Þjóðviljinn - 28.03.1981, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 28.-29. mars 1981
9. áratugurinn alltaf slæmur
Hinn erfiði og kaldi vetur i ár hefur leitt hugann
að þvi að alltfrá þvi á 17. öld hefur niundi áratugur-
inn hverrar aldar verið slæmur annaðhvort af
völdum veðurs eða annarra náttúruhamfara. Á
árunum 1680-1692 voru mikil snjóa- og hafisár, á
árunum 1780-1785 var almennur bjargræðisskortur
með móðuharðindi i kjölfarið og 1880—1892 var
kulda- og hafisskeið.
1680-1692
1 bók sinni Mannfækkun af
hallærum segir Hannes Finsson
biskup að sautjánda öldin hafi
endað með langvarandi stórharð-
indum og mannfækkun. Telur
hann þar fyrst til árið 1680 sem
var fiskleysisár og þyngslavetur.
Arið 1683 lá hafis með öllu
Norðurlandi langt fram á sumar
svo að hvergi sást út fyrir hann af
hæstu fjöllum. Eftir sumarmál
rak hann að austan suður með
öllu landinu og allt til Grinda-
vikur svo að hann hindraði þar
róðra.
Arið 1684 var ástandiö svo
slæmt fyrir norðan að það virtist
auðsýnilegt að allar sveitir fyrir
norðan Jökulsá i Axarfirði mundu
innan skamms leggjast i eyði og
fólkið hrynja niður i hungri.
Og árið 1685 var eldgos i Grims-
vötnum og hafis fyrir Norður-
landi allt til höfuðdags, 29. ágúst.
Þar varð mikill hey- og bjarg-
ræðisskortur. Sama ár urðu 19
skiptapar og fórst meira en hálft
annað hundrað manna.
Um miðjan vetur 1686 snjóaði
svo mikiö um ofanverðan Borgar-
fjörð og i Þingvallasveit i logni 5
dægur samfleytt að hesta fennti á
jafnsléttu og komust menn ekki
til fjárhúsa eða frá bæjum nema
með þvi að skriða.
Árið 1688 var harður vetur með
áfreöum og hagleysi svo að pen-
ingur bæði féll og var skorinn
vegna heyleysis. Tók þá mjög að
harðna um bjargræði fólks og á al
þingi var eftirfarandi samþykkt
gerð:
„Undirrétta það lögþingsmenn,
að þeir hvorki sjálfir til minnist
né af elstu mönnum heyra kunni,
aö svoddan aumkunar- og háska-
legt tilstand hafi yfir næstliðin
hundrað ár i þessu landi verið svo
sem nú, hvað almennt er að-
spyrja úr öllum landsins fjórð-
ungum, einkanlega næstliðin
veturog vortima, kvikfénaðurinn
stórkostlega dauður, en sá eftir
tórir aö mestu ónýtur sökum
grasbrests og harðrar veðráttu
fram á sumarið, svo landsfólkið
til sveitanna kann þar af naum-
lega næring fá; þarmeð á næst-
liðnum vetri fiskeriið i kringum
landið i lakasta lagi verið, sjáandi
út fyrir mannlegum augum til
hallæris stórs og dýrtiðar.”
Arið 1690 var lika hart og féll þá
fólk úr hungri og sama má segja
um árið 1692.
1780-1785
Árið 1780 varð meiri bjarg-
ræðisskortur heldur en menn
höfðu i langan tima reynt og sums
staðar norðanlands var snjór eigi
tekinn af túnum á Jónsmessu.
Kúpeningur gerði litið gagn og
sauðfé hafði verið gjörsamlega
niðurslátrað vegna fjársýkingar.
Nokkrar manneskjur dóu um
vorið úr hor undir Eyjafjöllum og
viðar. Um sumarið var óþerrir
mikill og skemmdist mikið af
heyjum.
Bjargræðisskortur varð um
veturinn 1781 almennur og
hrossakjötsát fór þá af margra
neyð svo i vöxt að það frá þvi
landið varö alkristnað hefur
aldrei verið svo mjög tiðkað.
Vorið 1781 gekk landfarsótt og
magasýki á börnum og gamal-
mennum. Fóru nú jarðir að verða
fremur venju lausar til sveita en
fólkiö, er af peningi var snautt
orðið, að leggjast i sjóbúðir hvar
það eftir á bjargþrota i hallæri út
af dó.
Sumarið 1782 lágu hafisar fyrir
Norður- og Austurlandi langt
fram á sumar.
Vorið 1783 var blitt og gott en i
júni hófust Skaftáreldar með
öllum þeim hörmungum sem
þeim fylgdu. Veturinn 1783-84 var
mjög harður og lagðist hafis að
landi þegar i janúar. Mikið af bú-
peningi landsmanna féll og um
þriðjungur þjóðarinnar. Verður
ekki fjölyrt um það hér. Arið 1784
og um vorið 1785 var enda-
kleppurinn og hiö skaðlegasta af
þessari hallærisröð og dóu fleiri
en fæddust. Á manneskjunum
var hungur og sultur með öllum
þeim sjúkdómum sem þar af
rísa, einkum blóðsótt, skyrbjúg
og hettusótt. Svo algengt var
hungrið að sá á fjölda presta og
bestu bænda. Þjófnaður og ráns-
háttur fór úr hófi svo að enginn
mátti vera óhultur um sitt. f
ágúst 1784 kom stór Suðurlands-
jarðskjálfti og féllu bæir viða
gjörsamlega. I kjölfar skjálft-
anna voru stórrigningar. Þetta
timabil er eitt harðasta i sögu
þjóðarinnar og voru þá uppi
raddir um það að landið væri með
öllu óbyggilegt.
1881-1892
Arið 1881-1892 varð mesti
frostavetur á Islandi siðan
mælingar hófust. Hinn 9. janúar
skall á blindhrið með ógurlegri
veðurhæð og hörkufrosti er stóð
dögum saman. Þó að upp rofaði
með köflum skall hriðin á vonum
bráðar aftur með 22-30 stiga frosti
noröanlands og 15-22 stiga frosti
syðra. Hlóð niður ódæma fönn.
Hafþök af is rak að landinu og
gengu bjarndýr á land er ráfuðu
langt fram i sveitir. Var farið á isi
frá Reykjavik til Akraness, um
Gilsfjörð allan og Breiðafjörð
eins langt og eyjar náðu.
Um miðjan febrúar gerði
hlákublota syðra en fyrr en varði
rak á norðanveðrið aftur, harðara
en nokkru sinni fyrr. Komst
frostiö upp í 37 stig norðanlands
og fannburður var svo mikill að
elstu menn þóttust ekki muna slik
ódæmi. Frostkúlur komu upp i
bæjargólfum og lá við að fólkið
króknaði i húsum inni. Um
sumarið fór klaki viða ekki úr
jörð og giskað var á að um vorið
hefðu um 18000 lömb dáið.
Mikinn hluta vetrar 1882 var tið
umhleypingasöm en fór batnandi
er á leið. A annan dag páska, 10.
april, snerist til hins verra. Kom
þá mikil norðanátt með frostum
og hriðum norðanlands en kulda-
steytingi syðra. Gerði þá afskap-
legt sandrok, einkum á Rangár-
völlum, og eyðilögðust margar
jarðir. Hafþök af is rak norð--
vestan að landinu og fyllti alla
firði. Lukti isinn brátt um landið
frá Aðalvik á Vestfjörðum að
Breiðamerkursandi. Fyrir öllu
Norðurlandi lá hann allt sumarið
og var ekki farinn með öllu i
byrjun september.
Um sumariö 1882 bættist á
ótiðina mögnuð mislingasótt sem
fór eins og logi um akur. Er talið
að um 1600 manns hafi dáið úr
henni. Frostaveturinn mikli og
mislingasumarið skildu eftir djúp
spor.
Veturnir 1883 og 1884 voru
sæmilegir en veturnir 1885-1888
voru harðir og illviðrasamir.
Hafis var landlægur.
Veturinn 1892 var siðastur i
þessum kuldakafla og svo frosta-
mikiil að ýmsum þótti sem likja
mætti honum við veturinn 1881.
Lagði firði mjög, fannburður var
mikill og vetrarriki og hafis lá
lengi við land.
—GFr tók saman.
ritstiórnararein
ögurstund í hermálinu
Herstöðvaandstæðingar um
land allt efna um þessa helgi til
baráttufunda vegna þess að 32 ár
eru liðin á mánudaginn frá þvi aö
tslendingar voru vélaðir i hern-
aðarbandalag. A þessu vori eru
einnig þrir áratugir siðan
bandariskt setulið hreiðraði um
sig til langdvalar á Miðnesheiði
og fleiri stöðum á landinu.
Baráttusaga liðanna þriggja
áratuga verður ekki rifjuð upp
hér. Nútíminn og verkefni dags-
ins kalla á fræðslu, umræðu, upp-
lýsingar og skipulagða andófs-
starfsemi. tskyggileg viðhorf i
alþjóðamálum, siaukinn vigbún-
aður, yfirvofandi hætta á kjarn-
orkustriði, og vaxandi ásælni
Bandarikjahers á Islandi munu
setja mark sitt á baráttu her-
stöðvaandstæðinga á næstunni.
A siðasta áratug var brottför
hersins sett á blaö i stjórnarsátt-
mála, NATÓ-herskip vöröu veiði-
þjófnað f islenskri fiskveiðilög-
sögu, Varið land safnaði nöfnum
undir kröfuskjal um ævarandi
hersetu, samið var um aðskilnað
herlifs og þjóðlifs á Vellinum,
endurnýjun átti sér stað á flug-
vélakosti herstöðvarinnar, og
Alþýðubandalagið settist i tvær
rikisstjórnir án þess að skrifað
stæði að herinn ætti að fara.
Blekkingin hefur ætið verið
helsta vopn forvigismanna her-
stöðvasinna á Islandi, og hafa
þeirýmist beint þvi gegn sjálfum
sér eða almenningi. Þekkingin
sern ein vinnur á blekkingunni
hefur hinsvegar ekki alltaf verið
beitt vopn i höndum herstöðva-
andstæðinga Óháð upplýsinga-
starfsemi um forsendur fyrir
heimsfriði og rannsóknir á vig-
búnaði hafa þó stóraukist viöa um
heim á siðari árum. Blekkingum
herstöðvasi na verður þvi hægt
að mæta i' r-amtiðinni þannig að
öllum verði ijóst hvað felst i þátt-
töku tslands i NATÓ og setu
Bandarikjahers hér á landi. Enda
þótt ekkert fararsnið sé á hernum
eru skilyrðin til þess að berjast
gegn hersetunni að breytast.
Viða i Evrópu magnast and-
staðan gegn vigbúnaðaráformum
stórveldanna, og andúð á heims-
valdastefnu þeirra er meiri en
margan grunar beggja vegna
markalinu þeirra i álfunni. Sér-
staklega hafa kenningar um tak-
markað atómstrið og Evrópu sem
vigvöll þriðju heimsstyrjaldar
vakiö óhug og ótta. Meira að
segja menn úr forystuliði NATO-
herforingja, eins og Sir John
Hacket, hafa gert lýðnum ljóst að
stórveldin muni kinoka sér i
lengstu lög að ráðast beint hvort
gegn öðru. „Min reynsla af þeim
er sú að þau séu hvorttveggja
reiðubúin að nota handamenn
sina þó að það kosti fulikomna út-
rýmingu bandalagsrikjanna.”
1 35 ár hefur árangurslaust
verið reynt að koma til leiðar af-
vopnun með þátttöku risa-
veldanna. Ýmsir þeirra sem hvað
mest hafa kannað forsendur fyrir
heimsfriöi telja að hugmyndin
um gagnkvæma afvopnun sé
merkingarlaus. Hinsvegar stað-
hæfa þeir að einhliða aðgerðir
sem miða að þvi að banna stór-
veldunum aðgangað landsvæöum
i hernaðarlegum tilgangi og segja
sig úr vopnakerfum þeirra séu
eina færa leiðin. Af þeim rótum
eru sprottnar hugmyndir um
kjarnorkuvopnalaus svæði og
smárikjasamstöðu gegn stórveld-
unum.
Islenskir herstöðvaand-
stæðingar þurfa að fylgjast vel
með þeirri andófsöldu sem nú ris
gegn atómvopnum stórveldanna
og setjast undir árar með þeirri
friðarhreyfingu sem fer eins og
sinueldur um álfuna: Við höfnum
þvi að vcrða atómvopnafóður i
valdapólitik stórveldanna.
Við erum haldin þeim grun aö
sú stefna sem var mörkuð 1974
um aðskilnað herlifs og þjóðlifs
hafi verið notuð til þess aö endur-
nýja tækjakost herstöðvarinnar,
t.d. með jarðstöð fyrir gervi-
hnattasamband, sem Einar
Agústsson heimilaöi ásamt
sprengjugeymslum 1977. Við vit-
um lika að sú heimild sem var
gefin sama ár um staðsetningu
nýrra flugvélageröa á Kefla-
vfkurflugvelli staðfestir það mat
að herstöðin sé lykilþáttur i
árasarkerfi Bandarikjanna á
Norður-Atlantshafi. Við vitum að
Einar Karl
Haraldsson
herstöðin er eins og könguló i
flóknum fjarskipta- og hlustunar-
vef, og það eitt nægir til þess að
gera hana að forgangsskotmarki i
atömstriði. Við vitum að á Islandi
eru flutningatæki fyrir atómvopn,
og séu atómbombur hér ekki að
staðaldri, er gert ráð fyrir að
flytja þær hingað með skömmum
fyrirvara. Og okkur býður i grun
hvaða afleiðingar það gæti haft ef
kjarnorkusprengju yrði varpað á
herstöðvar Bandarikjamanna á
Islandi.
Ný tækni og tengsl hennar við
árásarkerfi Bandarikjahers i
heildhafa breytt eðli herstöðvar-
innar á siðustu 10—15 árum.
Sumum þessum breytingum hafa
islenskir stjórnmálamenn ekki
áttað sig á, en öðrum leynt fyrir
þjóðinni. Nú sælast Bandarikja-
menn eftir fjórföldun oliubirgöa
hersins til þess að geta þjónað
auknum flotaumsvifum sinum i
hafinu kringum Island og lagt
drög að flotahöfn á Suðurnesjum.
Þeir vilja fá land undir nýjar
radarstöðvar og rætt er um her-
flugvöll á Sauðárkróki. Og hvað
um þá lítilþægu Aronsku sem
fram kemur i flugstöðvaráform-
um þriggja utanrikisráðherra?
ögurstund er runnin upp i hcr-
stöðvamálunum. A næstu inán-
uðum mun það ráðast hvort her-
stöövaandstæðingum á þingi og i
ríkisstjórn tekst að stemma stigu
við vaxandi ásælni Bandarikja-
hers. öflug mótmæli herstöðva-
andstæðinga nú i vor geta orðið
þar þung á vogarskálinni. Verði
fullur þungi i þeirri baráttu um
land allt vegur hann upp allt það
gull sem bandariska heimsveidið
getur borið á metaskáiar her-
stöðvasinna. Þá snýst vörn I sókn.
— ekh