Þjóðviljinn - 28.03.1981, Page 18

Þjóðviljinn - 28.03.1981, Page 18
þJÓÐVILJINN — SIÐA 18 Helgin 28.-29. mars 1981 Sennilega er þessi mynd tekin viöGeysi I Haukadal. Ekki þekkjum viö mennina til vinstri, en gaman væri aö fá aö vita nöfn þeirra. Viö Gullfoss. Ingiriöur prinsessa festir blóm f barm sér. Til vinstri eru Hermann Jónasson forsætisráöherra og kona hans Vigdis Steingrimsdóttir. Konungleg heimsókn Siöasti kóngurinn yfir tslandi var Kristján X. og var sonur hans F’riörik þvi krónprins tslendinga. þessa sér merki l nafni Margrétar Dana- drottningar sem einnig var skirö isleoska nafninu Þór- hildur. Hún er fædd áriö 1940 þegar afi hennar var enn kon- ungur tstands. t kryddsildar- veislunni frægu um daginn bar þetta á góma og þá lét Margrét drottning þess getiö aö islands- ferö foreldra hennar áriö 1938 heföi haft mikil áhrif á þau, sér- staklega móöur hennar Ingiriöi. Hérerubirtar I fyrsta sinn opin- berlega myndir sem teknar voru af þeim skötuhjúum viö þaö tækifæri. Ljósmyndarinn er Skafti Guöjónsson bókbindari. Friðrik og Ingiriður komu hingað 24. júli með Drottn- ingunni eins og skipiö Dronning Alexandrine var yfirleitt nefnt af Islendingum, en þaö var i förum hingað fram undir eða yfir 1960. betta farþegaskip var skirt i höfuðið á móður Friðriks. Islendingar hafa jafnan verið heldur konunghollir, þó að þeim hafi verið illa við Dani að ööru leyti meðan á sjálfstæðis- baráttunni stóð. Krónprins- hjónunum var tekið með mikilli viðhöfn. Slðan var ekiö með þau austur um sveitir, t.d. að Gull- fossi og Geysi og einnig að Sogs- fossum. Myndirnar hér á slðunni eru allar teknar i þeirri ferö. Jón Sveinbjörnsson konungsritari ávarpar krónprinshjónin viö komuna til Reykjavikur. A milii þeirra er Vigdis Steingrimsdóttir, kona Hermanns Jónassonar forsætisráöherra. Áður óbirtar myndir frá árinu 1938 A þingvöllum. Takiö eftir hvaö stúlkan tilhægri er feimnisleg. Gaman væri aö fá aö vita nafn hennar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.