Þjóðviljinn - 31.03.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.03.1981, Blaðsíða 5
Kaup Borgarsjúkra- hússins á sneiðmyndatœki Þribjudagur 31. mars, 1981. ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 5 Eins og menn rekur eflaust minni til, tilkynnti Svavar Gests- son heilbrigðisráöherra á 50 ára afmæli Landspitalans I vetur, að rlkisst jórnin ætlaði að færa spftalanum tölvusneiðmyndatæki að gjöf 1 tilefni afmælisins. Þessari ákvörðun var aö sjálf- sögðu fagnað, enda brýn þörf fyr- ir slfkt tæki, en ekkert sneið- myndatæki er til á Islandi. Hefur orðið að senda fólk til Noregs þegar nauðsyn krefur að það sé myndað i sneiðmyndatæki. Þetta tæki sem fyrirhugað er að Landspitalinn fái er nýtt og mun kosta yfir 10 miljónir kr. Skömmu eftir að heilbrigðis- ráðherra tilkynnti um gjöfina barst út að stjórn Borgarsjúkra- hússins f Reykjavfk hefði ákveðið að kaupa lika sneiðmyndatæki, að visu notað og myndi það kosta með öllum gjöldum tæpar 3 miljónir kr. Þegar þetta hafði veriö kunngert var þvf haldiö fram aðeitt tölvusneiðmyndatæki væri nóg fyrir lsland og raunar var þvi haldiö fram að eitt slikt þannig að liðin eru 6 ár siðan við hreyföum málinu fyrst. Ariö 1976 fengum við hagstætt tilboð um kaup á sneiðmyndatæki, en þá voru þau að breytast mjög mikið, vegna framfara á örtölvusviðinu, og þvi var þvl ekki tekiö. Við höf- um þó alla tfð sfðan haldið málinu vakandi. Sfðan gerðist þaö I nóvember 1979 að okkur barst freistandi tilboð frá EMI fyr- irtækinu um kaup á sneiömynda- tæki. Þá kom nokkur skriður á málið og stjórn spftalans samþykkti að þörf væri brýn fyrir sneiömyndatæki á Borgarspitalann. Leitað var rétta boðleið um að fá tæki til spftalans og H ei 1 b r i g ö i s m á 1 a r á ö i Reykjavikur læknishéraðs skrifað og beðið um meðmæli ráösins. Máliö lá svo óafgreitt hjá ráðinu allt fram til þess aö loforö rikisstjórnarinnar kom um tæki til handa Landspitalanum. Þaö hafði sem sé ekki verið tékin ákvöröun um hvar ætti að setja tækiö niður, en Heilbrigöismála- ráð er umsagnaraðili um for- Tölvusneiðmy ndatæki eins og Borgarspitalinn fær i ágúst n.k.. Fráleitt aö eitt hér á landi tæki dygði fyrir 2 miljónir manna. Þvi væri hér um bruðl að ræða af hendi forráöamanna Borgar- sjúkrahússins, sem sýndi enn einu sinni ljóslega þann rig sem væri á milli þessara tveggja stærstu sjúkrahúsa landsins. Bentu menn á að samkeppnin á milli sjúkrahúsanna væri svo hörð, að ef annaö þeirra fengi nýtt tæki teldi hitt sig verða að fá samskonar tæki hvort sem þörf væri fyrir þaö eður ei. Enginn rígur, en samkeppni Nú er það fjarri lagi að leikmaður geti um dæmt, hvort nauðsynlegt sé að bæði sjúkra- húsin eigi tölvusneiðmyndatæki. Með þessa spurningu og fleiri fór- um við á fund Asmundar Brekkan formanns læknaráðs Borgar- sjúkrahússins og Jóhannes- ar Pálmasonar, aðstoðarfram- kvæmdastjóra sjúkrahússins. Asmundur var fyrst spurður hvort það væri rétt að rígur væri á milli Landspitalans og Borgar- sjúkrahússins og hvort hann væri ástæðan fyrir þvi að stjórn Borgarspitalans ákvað að kaupa tölvusneiömyndatæki eftir aö Landspitalinn haföi fengið loforð fyrir tæki. — Það er alls ekki rétt að ein- hver rigur sé á milli spitalanna, samkeppni að vlsu, en ekki rlgur. Astæðan fyrir þvi að við ákváðum að kaupa tölvusneiðmyndatæki á heldur ekkert skylt við þaö, að Landspltalinn fékk tæki. Aödragandi þessa máls er oröinn langur og ég skal rekja hann i stórum dráttum. Fyrstutækin Viö getum þá byrjað á árinu 1972, en þá kom fyrst fram tölvu- sneiömyndatæki, sem EMI fyrir- tækið framleiddi. Með tilkomu þessa tækis varð gjörbylting á sviði röntgenmyndunar. Ortölvan sem tækið byggist á gerði þessar framfarir mögu- legar, sagöi Asmundur. Hann rakti siðan tæknihlið málsins, sem er of flókin til þess að leik- maður geti komið þvl óbrengluöu til skila. En slðan sagði hann: — Árið 1974 skrifuðum viö hér á Borgarspltalanum fyrsta bréfiö meö ósk um að tölvusneiömynda- tæki yrði tekið inná fjárlög, Rætt við Ás mund Brekkan lœkni og Jóhannes Páltnason aðstoðarfram- kvœmdastjóra Borgarspítalans gangsverkefni I sjúkrahúsmálum héraösins. Þegar svo heilbrigðis- málaráðherra tilkynnti um að rikisstjórnin myndi beita sér fyrir þvi að Landspltalinn fengi sneið- myndatæki var ekki eftir neinu aö blða fyrir okkur. Og þegar viö fréttum af þvl aö til sölu væri notaö tæki I Noregi á viöráöan- legu veröi var ákveöiö aö eyöa 2,4 miljónur kr. af 4,5 miljónum af ráöstöfunarfé spitalans til tækja- kaupa áriö 1981 I aö kaupa þetta tæki. Þjóðsaga — En þá er það sú fullyrðing manna, að eitt tæki sé nóg fyrir alla íslendinga og jafnvel þótt hópurinn væri stærri? — Þetta er þjóðsaga. Þegar þessi sneiömyndatæki komu fyrst fram var taliö aö eitt tæki væri nóg fyrir hundruð þúsunda manna, enda var notkunarsvið þeirra i byr jun margfalt þrengra en nú. Ég get sem dæmi nefnt i þessu sambandi að i ósló búa rúmlega 500 þúsund manns og bara á Ullevolsjúkrahúsinu, þaðan sem við erum að kaupa okkar tæki, eru til 3 sneiö- myndatæki. Tölvusneiömynda- tæki er notaö viö heilaskurö- lækningar og alla höfuöáverka eftir slys, krabbameinslækningar og taugaskurðlækningar ofl. Notkunarsviö tækisins er oröiö svo vitt aö þaö er fráleitt aö eitt tæki dugi hér á landi. Þar aö auki vil ég taka mjög skýrt fram, aö Borgarsjúkrahúsið er acut- spítali, þ.e. að öll slysamóttaka fyrir Rvik og nágrenni og reyndar aö verulegu leyti fyrir landiöallt er i Borgarspltalanum. Sllkum spitala er þaö algjör nauösyn aö hafa sneiðmyndatæki. Fólk meö heilablæöingar eöa höf- uðáverka eftir slys þolir I flestum tilfellum ekki flutning milli sjúkrahúsa, án þess að lif þess sé lagt i hættu. Það sama gildir raunar um sjúklinga meö inn- vortis blæðingar. Ég get nefnt sem dæmi að árið 1980 voru framkvæmdar á Borgar- spitalanum 990 rannsóknir á höfði, þar af voru 150 höfuökúpu- brot og af þeim var 21 skorinn vegna brota. Gamalt tæki — Þvi er haldið fram, að tækið sem þið eruð að kaupa sé gamalt og einnig er bent á að hætt sé að framleiða það, þar sem EMI-fyr- irtækiö er ekki lengur meö sllka framleiðslu. — Jú, það er rétt aö maöur hef- ur heyrt þessar mótbárur. Þvi er til að svara að tækið er 1978 módel, en endingartimi svona tækja er um 10 ár. t öðru lagi má benda á, að þótt EMI sé hætt að framleiða sneiðmyndatæki þá seldi fyrirtækið bandariska fyrir- tækinu General Electric fram- leiðsluréttinn og það skuldbatt sig til að sjá um varahlutafram- leiðslu I eldri tækin og heldur áfram framleiðslu tölvúsneiö- tækja. Þannig að engin hætta er á ferðum þess vegna, sagði As- mundur. Örar framfarir Jóhannes tók fram, að veröiö á þessu tæki sem Borgarspltalinn ætlar aö kaupa og mun koma til landsins i ágúst nk. er ekki nema 30% af andviröi nýs tækis og sænskur sérfræöingur, sem skoöaöi sneiömyndatækiö fyrir Borgarspitalann, sá hinn sami og var Landspitalanum innan handar meö þeirra útboöslýs- ingu, segir tækiö mjög gott og mælir meö kaupum þess. Þá sagöi Jóhannes ennfremur aö Borgarspitalinn gæti afskrifað tækiö á 5 árum og þá keypt það allra nýjasta á þessu sviöi, þvi aö framfarir I smiöi sneiömynda- tækja eru afar örar um þessar mundir eins og i flestu er viökem- ur örtölvunni. Greiösluskilmálar eru einnig afar hagstæöir á þessu tæki frá Noregi, I júni nk. á aö greiöa 200 þús. norskra króna og 680 þúsund norskra króna i september en afganginn, 660 þús. norskra króna, I janúar 1982. Inni i þessu veröi er flutningur á tæk- inu til Islands og niðursetning tækí Asmundur Brckkan læknir, formaöur læknaráðs Borgar- spitalans. (Ljósm.: —gel—) þess hér, flutningsgjöld og þjálf- un á einum tæknimanni. Þetta er sem sé kaupverðið I norskum rkónum, en þá eru öll innlend gjöld eftir þannig að i heild verð- ur verð tækisins rétt tæpar 3 milj- ónir nýkr, sagði Jóhannes Pálma- son. Jóhannes Pálmason aðstoöar- framkvæmdastjóri . (Ljósm.: —gel —) Sem fyrr segir er þaö tæplega á valdi leikmanns aö leggja dóm á þetta mál, en óneitanlega eru rök þeirra Asmundar Brekkan og Jó- hannesar Pálmasonar fyrir kup- um tölvusneiömyndatækis til Borgarspitalans sterk. — S.dór. áhugafólk um ættfrædi Vakin skal athygli á að nú eru þau Sunnudagsblöð Þjóðviljans, sem ætt- fræðiþættir birtust i, löngu uppseld. Hins vegar er nú hægt að fá alla þætti þessa ljósprentaða á afgreiðslu blaðsins, Siðumúla6. Ættfræði mun áfram vera fastur þátt- ur i Sunnudagsblöðum Þjóðviljans og er áhugafólki bent á að tryggja sér eintök i tima. Þjóðviljinn fæst á blaðsölustöðum um land allt og hjá umboðsmönnum blaðsins. PJÚDVHJINN Siðumúla 6, s.813:í3.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.