Þjóðviljinn - 28.03.1981, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 28.03.1981, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 28.-29. mars 1981 Helgin 28.-29. mars 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Ógnarjafnvægið svokallaða hefur byggst á því að stórveldi, sem byrjar kjarnorkustyrjöld með árás á yfirráðasvæði annars stórveldis kallar yfir sig gagnárás. Sú tortiming sem slik styrjöld leiddi til, gefur ekki kost á sigurvegara. Kjarnorkuvopna- forðabúr Bandaríkjamanna, Breta, Frakka, Kin- verja og Sovétmanna hafa að geyma slikan eyð- ingarmátt að einungis hluti hans nægir tii að sprengja samfélög manna aftur á steinöld, ef eitt- hvert mannlif yrði þá eftir til að erfa geislavirkt umhverfi og hrylling erfðagalla og stjórnleysis. Eftir Garðar Mýrdal Kafbátaárásarkerfi bandaríska flotans Grein í Scientific American I grein i febrúarhefti Seientific American 1981 er vöngum velt yfir möguleikum Bandarikja- manna til að brjóta upp ógnar- jafnvægið og ná yfirburðum i hernaðaraðstöðu, sem kalla má „ógnarjafnvægisleysi”. Slik staða veitti Bandarikjamönnum þá yfirburði að geta greitt svo af- gerandi og snöggt högg i fyrstu árás á Sovetrikin, að gagnárás yrði mjög óveruleg ef hún yrði einhver. Slik staða, sem Bandarikja- menn gætu jafnvel náð á þessum áratug ef svo heldur fram sem horfii^ og ef styrjöld milli risa- veldanna brýst ekki út áður en hún kemur upp, byggist á yfir- burðum Bandarikjamanna um- fram Sovétmenn á sviði rafeinda- og tölvutækni. Greinin i Scientific American er eftir Joel S. Wit, og hefst á kynningu á umfangi ASW-kerfis- ins (Antisubmarine Warfare- kerfisins) sem Bandarikjamenn hafa þróað i stöðugt vaxandi mæli i nærri þrjá áratugi og hafa kost- að til miljörðum dollara. Höfund- ur greinarinnar segir m.a. i inn- gangi að þótt kafbátaárásarstyrk Bandarikjamanna sé fyrst og fremst ætlað að bægja frá ógnun við athafnir og flutningaleiðir bandariska flotans, þá hafi kerf- ið nú þróast á það stig að vera orðið veruleg ógnun við sovéska kafbáta sem geta skotið kjarn- orkuskeytum úr kafi gegn skot- mörkum i Bandarikjunum. bessi vaxandi árásarhæfni ASW-kerfis Bandarikjamanna á sér enga hliðstæðu i sovésku hernaðarvélinni, hvorki nú né fyrirsjáanlega. Hér verður fjallað um atriði i greininni i Scientific American um það hvernig þessi aukna árás- arhæfi bandarisku hernaðar- vélarinnar er byggð upp m.a. á hernaðarmannvirkjum á íslandi, þeirri ógn sem Sovétmenn standa frammi fyrir hennar vegna og hvernig þetta eykur styrjaldar- hættu og spennu i heiminum. Opinberar yfirlýsingar um bandariska ASW-kerfið hafa gjarnan lagt áherslu á taktiskt hlutverk þess. Hlutverkinu er skipt i fjóra megin þætti: 1) að gera vart við kafbáta. 2) að bera kennsl á óvinakafbáta, 3) að stað- setja kafbátana nákvæmlega og fylgjast með hreyfingum þeirra, og 4) að granda kafbátum. Það hefur haft forgang i uppbyggingu ASW-kerfisins að verja Banda- rikin sjálf gegn kafbátum með langdrægar kjarnorkueldflaugar. ASW-kerfi Bandarikjamanna er einkum byggt á neðansjávar hlerunarkerfum, kjarnorkuknúð- um árásarkafbátum, umfangs- miklum Orion-flugvélaflotum, og til að geta eytt öllum kafbátum hvar sem er og hvenær sem er, jafnvelundan lshafsströnd Sovét- rikjanna og i dýpstu álum úthaf- anna eru nú i þróun net gervi- tungla, ný og fullkomnari hlerun- ardufl, og samhæfing fjölþættra aðgerða um öll heimsins höf með tölvustýrðum stjórnunarstöðvum A fjárhagsárinu 1980 notaði bandariski flotinn (US Navy) 7 miljarða dollara eða u.þ.b. 16% af heildar fjárveitingu sinni til reksturs ASW-kerfisins og meira en 20% til rannsókna og þróunar á kerfinu. Hljóölátir kafbátar í háværu umhverfi Algengustu aðferðir til að skynja kafbáta er að nota hlerun- artæki eða keðjur hljóðnema sem geta greint vélarhljóð og önnur hljóð frá kafbátum. Hljóðbylgjur berast langt i vatni og má greina hljóð frá kafbát um óravegalengd i heimshöfunum. En á leið sinni fara þessar hljóðbylgjur um sjó með misjöfnu hitastigi og mis- jöfnu seltuinnihaldi, en hvort tveggja hefur áhrif á hljóðhraða. Auk þess verða hljóðbylgjurnar fyrir áhrifum hafstrauma og endurkasts frá yfirborði og hafs- botni og þá blandast inn truflanir frá öldufalli, dýralifi, oliuborun- um á hafsbotni og mikilli umferð verslunar- og fiskiskipa, og ann- arra sjávarfarartækja. Fyrstu kafbátahlerunar- stöðvarnar voru lagðar meðfram Atlantshafsströnd Bandarikjanna 195^,og á sjötta áratugnum voru hlerunarkerfin þróuð niður á mikið dýpi meðfram Atlantshafs. og Kyrrahafsströnd N-Ameriku. Samhæfing hlerunarkeðjanna og eftirlits herskipa og flugvéla með óvinakafbátum var þróuð samhliða bættri næmni hljóðnem- anna og raftæknilegri meðhöndl- un á hljóðmerkjunum til að einangra úthljóðin frá kafbátum. 1974 voru 22 svoköiluð SOSUS (Sound-Surveillance System) hlerunarkerfi á vegurn banda- riska flotans, en þau geta staðsett kafbáta með a.m.k. 50 sjómflna nákvæmni. Hljóðnemarnir eru lagðir i ákveðið mynstur og tengdir saman með köplum. Hljóð frá kafbátum, sem greinast á fleirri en einn hljóðnema,gefur fjarlægð og stefnu kafbátsins þvi nákvæmar sem fleirri hljóðnem- ar greina hann. Tvær slikar keðj- ur, önnum samsiða Kamtsjatka. skaga á Kyrrahafsströnd Sovét- rikjanna og hin milli Bjarnareyj- ar og Noregs á mótum Atlants- hafs og Barentshafs þykja sér- lega mikilvægar, þar eð þær eru á helstu athafnasvæðum sovésku Gefur Bandaríkja- mönnum forskot og raskar ógnar- jafnvæginu kafbátanna og skera leið þeirra til og frá heimahöfnum. Byltingin á sviði rafeindatækni og örtölvuiðnaðar og þar með á sviði hljóðnematækni og i hraða og nákvæmni meðhöndlunar upp- lýsingaflæðis s.s. hljóðbylgju- mælinga i undirbjúpunum gerir nú kleifa þróun meðfærilegri hljóðnemakeðja, sem greina jafnvel á löngu færi núning milli kafbáta og sjávar þegar vélar- hljóðin hafa verið slökkt. A vegum bandariska flotans er nú verið að þróa tvö geysi-nákvæm kerfi hljóðbylgju- nema, til að staðsetja óvinakaf- báta bæði á djúpsævi úthafanna og eins um styttri tima i námunda við yfirráðasvæði sovésku kaf- bátanna t.d. inni i Barentshafinu. Það fyrra SURTASS (Sur- veillance Towed Array System) er gert af hljóðnemaröð, sem er dregin á eftir skipum i löngum kapli á yfirborði sjávar. Hitt kerfið RDSS (Rapidly De- ployable Surveillance System) er byggt á fjarstýrðum baujum, sem geta staðsett kafbáta með tölu- vert mikilli nákvæmni, með- höndlað hljóðmerkin sem þær greina og sent mikið magn upp- lýsinga t.d. gegnum gervitungl. Þessu kerfi er hægt að koma fyrir með flugvélum eða kafbátum til Landfræðileg lega er Bandarikjunum mjög i hag i hugsanlegum hernaði gegn langdrægum flugskeytakafbátum Sovétfikjanna. Enda þótt Sovétrikin hafi lengstu strandlengju allra rikja eru þau að mestu landlukt ef miðað er við lang- dræga flugskeyta-kafbáta. Kafbátahafnir þeirra eru illa staðsettar og aðgang- ur að heimshöfunum þaðan torveldur. Til dæmis þurfa sovéskir YANKEE-kaf- bátar, sem búnir eru langdrægum kjarnorkueldflaugum, og eiga heimahöfn i Polyarnyy á Kóla-skaga, að fara gegnum „hliðiö” milli Grænlands og Bret- iands til þess að komast út á Atlantshafið. Þeir komast þvi hvergi án þess að kafbátavarnir Bandarikjanna fylgist gaumgæfilega með. Enda þótt sambæri- legir soveskir kafbátar hafi beinan aðgang að Kyrrahafinu frá Petropavlosk á Kamtsjaka-skaganum er nálægðin við Aleutia eyjurnar og Japan þeim Þránd- ur i Götu. Kafbátahernaðarkerfi Bandarikjamanna byggir ekki aðcins á land- fræðilegu óhagræði Sovétmanna, heldur fyrst og fremst á auðveldum aðgangi þeirra sjálfra að heimshöfunum og heppilegri staðsetningu bandamanna á lyk- ilstöðum. Lega SoVétrikjanna og takmarkaöur aðgangur aö heimshöfunum á sinn stóra þátt i þvi að takmarka umsvif langdrægra sovéskra kafbáta, t.d. Delta-gerðarinnar, við „sovésk innhöf” svo sem Barentshaf og Okhotskhaf. LykiIIinn tii vinstri á myndinni sýnir nokkra þætti i kafbátahernaðarkerfum stórveldanna tveggja. timabundinna njósna og á striðs- timum til aðstoðar SOSUS kerf- inu, sem er viðkvæmt íyrir árásum. Umfangsmiklar hernaðar- rannsóknir Rannsóknarstofnun bandariska hersins DARPA (Defence Ad- vanced Research Projects Agency) hefur með rannsóknum og tilraunum látið bandariska flotanum i té óhemju afkastamik- ið og nákvæmt hljóðnemakerfi, sem ná mun dýpra i undirdjúpin og er stjórnað frá heimsins af- kastamestu tölvum (Illiac 4). Unnið er að þvi að koma þessu kerfi i notkun i Moffett Field Naval Air Stöðinni I Kaliforniu. Meðal annarra verkefna sem rannsóknarstöðin DARPA vinnur nú að í þessu sambandi eru: a) Að setja net segulsviðsmæta á hafsbotinn milli tslands og Grænlands og milli tslands og Skotiands til að' vinna á móti möguleikum Sovétmanna til að villa fyrir hljóðnemakerfunum með hljóðgjöfum. b) Infrárauðum mælingum tii að greina hitauppstreymi frá kjarnorkumótorum kafbáta og verður jafnvel unnt að nota slika infrarauða nema i gervi- tunglum til kafbátaleitar. Framhald á 16. siðu. Lockheed P-3C Orion er fullkomnasta langfleyga kafbátahernaðarvél I heimi. t henni eru margvisleg eftirlitstæki, m.a. mikill fjöldi hljóðbauja, sem varpaö er I sjó. Orion vélarnar geta einnig borið fjölmargar tegundir af vopnum til þess að granda kafbátum, svo sem sprengjur, djúpsprengjur (sumar með atómhleðsl- um), flugskeyti og tundurskeyti. Bandariski flotinn framleiðir 12 slfkar vélar á Hlutiaf mælitækjum um borð i P-3C ORION vél, en þar eru samkvæmt upplýsing- um bandariska flotans m.a. ratsjá, rafeindasjá, segulskynjarar og „infrarauðir” skynjarar Jj „Starfs”-sv*ði U.S. kafbáta. o Landstöð fyrir ASW-flugvélar X SOSUS-kapIar U.S. ASW-þyrlumóðurskip. ♦+ U.S. ASW flugvélar • • • • CAPTOR-sprengju belti. A þessu kortier dregin upp mynd af hugsantegum „kafbátaþröskuldi” I hafinu miUi Graen- landsog Bretlands og segir greinarhöfundur I £jpientific Amerlcan að hdn Sýni vel hvernig kerfiö geti virkað jafnt sem vörn gegn sovéskurtt árásarkafbátum og til sdknar gegn þeim kafbátum Sovétmanna sem bera langdrægar eidflaugar. Þessa mynd dregur greínarhöf- undur upp með stuðningi sovéskra herfræðirita. Takið eftir Captor-sprengjubeltunum milli tslands og Grænlands. t lyklinum tii.vinstri á myndinni er U.S. notað til styttingar fyrir Bandarikin, og ASW fyrir kafbátahernaðarkerfið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.