Þjóðviljinn - 28.03.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.03.1981, Blaðsíða 9
/' * iwvw yyji' >v i ■ •» r r.i » . ..)> t » i^h Helgin 28.-29. mars 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Clark Terry kemur til landsins Næstkomandi föstudag mun Clark Terry ásamt hljómsveit (stórhljómsveit) halda eina tón- leika í Háskólabió. Þetta eru fyrstu tónleikar meö erlendum listaihönnum sem Jazzvakning stendur fyrir á þessu ári. I tilefni af komu Clark Terry er ekki úr vegi að fara örfáum oröum um lifshlaup hans. Clark Terry fæddist 14. des. 1920 iSt. Louis. Hann var Ur stórri og fátækri fjölskyldu og átti þvi erfitt með að eignast almennilegt hljóðfæri. Hann hóf snemma að leika á trompet og lærði af sjálfs- dáðum nótnalestur þrátt fyrir að það væri venja hjá djössurum þessara ára að læra ekki slikan „óþarfa”. Slikt hæfði aðeins þeim sem ætluðu að starfa i sinfóniu- hljómsveit. Feril sinn hóf Terry i fæðingar- borg sinni og fetaöi sig rólega en örugglega upp metorðastiga djass heimsins. Lá leið hans i hljóm- sveitir Charlie Barnet, Charlie Ventura og Eddie „Cleanhead” Vinson áður en hann gekk til liðs viö Count Basie. Hjá Basie var Terry i þrjií ár og siðla árs 1951 réðst hann til starfa hjá Duke Ell- ington. A Ellington-árum sinum öðlaðist Terry mikla frægð sem hefur fylgt honum siðan. A þeim árum lék hann stundum með Thelonion Monk og gáfu þeir út eina plötu saman. Að loknu átta ára starfi meö Ellington réðst Terry til starfa i hljómsveit Skitch Henderson sem var fastráöin hjá NBC sjón- varpsstööinni. Hjá NBC starfaði Terry f mörg ár viö góðan orðstir. Auk starfa sina hjá NBC lék hann i djassklúbbum og með eigin hljómsveit. A sinum yngri árum starfaði Terry mikið i stúdióum New York borgar og átti stóran þátt i að brjóta niður „litamúr- inn” milli tónlistarmanna. Terry er mjöglitrikur trompetleikari og er jafnvigur á báðar hendur. Terry er sagður mikill grinisti og fá væntanlegir hljómleikagest- ir að heyra það, svo og hinn sér-' kennilega söngstil hans „mumble” (muldur) sem fyrir löngú er orðinn þekktur meðal djassunnenda. Tónlist Clark Terry og hljóm- sveitar má flokka eirfivers staðar á milli sveiflu 3. áratugsins og „bebops” 5. áratugsins. Hljómsveit Terry er skipuð 17 ungum og hressumdjassleikurum Auk þeirra er hin unga og bráð- efnilega söngkona Michal Beck- ham i hópnum. Það verður örugg- lega lif og fjör þegar stórhljóm- sveit Clark Terry sveiflar djass- unnendum i Háskólabió á föstu- daginn kemur. Forsala aðgöngu- miða er hafin og er hún i Fálkan- um, Laugavegi 24. Heimildir: Jazz Journal og Dovvn Beat. (Fréttatilkynning Jazzvakningar). Nýkomin sending af hinum geysivinsælu LADA station Nýkomin sending af hinum vinsælu LADA station, sem hentar hvort sem er sem ferðabíll, fjölskyIdubíll eða sem fyrirtækisbíll. Hann er fáanlegur í tveim útfærslum með 1200 sm3 vél eða 1500 sm3 og þá með vandaðri innréttingu. Pantið bílinn í dag áður en að hann selst upp rétt einu sinni. Síminn í söludeild er 31236. 1200kr. 53.400- 1500 kr. 65.400.— BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARYÉLAR Suðurlandsbraut 14, sími 38600 Söludeild 31236 Húsnæöisstofnun ríHisdns Tæknideild Laugavegi 77 R Simi28500 Útboö Framkvæmdanefnd um byggingu leigu- og söluibúða Flateyrarhrepps óskar eftir tilboð- um i byggingu fjögurra raðhúsa með samtals 6 ibúðum við Hjallaveg, Flateyri. Húsinu skal skila fullbúnu með grófjafnaðri lóð 1. sept. 1982. Útboðsgögn verða til afhendingar á hrepps- skrifstofunni á Flateyri og hjá tæknideild Hús- næðisstofnunarrikisins frá 30. mars 1981 gegn 500,00 skilatryggingu. Tilboðum skal skila til sömu aðila eigi siðar en þriðjudaginn 21. april 1981 kl. 14:00 og verða þau opnuð að viðstödd- um bjóðendum. F.h. framkvæmdanefndar, sveitarstjóri Flateyrarhrepps, Kristján J. Jóhannesson. |71 Kópavogur — sumarstörf Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsir eftir starfsfólki til eftirtalinna sumar- starfa: 1. íþróttavellir: Aðstoðarfólk. 2. íþróttir og útilif: Leiðbeinendur (iþróttakennarar) og aðstoðarfólk. 3. Leikvellir: Aðstoðarfólk. 4. Skólagarðar og starfsvellir: Leiðbein- endur og aðstoðarfólk. 5. Vinnuskóli: Flokksstjórar. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Fé- lagsmálastofnuninni, Álfhólsvegi 32, og eru þar jaínframt veittar nánari upplýs- ingar. Umsóknarfrestur er til 10. april n.k.. Aldurslágmark umsækjenda er 16 ár. Félagsmálastjóri F.S.A. Laus staða lyfjafræðings Lyfjafræðingur, cand. pharm., óskast til starfa við Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri frá 1. júni næstkomandi, eða eftir samkomulagi. Umsóknir er greini námsferil og fyrri störf sendist stjórn Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri, fyrir 24. april n.k.. íslenska járnblendifélagið hf. óskar að ráða sem fyrst verkfræðing til starfa i framleiðsludeild félagsins. Verksvið: Umsjón með daglegum rekstri járnblendiofna. Skriflegar umsóknir sendist l.j., Grundar- tanga, fyrir 10 april n.k.. Nánari upplýsingar veitir össur Kristins- son, framleiðslustjóri, sima 93-2644.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.