Þjóðviljinn - 31.03.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 31.03.1981, Blaðsíða 3
Þri&judagur 31. mars, 1981. ÞJÓDVILJINN — SIDA 3 Baráttu- samkorna aöBreiðu- mýri Samtök herstöðvaand- stæðinga i Keykjadal og Mý- vatnssveit efndu til 30.-mars- baráttusamkomu að Breiðu- mýri i gærkvöldi, 29. mars. Dagskrá var fjölbreytt að vanda: ræður, leikþáttur, upplestur, fjórir gamal- kunnir harmonikusnillingar frá Húsavik þöndu nikkur sinar, almennur söngur, kaffiveitingar. Ræðumenn voru Ævar Kjartansson og Erlingur Sigurðarson. Samkoman fór hið besta fram og sótti hana um 100 manns. Þetta er fimmta árið i röð sem efnt er til slikrar samkomu að Breiðumýri og er ekki að sjá þreytumerki á herstöðva- andstæðingum hér, enda sá ungt fólk um framkvæmd þessarar samkomu. mhg/Starri Jón Bjarnason Skipadur skólastjóri að Hólum Landbúnaðarráðherra skipaði s.l. föstudag Jón I Bjarnason frá Bjarnarhöfn I skólastjóra Bændaskólans að ■ llólum i Hjaltadal. Jón er stúdent frá Mennta- I skólanum i Reykjavik. Hann I lauk búfræðiprófi frá Hvann- I eyri 1967 og kandidatsprófi 1 frá Landbúnaðarháskól- I anum i Asi i Noregi 1970, | starfaði sem kennari við l Bændaskólann á Hvanneyri • 1970—1974 og hefur jafn- framt rekið búskap i Bjarnarhöfn i Helgafells- sveit frá 1970. Jón hefur sinnt margvis- legum trúnaðarstörfum fyrir félagssamtök bænda og heimabyggð sina, Helga- fellssveit, þar sem hann er oddviti. Hann er giftur Ingi- björgu Sólveigu Kolka Berg- steinsdóttur og eiga þau 4 börn. Strandaði en! náðist á jlot I Um klukkan 18 á sunnudag ■ strandaði Sjöstjarnan VE 92 I i blfðskapar veðri á Gat- I flúðinni við Klifið i Vest- , mannaeyjum. Báturinn var ■ að koma úr róðri með um 7 I tonn af fiski þegar hann | strandaði. , Rúmum klukkutima eftir n að strandið átti sér stað hafði I tekist á ná Sjöstjörnunni | aftur á flot og voru það , Sæberg SU og Lóðsinn i ■ Eyjum sem drógu skipið á I flot, og dró Lóðsinn það | siðan til hafnar. Enginn leki , mun hafa komið að bátnum i og var þegar hafist handa við I að losa Sjöstjörnuna eftir að | hún lagðist að bryggju. , —S.dór | Kundargestir voru á öllum aldri og skemmtu ser mætavei. i.iosm. — eiK— Mjög fjölmeimt í Háskólabíói Hagkaup afsalar sér lóö í Mjóddinni (Jthlutaó til Viöis Hagkaup afsalaði sér nýlega stórri verslunarlóð I Mjóddinni í Breiöholti og var henni úthlutað til Verslunar- innar Viðis (i Austurstræti) á fundi borgarráðs sl. föstu- dag. Þessi lóð hefur verið aug- lýst tvivegis, þvi áður afsal- aði Johnson og Kaaber sér henni og þegar hún var þá auglýst voru Hagkaup og Viðir einu umsækjendurnir. Hart var barist um að hreppa hnossið en Hagkaup vann. Hinir siðustu munu verða fyrstir, gæti manni svo dottfð i hug, þegar lóðin er komin i hendur Viðismanna nú. Þá úthlutaði borgarráð Sambandinu i gær formlega lóð f nýja miðbænum undir skrifstofubyggingar sinar og einnig var staðfest fyrirheit um lóð undir byggingavöru- deild Sambandsins i borgar- mýri, á mörkum Krókháls og Hestháls. á baráttusamkomu herstöðvaandstæðinga Fullt hús var í Háskóla- bíói á sunnudaginn, þegar herstöðvaandstæðingar héldu þar sína árlegu 30. mars baráttusamkomu, og tóku fundarmenn hraust- lega undir með Sigurði Rúnari Jónssyni sem gerði sér lítið fyrir og breytti salnum í upptökusal og áhorfendum í kór. Sigurður Rúnar vinnur nú ásamt Heiniavarnarliðinu að gerð hljómplötu, sem samtökin hyggjast gefa út á næstunni, og vantaði kór til að syngja viðlög i tveimur lögum sem á plötunni verða. Upptakan mun hafa tekist með ágætum, og reyndist kórinn bæði lagviss og kraftmikill. Heimir Pálsson flutti aðalræðu dagsins, og verður hún birt hér i blaðinu siðar. Erling ölafsson, formaður SHA, flutti stutt ávarp um það sem efst er á baugi hjá samtökunum um þessar mundir, og nefndi t.d. fyrirhugaða Kefla- vlkurgöngu i mai, þegar liðin verða 30 ár frá þvi bandariski herinn kom hingað til lands i annað sinn. Pétur Gunnarsson rithöfundur las úr handriti nýrrar sögu um strákinn Andra, Birgir Svan Simonarson, Ingibjörg Haraldsdóttir og Þorsteinn frá Hamri fluttu frumsamin ljóð, og fram komu visnasöngvararnir Böðvar Guðmundsson, Aðal- steinn Asberg Sigurðsson, Berg- þóra Arnadóttir, Hjalti Jón Sveinsson og Bergþóra Ingólfs- dóttir. Heimavarnarliðið klykkti svo út með tveimur lögum af væntan- legri plötu. Pétur Gunnarsson las úr splunku- nýju handritium strákiun Andra. Feginsstuna frá Veðurstofunni: Framrás íssins stöðvuð Sainkvæmt frétt frá hafisrann- sóknadeild Veðurstofunnar hefur siðasta framrás hafissins fyrir norðan land verið stöðvuð, en isinn hefur verið til alls vis i norð- lægu vindáttinni undanfarið. Hagstæðir, suðlægir vindar halda nú hafisjaðrinum i skefjum, þótt dreifðir jakar séu enn á reiki á hafsvæðinu sunnan við jaðarinn. Sl. föstudag, 27. mars 1981, gafst flugveður og skyggni til iskönnunar og kannaði þá land- helgisgæslan jaðarsvæðið, allt frá 66. gráðu til 70. gráðu norðlægrar breiddar (sjá kort). Meginisinn var um 130 sjómilur vestur af Barða, 85 sjómilur norðnorð- vestur af Kögri og um 85 sjómilur norðvestur af Kolbeinsey. Suð- austan við meginisinn var belti af gisnari is, 12 til 33 sjómilna breitt. Bráðabírgðalögln samþykkt Bráðabirgðalög rikisstjórnar- innar um efnahagsmál frá þvi um áramót voru samþykkt i neðri dcild Alþingis i gær. Aður hafði efri deild Alþingis samþykkt lögin. Bráðabirgðalögin voru sam- þykkt i neðri deild með 19 at- kvæðum stjórnarliða gegn 15 at- kvæðum stjórnarandstæðinga. Albert Guðmundsson sat hjá við lokaatkvæðagreiðsluna en áður höfðu breytingartillögur hans og stjórnarandstöðunnar verið felldar. Fimm þingmenn voru fjarverandi atkvæðagreðsiuna úr neðri deild. —Þ Vinnuslys I í Rafha \ ■ l gærmorgun varð vinnu- I slys i Rafha i Hafnarfirði, I þegar maður sem vann við | það að ryksuga loftstokka ■ féll milli hæða. Þar sem I maðurinn var að vinna eru I aðeins grindur en á milli | þeirra loftklæðning neðri ■ hæðarinnar. Steig maðurinn I þar út á og féll niður. Meiðsli I eru ekki talin alvarleg. B Hjá Vinnueftirliti rikisins I fékk Þjóðviljinn þær upplýsingar, að hér hafi I verið um óhappaslys að * ræða, búið hafi verið að vara I manninn við og hann beðinn um að fara varlega. • \Foreldra- j ! samtök \ stofnuö á ! í Akureyri I Um eitt hundrað manns I I sóttu stofnfund Foreldra- I I samtakanna á Akureyri, , ■ scm haldinn var 24. mars | I s.l.. Fundarmenn voru þeirrar , « skoðunar að eitt brýnasta ■ I baráttumál samtakanna I væri dagvistarmál, en mikill I skortur er á dagvistar- , ■ rýmum á Akureyri. Var af ■ I þvi tilefni undirritað bæna- I I skjal til bæjarstjórnar, þar | sem skorað er á bæjarstjórn , » við afgreiðslu fjárhagsáætl- ■ I unar, sem nú stendur yfir, að I gera verulegt átak i þeim | málum. Annaö brýnt verk- , • efni er að beita sér fyrir ■ I stofnun fleiri foreldrafélaga I I við skóla og dagvistir og I stuðla að auknum tengslum , » milli heimila, skóla og dag- i Ivista. A fundinum var kosið i stjórn og samþykkt lög , ■ félagsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.