Þjóðviljinn - 31.03.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.03.1981, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 31. mars, 1981. MOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis C’tgrfandi: Utgátulélat' Þjoöviljans. l'ramkvæmdastjóri: K öur Bergmann. Kitstjórar: Arni Bergmann. Kinar Karl Haraldsson, Kjartan olafsson. Auglvsingastjóri: Þorgeir Olafsson. I nisjóiiarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Kriðriksson. Algreiðslustjóri: Valþor Hlööversson Klaöamt-nn: Allheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdottir, Magnus H. Gislason. Sigurdór Sigurdórs- son. iþróttafróttaniaður: tngollur Hannesson. Þingfróttaritari: Þorsteinn Magnússon t tlit og liönnun: Guöjon Sveinbjörnsson. Sævar Guöbjörnsson. I.jósmvndir: Einar Karlsson. Gunnar Eliasson llandrita- og |iróíarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglysingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guörun Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröar^on. Algreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Simavarsla: Olöt Halldórsdottir. Sigriöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. t tkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siöumúla 6, Keykjavik, sími S t:t :t:t. Prentun: Kluðaprent hf.. Þjóðarbúskapur • Á árunum 1970-1979 óx þjóðarframleiðsla okkar Islendinga um 5,1% á ári að jafnaði. Þetta var meiri hagvöxtur en í nokkru öðru landi á sama tímabili, enda þótt of t sé gert mikið úr einhæf ni og ,,vanþróun" okkar atvinnulíf s. • Nú liggja fyrir bráðabirgðatölur frá Þjóðhags- stofnun um aukningu þjóðarframleiðslu okkar íslend- inga á sfðusta ári. I Ijós kemur að aukning þjóðarfram- leiðslunnar á árinu 1980 hefur enn orðið 2,5%. Þetta er ákaflega athyglisverður árangur við núverandi aðstæð- ur því hér er um álíka hagvöxt að ræða og varð að jaf n- aði á sfðari helmingi síðasta áratugs. Ef hins vegar er litið á opinberar spár frá því í janúar s.l. um vöxt þjóðar- f ramleiðslu i nálægum ríkjum á árinu 1980, — þá bendir allt til þess að hér á islandi hafi hagvöxtur orðið helm- ingi meiri á síðasta ári heldur en svarar meðaltali vaxtar i Evrópuríkjum innan OECD. Hvað varðar Bandarfkin, Bretlandog fleiri ríki, þá er talið að þjóðarframleiðsla hafi þar beinlínis farið minnkandi árið 1980. Einna lökust er útkoman úr leiftursókn bresku járnf rúarinnar, en tal- iðerað í Bretlandi hafi þjóðarf ramleiðsla dregist saman um full 3% á síðasta ári. • En þótt f ramleiðslan haf i gengið þetta vel hjá okkur (slendingum, þá hef ur okkur gengið nokkru miður þegar að utanríkisviðskiptunum kemur, sölu á útflutningsaf- urðunum og kaupum á innf lutningsvörum til landsins. • Á síðasta ári versnuðu viðskiptakjör okkar enn um 3 og 1/2% og um 4% ef viðskipti álverksmiðjunnar eru undanskilin, en hún ersem kunnugt er alerlend eign. Og enn er því spáð af Þjóðhagsstof nun, að á þessu ári muní viðskiptakjörin halda áfram að versna, og verða 1 - 2 % lakari en í fyrra. Þannig hefðu þá viðskiptakjörin versnað um 15% á þremur árum, og samkvæmt spá Þ jóðhagsstofnunar verða þau lakari nú i ár en þau hafa nokkru sinni verið á siðasta áratug. • Með þessum hætti bitna hin alþjóðlegu kreppuein- kenni á þjóðarbúskap okkar (slendinga. • Auðvitað segir það sig sjálft, að 15% rýrnun við- skiptak jara takmarkar mjög möguleika okkar til kjara- bóta, enda þótt því skuli sist af öllu gleymt, að einmitt ölíkt áfall gerir jöfnun lífskjara milli þegnanna að enn sjálfsagðara markmiði en áður. • Almennar kjarabætur geta hins vegar varla orðið verulegar nú þegar á sama tíma og viðskiptakjör versna um 15%. Og hér er einnig á það að líta, að hjá okkur blasir við mjög aðkallandi f ramkvæmdaþörf í því skyni að auka okkar gjaldeyrisframleiðslu, og ekki síður til þess að spara gjaldeyriseyðsluna. Þarna er einfaldast að minna á olíuinnflutninginn og nauðsyn orkufram- kvæmda þótt mörg f leiri dæmi mætti nefna. En ekki er hægtað nota sömu krónurnar til þess að verja í aðkall- andi f ramkvæmdir og líka til að auka strax einkaneysl- una. Ohjákvæmilegt er að skynsamlegar f ramkvæmdir, sem skapa eða spara gjaldeyri, haf i nokkurn forgang umf ram daglega eyðslu sé það ætlun okkar að búa í hag- inn fyrir framtíðina. • Það er athyglisvert, að þrátt fyrir bágborin við- skiptakjör þá urðu vöruskipti okkar viö önnur lönd hag- stæö á árinu 1980 um 108 miljónir nýkróna, sem er litlu lakari útkoma en árið áður. Hér er það f ramleiðsluaukn- ingin sem segir til sín og vegur að mestu upp áhrif versnandi viðskiptakjara. Þetta má heita gott. • En dæmið lítur hins vegar miklu verra út þegar ekki er spurt um vöruviðskipti, heldur um þjónustuviðskipti okkar viÓ önnur ‘lönd. Á síðasta ári varð hallinn á þjónustuviðskiptunum 428 miljónir nýkr. samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar, og þegar hagnaður af vöruviðskiptunum hefur verið dreginn frá stendur eftir viöskiptahalli upp á 320 miljónir nýkr..Þetta er aö vísu ekki stærri hluti af þjóðarframleiðslu en oft áður, en það er blóðugt, að sjá þjónustujöfnuðinn versna um rúmar 200 miljónir (20 miljarðar gamlir) á einu ári — og er þá reiknað á gengi ársins 1980 — á sama tíma og hagnaður verður á vöruviðskiptunum við útlönd. Það er neikvæð breyting á samgönguliðunum sem skýrir nær tvo þriðju hluta af þessum aukna halla á þjónustujöfnuði og segir þar ekki síst til sín hrun Flugleiða. klippt | I Njósnastöd I ! fyrir austan II Austurlandi frá 19. mars ræöa þeir S.G. og H.Þ.G. um ljótan blett á Austfirðingafjórð- I’ ' ungi, nefnilega herstöðina á Stokksnesi við Hafnarfjörð. Oft- ast er heldur hljótt um þessa stöð, en þeir félagar nefna ýmsa I' athyglisverða hluti i grein sinni, sem hér fer á eftir litið stytt: ,,Tveir visindamenn, sem starfa á vegum Alþjóðlegu frið- I’ arrannsóknanna i Osló og Stokkhólmi, hafa nylega leitt likur að þvi að Stokksnesstöðin gegni mjög mikilvægu hlutverki I’ i kafbátanjósnaneti Nato á Norður-Atlantshafi. Vitað er að sæstrengir liggja út frá Stokks- nesi, en fullvist má telja að hlut- I' verk þeirra sé að hlera kafbáta- ferðir Sovétmanna. Vegna þess tækjabiínaðar, sem sjáanlegur er með berum augum á Stokks- J nesi, má einnig gera ráð fyrir að I herstöðin þar gegni mikilvægu I hlutverki i sambandi við fjar- * skipti. Herfræðingar hafa að undan- I förnu lagt áherslu á mjög aukið I mikilvægi kafbáta i nútima- * hernaði. Eðlilegt er þvi að 1 álykta, aö hernaðarlegt mikil- Ivægi njósnastöðva, sem gegna þvi hlutverki að fylgjast með kafbátum, hafi vaxið að sama • skapi. Þetta styöur það viðhorf, Iað herstöðin á Stokksnesi sé engin meinlaus eftirlitsstöð, heldur mikilvæg njósnastöð, • sem gæti orðið forgangsskot- Imark i hugsanlegum stórvelda- átcStum. 1 stöðinni á Stokksnesi starfa * jafnan á annað hundrað banda- Iriskir hermenn og um það bil tiu íslendingar, flestir búsettir á Höfn. i Flugleiöir ! á spena ISegja má að herstöðin á Stokksnesi komi Hornfiröingum að einu leyti til góða. Hún hefur ■ veruleg áhrif á flugsamgöngur Ivið Hornafjörð og eykur likur á, að þær verði tryggar og góðar. Staðreyndin er nefnilega sú, að Ibandariski herinn greiðir fyrir átta sæti i öllum áætlunarferð- ■ um Flugleiða á leiðinni Reykja- Ivik — Höfn — Reykjavik. Og herinn greiðir fyriröll þessi sæti án tillits til þess hvort hann þarf . að nota þau eða ekki. Ef herinn Iþarf ekki að nota sætin eru þau seld öðrum farþegum og getur sætanyting i sumum áætlunar- , ferðum verið yfir 100%. Hvað Iskyldi þetta kosta herinn miðað við að hann greiði fullt gjald fyrirsætin? Farmiöi fram og til , baka á leiðinni Reykjavik — IHöfn — Reykjavik kostar um 600 kr.. — Þetta þýðir að herinn greiðir kr. 4.800 (480 þús. gkr.) , til Flugleiða fyrir hverja áætl- Iunarferð. Til hafnar er flogið fimm sinnum i viku og fá Flug- leiðir þvi kr. 24.000 (2,4 millj. gkr. ) frá hernum i hverri viku Imiðað við að herinn greiði fullt gjald fyrir sætin átta. Telja verður lildegt að þessi tryggi og öruggi viðskiptavinur fái Inokkurn afslátt á fargjaldi og þvi sé ekki um svona miklar upphæðir að ræða. En mikið hlýtur Flugleiðum að þykja !’ vænt um svona tryggan kúnna. Stundum hafa átt sér staö klaufaleg atvik, sem rekja má til þessa samnings hersins og I’ Flugleiða. T.d. hefur þaö átt sér staö oftar en einu sinni, að far- þegum, sem sestir hafa verið inn I flugvél, hefur verið snúið I’ til baka, en ameriskir dátar leiddir i sætin i þeirra staö. Þarna hefur annað hvort gerst, að of fljótt hefur verið selt i fulla ! vél og treyst á að hermenn hafi ekki þurft að nota sæti sin, eða að herinn hafi of seint tilkynnt, að hann hyggðist nota sætin. At- burðir sem þessir hljóta að vera afar hvimleiðir, sérstaklega fyrir þá farþega, sem visað er frá borði til að rýma fyrir dát- unum. Loðnubátur á ferd Fyrir 15—20 árum var lagður mikill sæstrengur á land á Stokksnesi. Voru Islendingar m.a. i störfum við að koma strengnum siðasta spölinn til stöðvarinnar. Það varð fljótt á allra vitorði, að strengur þessi stæði i sambandi við kafbáta- njósnir. Fljótlega eftir að strengurinn hafði veriö tengdur og var far- inn að senda upplýsingar, gerð- ist athyglisverður atburður á Stokksnesi. Dag einn, þegar menn áttu sér einskis ills von, fór strengurinn að senda upp- lýsingar um ferðir óþekkts kaf- báts. Og ekki nóg með það. Upp- lýsingarnar sýndu að kafbátur- inn var skammt undan landi, beint út af Stokksnesi. Uppi varð fdtur og fit hjá Stokksnes- mönnum og boð send út til allra viðkomandi i einni svipan. Menn urðu áhyggjufullir á svip og brúnaþungir og bjuggu sig undir hið versta. Sem betur fór áttuðu menn sig áöur en gripið var til vfðtækari ráðstafana, þvi hér reyndist vera á ferðinni loðnubátur með fiskleitartæki i gangi. Strengur í vörpu Þegar skuttogarinn Bjartur frá Neskaupstað var á veiðum i Lónsbugt þann 10-júni 1975 urðu skipverjar varir við undarlegt skip, liklega kaballagningar- skip, á miðunum. Togarinn hélt áfram veiðum á sömu slóðum næstu daga, en þann 14. júni festi hann vörpuna, einmitt á þeim stað, sem skipið hafði ver- iðá. Staður þessi var nánar til- tekið 12 sjómilur réttvisandi 103 gr. frá Stokksnesi. Eftir mikla erfiðleika tókst loksins að ná hlerunum upp. Kom þá i ljós að i öðrum hleranum var fastur sæ- strengu:, 6—7 tommur að þvermáli. Ekki tókst að losa strenginn þrátt fyrir itrekaðar tilraunir og reyndist þvi nauð- synlegt að höggva á hann til þess að ná veiðarfærunum. Þeg- ar strengurinn fór i sundur kom i ljós að rafstraumur var á hon- um. Tóku skipverjar á Bjarti bút af strengnum og var hann lagður fram við sjópróf hjá bæjarfógetanum i Neskaupstað. Óhætt er aö fullyrða, að strengur þessi var i tengslum við Stokksnesstöðina, og hafði hann verið lagöur um gjöfula fiskislóð, islenskum skipum til trafala. Ýmsar spurningar vakna i þessu sambandi, en liklega er ein, sem heitast brennur: Hvaðan kom rafmagn i þennan I mikla streng? Getur verið, að | hluti af rafmagnsframleiðslu ■ Islendinga sé notaður i njósna- kerfi NATO i norðurhöfum? Og hversu mikið rafmagn er þetta, , ef sú er raunin? Pjóðsögur til I umhugsunar j Ýmsar þjóðsagnakenndar sögur ganga manna á meðal um Stokksnesstöðina. Ein slik er á J þá leið, að frá Stokksnesstöðinni séu sendir út afarsterkir geislar i sambandi við fjarskiptatæki, | sem þar eru. Segir sagan, að ! geislar þessir séu svo sterkir, að I fljúgi fugl i þá sé dauðinn vis. 1 sumum tilfellum falla fuglarnir | þegar til jarðar steindauðir, en i ! öðrum veslast þeir upp og deyja, eftir að hafa flogið i slik- an geisla. Þvi er gjarnan bætt við þessa frásögn, að einn geisli . af þessari tegund liggi yfir sveitabæ riokkurn i nágrenni j Stokksness og þar sé nú allt ] heimilsfdlkið orðið gráhært! Vel getur verið að margir hristi haus yfir frásögn sem þessari, enda ekki nema eðli- ] legt. En gæti hún ekki haft tákn- J ræna merkingu og henni verið komið á kreik til að vekja menn til umhugsunar um hlutverk ] Stokksnesstöðvarinnar og ] reyndar allra herstööva?” —e.k.h. I 09 skoriö

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.