Þjóðviljinn - 28.03.1981, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 28.03.1981, Blaðsíða 23
Helgin 28.-29. mars 1981 ÞJÓÐVÍLJINN — SIÐÁ 23 Eg hélt þetta væri skíðalyfm ulH H | M ■L «| vísnamál Umsjón: Adolf J. Petersen Treysta skal töfraráð Daglegt amstur og umstang hefur oft or&iö yrkisefni á ýmsan hátt, t.d. bæfti á háalvarlegan hátt eöa til að gera gó&lát- legt grin aö þvi sem menn eru aö bjástra við. Hér i Visnamálum hefur hvorttveggja veriö um hönd haft, til a& lesendur geti séö hvað hagmælt fólk er fjölbreytt i vali sinu á yrkisefnum. Sjaldgæft mun þaö þó vera að hagyrð- ingar leiti eftir yrkisefnum. Hitt mun al- gengara að tækifærin flytji efniviðinn til hagyrðinganna sem svo fella hann i orð- anna skorður svo sem þeim best hentar. Það hefur stundum verið vikið frá þvi hér i þessum þáttum að birta ferskeytlur eingöngu, þó þær séu aðal-uppistaðan, svo sem nafniðbendir til. Annað ljóðform hef- ur þá lika sést þegar það hefur hentað betur. Að þessu sinni er það Sofus Berthelsen i Hafnarfiröi sem notar annað form en fer- skeytluna til aö koma skoðunum sinum á framfæri og íysa ástandinu i daglega amstrinu eins og þaö kemur honum fyrir sjónir nií á þessum kalda snjóa-og frosta- vetri. Hann nefnir það Ástand tltgeröin tórir þó alltaf sé tap, aðeins er treyst á gengishrap. Togarar draga úr djúpunum skrap dagana stutta og langa. Vandræðin hrannast sem kólgukrap við Kröflu og Grundartanga. Ellilaun fara ekki I bankabók, i bræöi Guörún stjórnina skók. Framlag hjá rikinu Flugleiðir tók. Er furða þó einhver gapi? Fjölmiðlar sögðu:Franskbrauö ogkók er framleitt með stóru tapi. Allsstaðar blasir viö sama sort, sjá allir og finna orkuskort. Verkfræðingar krota á kort og kotbóndans landi ræna. Þrotið er vlst þjóöarstolt vort. Þjórsá nú oflitil spræna. A flugvclli suður er vltisvél, er vafalaust malar þjóðina I hel, og ekki ég dýrari söguna sel, því sumt má þó ekki nefna. En fjölþjóðamafiu farnast vel sem fær hér orkuna gefna. Um atvinnu bjargráðin vandast val, því vonlaust er þingsins slfellda mal. En þettaallt Þórshafnar-togara tal er tlmanna stærsta hneisa. Og sviksama nefndarmenn núna skal niður um alla leysa. A öndveröum meiði er Gunnar og Geir, guöfeöur reyndar fleiri en tveir, og athafnalausir samt allir þeir yfir vandamálunum gapa. Verðbólgan stlgur nú meira og meir og miljónum þjóðin aö tapa. Verður hjá þjóð algjört þrotabú? Þingmenn allir svo ráðlausir nú. Fólk gerði sér vonir I góöri trú um glimu viö veröbólgu slika. Allt greiðum viðseinna, eg og þú, og afkomendurnir lika. Nokkuö góð lýsing á ástandinu sem varla veröur vefengd. Nú eru á skjölin skráð skuldir morgundagsins. Treysta skal á töfraráð og tálvöxt efnahagsins. Það var einmitt 1. mars s.l., sem vissar aögerðir I kaupgjaldsmálum komu til framkvæmda. Þá var þessi visa kveðin, en svo kom önnur á eftir sem er þannig: St jdrnarvöldin leita iags, I litlu snauðum þókna, ætla því að stofna strax stefnu leiftursókna. Það þótti þó ekki nóg. Sú þriðja kom i kjölfariö: Kjörin rýrð og krónan felld, krepptur efnahagur. Þessi visuhelmingur var svo i Vfsna- málum og menn beðnir að botna hana til að sjá og heyra hvaö þeir heföu til mál- anna að leggja. Nokkrir botnar hafa bor- ist. Þeir hefðu þó mátt vera fleiri. Jón Bjarnason, Njálsgötu 43, kveður visuna alla svona: Kjörin rýrð og krónan felld, krepptur efnahagur. Konan veik og kýrin geld og kominn skiladagur. Björgvin E. Björgvinsson .Dunhaga 20 lét ekki sitt eftir liggja og kvaö visuna þannig:. Kjörin rýrö og krónan felld, krcpptur efnahagur. Alveg rikisgrýtan geld. Grætur landinn magur. Tryggvi Emilsson sendi fimm botna og er samdóma öörum höfundum um það að vinnulýöurinn við Austurvöll sé að þurr- mjólka kúna: Kjiirin ryrð og krónan felld, krepptur efnahagur. Æran glötuð eða seld. Ekki er tónninn fagur. 2. Klakastorku kæfir eld kaldur góudagur. 3. Eina kyrin orðin geld, aflinn smár og magur. 4. Svona er þjóðin hrakin, hrelld. Ilruniö er næsti bragur. Og fimmti botninn hjá Tryggva er þannig: Kjörin rýrö og krónan felld, krepptur efnahagur. Yrkir hann fram á ævikveld, aldrei veill né ragur. Þá var hér I Visnamálum fyrrihluti að visu aösendur vestan frá Kanada. Tryggvi Emilsson botnaði þá visu svo hún varð þannig: Arnar falla út i sjó ofan úrfjalla-sölum, þær voru allar orpnar snjó efst f Gjallar dölum. Guörún Jónsdóttirkvað visuna þannig: Arnar falla út I sjó ofan úr fjalla-sölum, yfir grundu, urö og mó eftir renna dölum. Svo var það forprjóniö um kúna i Ar- borg i Kanada, er höfundúrinn óskaði að fá botn við: A bás sinum beljan stóö yxna, en bolinn var þjáður af hixta. Guðrún Jónsdóttir bætir við: Svo Brandur varð belju aö sæöa, en best mun'ei um það að ræða. En ritari Vlsnamála breytti þessu og hefur visuna þannig: A bás sinum beljan stóö yxna, en bolinn var þjáður af hixta._____ Gefðu honum bara brennivín, svo beljan fái f skeiðin sín og komi úr henni kálfur. Brytjaðu svo bolann I spað og boröaðu hann sjálfur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.