Þjóðviljinn - 31.03.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.03.1981, Blaðsíða 1
 Þriðjudagur 31. mars 1981 —75. tbl. 46. árg. 30. mars i Reykjavík Margt var um manninn á Austurvelli um sexleytið i gær, þar sem Samtök herstöövaandstæftinga efndu til mótmælafundar gegn veru tslands i NATÓ. — Ljósm. gel. Erum hluti af heims- hreyfingu Útifundur á Austurvelli gegn Nato og hemum Herstöftvaandstæftingar héldu i gær litifund á Austurvelli til að minna á aft :I2 ár eru liftin frá þvi aft islendingar gerftust aftilar aft liernaftarbaiidalaginu NATO. ineft sögulegum liætti. Fvrir réttiun :i2 áruiu var barist á Austurvelli, hvitliftasveit geystisl lit úr Alþingishúsinu. þar sem hiin var ..I vftra'ftisf lokkunu m " til varnar og gerfti ásamt lögregl- unni aftsúg, meft tárasprengjur aft vopni, aft þeim sem komnir voru á Austurvöll til aft mótmæla land- sölunni. Fundarstjórinn i gær, Böðvar Guðmundsson, minnti á að 1949 voru hernámsandstæðingar sakaðirum að vilja sprengja Al- þingishúsið i loft upp, það stæði nú enn og hann bað menn að gefa þvi grið um sinn. Framhald á 13 Fjórir særðust alvarlega í skotárás frá 25 ára gömlum Coloradomanni Morðtilræði við Reagan Ronald Reagan Bandarikjafor- seti særftist alvarlega er skotift var á hann af stuttu færi fvrir íraman Hilton hótelift i Washing ton iim kl. 19.30 aft islenskum tima i gærkvöldi. Forsetinn fékk kiílu í brjóstift. afteins þumlungi frá hjartánu, og gekk kúlan inn i vinstra lungaft og lamafti þaft að liluta. Kúlan var fjarlægft út brjósti forsetans á George Wash ington háskólasjúkrahúsinu i Washington. Forsetinn var eftii hina löngu skurftaftgerft ekk* talinn i lifshættu, en afleiðingar af skotsárinu eru þó taldar geta orftift afdrifarikar fyrir sjötugan mann. Blaðafulltrúi forsetans James Brady fékk kúlu i ennið yfir hægra auga og var talið ósenni- legt að hann lifði af, enda með al- varlega heilaskemmd. Einnig særðust lögreglumaður og starfs- maður leyniþjónustunnar alvar- lega. Bandarikjaforseti hafði verið að ávarpa verkalýðsráðstefnu á vegum AFL-CIO á Hilton hótelinu og var á leið að brynvarðri for setabifreiðer skotið var á hann og fylgdarliðhans. Talsverður hópur fólks hafði safnast saman við Hilton hótelið og var Reagan að veifa og heilsa fólkinu. Tilræðis- maðurinn komst i um það bil tiu feta færi og skaut að Reagan úr 22 kalibera smáskammbyssu. Tilræðismaðurinn náðist og er talinn hafa verið einn að verki. Nafn hans er John W. Hinkley frá Evergreen i Kolorado, 25. ára aö aldri, uppflosnaður Yale-stúdeni, talinn sonur sonur oliuforstjóra i Denver i Texas. Ekkert var vitað um hann annað i gærkvöldi og hann mun ekki hafa verið á skrám lögreglunnar. Sjónarvottur að þvi er forsetinn kom i sjúkrahúsið sagði að hann hefði verið studdur af tveimur öryggisvörðum, hefði haldið um vinstri öxl sér, og blóð lekið af skyrtuliningu hans, og blóðflekk- ur veríð á skyrtunni undir vinstri armi hans. Talsmenn Hvita hússins lögðu sig i framkróka i gær að sannfæra heimspressuna um að Reagan væri ekki lifshættulega særður. Var þess getið að hann hefði sjálf- ur gengið inn i sjúkrahúsið og verið við meðvitund er uppskurð- urinn hófst. LynnNofziger einn af nánústu samstarfsmönnum for- setans, sagði fyrir utan sjúkra- húsið að forsetinn hefði ekki glat- að skopskyni sinu er honum var ekið að skurðarboröinu. Hann Framhald á bls. 13 Sigurður Harðarson um Rauðavatnssvæðið: Engin ný yitneskja Reynt að skapa uppnám að ástæðulausu Það er engin ný vitneskja fyrir okkur i skipu- lagsneínd að jarðsprungur séu á Rauðavatns- svæðinu, sagði Sigurður Harðarson formaður nefndarinnar i gær, en á laugardag birtist i Morg- unblaðinu uppsláttur, ættaður frá Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins, um að svæðið sé varhuga- vert til byggingar sökum sprunguvirkni. 1 greinargerð sem lylgir nýju aðalskipulagstillögunni er gert grein fyrir sprungukerfinu á þessu svæði, sagöi Siguröur, og það er birt kort byggt á rannsóknum Jóns Jónssonar jarðfræðings, sem sýnir legu þekktra sprungna. Þar er enn- fremur skýrt tekið fram að ekki sé hægt að íullyrða neitt um hvort það kort sé tæmandi nema aðundangengnum rannsóknum. Á þessu svæði yrði i fyrsta lagi byggt eftir 4—5 ár og á þeim tima verða sprungurnar til skoðunar eins og annað sem rannsaka þarf á þessu svæði og siðan tekið tillit til þeirra i deili- skipulagi. Það er vægast sagt furðulegt að stofnun á borð viö Skipulgs- stofu höfuðborgarsvæðisins skuli kjósa að koma ábending- um á frffmfæri við borgaryfir- völd i gegnum Morgunblaðið, sagði Sigurður. Það vill t.d. svo til að ég, sem formaður skipu- lagsnefndar, hef ekki fengið þetta plagg i hendur þó minni- hlutinn i skipulagsnefnd hafi haft það undir höndum strax á föstudagskvöld. Þetta útspil Skipulagsstofnunar er augljós- lega liður i æsingastriöi minni- hlutans og virðist mér Sjálf- stæðisflokkurinn misnota að- Sigurftur llarftarson: Svæftift verftur rannsakaft og mift tekift af sprungunum i deiliskipulagi. stöðu sina og nafn stofnunarinn- ar til að skapa uppnám að ástæðulausu. Mér hefur verið tjáð að skýrsla Jóns Jónssonar sé frá þvi s.l. haust, þó hún sé reyndar bæði ódagsett og óundirrituð, þannig að Skipulagsstofan hefði auðveldlega getað komiö þess- um sjónarmiðum sinum fyrr á framfæri. Þá heföu íorráöa- menn hennar einnig f engið tæki- færi til að kynna sér þá vitneskjusem Borgarskipulagiö hefuraflað um sprungurnar. Ég sé ekki betur en að með þessum vinnubrögðum sé kominn alvar- legur brestur i samstarf þessar- ar stofnunar og Reykjavikur- borgar, sagði Sigurður aö lok- um. — AI Taka þarf tillit til sprungnanna: Þær gera svæðið ekki óbyggilegt segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur Þó Islendingar búi i cldfjalla- landi og stöftugt sé safnaft nýrri vitneskju um sprunguvirkni og misgengi eftir landinu cndi- löngu hel'ur litift tillit verift tekift til þessara staftrcynda vift skipulagningu byggftar undan- farin ár. Þannig eru t.d. nokkr- ar blokkir i Breiftholtinu og hús- byggingar i Selási byggftar þvcrt á sprungur sem sjáanlcg- ar cru á loftmyndum efta ineft bcrum augum. Vcrði hreyfing á þessum sprungum er vissulega hætta á að fasteignir verfti fyrir skemmdum, cins og dæmi eru um aft norftan, en séu sprung- urnar kortlagftar fyrirfram má fyrirbyggja slikt algcrlega. Páll Einarsson, jarðeðlis- fræðingur.sem hefur íylgst með sprunguvirkni i Kröflueldum, sagöi i samtali við Þjóðviljann i gær, aö nánast engar likur væru á stórum skjálftum eða skjálft- um sem yllu tjóni, hvað þá elds- umbrotum á Rauðavatnssvæö- inu. Hins vegar væri svæöiö inni Páll Einarsson: Engin hætta tekift er tillit til sprungnanna vift skipulag. á miðju sprungukerfinu sem liggurfrá Krýsuvik til noröaust- urs upp i Moslellssveit. Ef skjálftar eða eldsumbrot yrðu á Reykjanesinu væri liklegt að sprungur á Rauðavatnssvæöinu hreyfðustog þvi væru ábending- ar þar um frá Jóni Jónssyni jarðfræðingi mjög þarfar. Við höfum reynslu al þessu, þar sem þegar hefur verið byggt á sprungum i Reykjahliðar- hverfi og á Kópaskeri, sagði Páll, en þar hefur orðiö tjón á fasteignum sem hægt hefði ver- ið aðfyrirbyggja algerlega með þvi að byggja nokkrum metrum til hliðar. Sprungurnar gera Rauða- vatnssvæðið engan veginn óbyggilegt, sagði Páll, og það er engin hætta á ferðum þvi ef tek- ið er tillit til þeirra i sambandi við skipulagningu byggðarinnar er hægt að koma i veg fvrir skemmdir á mannvirkjum.-AI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.