Þjóðviljinn - 28.03.1981, Blaðsíða 17
Hélgin 28:—2S. mars 1981 ÞJöÐVlLJlSiN — SÍDA 17'
fer til lœknis
Sighvatur Sófus Grimsson var
mjög mikilhæfur stjórnmála-.
maður. Hann kunni svör við
öllum spurningum, oftast löngu
áður en hann var spurður. Hann
gat einnig talaö timunum saman,
án þess að gera hlé, hvorki til aö
anda né hugsa. Vegna mistaka
náttiirunnar, hafði stjórnmála-
maðurinn Sighvatur Sófus fengið
i vöggugjctf talfæri, sem ekki á
neinn hátt voru I tengslum við
heilann. Af þessum sökum átti
Sighvatur ákaflega hægt með að
tala hindrunarlaust og lengi, án
þess aö skynsemin legði á hann
nokkur bönd. Sighvatur var
fæddur stjórnmálamaður.
Pólitikusinn Sighvatur Sófus
hafði verið kvefaður lengi. Hann
hafði farið til læknis vegna þessa,
og fengið einhver lyf við óáran
þessari. Og nU var komiö að þvi
að hann hitti lækninn aftur.
Læknirinn hafði beðið Sighvat að
athuga hvort hann væri meö hita.
Sighvatur Sófus hafði gert það
mjög itarlega og af stökustu
vandvirkni.
Sighvati Sófusi var visaðinn til
læknisins. Læknirinn heilsaði vin-
gjarnlega og spurði hvort
hann hefði mælt i sér hitann
siðan siðast. ó, jú, það hafði Sig-
hvatur svo sannarlega gert. Og
hann tók fram heimagert linurit,
sem fært var á baksiðuna á gömlu
þingskjali.
Nú skal læknirinn fá að sjá,
sagði Sighvatur og benti á linu-
ritið. Sjáið hér þann 14. þessa
mánaðar. Þá var ég með 37,2
gráður um morguninn, en bara
36,9 seinni part dags. Þann 16. eru
tvær mælingar sem eru dálitið
skritnar. Ég missti nefnilega
mælinn i gólfið um morguninn og
braut hann, þannig að ég neyddist
til aö kaupa nýjan. En þar sem
þetta var á sunnudegi, og ég vildi
ekki missa Ur mælingu þar til ég
gæti keypt nýjan mæli á mánu-
deginum, mældi ég mig með
steikarmæli konunnar minnar.
Ég stillti hann á „svinasteik”.
Það er þess vegna dálitið skritiö
hér á linuritinu. 1 fyrra sinnið var
ég gegnsteiktur en I hitt sinnið
stendur: 20 min. til viðbótar i ofn-
inum.
Læknirinn horfði með undrun á
linuritið.
Jáhá, sagði hann eftir stundar
umhugsun. Þetta litur bara
nokkuð vel Ut. En hvernig liður
þér nU i dag?
Stjórnmálamaðurinn Sighvatur
Sófus var þrautþjálfaður eftir
óteljandi pólitiskar kappræður og
heili hans fór sjálfkrafa Ur sam-
bandi um leiö og hann opnaði
munninn til aö tala.
„Það var gott að læknirinn
spurði um þetta! Mjög góö spurn-
ing sem ég reyndar hafði bUist
við. Mjög athyglisverð spurning
vel framsett og góð. Ég er
reyndar mjög ánægður með að
vera spurður að þessu!!
Sighvatur brosti vingjarnlega
við lækninum, sem var dálitiö
undrandi á svipinn. Sighvatur
taldi svar sitt tæmandi við spurn-
ingunni.
Læknirinn ræskti sig og reyndi
einu sinni enn:
Ja... ég spurði nU bara svona af
forvitni. Hvernig liður þér herra
Sighvatur?
Herra Sighvatur Sófus borsti
góömannlega við lækninum.
„Það er, eins og ég hef áður bent
á i inngangssvari minu, spurning
sem er i brennidepli, mjög mikil-
væg spurning. Ég tel það mjög
brýnt að tekist sé á við þessi mál.
Bygging dagheimila er hlutur
sem okkur öllum kemur viö, ekki
bara einstæöum mæörum og
stjórnmálamönnum”.
Læknirinn, sem þó hafði 20 ára
feril aö baki, leit Ut fyrir að vita
ekki alveg hvert maðurinn var að
fara.
Jáhá, sagöi hann, það er nU
gott. Hafa töflurnar sem ég lét þig
hafa komið að gagni?
Herra Sighvatur breytti nU um
svipbrigði, skipti Ur brosi og yfir i
fremur áhyggjufullan svip.
„Já, þetta er mjög góð spurn-
ing, framUrskarandi mundi ég
segja. Henni get ég svarað bæði
játandi og neitandi. Og jafnvel
með ef til vill. Þó frekar já en nei
en já en ef til vill, held ég. Það er
þó helst til snemmt að segja
nokkuð ákveðiö á þessu stigi
málsins. Töflurnar eru á margan
hátt gdðar, þótt þær hafi á hinn
bóginn marga ókosti, sem maður
verður að sætta sig við. Ég fer þvi
fram á atkvæðagreiðslu um
málið.”
Læknirinn var nU orðinn á
báðum áttum um, hvort það var
hann sjálfur, eöa Sighvatur Sófus,
sem var orðinn klikkaður. Hann
skrifaði þvi i sjUkraskýrsluna:
„Töflurnar komu að gagni að
hluta til, stundum.”
Hann hélt áfram. „En hvernig
er það með verkinn? Færöu enn-
þá þennan höfuöverk, eöa er hann
Ur sögunni? ”
Pólitikusinn Sighvatur Sófus
tók af sér áhyggjusvipinn og setti
upp brosið aftur. „Frábær spurn-
ing læknir! Sérlega góö spurning.
Er verkurinn farinn? Ég verð vist
að segja að verkurinn sé farinn,
þannig lagaö. Ég get að sjálf-
sögðu ekki lofað neinu, til þess er
málið allt of skammt á veg
komið, en verkurinn er farinn
svona hálft i hvoru, jafnvel. Ekki
alveg, alls ekki, en ekki heldur
hálft I hvoru. Ef til vill er það eina
rétta á þessu stigi að greiða at-
kvæði um málið. 1 svo mikil-
vægum málaflokki sem skatta-
málin eru, má ekki rasa um ráð
fram, eöa hvað segir forsætisráð-
herra, afsakié, læknirinn?”
Það rann nU upp fyrir lækn-
inum að það var ekki hann sjálfur
sem var klikkaður, heldur var
það sjUklingurinn. En hann varö
að reyna að fá einhverja vit-
neskju um það hvernig sjUklingi
hans liði.
„Finnst yöur sjálfum að þér
séuö friskur? Liður yður vel?
Eruð þér friskur??”
Sighvatur hugsaði spurninguna
stutta stund. Siðan tók hann af sér
gleraugun og setti þau i brjóst-
vasanna á jakkanum.
Vel spurt læknir, svaraði hann
myndugum rómi. Er ég
friskur? Othugsuö og hnitmiðuð
spurning. Spurningum sem
þessum er að sjálfsögöu ekki
hægt að svara meö einföldu já-i
eða nei-i, ekki einusinni með ein-
földu jafnvel. 0, nei svo létt er
það ekki. Hvort ég sé við góða
heilsu er mikilvæg spurning sem
þér hafið allan rétt á aö spyrja.
Ég mundi vilja svara spurn-
ingunni þannig: Þegar i hinu
forna þjóðskipulagi Grikkja voru
I hávegum höfð hin „frisku”
grundvallaratriði lýðræðisins.
Og þar með þurfti læknirinn að
sitja undir heillangri ræöu frá
stjórnmálamanninum. Allar til-
raunir til að gripa fram i voru til-
gangslausar. Eftir klukkustund
hafði læknirinn öskrað: „Ég held
ég veröi aö gefa þér sprautu”.
Siðan hafði hann kastað sér yfir
ræðumann og gefið honum róandi
sprautu. Sprautan hafði nákvæm-
lega engin áhrif á Sighvat Sófus,
hvorki meðan á sprautuninni
stóð, né á eftir.
Hann hafði farið i gegn
um stjórnmálasögu Kinaveldis á
18. öld og tengt hana umferðar-
vandamálum nUtimans og þvi
hvort veita ætti ungu fólki vin-
veitingarleyfi, ef það væri frá-
skiliö, fyrirvinna og utan al-
mannatryggingakerfisins. An
málhlés hafði Sighvatur tekið
fyrir k jarnorkuvopnakapp-
hlaupið, dagheimili, áfengis-
varnarmál og fjölskyldubætur,
allt I belg og biðu. Læknirinn
hafði gefiö upp alla von um að
geta stöövað hann, svo hann tók
sjálfur inn stóran skammt af
róandi.
Loks virtist svo sem Sighvatur
hefði talað nægju sina:„ .. og þá
komum viö að þeirri spurningu
sem við öll viljum fá svar viö.
gr7^frL..l..UiUA.A J
Þeirri spurningu er veldur okkur
hvað mestum áhyggjum um
þessar mundir: Er ég virkilega
friskur? Spurning sem verður
áleitnari og áleitnari, og krefst
svars. Er ég friskur? TrUlega er
best aö sett verði nefnd i máliö.
Ég þakka fyrir orðiö.”
Sighvatur Sófus hneigði sig létt
I átt til læknisins og gekk Ut.
Læknirinn andvarpaði djUpt af
feginleik og baö ritara sinn að
senda inn næsta sjUkling.
Sá varþar i fyrsta sinn, einhver
Karvel Valgeirsson. Karvel Val-
geirsson var meöal maður á hæð,
klæddur I grá jakkaföt, skyrtu,
bindi og regnhlif. Læknirinn baö
hann afsökunar á töfinni.
„Það er allt I lagi. Það gerði
ekkert til. Ég er vanur bið og
löngum samningaviðræðum. Ég
er nefnilega stjórnmálamaður”.
Læknirinn fölnaöi upp, en tókst þó
að kreista fram:
„Jæja já, og hvernig hefurðu
það?”
Karvel Valgeirsson leit ákveð-
inn i augu iæknisins, sat þögull
nokkrar sekUndurog sagði siðan
og brosti.
„Góð spurning læknir, mjög
gdð spurning. Þessari spurningu
mundi ég vilja svara þannig...”
(Lauslega þýtt og endursagt
—gel—).
Viltu
Vísis-Suzukinn kemst
heilan metra á
einum dropa
(viö fengum stærðfræðing með tölvu, hann reiknaði:
Suzukinn fer 20 km. á einum lítra af bensíni.
I einum litra af bensíni eru 20.000 dropar.
útkoma: einn bensíndropi flytur Suzukinn um einn
metra).
Heppinn áskrifandi fær Vísis-Suzukinn 31. mars
Vertu hagsýnn
Vertu Vísis-áskrifandi
(3(1% ódýrara en í lausasölu - engin fyrirhöfn)
Eitt símtal nægir
síminnerdóóll