Þjóðviljinn - 28.03.1981, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÖÐVIL31NN Helgin 28:—29. m'arfc' <981
/ skýrslu Sjóslysanefndar kemur fram, að á árunum 1977 til 1979
urðu 15 óhöpp á sjó þar sem orsökin var kæruleysi
Hér á eftir skulu nefnd nokkur
dæmi úr skýrslu sjóslysanefndar
en þó sleppum við nafni skips;
þeir sem vilja kynna sér málið
nánar geta fengið þessar
umræddu skýrslu hjá Sjóslysa-
nefnd.
Árið 1977
Fimmtudaginn 20. janúar
lagðist loðnubátur á hliðina. Alit
sjóslysanefndar: Liklegt verður
að telja að stöðugleika skipsins
hafi verið ábótavant. Einnig
hefur frágangur lestar, boxaloka
og skiljara ekki verið sem skyldi.
Miðvikudaginn 20. júli varð
árekstur tveggja báta, á Ingólfs-
höfðasvæðinu. Álit Sjóslysa-
nefndar: Engin hljóðmerki gefin i
þoku og lélegu skyggni, sem skylt
er samkvæmt siglingareglum:
Ekki fylgst með skipaferðúm í
radar sem skyldi, þrátt fyrir
mjög slæmt skyggni.
Miðvikudaginn 14. september
strandaði bátur. Alit Sjóslysa-
nefndar: Aöeins einn maður var á
bátnum og fór hann úr stýris-
húsinu niðuri vélarrúm á siglingu
rétt við land, sem telja verður
ámælisvert.
Þriðjudaginn 1. nóvembervarð
ásigling á Ingólfshöfðasvæðinu.
Alit Sjóslysanefndar: Orsök
árekstursins verður að telja þá,
að skipstjórnarmaður yfirgefur
stjórnpall um stund þótt hann viti
af bát framundan i stuttri fjar-
lægð. Arétta ber enn, að ekki sé
einn maður á stjórnpalli á
siglingu.
Miðvikudaginn 2. nóvember
hvolfdi reknetabát. Alit Sjóslysa-
nefndar: Erfitt er með vissu aö
fullyrða um orsakir þess að
bátnum hvolfdi, en eftirfarandi
atriöi kom mjög til álita: 011
sildin var á hillum. Lestarlúgur
óskálkaðar. Sjálfstýring var á við
varhugaveröar aðstæöur á fullri
ferð.
Föstudaginn 4. nóvembervarð
ásigling milli tveggja báta. Alit
Sjóslysanefndar: Orsök árekst-
ursins veröur aö telja þá, að skip-
stjórnarmaöur yfirgefur stjórn-
pall um stund þótt hann viti af
bátum framundan i stuttri fjar-
lægð. Arétta ber enn aö ekki sé
einn maöur á stjórnpalli á
siglingu.
Hin tíðu strönd og sjóslys í vetur leiða huga
manns að þvi hvað valdi þeim. Menn spyrja eðli-
lega hvað valdi þvi,að nýtt og glæsilegt skip, búið
öllum bestu siglingatækjum, strandar á blindskeri
upp við land i skaplegu veðri. Er hér um kæruleysi
að ræða? Þegar litið er i skýrslu sjóslysanefndar
fyrir árin 1977, 1978 og 1979 kemur i ljós að orsök 15
óhappa á sjó er kæruleysi eingöngu. Nokkur dæmi
eru um það að menn sofni á stýrisvakt ellegar að
menn yfirgefa stýrishús um lengri eða skemmri
tima og afleiðingin verður strand, eða ásigling. t
þessum 15 dæmum er ekki átt við það þegar menn
slasast um borð í skipi, heldur aðeins ef bátar hafa
orðið fyrir óhöppum.
\ i
Árið 1978
Laugardaginn 1. april strand-
aði bátur. Alit Sjóslysanefndar:
Orsakir strandsins er sú að
stjórnpallur er yfirgefinn á
siglingu nálægt landi, sem ætíð er
ámælisvert.
Miðvikudaginn 15. nóvember
strandaði bátur. Alit Sjóslysa-
nefndar: Astæða strandsins er sú
að stjórnpallur er yfirgefinn á
siglingu, sem ætið er ámælisvert,
og sjálfstýring höfð á, sem ekki
var I fullkomnu lagi.
Fleiri óhöpp mætti nefna frá
árinu 1978, enlátum þetta nægja.
Árið 1979
Miövikudaginn 1. febrúar
strandaði bátur. Alit Sjóslysa-
nefndar: Orsök strandsins er
bersýnilega sú, að maðurinn við
stýrið sofnar eða missir meðvit-
und. Amælisvert er að réttinda-
maður skuii yfirgefa stjórnpall á
siglingu og skilja einn mann eftir.
(Við stýrið var vélstjóri sem átti
vanda til aö fá þyngsli vfir
höfuöið og missa meðvitund: inn-
skot Þjóv.)
Sunnudaginn 25. febrúar
strandaði bátur. Alit Sjóslysa-
nefndar: Orsök óhappsins er sú,
að stefna skipsins er sett óeðli-
lega nærri skerjunum miðað við
aðstæður. Mjög virðist hafa skort
á nauösynlega árvekni við
siglingu skipsins.
Fimmtudaginn 15. mars
strandaði bátur. Alit Sjóslysa-
nefndar: Orsök strandsins er sú
að mennirnir á vakt sofnuðu.
Sunnudaginn 15. júllvar siglt á
bát. Alit Sjóslysanefndar: Orsök
slyssins viröist aðgæsluleysi við
stjórn þess báts er sigldi á hinn.
Fleiri dæmi mætti nefna úr
skýrslu Sjóslysanefndar fyrir
árið 1979, en látum þetta nægja.
Glæfraspil
í skýrslunum kemur fram að
ýmis slys á mönnum hafa átt sér
stað á sjó, sem rekja má til van-
búnaðar eða kæruleysis, en hér er
aöeins veriö að fjalla um strönd
eða önnur óhöpp báta.
Maður sem fylgist mjög náið
með sjóslysum og óhöppum á sjó
tjáði undirrituðum fyrir skömmu
aö hann hefði orðið þess áskynja,
aö á minni bátum sem stunda
línuveiðar lékju menn þann ljóta
og hættulega leik, að setja fisk
ekki I lest ef hægt er að komast
hjá þvi. Allur fiskur væri settur i
stiur á dekki. En það sem verra
er, þeir klæða stiurnar innan með
neti, til að spara vinnu þegar i
land kemur. Þá myndar netið
poka sem hægt er að hifa upp af
dekkinu. Litill bátur sem er með
afla á dekki en engan i lest hefur
aö sjálfsögðu ekki rétan stöðug-
leika. Og ennfremur, fái slikur
bátur á sig brotsjó og leggist á
hliöina réttir hann sig trauðla við,
þar sem netið i stlunum veldur
þvi að fiskurinn rennur ekki jafn
liðlega fyrir borð eins og ef sti-
urnar væru óklæddar. Þarna er
verið að leika glæfraspil.
Annað glæfraspil má nefna,
sem orsakað hefur sjóslys, en það
er að menn hafa tekið ballest úr
bátum. Hver er ástæöan? Oftast
kæruleysi, bátar hafa verið að
koma úr breytingu eða viðgerð
þar sem ballestin hefur verið
tekin úr og skipstjórnarmenn
ekki hirt um að láta hana i aftur.
Sjálfsagt er mjög erfitt aö hafa
eftirlit með þvi að allar reglur séu
haldnar varðandi útbúnað skipa
og að menn leiki það ekki. að
klæða stiur á dekki innan með
neti, svo dæmi sé tekið. Það er
hinsvegar alveg ljóst, eftir hin
tiðu sjóslys I vetur. að herða
verður eftirlit með öryggisbúnaði
skipa hér á landi. Oft heyrir
maöur eftir sjóslys hið gamla
máltæki: „Sjórinn tekur sinn
toll”. Gegn þvi að nokkur maður
láti sér þetta máltæki um munn
fara veröur að vinna af alefli; það
á ekki rétt á sér meöan kæruleysi
veldur flestum þeim óhöppum
sem á sjó verða eins og skýrsla
Sjóslysanefndar ber með sér.
Slysavarnafélag íslands hefði
ekki verið stofnað ef menn hefðu
farið eftir þessu máltæki og sætt
sig við það.
Búum betur
að SVFÍ
Að lokum er ekki úr vegi að
henda á hve illa búið er að Slysa-
varnafélagi íslands. Félagar úr
SVFthafa bjargað tugum manns-
lifa bara nú á allra siðustu vikum
og unnið afrek sem lengi munu
nefnd verða. En samtsem áður er
illa búið að þessu björgunar-
félagi, sem og öðrum björgunar-
sveitum islenskum. Félagar
verða sjálfir að sjá um fjár-
mögnun tækjakaupa. Afleiðingin
verður sú að fé skortir til ýmissa
tækjakaupa og endurnýjunar.
Mig langar i lokin að setja fram
þá hugmynd að hver einasti út-
gerðarmaður, hvort heldur hann
gerir út litinn bát eða stóran,
fiskiskip eða farskip frá tslandi
verði látinn greiöa ákveðna upp-
hæð af hverjum skipverja sinna
til SVFt. Sú upphæð þyrfti ekki að
vera svo há að i taki hjá út-
gerðinni, en þegar saman kemur
gæti um hana munað.
— S.dór
Sigurdór
Sigurdórsson
skrifar