, a.m.k. frammi fyrir veröldinni. Hér skulu talin börn Hallgrims, sem upp komust. Með fyrri konunni: Jónas drukknaði um tvitugt, Ragnheið- ur gift Pétri Magnússyni raf- virkja, búa i Reykjavik. Lilja Aðalbjörg gift Benedikt Kristins- syni,búa i Reykjavik. Með seinni konunni: Gunnlaugur, bóndi á Hellnum giftur Kristinu Kristjánsdóttur, Halldór skipstjóri á Akureyri, giftur Gigju Möller, Stcfán verk- stjóri hjá Istal^ býr i Reykjavik, Inga Rósa býr i Kópavogi gift Þorgils Þorsteinssyni verka- manni, Jónas Jökull, verkamaður i Reykjavik, giftur Kristjönu Isleifsdóttur, Elin Björk býr i Reykjavík, gift Sigurði Guð- mundssyni, málarameistara, Aðalheiður gift Jóni Snæbjörns- syni, bónda i Mýrartungu i Reyk- hólasveit. Barnabörn Hallgrims munu nær 30 og barnabarnabörn milli tiu og tuttugu. Ekkju Hallgrims, Helgu Hall- dórsdóttur frá Dagverðará, votta ég samúð mina nú við fráfall han^ svo og öllum öðrum aðstandend- um. Kjartan Ólafsson. Er ég lit um öxl yfir liðinnveg sé ég ijósa mynd i huga mér. Ég sé ljúfan bæ við lygna á og Ijóma slær jökultindana á. Ég sé úfinn sæ og öldurót er endar lif við fjörugrjót. Drungalegt var oft og dapurt þá og dimmgrá ský jökultindum á. Þcgar vorið kom með vermandi . . yi þa var svo gott að vera til, af sælu fuglar sungu þá og sólin skein jökultindana á. Og er sumarnóttin sveif um láð gat hún sorgir flestar burtu máð, og fegurð rikti um fjöll og sjá þá friðsæld skein jökultindum frá. Er vetrarstormar stigu dans og storkuðu von og lifi manns. Þá innan húss var alltaf frið að fá þá var fannhvit mjöll jökultind- um á. A.H. Afi Hann afi minn er dáinn hann dó í gærmorgun. Þó að mér læðist þráin þá sjá hann ei ég mun. Hann átti langa æfi og erfiða oft. Þó Guð honum gæfi margt fagurt og gott. Til baka hugur ber mig er barn að leik ég var og afi trufla lét sig með spurnum hér.og þar. Er röltum við um hagann að horfa kindur á. Þá sögð var mér oft sagan. Og margt var lika að sjá. Þá brátt varð ég um blómin býsna inikið fróð. Um fuglana og fræin voru fræðin einnig góð. En nú er afi horfinn af veraldlegri jörð, en minnast hans mun alltaf hans mikla barnahjörð. 22. febrúar 1981. I.H.J. Þökkum sýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- mannsmins, sonar mins,föður okkar, tengdaföður og afa, Þorbjörns S. Jónssonar bifreiðastjóra Hlaðbæ 4 Vibeke Jónsson Jóna Þorbjarnardóttir Vibeke Þ. Þorbjörnsdóttir Kristinn Bjarnason Garöar Þorbjörnsson Elna Þorbjörnsson Gunnar Jóh. Jónsson Helga Andrcasen Sigurður Jóhannsson AnnAndreasen Þórarinn ólafsson og barnabörn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.