Þjóðviljinn - 12.03.1981, Síða 13

Þjóðviljinn - 12.03.1981, Síða 13
Fimmtudagur 12. mars 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Lífið í litum Loksins, loksins getur blaöa- maöurinn —ká fullvissaö lesend- ur Þjóöviljans um aö hljómplatan Lifið i litum sem gerö er af Dia- bolus in Musica er komin á markað. t siöustu viku boðuðu þeir Diabolusar sem staddir eru á landinu blaðamenn á sinn fund og sungu kynningu á plötunni með ljúfum tilþrifum. Undirrituö gat þar með varpað öndinni léttar eftir að hafa skrifaö minnst fjórar fréttir um það að platan væri að koma (frá þvi i október) án þess að fréttirnar hefðu viö rök að styðjast. A myndinni getur aö lita þau Aagot óskarsdóttur viö pianóiö, Tómas Einarsson með bassann, Jóhönnu Þórhallsdóttur sem syngur, og Sveinbjörn Bald- vinsson sem leikur á gitarinn. Ljósm.: Ella. — ká. erlendar bækur Kinder- und Hausm’árchen gesammelt durch die BrUder Grimm mit den Zeichnungen von Otto Ubbelohde und einem Vorwort von Ingeborg Weber-Kellermann I-III. Insel-Veriag 1979. Það voru þeir mágar Achim von Arnim og Clemens Brentano sem vöktu áhuga þeirra góðu bræðra, Jakobs og Wilhelms Grimm á þjóðsögunum og þjóðkvæðum. Þeir fengu þá sér til aðstoðar við söfnun þjóökvæða sem birtust i „Knaben Wunder- horn”. Kveikjan að þessum áhuga var rómantiska stefnan, þeir mágar voru fulltrúar heidel- bergska skáldahópsins, sem var altekinn rómantiskum hugmynd- um. Grimms-bræðurnir fetuðu dyggilega i fótspor þeirra og hófu söfnun þjóðsagna. Þjóðsögur höfðu að visu áður veriö skráðar og inægir að visa til ævintýra Perraults, sem komu út 1697: Contes de Fées... Arni Magnússon hóf uppskrift fabúla og ævintýra 1689 og 1699 skrifar hann Birni Þorleifssyni frá Odda, um að safna fyrir sig sögum af Sæmundi fróða. Grimms ævintýrin ollu þáttaskilum i söfnun þjóðsagna, og með auknum áhrifum rómantisku stefnunnar, jókst áhuginn fyrir þessum sögum úr þjóödjúpinu. Þeir bræður létu ekki staðar numið við þjóðsagna- söfnun, þeir hófu söfnun i „Deutschen Wörterbuch”, sem tók að koma út 1852 og var þeirri útgáfu ekki lokið fyrr en 1961. Fyrsta bindi ævintýra þeirra bræðra kom út 1812 og siðan kom hvert bindið af öðru og alls er tal- ið að safnið hafi verið endur- prentað 17 sinnum meðan þeir lifðu. 1907 kom út mjög glæsileg útgáfa af ævintýrunum, sem var myndskreytt af Otto Ubbelohde. Fyrsta myndin i hverju bindi var hugmynd um þá konu, sem margar kunnustu sögurnar eru hafðar eftir, sem hét Viehmann- in, en hún var af Hugenotta ætt- um eins og fleiri, sem sögur eru haföar eftir i þessum söfnun. Þessi útgáfa frá 1907 er hér endurprentuð að mestu óbreytt og fylgja allar myndirnar, alls um 450. Þessi útgáfa er smekkleg og hæfir vel Insel útgáfunni. Johannes Praetorius: Hexen- Zauber- und Spuk- geschichten aus der Blocksberg. Mit Holzschnitten des 15.—17. Jahrhunderts. Herausgegeben von Wolfgang Möhrig. Insel Ver- lag 1979. Bók þessi kom fyrst út 1668 og var ætluð lesandi alþýðu til fróð- leiks og viðvörunar um galdra- nornir og aðrar ókindur. Höfuð efni'ritsins er lýsing á Blokks- fjalli, þeim fræga samkomustað djöfulsins og hjálparkinda hans, galdranornanna. Höfundurinn var öruggur i vissu sinni um vald Satans og um tengsl hans við að- stoðarkonur sinar, normrnar. Heimildir höfundar um Blokks- fjall eru fjölskrúðugar, bæði frá siðari hluta miðalda og frá 16. og 17. öld. Hann hefur dregið saman i þetta rit sitt flestallar þær heim- ildir, sem finna má um þennan fræga stað og lýsir þvi sem þar fór fram. Höfundurinn dvaldi lengst af i Leipzig og var mjög iö- inn við skriftir, um 40 rit stór og smá eru til eftir hann. Þetta rit varð það langlifasta og i það hafa ýms skáld sótt heimildir um aldaranda 16. og 17. aldar varð- andi galdratrú og reyndar margt fleira. Lýsingar Goethes á norn- unum i Faust eru að nokkru sóttar i þetta rit, svo og á Val- borgarmessunótt. Grimms bræður notuðu rit Praetoriusar i sambandi við samantektir sagna og þjóðsagna. Johannes Praetorius hét réttu nafni Hans Schultze, Praetorius var höfundanafn, fæddist 1630 og lést úr pest i Leipzig 1680. Bók þessi var talsvert lesin á 17. öld, önnur útgáfa kom út 1669. Ritiö er nú endurprentað með tré- skuröarmyndum og eftirmála. Auk fróðleiks um Blokksfjall eru nokkrir þættir um ýmsa undar- lega viðburði og ritinu lýkur á frásögn af skynugum dýrum. Alþýðubandalagið í Reykjavik Fundaröð um starf og stefnu Alþýðubanda- lagsins Ríkisstj órnarþátttaka Aiþýðubandalagsins 1971-74, 1978-79 og í núverandi ríkisstjórn Fundur um ofanskráð efni verður i kVöld, fimmtudags- kvöld, kl. 20.30 að Grettisgötu 3 (athugið breyttan fundarstað). Frummælendur verða Svavar Gestsson og Þröstur Ölafsson. Félagar fjölmennið. Stjórn ABR Herstödvaandstædingar Opið hús i kvöld. Þórarinn Hjartarson mætir og tekur nokkur lög á gitarinn. Komiö og ræðið málin yfir kaffibolla. — Húsiö opnað kl. 8. Samtök herstöðvaandstæðinga Skólavöröustig 1A ALÞVÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Hafnarfirði. Fundur verður haldinn i Skálanum fimmtudaginn 12. mars kl. 20.30. — Kjartan Ölafsson ritstjóri fjall- ar um Þjóðviljann og svarar fyrirspurnum. — Félagar fjölmennið og takið þátt i umræðu um blað- iðokkar,— Stjórnin. Alþýðubandalagið i Suðurlandskjördæmi Kjördæmisráðsfundur Alþýðu- bandalagsins i Suðurlandskjör- dæmi verður haldinn laugardag- inn 14. mars kl. 14 i Verkalýðs- húsinu á Hellu. Fundarefni: Atvinnumál. Framsöguerindi flytja Guðrún Hallgrimsdóttir og Sigurjón Er- lingsson. Stjórnin Sigurjón Guðrún Alþýðubandalagið Grundarfirði Almennur félagsfundur verður haldinn i húsi Verkalýðsfélagsins fimmtudaginn 12. mars kl. 20.30. Fundarefni: Blaðaútgáfa félagsins. — Stjórnin. Alþýðubandalagið i Kópavogi Félagsfundur. Fundur verður haldinn i Þinghó'H, Hamraborg 11, laugardaginn 14. mars n.k. kl. 13.30. Fundarefni er húsnæðisvandi framhaldsskólans i Kópavogi. Dagskrá: 1. Framsögur um a) hvort nýta eigi hluta af núver- andi húsnæði grunnskólans fyrir framhaldsskólann.Gisli ólafur Pétursson. b> Hvort byggja eigi nýjan skóla fyrir framhaldsskólann i Kópa- vogi. Arni Stefánsson. 2. Frjálsar umræður 3. Starfshópar Kaffihlé Gisli 4. Inntaka nýrra félaga 5. Starfshópar skila áliti Fundarlok verða kl. 18.30 Mætið stundvislega. Stjórn ABK. Alþýðubandalagið á Akranesi Opið hús i Rein. Mánudaginn 16. mars frá kl. 20.30 hefur Alþýðubandalagið á Akra- nesi opið hús I Rein. Guðrún Helgadóttir og Skúli Alexander- son alþingismenn koma og spjalla við gesti um stjórnmálaviðhorfið. Kaffiveitingar. — Félagar fjöl- mennið og takið með ykkur gesti. — Alþýðubandalagið á Akranesi. skúli Guðrún Herstöðvaandstæðingar — Alþýðubandalag Héraðsmanna Opinn fundur um herstöðvamálið i Menntaskól- anum á Egilsstöðum laugardaginn 21. mars kl. 2 e.h. Bragi Guðbrandsson menntaskólakennari heldur framsöguerindi. Umræður. Bragi Guð- brandssou Alþýðubandalagið Akureyri: Fjölskylda i nútima samfélagi Opinn fundur að Eiðsvallagötu 18 sunnudaginn 15. mars kl. 14.00. Framsögumenn: Inngangur: Sigriður Stefánsdóttir kennari Fjölskyldupólitik: Jón Björnsson félagsmálastjóri Barn — fjölskylda — samfélag: Askell Kárason sálfræðingur Bæjarstjórn og málefni fjölskyldunnar: Soffia Guðmundsdóttir bæjar- fulltrúi Fundarstjóri: Helgi Guðmundsson bæjarfulltrúi Umræðuhópar starfa Allir eru velkomnir! A Bílbeltin /r hafa bjargað IUMFEROAR RÁO Blikkiðjan Asgarðí 7, Garðabæ Ónnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verötilboö SÍMI53468

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.