Þjóðviljinn - 27.03.1981, Síða 3

Þjóðviljinn - 27.03.1981, Síða 3
Föstudagur 27. mars 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Engin niðurstada í prófessorsmáinu Á fundi Jafnréttisráös i gær var m.a. fjallað um skipan i prófess- orsstöðu i læknadeiid og þau frumvörp sem fram hafa komið á alþingi um breytingar á Jafn- réttislögunum. Guðriður Þorsteinsdóttir, for- maður ráðsins, sagði i gær að niðurstaða hefði fengist i hvorugu málinu. Enn er beðið eftir gögn- um varðandi prófessorsskipunina og sagðist hún vonast til þess að það mál yrði afgreitt á næsta fundi ráðsins eftir hálfan mánuð. A alþingi hefur Jóhanna Sig- urðardóttir lagt fram írumvarp um timabundin forréttindi kvenna og i gær lagði Guðrún Helgadóttir fram breytingar- tillögu við það. Guðriður sagði að um þetta mál yrði Jafnréttisráð aðræða á fleirum en einum fundi. Ráðið mun trúlega fá frumvörpin til umsagnar eftir að þau eru komin i nefnd i þinginu, sagði hún, en þeim var dreift á fundin- um i gær. Ekki vildi Guðriður úttala sig neitt um efni þeirra eða undirtektir ráðamanna á þessu stigi. —AI. Klrkjan snýst gegn austrænum hópum Fœr frœgan danskan prófessor i lið með sér Tilþrifamikið atriði úr sýningu Leiklistarfélags MH á „Vatzlav” eftir Slawomir Mrozek. — Ljósm.: — Ella. Vatzlav í Hamrahlíð t dag kemur hingað til lands á vcgum þjóðkirkjunar dr. Johs. Aagaard prófessor i Árósum, sem talinn er með iitrikustu guðfræðingum Norðurlanda og hefur gert yfirgripsmiklar rannsóknir á hinum ýmsu trúar- hreyfingum af austrænum toga scm nú flæða yfir Vesturlönd. Dr. Aagaard er nýkominn úr langri könnunarferð til Indlands sem hann fór á vegum Lútherska heimssambandsins og mun hann dveljast hér fram i næstu viku i boði þjóðkirkjunnar, flytja fyrir- lestra og svara fyrirspurnum. Sjálfur hefur hann haft forgöngu um stofnun endurhæfingarstöðv- ar fyrir ungt fólk sem „lent” hef- ur i samtökum Moonista, Guðs- barna, TM eða Ananda Marga og telur þjóðkirkjan mikinn feng i komu hans hingað, enda hafi margir óskað eftir fræðslu um þessa hópa og starf þeirra og samanburð við kristna trú, segir i fréttatilkynningu hennar. Sumir þessara hópa hafa verið sakaðir um að hafa ekki alltaf Herstöðvaandstæðingar á Suð- urlandi efna til baráttusamkomu i Hótei Hveragerði annað kvöld kl. 21.00. Verður þar margt til skemmtunar og væntanlega baráttuhugur I fólki. uppi eigið flagg og reyna að kom- ast bakdyramegin að fólki, sem ánet jist hreyfingunum án þess að gera sér ljóst, einsog ma. hefur komið fram i þáttum sjónvarps- ins um starfsaðferðir Moonista og Guðsbarna. Ýmsir aðrir hópar af austurlenskum toga starfa hér- lendis, svo sem Ananda Marga, Innhverf ihugun o.fl. Einn rekur barnaheimili i Reykjavik og ýmiskonar útbreiðslustarfsemi fer fram. A morgun verður opið hús i Hallgrimskirkju þar sem dr. Aaagaard ræðir ma. orsakir fyrir framgangi austurlenskra trúar- hreyfinga á Vesturlöndum og kynni sin af ungu fólki úr hópnum og endurhæfingarstarfi i Dan- mörku. A mánudag, 30. mars kl. 17, flytur hann fyrirlestur um Tantra og Yoga og á þriðjudag, 31. mars kl. 10 fyrirlestur sem nefnist: Den nye gnosis som teologisk udfor- dring, báða i V. stofu Guðfræði- deildar Háskólans. RUnar Armann Arthúrsson stjórnar uppákomu, sönghópur herstöðvaandstæðinga á Suður- landi skemmtir og leynigestur kyrjar baráttusöngva. Happdrætti verður á staðnum. i kvöld frumsýnir Lciklistar- félag Menntaskólans við Hamra- hlið annað verkefni sitt á þessum vetri: leikritið „Vatzlav” eftir Pólverjann Slawomir Mrozek. Um 40 manns standa að sýning- unni, þar af 27 sem leikarar. Mrozek er ekki með öllu Loks mun hljómsveitin Lands- hornamenn leika fyrir dansi til kl. 2 um nóttina. Sætaferðir verða með sérleyfis- bilum Selfoss kl. 8.30 frá Árnesi og Kirkjuvegi 7, Selfossi. óþekktur hér á landi, þvi áður hafa þrjú leikrit hans verið sýnd hér: Tangó, A rúmsjó og Með- göngutimi. A siðari árum hefur Mrozek starfað i V-Evrópu, eink- um i Frakklandi og V-Þýska- landi. Karl Agúst Clfsson hefur þýtt Vatzlav. 1 leikritinu segir frá þræli sem kemst lifs af úr skipsstrandi, og reynir að hefja nýtt lif i ókunnu landi. Leikritið gerist ekki i ákveðnu landi á ákveðnum tima, heldur rikir þar timaleysa, og einsog krakkarnir i Leiklistar- félaginu sögðu: þetta eru aðal- lega pælingar um hugtök einsog vald, réttlæti og frelsi. Leikstjóri er Andrés Sigurvins- son. Lárus Björnsson hannaði ljósin, en búninga og leikmynd gerðu nemendur sjálfir. Með helstu hlutverkin fara: Magnús Ragnarson, Tryggvi Þórhallsson, Guðný Björk Hauksdóttir, Magnús Hákonarson, Margrét Gunnlaugsdóttir, Sigriður Guðmundsdóttir, Asráður Haraldsson og Fahad Jabaly. Sem fyrr segir verður frumsýn- ingin i kvöld kl. 20.30 i hátiöasal skólans. önnur sýning verður á sunnudag, þriðja á mánudag og sú fjórða á miðvikudag. Miðar eru seldir i anddyri skólans, og einnig er hægt að panta miða i sima 39010 milli kl. 5 og 7 alla daga. Baráttusamkoma í Hveragerði i Fjárhagsáætlun Akureyrarbœjar kominfram 1 Svigrúm til nýframkvæmda stöðugt minnkandi Rætt við Soffiu Guðmundsdóttur bœjarfulltrúa á Akureyri „Það ástand sem nú rlkir varðandi kostnaðar. og verka- skiptingu rikis og sveitarfélaga er orðið óþolandi fyrir sveitar- félögin. Tckjustofnar sveitar- félaganna fara stöðugt minnk- andi og þar meö svigrúmið til nýframkvæmda. Þannig er það alltaf minna og minna sem tek- ist er á um við gerð fjárhags- áætlana hjá sveitarfélögunum. Það er ymis konar þjónusta sein rikið hefur ýtt til sveitarfélag- anna sem þau siöan hafa ekki fjármagn til aö byggja upp. Þá vilég sérstaklega nefna tilþjón- ustu við börn og aldraða og ýmsar nauðsynlegar nýfram- kvæmdir. Ég er mjög undrandi á að ekki skuli heyrast mót- mælaraddir frá sveitarfélögun- um vcgna þessa ástands”. Þetta sagði Soffia Guðmunds- dóttir bæjarfulltrúi á Akureyri þegar Þjóöviljinn hafði sam- band við hana i gær. Fjárhags- áætlun Akureyrarbæjar var til fyrri umræðu á þriöjudaginn var og er óvenjulega seint fram komin. Deildar meiningar voru innan meirihlutans i bæjar- stjórn og hefur fjárhagsáætlun- in verið lengi i burðarliðnum. Niðurstöðutölur eru rúmlega hundrað og ein milljðn króna og var meirihlutinn sammála um að nýta heimildir til útsvars- álagningar til fullnustu. Sjálf- stæöismenn lögðust gegn þessu og töldu of langt gengið i þess- um efnum. „Þetta er samdráttar- áætlun”, sagði Soffia, ,,og hún ber þess greinileg merki. Þaö eru blikur á lofti i atvinnumál- um hér,t.d. þarf að ráða fram úr þeim vanda sem Skóverk- smiðjan Iðunn er i. Bæjarstjórn hefur lýst yfir vilja sinum til að ráðið verði fram úr rekstrar- örðugleikum fyrirtækisins og er reiðubúin til viðræðna viö rikis- valdið og forráðamenn i þvi skyni”. Soffia er formaður félags- málaráðs Akureyrarbæjar og þvi liggur beint við að spyrja hvernig þeim málaflokkum sem undir þaö heyra reiðir af i kom- andi fjárhagsáætlun. „Það er nú skemmst frá þvi að segja aö þar er nú skoriö niöur full duglega. Við fórum fram á aö bæta við stööum i heimilisþjónustu sem mest er notuö af öldruðu fólki. Þetta Soffía Guömundsdóttir. fékkst ekki fram. Þetta er auð- vitað mikið nauösynjamál þvi að bætt heimilisþjónusta gerir öldruðum kleift að búa lengur á eigin heimilum og i þvi sam- bandi má taka fram aö fleiri eru á biðlista eftir plássi á elli- heimili en nú búa þar. Það stendur til að ljúka við dagheimili, dagvistarstofnun, i Siðuhverfi fyrir sumarið. Það mátti nú ekki seinna vera þvi að samkvæmt málefnasamningi núv. meirihluta átti þvi að vera lokið fyrir ári siðan. Þetta fékkst bara ekki framkvæmt á réttum tima þótt fjárveiting væri fyrir hendi og peningarnir til. Nú eru hugmyndir um nýja dagvistarstofnun á mótum Byggðavegar og Þórunnar- strætis en það veldur vonbrigö- um að eins og fjárhagsáætlunin litur út núna er aðeins gert ráð fyrir hönnunarframlagi upp á 50 Jhís. krónur. Þegar núv. meiri- hluti var myndaður var lofað átaki í dagvistarmálum. Allar tillögur frá félagsmálaráði varðandi þennan málaflokk hafa verið skornar niður og þetta þýöir að við verðum tveim árum á eftir áætlun hvað dag- vistunarmálin varðar. Nú eru á fjórða hundrað börn hér á bið- lista, en 300 börn hafa pláss á dagvistarstofnunum i bænum. Sama gerðist i sambandi viö sundlaugina i Glerárhverfi. Þar var aðeins ákveðið sama 50 þús- und króna framlagið. Þetta er mikið mál fyrir ibúana i hverf- inu og ekki sistfyrir skólabörnin að fá þessa sundlaug i gagnið. Sama er að segja um menn- ingarmálin að þar er reynt að beita hnifnum, en þó eru aukin framlög til myndlistarskólans, það er bætt við húsnæði hans svo að möguleiki verði á aö starfrækja þar sýningarsal. Nú, þá hefur verið séð vel fyrir þörf- um tónlistarskólans og hann hefur unnið sér fastan sess i bænum”. Hvað um menntamálin? „Þar er nú fyrst til að taka að við ákveðum að verja einni milljón króna til nýs verk- menntaskóla, það var orðið brýnt að gera átak þar. Um menntamál er það annars aö segja að þar eru framlög mjög bundin þótt ekki sé fyrir að synja aö klóraö hafi verið i bakkann með niöurskurð þar”. Hvaða póstar standa þá eftir? „Það er náttúrlega gatnagerð- in sem er gifurlega fjárfrekur liður og margir bæjarfulltrúar telja nú gatnagerð og malbikun vera mál nr. 1, 2 og 3. Það er auðvitað i þennan lið sem hægt er að sækja fé. Það er nú svo að ef seinka þarf framkvæmdum, þá sýnist eðlilegt að deila á lin- una f staðinn fyrir að láta niður- skurðinn mestmegnis bitna á þeim málaflokkum sem ég hef talað hér um. Það verður knúð á um úrbætur, en það verður þá auðvitað aðeins i formi til- færslna-r niöurstöðutölum verður ekki breytt”. — í

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.