Þjóðviljinn - 31.03.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 31.03.1981, Blaðsíða 2
2 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 31. mars, 1981. KÆRLEIKSHEIMILIÐ Ég er bara SVOLITIÐ veikur. Nóg til að fara ekki í skólann, en ekki nóg til að liggja í rúm- inu. Anna Pavlova i hlutverki sinu i ballettinum Þyrnirós. Rússneski svanurinn hefði orðið 100 ára í febrúar Rússneska balletdansmærin Anna Paviova fæddist I Sankti Pétursborg 12. febrúar 1881, og heföi þvi oröiö hundraö ára i siö- asta mánuöi, ef hún heföi ekki dáiö úr lungnabólgu áriö 1931. Anna Pavlova var fyrsta heimsfræga ballerinan sem Rússar eignuöust. Hún stu-’daði nám viö keisaralega b^/ett- skólann og kom fyrst fram opin- berlega 1899. Nokkrum árum siðar fór hún aö feröast um heiminn og dansa viö gifurlegar vinsældir. Hún geröi rússneska ballettinn vföfrægan og henni er baö stundum bakkaö aö Rúss- land er nefnt fööurland ballets- ins, á sama hátt og ttalia er föðurland óperunnar. Nokkrar kvikmyndir eru til af dansi Pavlovu, en sökum tækni- legs ófullkomleika þeirra gefa þær alls ekki nógu góöa hug- mynd um snilld hennar. Viö veröum þvi aö trúa skrifuöum samtimaheimildum, sem segja aö hún hafi dansaö einsog engill. viðtalið Rætt við Jóhannes Gíslason, bónda í Skáleyjum Stundum ekki séð í auða vök” Hermt er frá þvi, aö óvenju- mikill is sé nú á Breiðafirði og þvi hringdum við i Jóhannes Gislason, bónda I Skáleyjum, og spurðum hvort isinn væri að angra hann. — tsinn hefur nú komið og farið, það hefur verið svona rjátl á honum, sagði Jóhannes. — En hann er búinn að vera mikill hér i vetur, enda hafa þetta verið harðindi. Þaö var stundum svo hér i vetur, að ekki sá i auöa vök, en það var auð- vitað þunnur is, lagði i þurra- frostum. Sundin hér um inneyjar hafa verið á föstum is frá áramótum og er hann orðinn ákaflega þykkur og sterkur. Væri hægt aö lenda þar flugvélum þessvegna. En svo hafa komið skárri kaflar og þá tekið isinn úr Flóanum, svona öðru hvoru. — Hvernig hefur gengið með póstferðirnar? — Við höfum misst niður nokkrar póstferðir, en oftast hefur Baldur þó komist hér i námunda við okkur og verið Jóhannes Gislason. hægt aðkomast upp að á skektu. Þá hefur Baldur og oftast getað haldið uppi póstferðum til Flat- eyjar og Brjánslækjar. En báturinn hefur átt i miklum erfiðleikum vegna issins og i einni ferðinni aö Brjánslæk fest- ist hann og fór öll nóttin hjá hon- um i það að komast til Flat- eyjar. Fólkið, sem nú er i Flatey, segist aldrei hafa séð svona mikinn is þar i kring. Að visu mun meira hafa verið um is þar 1918. En ég var i Flatey veturinn 1968—1969 og þá var isinn eitt- hvað likur þvi sem hann er nú. En Flateyingar segja þó að meira sé um rekis og stærra svæði isilagt núna. Hinsvegar festi is við Flatey 1968—1969 og hann var gengur. Það haiði ekki áður skeð á þessari öld, nema 1918. En það er ekkert óvenjulegt að is verði gengur hér við Skál- eyjar. Það gerist ílesta vetur. En hann er hinsvegar óvenju- lega mikill núna. Þó varð aldrei gengt til lands en það munaði ábyggilega litlu og tóla kóklað- ist hér á milli. — Þiðeruð með kindur þarna i Skáleyjum, Jóhannes? — Já, en þær eru nú ekki aðal- bústofninn, heldur hlunnindin. Jú, við erum með kindur og svo geldneyti og kýr íyrir heimilið. — Hefur tekið fyrir jörö hjá ykkur i vetur? — Já, en þó er þaö til að jörð hefur verið hér i eyjunum alveg fram að þessu. Ég tók siðasta féð i hús i mars-byrjut^ en þaö var nú af þvi að ég náöi þvi ekki fyrr. En flest féð hafði ég á beit fram um miðjan febrúar. En þá var orðið svo illt til jarðar að ég tók það i hús. Þessu er nú hagaö þannig hér, aö fénu er yfirleitt ekki beitt með gjöf heldur haft alfarið úti á meðan beitin dugar En um rniðjan febr. var tekiö fyrir beit hjá mér vegna snjóa. Þegar is er svona mikill i Flóan- um þá skefur af honum upp á eyjarnar og fyrir vikiö verður fannfergið miklu meira. Ég hel aldrei séð jafn mikiö og þykkt hjarnyfir túninu hérna og núna. Nú, en þetta er svo sem alveg skinandi gott og indælt, maður þarf bara að vera við þvi búinn. — Erunema tvær eyjar eftir i byggð á Breiðafirði? — Nei, þær eru nú ekki íleiri, B'latey og Skáleyjar. En við er- um að vona að úr rætist i vor. Til stendur að larið verði að búa i Hvallátrum. Tveir ungir menn, ættaöir þaðan, hyggjast hefja þar búskap i vor. Blessaður, þetta breytist. Þaft kemur að þvi, að aftur verður farið að búa hér i eyjunum, Þetta eru timabundnar sveiflur á öllum sköpuðum hlutum. — mhg Löng saga um hættuna við skammstafanir þar sem sætin eru um 80 og ef þér eruð seint á ferð getið þér sjálfsagt fengið stæði. Ég ráð- legg yður eindregið að koma á þriðjudegi, þvi þá er spilað undir á orgel. Hljómburðurinn er frábær og hvert einasta smá- hljóð heyrist. Þar að auki eru liðsforingjar nærliggjandi her- búða vanir að koma og taka þátt i þessari almennu gleöi. Mér væri mikill heiður að fá að taka frá pláss fyrir yöur, og er aö ööru leyti ávallt til þjónustu. F. Braunwald sóknarprestur. Eldri kona bresk hugðist eyða sumarfriinu sinu i sveit i Suður-Þýskalandi. Hún var búin að bóka farið, vissi hvar hún átti aö búa og hvernig, þegar henni datt allt i einu i hug, að hún hafði gleymt að spyrjast fyrir um hvort þarna væri vatnssalerni. Hún tók sig þvi til og skrifaöi bóndandum á bæn- um og spurði, hvort þar væri WC. Hannhafði aldrei séð þetta WC og sneri sér þvi til prestsins Timinn birti tvær firnastórar fréttamyndir af Rollsrojsinum dýra i einu og sama blaöi. Enda hefi ég alltaf vitaö aö réttnefni á þeim bil er Draumur kaup- félagsstjórans. Jt i þorpinu. Presturinn hugsaöi málið lengi og komst siðan að þeirri niðurstöðu með tilliti til aldurs konunnar, að þetta væri guöhrædd gömul ensk dama sem vildi vita hvar The Wood Church iskógarkirkjan) væri. Iiann skrifaði eftirfarandi svar: Náðuga frú! WC sem þér spyrjið um er uþb. lOkm frá bóndabænum þar sem þér leigið. Þar er opið alla þriðjudaga og föstudaga. Kannski finnst yður það óþægi- legur timi, en ég get glatt yður með að margir gestir taka með sér nesti og eyða öllum deginum þar til að njóta útsýnisins. Þar sem venjulega er margt gesta ræð ég yður að koma eins snemma og þér mögulega getið. Yfirleitt er plássið þó nægilegt, P.S.Viö hjónin höfum þvi miður ekki ha'ft tækifæri til að komast á WC i heilan mánuð af þvi að það er svo langt þangað og þetta veldur okkur miklum sársauka. Sami. Þessi böm — Jæja, ÓIi, geturöu þá sagt mér hvaö múmfur eru? — Já, kennari. Þaö eru niöur- lagöir kóngar. < Q O Það stendur í blaðinu að 43 1 miljónir barna vinni erf iðisvinnu. —V Skilurðu? 43 | miljónir barna þurfa að vinna fyrir sér! ] —y-" Er það okkur að kenna? Getum við breytt því? NEI! Við getum bara vorkennt þeim og sagt:________^ Svona, segðu það líka! Svo getum við leikið okkur I friði á eftir. S[

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.