Þjóðviljinn - 28.03.1981, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 28.-29. mars 1981
Sextugur 30. mars
Erlendur Einarsson
forstjóri
i
Ævintýraheimur barnsins er oft
margbrotinn, ekki sist ef um-
hverfið i mikilleik sinum ýtir
undir tilveru hvers kyns kynja-
vera, álfa, trölla og skrýmsla af
öllu tagi.
Fáa staði þekki ég sem gefa
unglingum jafn rikulegt tilefni til
sköpunar furðuveraldar og Vik i
Mýrdal i stórfengleik sinum og
fegurð. Æst Atlantshafið i suður,
jökull i norður, fjall, urð og
drangur með iðandi fuglalifi,
sandurinn i austur og vitundin um
voðaafl elds og vatns sem allt
getur brotiö undir sig þegar
minnst varir.
En staðurinn einn án mannlifs
má sin litils viö mótun æsku-
mannsins. Og þrátt fyrir þröngan
kost i þessari fámennu byggð
hafði þegar á uppvaxtarárum
Erlendar Einarssonar, i hinu
unga þorpi, blómgast furðu rikt
félags- og menningarlif með leik-
húsi og lúðrasveit, kirkjukór og
kvenfélagi að ógleymdri bless-
aðri barnastúkunni. Og þó var
mest um fólkiö sjálft, sem
fóstraði og mótaði æskulýðinn.
Miðlaði af hinni margháttuöu lifs-
reynslu við að leita sér lifs-
bjargar Ur náttúrunni, fugl i
bjargi og fang úr sjó, sem aflað
var viö hin erfiöu skilyröi opins
úthafs. Enda tók stjórinn sinn
toll.
Þótt Erlendur Einarsson væri
að mestu horfinn af vettvangi,
þegarégkom tilsögunnar i Vik er
ég viss um aö það sem hann fékk
þar i malinn til langrar og oft á
tiðum erfiðrar lifsgöngu hefur
reynst honum hollt nesti.
Ein af minum ljúfustu æsku-
minningum frá Vik, er þá ég rölti
upp Þorsteinsbrekku að Grund,
að sækja heim foreldra Erlendar,
Þorgerði og Einar. Éinar lét sig
ekki muna um að opna fágætt
bókasafn sitt ungum dreng og
velja til lestrar þjóðsögur, þulur
og ævintýr-, að tengja nútið við
sögu og menningu þjóðarinnar en
um leið að opna augu sveins fyrir
töfrum landsins.
II.
Erlendur Einarsson fæddist 30.
mars áriö 1921 og er þvi sextugur
á mánudaginn kemur. Hann er
sonur Einars Erlendssonar og
Þorgerðar Jónsdóttur. Einar var
i yfir 50 ár starfsmaður Kaup-
félags Skaftfellinga. Foreldrar
hans, þau Erlendur Björnsson
smiðurog Ragnhildur Gisladóttir
frá Norður-Götum I Mýrdal, voru
meðal frumbyggja Vikurkaup-
túns og fluttu þangað árið 1898.
Móðurforeldrar Erlendar voru
þau Jón Brynjúlfsson, verkstjóri
frá Heiði og Rannveig Einars-
dóttir frá Strönd i Meöallandi. Að
Erlendi standa þannig sterkir
skaftfellskir stofnar.
III.
Þjóðfélagshugsjón sam-
vinnunnar, upphaf kaupfélag-
anna islensku, þróun þeirra og
hlutverk i þjóðfrelsisbaráttunni,
stofnun Sambands kaupfélag-
anna og hin hagsmunalega og
menningarlega þýöing þessarar
starfsemi eru þjóðlifsþættir sem
veröskulda nákvæma skoðun.
Þeim veröur að sjálfsögðu ekki
gerð nein skil I þessari afmælis-
grein. Hitt er ljóst að árangur
samvinnustarfsins hér á landi og
gildi þess fyrir afkomu og at-
vinnulif landsmanna er meö
ólikindum. Enda eru þess engin
dæmi i okkar heimshluta að sam-
vinnusamtök hafi á hendi jafn öfl-
ugan atvinnurekstur og umsvif
sem á íslandi.
Ein ástæða þess hversu
Samband islenskra samvinnu-
félaga hefur vaxið er sú stað-
reynd að til forystu viö fram-
kvæmdir hafa frá fyrstu tið valist
harðduglegir menn, þótt þeir hafi
á margan hátt verið ólikrar
geröar. Þeir bræöur Hallgrimur
og Sigurður voru eindregnir hug-
sjónamenn og á engan hátt likir
athafnamanninum Vilhjálmi Þór.
Þó skiluðu þeir allir sambands-
fyrirtækjunum i hendur nýrra
kynslóða öflugri en fyrr.
Þaö var þvi ekki lltill vandi sem
blasti við samvinnumönnum að
finna Sambandinu forstjóra
þegar Vilhjálmur lét af störfum.
Erlendur Einarsson varð fyrir
valinu, þá aðeins 33 ára að aldri.
Hann hafði þá þegar getið sér
mjög gott orð sem framkvæmda-
stjóri Samvinnutrygginga, en
hann fékk það erfíða híutverk
árið 1946 að koma þessu fyrirtæki
á laggirnar. Svo vel tókst Erlendi
við starfrækslu Samvinnu-
trygginga að félagið varð á
skammri stund stærsta trygg-
ingarfélag landsins og meö til-
komu þess stórlækkuðu ýmis
tryggingariðgjöld. Félagið tók
m.a. upp þá nýbreytni að greiða
tryggingartökum tekjuafgang.
Erlendur Einarsson hefur nú i
yfir fjórðung aldar veitt
Sambandinu forstöðu. A þessum
tima hafa skipst á skin og skúrir i
rekstri þess og kaupfélaganna
einsog oft vill verða. Aratugurinn
1960—1970 var Sambandinu til
dæmis þungur I skauti. En á
erfiðleikunum var sigrast og
undir forystuErlendar hafa sam-
vinnufyrirtækin haldiö áfram aö
dafna og nýjar brautir hafa verið
ruddar. Nægir i þvi sambandi að
geta flutnings Samvinnuskóláns
að Bifröst, og stofnunar
Samvinnubankans, Osta- og
smjörsölunnar og Samvinnuferða
— Landsýnar. Ég veit lika fyrir
vist aö þáttur Erlendar i þróun
iðnfyrirtækja Sambandsins er
stór, ekki sist eftir brunann mikla
á Akureyri fyrir nokkrum árum,
þegar mönnum óx svo i augum
endurreisnarstarfið, að við lá að
þeim féllust hendur.
IV.
A undanförnum árum hef ég
iðulega deilt á forystu Sambands-
ins og verið i þeim hópi manna
sem átalið hefur það sem oft er
kallað forstjóraveldið i Sam-
bandinu. Ég hef haldið þvi fram
að það væri ekki I anda þeirrar
lýöræöishugsjónar sem er
hyrningarsteinn samvinnustefn-
unnar að forstjóri og fram-
kvæmdastjórar SIS sætu sitt á
hvað I stjórnum hliðarfyrirtækja
Sambandsins, enda væru þessir
framkvæmdaaðilar nær einráðir
um mótun stefnumiða
hreyfingarinnar, en áhrifa hinna
félagskjörnu fulltrúa gætti litið.
Ævinlega hefur Erlendur verið
reiðubúinn að rökræða þessa full-
yrðingu og færa fram ástæður
sinar fyrir þvi af hverju hann
teldi þetta fyrirkomulag nauð-
synlegt. Hér verður hvorki fjallaö
um þessi mál né önnur deiluefni
sem hljóta að spretta upp i svo
fjölmennri og voldugri félags-
hreyfingu sem samvinnu-
hreyfingunni, ef hún á annaö borö
vill risa undir nafni.
Ég vil á hinn bóginn ekki láta
hjá liða að minnast á tvo þætti i
samvinnustarfinu þar sem leiðir
okkar Erlendar hafa legið saman.
Hinn fyrri er stofnun Hamra-
garða, félagsheimilis samvinnu-
manna. Þegar Jónas Jónsson lést
veltu menn vöngum yfir þvi hvað
yröi um hús Sambandsins aö
Hávallagötu 24, bústað Jónasar.
Um tima horfði svo að húsið yrði
selt. Þegar Erlendi var kynnt
hugmyndin um að koma þar upp
félagsheimili samvinnumanna,
tengtminningu Jónasar, tók hann
þeirri málaleitan mjög vel. Ég
átti sæti i fyrstu stjórn hússins og
mér er enn i minni hversu
myndarlega Erlendur vildi að
málum standa. Sama skilningi
hafa forystumenn Nemendasam-
bands Samvinnuskólans jafnan
mætt þegar til Erlendar hefur
þurft að leita.
A siðustu árum hafa þær raddir
oröið æ háværari, sem telja brýna
nauðsyn bera til að styrkja tengsl
samvinnuhreyfingar og verka-
lýðshreyfingar á tslandi. EBli
málsins samkvæmt ættu þessar
hreyfingar alþýðunnar I landinu
ekki aö berast á banaspjótum,
heldur taka höndum saman um að
létta li'fsbaráttu vinnandi stétta.
Ég hef um hrið verið i vinnuhópi
samvinnumanna sem rætt hefur
leiðir að þessu marki. Þótt alltof
litið hafi enn unnist hvað þetta
varðar, hafa þessar félagshreyí-
ingar fólksins þó hafið samstarf
um starfrækslu bréfaskóla og
ferðaskrifstofu. A fundum vinnu-
hópsinsiogviðönnurtækifæri hefur
Erlendur Einarsson veriö manna
fundvísastur á viðfangsefni sem
þessar hreyfingar ættu að takast
á hendur sameiginlega. Ég er
ekki i nokkrum vafa um að eitt
mikilvægasta þjóðfélagsverkefni
okkar tima er að forystulið þess-
ara hreyfinga láti gamla fordóma
ogværingarekki verða til þess að
koma I veg fyrir nýja sókn til
samstöðu þessara þýðingarmestu
hagsmunahreyfinga alþýöunnar i
landinu. Þar vonast ég til að
Erlendur Einarsson verði fremst-
ur I fylkingu.
V.
Ég hygg aö Erlendur Einarsson
hafi verið mikill hamingjumaður
I sinu lífi. Hinn 13. april 1946 gekk
hann aö eiga Margréti Helga-
dóttur frá Seglbúðum I Landbroti.
Margrét er þekkt fyrir þann
myndarskap og rausn sem ein-
kennt hefur Seglbúðaheimilið,
enda mikið á henni mætt við mót-
tökur samvinnumanna, innlendra
sem erlendra. Ég færi þeim
hjónum og börnum þeirra hjart-
anlegar hamingjuóskir I tilefni
dagsins og bið þeim gæfu um alla
framtiö.
Skrifstofur heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytisins eru fluttar að
LAUGAVEGI116
Þar eru einnig skrifstofur eftirtalinna
aðila: Lyfjanefndar, Lyfjaverðlagsnefnd-
ar, Lyfjaeftirlits rikisins, Daggjalda-
nefndar, Alfanefndar og embættis skóla-
yfirlæknis.
Heilbrigðis-
tryggingamálaráðuneytið
26. mars 1981
Utboð — áhugakönnun
Byggingasamvinnufélagið Vinnan hyggst
bjóða út byggingu 10 einbýlis- og 7 par-
húsa auk bilskúra við Kleifarsel, Reykja-
vik. Húsin verða að verulegu leyti byggð
úr timbri en að hluta steinsteypt.
Verkið er tviskipt, annars vegar undir-
stöður og grunnlagnir, verktimi mai-okt.
1981, og hins vegar yfirbygging að fok-
heldu ástandi, verktimi júli 1981 — des.
1982.
Verktakar sem áhuga hafa á að kynna sér
verk þetta, hafi samband við hönnun hf
verkfræðistofu, útibú Laugavegi 42, simi
28770.
hönnun hf
Félag
jámiðnaðar-
manna
FÉLAGSFUNDUR
verður haidinn þriðjudaginn 31. mars 1981
kl. 8.30 e.h. í Domus Medica v/Egilsgötu.
Dagskrá:
1. Félagsmál
2. önnur mál
3. Erindi: „Tölvunotkun i málamiðnaði”,
Jón Hjaltalin Magnússon, verkfr..
Mætið vel og stundvislega!
Stjórn Félags járniðnaðarmanna.
Baldur óskarsson.