Þjóðviljinn - 31.03.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 31.03.1981, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 31. mars, 1981. fP Vinnuskóli Reykjavíkur Vinnuskóli Reykjavikur auglýsir eftir leiðbeinendum til starfa við Vinnuskólann i sumar. Starfstimi er frá 1. júni til 1. ágúst n.k. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi ein- hverja reynslu i verkstjórn og nokkra þekkingu á gróðursetningu og jarðrækt. Umsóknareyðublöð eru afhent i Ráðn- ingarstofu Reykjavikurborgar, Borgar- túni 1. Simi: 18000. Þar eru einnig gefnar nánari upplýsingar um starfið. Umsóknarfrestur er til 20. april n.k. Vinnuskóli Reykjavíkur UTBOÐ Rafmagnsveitur rikisins óska eftir til- boðum i að reisa tréstaura og i upp- setningu á þverslám á 132 kV linu frá Grimsá i Skriðdal að aðveitustöð RARIK við Eyvindará, samtals 111 staurastæður. Útboðsgögn nr. 81005 — RARIK verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna rikisins, Laugavegi 118, Reykjavik, frá og með mánudeginum 23. mars 1981 og kosta kr. 100,- hvert eintak. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 14. april kl. 11.00 á sama stað. Rafmagnsveitur rikisins I Happdrætti Þjóðviljans: Vinningsnúmerin 1. des. s.l. voru dregnir út vinningar i happdrættinu. Upp komu þessi númer: 1. Bifreið, Daihatsu Charade nr. 5030 2. Sólarlandaferð með tJtsýn nr. 5999 3. Sólarlandaférð með Úrvali nr. 16832 4. irlandsferð með Samv.f./Landsýn nr. 34635 I Vinningshafar eru hvattir til að vitja vinn- inga sinna sem fyrst. TALIA leiklistarsvið Menntaskólans v/Sund, sýnir Erpingham- búðirnar eftir Joe Orton i Hátiðasal skólans (inng. frá Gnoðarvogi). Þýðing: Nokkrir nemendur M.T. undir stjórn Sverris Hólmars- sonar. Leikstjóri: Rúnar Guðbrandsson. Leikmynd: Helgi Ásmundsson. I kvöld kl. 21, fpstudag kl. 21, laugardag kl. 21, sunnudag kl. 21. Miðar seldir i skólanum alla daga frá kl. 10—16. Verð á miða 30 kr. Bílbeltin hafa bjargað ■ UMFEROAR Práo Jón Múli Amason sextugur Við byrjuðum samdægurs að vinna hjá Rikisútvarpinu fyrir skemmstu, 1. april 1946. Reyndar hafði ég séð til Jóns Múla fyrr á sundi og i hnefaleik og heyrt hann syngja Joe Hill og öfundað hann talsvert. Síðan hef ég öfundað hann af ýmsu öðru til viðbótar, sumu hverju samfellt i þrjátiu og fimm ár. Þar hefur verið við ramman reip að draga og biður hvað eina sins tima. En það skyldi nú vera að þessi öfund ætti ekki sinn þátt i þvi hve lengi ég hefði dregið að enda heit mitt um að hreinskrifa býsna mörg minnisatriði sem ég hripaði niður hjá mér i aldarfjórðungs starfi hjá Rikisútvarpinu, slik kynstur sem þar getur að finna af merki- legum dæmum um vaska og skemmtilega samstarfsmenn. Ekki er ég nú alveg eins viss um það og mér finnst ég stundum vera að útvarpinu okkar hafi stórlega hrakað á seinni árum. Við gagnrýna skoðun i ljósi dialektiskrar efnishyggju virðist mér koma til greina að það álit mitt kimni að vera blandið dá- litilli persónulegri eftirsjá. Þó er ég efalaus um það að i einu hefur stofnuninni farið aftur. Rikisút- varpið var miklu kærusamara um islenska tungu en það er nú. Þvi trúi ég að jafn blankri stofnun hafi aldrei verið sett háleitari menningarleg markmið en út- varpinu var gert i gamla daga, og af þvi leiddi að forstöðumenn gættuþess af miklum metnaði að starfsmenn hefðu andlega burði til þess að skrifa fréttir og til- kynningar á kórréttri tilgerðar- lausri islensku og flytja ástkæra ylhýra málið með þeim áherslum og hljómi sem guðdómlegri tungu heyra. Þó voru nú á þessu undan- tekningar. Sem betur fer. En það er fhugunarvert dæmi um regl- una, að ekki ýoru það neinir menningaraular sem réðu Jón Múla til þess að taka við þular- starfi af Þorsteini ö. Stephensen við hliðina á Pétri Péturssyni. Það eru vist kynstur af vatni, sem runnið hefur til sjávar siðan þetta næsta vor eftir striðslokin. Sumt af þvi blandað sem betur fer. af fyndnum tilsvörum og vis- um og músik sem ég gat aldrei sungið, og af Keflavikursamning- um og Atlantshafssáttmálum, og mörgu öðru sem ekki tjáir nöfn- um að nefna. Þá var ég ungur framsóknarmaður og fékk strax formlegt skipunarbréf frá Brynj- ólfi Bjarnasyni. Jón Múli fékk sitt skipunarbréf óralöngu seinna undirritað af Gylfa Þ. Gislasyni. Þetta er merkilegt umhugsunar- efni þvi kynni min af Jóni Múla höfðu talsvert áhrif á pólitískar skoðanir mlnar með timanum en undirskriftir valdsmanna viröast ekki hafa haft merkjanleg áhrif á skoðanir hans. Furðulegt ihugunarefni má það vera fyrir pólitiska sálfræðinga hvernig Arna frá Múla, ein- hverjum gáfaðasta og einbeitt- asta forvigismanni ihaldsstefn- unnar á Islandi, tókst að ala upp svo úrtakslausan kommúnista, þvi einhvernveginn fór það svo að einmitt sú manndómsmynd, sem hann mótaði i vitund sona sinna hefur aðeins notið sin I rauðum bjarma öreigabaráttunnar á ystu vinstribrún. Vitaskuld á þetta sér dialektiska skýringu og samt leyfir Jón Múli sér enn sextugur maðurinn, að staðhæfa að ekkert sé verra en Ihaldið. Sverrir heit- inn Kristjánsson sagði einu sinni um tegundina: Svona menn taka aldrei fortölum og dugar ekki einu sinni að skjóta þá. Þetta sagöi hann löngu eftir að ég heyrði Jón Múla syngja um Joe Hill á bjartri júninótt ofan i hita- veituskurðinum framan við Arnarhvol. Meðheillaóskum Stefán Jónsson • Þegar ég frétti að gamall bar- áttufélagi minn og góðkunningi, Jón Múli Arnason, væri sextugur nú I mánaðarlokin, fannst mér ég ætti að senda honum kveðju. Við höfum þekkst i nokkra ára- tugi, hist hér og þar i fámenni og á torgum i fjölmenni, og auk þess búið i sama húsi nær áratug. Það munaði meira að segja minnstu, að við lentum saman i tugthúsinu. Og það var vegna hugarfarsins. Báðir vorum við og erum and- stæðingar hersetu á Islandi. En viðurðum þó að láta okkur nægja þann virðingarvott að fá þyngstu dóma og missi mannréttinda. Og þetta var vegna þess að vif vorum þar staddir, sem oddvitai Alþingis og amerikana höfði safnað Islensku liði til þess af hafa I frammi barsmiðar og gas árás á friðsamt fólk, sem þeii höfðu kallað á vettvang. Annað er það, sem Jóni verður ekki fyrirgefið af mörgum og slst hópi manna sem telja sig verða að skrifa um sósialisma og al- þjóðamál i þetta blað. Það er, að hann hefur flestum mönnum betur lagt sig fram um að efla friðsamleg samskipti milli þeirra merku þjóða: tslands og Sovét- rikjanna. En eins og kunnugt er hafa sovétmenn, allar götur siðan þeir fjórdrápu i Morgunblaðinu prestastétt Rússlands, þótt hlut- gengastir hrollvekjumenn gegn alþýðu í kosningum á íslandi. Lengst af sá Morgunblaðið eitt um þennan sérstæða þátt i menn- ingarsamstarfi við Sovétrikin. Nú eiga blöð allra flokka sina sér- fræðinga i afbrotum sovétmanna, svo skrif þeirra jafnast nú orðið við æðisóra og heiftarskap á galdraöld. Það er náttúrlega erfitt að þola menn, sem ekki bogna fyrir niði svo margra, menn sem halda áfram að horfa langt og hugsa skýrt. Þannig er Jón Múli. Og svo leyfir hann sér auk þess að tala með bros á vör við þá sem óðastir eru og reiðastir eins og hann gerði i ógleymanlegum sjónvarpsþætti i vetur. En það er kannski einmitt húmor Jóns, einstæður og hár- finn, sem þessir menn þola honum verst; snilli hans, talaða og ritaða, þegar hann velur orðin þeim, sem engjast af ótta og aumingjaskap við valdið og auð- inn. Þótt ég hafi minnst á þá, sem skipta litum, ef þeir heyra nafn Jóns Múla, munu hinir miklu fleiri, sem virða manninn og dá listfengi hans. Fáir eru þeir nú, að honum frátöldum, sem með rödd sinni og framkomu einni saman eiga slikt vald á þvi sem hann, að stilla hug manna, hvort sem hann flytur þeim orð sorgar eða gleði. Þau verk sem slikir menn vinna, megum við þakka, við samtiðarmenn þeirra. Siöari tima fólk fær aldrei að fullu notið orðlistar augnabliksins i dag, hversu vel sem tæknin kann að geyma til morguns. Við hjóninhöfum ekki umboð til blessunar, en óskum þér góðra daga Jón Múli. Stefán ögmundsson. • „Mjög af öðrum mönnum ber, Múla Jón þar kenni”. Ofangreindar ljóðlinur eru úr kvæði sem Jón Múli Arnason Flutti okkur gömlu félögunum, þegar hann pakkaði kornettinum niður á siðustu æfingunni sem hann spilaði með okkur fyrir nokkrum árum. Kvæðið hét „Músíkljónið marsaglaða i Lúðrasveit Verkalýðsins”, og ber að virða okkur til betri vegar, þótt við munum ekki að hafa það hér yfir allt, enda er það mjög út úr hömrum gengið að dýrleika og hætti og hefði bóndinn i Sumar- húsum mátt vera fullsæmdur af jafn góðu kvæði. Jón var einn meðal „debút- anta” Lúðrasveitar Verkalýðs- ins þegar hún kom fyrst fram i konsertsölum Mjólkurstöðvar- innar við Laugaveginn árið 1953 og í áraraðir blés hann i fylk- ingarbrjósti og sá aldrei neinn að hann skipti litum, hvaða veður sem Forsjöninni þóknaðist að hafa á tyllidögum þjóðarinnar og oftar en ekki virtust sanna andúð hennar á lúðrasveitum. Jón Múli marséraði jafn hnarreistur fram fyrir það, ekki siður en þeir i New Orleansi sinu „Oistrich Walk” og „Darktown Strutter’s Ball”. Það ber hverjum manni fagurt vitni að gleyma ekki uppruna sinum og gamall jassisti veit það hverjum manni betur að jassinn á ekki síst rætur að rekja til gömlu lúðrasveitanna, suður við ósa Missisippi. Vonandi telst það þvi ekki framhleypni hjá okkur göml- um blikkbarningsmönnum, reyr - ýlúrum og roðþenjurum að álita að viö megum telja til dálitils skyldleika við þetta göfuga svið tónlistarinnar — en þó einkum afmælisdreng vorn, Jón Múla Arnason. Það er sammerki lúðrasveitar- manna að þeir verða allra karla elstir. Hvers vegna veit eng- inn, — en marga grunar það. Meðal margra dæma um þetta náttúrufyrirbrigði verður Jón Múli. Þegar við samfögnuðum honum með afmælið á tónleikum L.V. á dögunum, minnti hann okkur á að sér fyndist hann alls ekki vera nema tuttugu og átta ára, eins og lúðrasveitin sjálf. Þannig fara árin miklu mýkri höndum um okkur lúðrasveitar- menn en hina. Með þessum linum fylgir sú göfugasta kveöja sem i voru valdi stendur að senda, — lúörasveitar- kveðjan. Lúðrasveit Verkalýðsins. Blaðbera vantar! Austurstræti — Tryggvagata Sólvallagata — Hávallagata Garðastræti — Hólatorg DJOWIUm Siðumúla 6 81333.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.