Þjóðviljinn - 04.03.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.03.1981, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. raars, 1981. Án v onar ekkert líf Ræða Snorra Hjartarsonar skálds, við afhendingu Bókmenntaverð- launa Norður- landaráðs í Kaupmannahöfn í gær Virðulega samkoma! Þegar mér var tilkynnt að ég hefði hlotiö bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs að þessu sinni varð ég að sjálfsögðu harla glaður og þakklátur, glaður yfir þvi að ljóð min skyldu talin verðug þess að standa undir slikri viðurkenningu. Og glaður vegna þjóðar minnar og is- lenzkrar ljóðlistar, sem löngum hefur verið einangruð frá bók- menntum annarra þjóða, af þvi að mál vort skilja aðeins örfáir menn utan Islands, já af þvi að vér einir höfum varðveitt þá tiginbornu tungu sem næst stendur máli Norðurlandaþjóöa allra til forna. Ég tel mér trú um að þessi verðlaunaveiting geti orðið yngri skáldbræðrum minum nokkur hvatning til dáða og að islenzkri ljóðlist veröi meiri gaumur gefinn en verið hefur fram að þessu, en það á hún vissulega skilið. Ferill ljóðsins er órofinn gegnum aldir islenzkrar sögu, frá fyrsta skáldinu og mesta, Agli Skalla- grimssyni, til þessa dags, þótt bragur og viðfangsefni hafi að sjálfsögðu breytzt með breytt- um timum. Enn lifir ljóöið á Is- landi og ber fagran blóma. Já, enn lifir ljóðið, þetta er mér fögnuður að geta fullyrt, á Norðurlöndum sem annars staðar. Og þar sem ljóð eru ort eiga þau einhvern hljómgrunn, þau spretta ekki á berangrinum tómum og naumast væru þau gefin út ef enginn læsi þau og nyti þeirra. Vera má að les- endahópur þeirra sé ekki ýkja stór. Hlutverk skálda er annað nú en áöur var, og verður mér þá fyrst hugsað til nitjándu ald- arinnar þegar skáld voru viða i fylkingarbrjósti þar sem barist var fyrir frelsi, auknum lýðrétt- indum og þjóðlegri endurreisn, voru i einu þjóðskáld og þjóð- hetjur. En þó nú sé öldin önnur og kvæði geti fáu breytt hafa skáld ærið hlutverk aö leysa af hendi: vekja samkennd og sam- úð, opna augu fólks fyrir þvi sem fagurt er og gott, og þá vissulega einnig hinu sem illt er og rangsnúið, túlka tilfinningar sinar og viðhorf á þann hátt sem ljóðið eitt fær gert. Og það getur verið styrkur i baráttunni fyrir rótgróinni menningu hinna smærri þjóða, sem nú á i vök að verjast gegn innrás alþjóðlegra fjölmiðla. Nú má hver og einn lá mér þó mér sé dimmt fyrir sjónum þegar ég litast um i heiminum i dag. Jörðin stynur undan verk- um barna sinna, hinna voldugu og fámennu drottna auðmagns og þegna. Mengunin, einn mesti bölvaldur vorra tima, færist i aukana án afláts. Skógum er eytt, hin söng- og sögufrægu fljót sem fyrr runnu blá og silfurtær til sjávar orðin að mó- rauðum skolpræsum þar sem ekkert kvikt getur þrifist, voldug úthöfin þakin oliu, menguð eiturefnum, og hvað um lofthjúp jarðar, hvernig er ástatt um hann? Jörð, haf og himinn, allt er eyðingu undir- orpið, svo að löngu er mál að linni. Og ótalin er skelfingin mesta, eyðingin algera, sem vofað getur yfir, en sem ég ætla ekki að fara orðum um, get reyndar ekki hugsað til enda. Er þá ekkert til bjargar, rikir vonleysið eitt um framtið lifs og jarðar? Nei, svo getur ekki ver- ið, vissulega ölum vér með oss von um fegri heim og betri, án vonar ekkert lif. Og þó oss virðist einatt hin hvitu öfl tilver- unnar, fegurð og góðvild, litils- megnug i baráttunni við hin myrku öfl, illsku og græðgi, getur svo farið á einhvern hátt og þrátt fyrir allt, að öfl ljóss og lifs beri sigur af hólmi. Þvi fógnum vér öllu sem glættgetur og styrkt þá von i brjóstum vor- um. Og það verði siðustu orð þessa örstutta ávarps, ósk min og bæn, að hið fagra og góða, sem er eitt og hið sama, megi lýsa oss leiðina fram. Þjóöleikhúsiö sýnir SoLUMAÐUR DEYR eftir Arthur Miller Leikstjóri: Þórhallur Sigurösson Leikmynd: Sigurjon Jóhannsson Þýöing: Jónas Kristjánsson ,.Það er auðvitað burðarás þessarar ágætu sýningar hversu fágaður, einlægur og tæknilega fullkominn leikur Gunnars Eyjólfssonar er.” .... „Margrét Guðmundsdóttir fer afskaplega fallega með hlutverk konu Willys.... ” nútimavisu, þar sem höfuðper- sónan er ekki stórmenni af neinu tagi heldur ósköp venjulegur maður, ekki hetja heldur fórnar- lamb. Vandinn er i þvi fólginn að gera litla manninn, fórnarlambið, þannig úr garði að hann veki samúð okkar en ekki með- aumkun. Willy Loman er um margt litilmótlegur i endalausri lifslygi sinni og vesaldarlegu smjaðri fyrir þeim sem ofar standa, en hann hefur samt til að bera mannlega reisn, við vitum að úr honum heföi mátt gera betri mann ef hinn ameriski draumur um skjótfenginn gróða hefði ekki villt um fyrir honum, og við finnum að hann er þó þrátt fyrir allt maður sem á sér draum og berst fyrir honum. Þess vegna vekur Willy Loman samúð okkar sem manneskja. Við finnum hversu stutt er milli hans örlaga Dauði sölumanna Leikmynd Sigurjóns Jóhanns- sonar er sterk og táknræn, skilar þegar i stað hughrifum sem styðja við anda verksins. Litið hús, veikbyggt, umkringt stórum og ógnandi háhýsum á alla vegu. Við fáum á tilfinninguna að það muni brátt verða kramið undir þessum köldu, miskunnarlausu risum. Og á sama hátt fer um Willy Loman. Hann er litli maðurinn sem kremst undir Einn megih þátturinn i starf- semi Rauða kross islands er kaup og rekstur sjúkrabila og fjárfestu samtökin á s.l. ári i sjúkrabilum fyrir alls um 200 miljónir gkr., ef taldir eru meö bilar sem væntan- legir eru til landsins nú á næst- unni. Sex nýir bilar hafa verið pantaðir til landsins, og eru deildimar á Akureyri, I Grundar- firði, i Vestur-Barðastrandar- sýslu (Patreksfirði), Hvamms- tanga, Austur-Húnavatnssýslu (Blönduósi) og á Sauðárkróki nú i óða önn aö sáfna peningum til kaupanna. A s.l. hausti stóð RK fyrir sér- stöku verkefni, Afrikuhjálpinni köldum og miskunnarlausum risum peningaheimsins, þess heims sem hann hafði i blindni trúað að mundi færa sér auð og iifshamingju. Leikmyndin er skemmtilega stilfærð, aðeins er markað fyrir útlinum, en einstakir hlutir og húsgögn standa stök og sem full- trúar alls hins. Þessi leikmynd gefur leikurunum gott fækifæri til 1980, en i þeirri fjársöfnun sýndu landsmenn i verki traust til RK og vilja til að koma bágstöddum til hjálpar, jafnvel i fjarlægum löndum. Vegna þessa mikilvæga skammtimaverkefnis féllu önnur i skuggann á meðan, sem þó er unniö að alla daga áriðum kring Má þar nefna m.a. öldrunarþjón- ustuna á vegum kvennadeildar- innar i Reykjavik, neyðarvarnir, skyndihjálp, rekstur sjúkra- hótela, hjálpartækjabankann, blóðsöfnun og fleira. Allt frá stofnunkvennadeildar i Reykjavik hefur heimsóknar- þjónusta veriö eitt af verkefnun- um. Einmana fólk, fjúkir og aldr- aöir fá heimsóknir frá konum i að njóta sin og gott svigrúm til hreyfinga, og reyndar leggur uppfærslan öll megináherslu á leikarana og persónusköpun þeirra. Arangurinn er mjög góður, þetta er manneskjuleg og hlý sýning sem snertir áhorfand- ann djúpt með einlægni sinni og tilfinningalegri alvöru. Arthur Miller gerði með þessu verki metnaðarfulla tilraun til að skrifa fullgildan harmleik á deildinni, og hefur árangurinn af þessu starfi verið ótviræður. Einnig hefur deildin annast fé- lagsstarf fyrir eldri borgara i samvinnu við Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar. Ein meginf járöflu na rleið | Rauða Krossins er merkjasala á j Oskudeginum, og hefur svo verið j um árabil. Þann dag eru Rauða | Kross merkin seld um allt land, | til ágóða fyrir hina margþættu ! starfsemi sem deildirnar hafa I með höndum. Merki Rauða Krossins verður j afhent sölubörnum i skólunum ' eins og venja hefur verið und- I anfarin ár. ! og okkar og það vekur með okkur skelfingu. Harmleikurinn vekur með okkur vorkunn og skelfingu, sagði Aristóteles. Það er auðvitað burðarás þessarar ágætu sýningar hversu fágaður, einlægur og tæknilega fullkominn leikur Gunnars Eyjólfssonar er. Hann leikur kannski einum of sterkt á stundum, færir okkur ekki full- komlega heim sanninn um upp- gjöf og vonleysi Willys, en niður- lægingu hans og örvæntingu skilar hann með stórfenglegum hætti. Ég minnist þess varla að hafa séð Gunnar leika svona vel, nema ef vera skyldi i Húsverð- inum og Hákarlasól. önnur hlutverk eru öll i traustum höndum og vandlega unnin. Margrét Guðmundsdóttir fer afskaplega fallega meö hlut- verk konu Willys, sýnir okkur bæði undirgefni hennar og ósjálf- stæði gagnvart Willy, en einnig styrk hennar og þolgæði og fölskvalausa ást. Hákon Waage tekst vel að koma brestunum i skapferli Biffs til skila, en óheiðarleiki hans og rót- leysi er auðvitað bein afleiðing af lifslygum Willys. Samband þeirra feðganna skilar sér sérstaklega vel i þessari sýningu. Andri Orn Clausen gengur merkilega beint inn i hlutverk Haps, grunnfærnin og ómerkilegheitin skina beinlinis út úr honum. Þegar á heildina er litið er þetta skinandi fallega unnin sýning sem skilar verkinu af fullkominni trúmennsku og gengur beint til hjarta áhorfandans — og vonandi heila hans lika. Sverrir Hólmarsson Merkjasala Rauða Krossins i dag: Sjúkrabílar fyrir 200 miljónir kr. á s.l. ári Stjórn FDS um togarakaup N-Þingeyinga: Ekki sé tekið af framlagi til inn- lendrar smíði Stjórn Félags dráttarbrauta og skipasmiðja hefur harðlega mót- mælt þeirri tillögu varðandi margumrædd togarakaup Norður-Þingeyinga, að 10% af kaupveröi togarans verði tekið af sérstöku 1500 milj. gkr. framlagi til Byggðasjóðs sem átti að renna til innlendrar nýsmiði fiskiskipa. Segir í ályktun frá stjórn FDS um þetta mál, að það fjármagn sem veitt hafi verið til innlendra skipasmiða sé ekki svo riflegt að taki þvi að veita þvi til annarra aðila, sist af öllu til að kaupa framleiöslu erlendra keppinauta islenskra skipasmiðastöðva. Stjórnin kveðst vilja andmæla þeim viðhorfum, sem fram hafi komið i umræðum um togara- kaupin, að ekki skipti meginmáli hvort það séu fiskiskip smiðuð i Noregi, Frakklandi eða íslandi sem veiði þorskinn i sjónum og flytji til lands. Þegar islensWisk- veiðistefna sé mótuö verði að hafa i huga almenna innlenda at- vinnustefnu og þar hljóti islensk- ur skipaiðnaöur aö gegna veiga- miklu hlutverki. Stjórn FDS segir litiö hafa verið fjallað um það i þessu máli, að reglur um skipakaup erlendis frá hafi verið þverbrotnar, bæði varðandi lánshlutíall til útgerðar- innarog eiginfjárlramlag hennar og þá reglu, að selt skuli skip úr landi á móti hverju innfluttu fiskiskipisem við bætist. En þessi kaup séu ekkert einsdæmi, og svo oft hafi stjórnin vakið athygli á slikum innflutningi fyrir daufum eyrum, að hún sá ekki ástæðu til að fjalla um þetta mál sérstak- lega fyrr en lagt var til aö taka af Byggðasjóðsframlaginu til inn- lendrar nýsmiði. —vh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.