Þjóðviljinn - 31.03.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 31.03.1981, Blaðsíða 15
Þriöjudagur 31. mars, 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Hringið i sima 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum tfra lesendum Léttúð Af hreinni tilviljun hlustaði ég á miðvikudagssyrpu Svavars Gests, sem var honum til sóma og hlustendum til ánægjuauka og á hann skilið þakkir fyrir það og ýmsa aðra ágæta útvarps- þætti. I þætti þessum var hann meö kveðskap Daviðs Stefánssonar á milli varanna á ýmsu ágætu söngfólki sem svo sannarlega hefur skemmt okkur lands- mönnum og glatt allt frá þvi lag var fyrst borið að texta þessa mikilvirka skálds. Siðasta lagið i Daviðssyrpu vakti furðu mina ÍAndlegheit (Þingeyinga )lifa undir snjónum Sagði Jóhanna Aðalsteinsdóttir H.J. hringdi og fór meö visu sem honum kom i hug þegar hann sá fyrirsögn á frétt á bak- siöu blaösins á þriöjudag. Visan er svona: Um Þingeyinga það ég veit, þetta blasir sjónum: Alltaf lifa andlegheit undir vetrarsnjónum. lagasmiðsins og er hvatinn aö þessum oröum. Ekki var það þó íyrir fegurö né góöan flutning, fremur hiö gagnstæða. Kvæðið heitir „Léttúðin'' og fyrsta erindið er þannig: Hún vafði mig örmum um vordaginn langan og kyssti mig hiæjandi á kafrjóðan vangann. Söngvarinn flytur þetta með miklum tilburðum, en æpir sið- an i sifellu: „Leggstu hjá mér, leggstu hjá mér! ég þrái þig.'' Þetta gerir Pálmi frændi minn með þvilikum írygðarópum að mann á minum aldri sker i hlustirnarog flettiég i snarkasti upp á kvæðinu i Kvæðasafni, l.bindi (Svartar fjaðrir) frá 1930 til að ganga úr skugga um að ekki sé búið að fordjarfa kveð- skapinn i manns eigin bókum, Nei, á blaðsiðu 20 og 21 var það, stilhreint, sex erindi, fjórar lin- ur hvert, frá einu orði upp i fimm hver lína, rétt einsog skáldið gekk frá þvi. Mér létti, en hugleiddi þaö siðan að gæti einhver lesið það á milli linanna að einhver ætti að leggjast hjá höiundi, söngvara eða yfir höfuð einhverjum, þá færi miklu betur á að þegja um það, a.m.k. ekki öskra þaö af öllum kröftum framan i blá- saklausa hlustendur. Svavar hefði nú af sinni alkunnu prúð- mennsku átt að vara hlustendur við þessum erótiska viöauka. Svona i lokin vil ég geta þess að þetta er ekkert stórmál fyrir mig og ég er fyllilega búinn aö ná mér. Afturámóti væri fróð- legt ef almúgamaður einsog ég fengi upplýsingar um það hvern hátt lagasmiðir hala á þegar þeir semja lög viö texta þjóð- skáldanna. Slita þeir viöauka úr eigin brjóstum, eöa fá þeir vini, kunningja eða einhvern til þess? Nú er mér ekki kunnugt nafn lagasmiös iumræddu tilfelli Þaö væri óneitanlega vel til fundiö ef hann fræddi fávisan um hvaöa fyrirkomulag hann hefur á þessum málum og kæmi svar- inu á framfæri á sama staö og þetta kann aö birtast. Meðkveðjum, Kuuólfur Jónsson, Gerði, Mosfellssveit. Frímerkjaskipti Austur-þýskur maöur á Hervig Labahn fertugsaldri óskar eftir sam- 3573 Oebinsfelde bandi viö islenska frimerkja- Stendalerstrasse 84 safnara meö skipti fyrir augum. DDR Nafn hans og heimilisfang: Laufey, 6 ára stelpa i Reykjavik, teiknaði þessa finu mynd. En vitið þið af hverju hún kallar myndina ,,Sjómenn”? Það er af þvi að sjómennirnir eru að veiða fiskana, en þeir sjást ekki á myndinni, þeir eru nefnilega á skipun- um langt fyrir ofan fiskana. Með pening á enninu Hér kemur leikur sem er bæði skemmtilegur og f yrirhaf narlítill- Allt sem þið þurfið er klútur til að binda fyrir augun og pen- ingur — t.d. króna eða f immkall. Peningurinn þarf að vera kaldur. Nú bindið þið fyrir augun á einum þátttak- enda og skipið honum að leggjast á gólfið. Svo takið þið peninginn og þrýstið honum á enni þess sem liggur á gólfinu. Látið hann vera þar nokkra stund, en takið svo peninginn burt. Sá sem liggur á gólfinu tekur ekki eftir því að peningurinn er farinn, vegna þess að hann finnur ennþá kuldann á enninu en verður ekki var við að peningurinn fer. Að lokum segið þið hon- um að risa á fætur afar varlega til þess að pen- ingurinn detti ekki. Sannið þið til, það verða fyndnir tilburðir! Barnahomið Atvinnumál fatlaðra .v( )/. Sjónvarp TF kl. 21.50 i sjónvarpinu i kvöld verður umræðuþáttur um atvinnumál fatlaðra, i umsjá Þórðar Ingva Guðmundssonar. A alþjóðlegu ári íatlaöra eru málefni fatlaðra aö sjálfsögðu ofarlega á baugi og skoðuö lrá ýmsum sjónarhornum. Eitt af þvi sem margir t'atlaðir hala einna stærstar áhyggjur af er atvinnumálin. Þaö getur ráðið úrslitum um liðan fólks hvort það hefur atvinnu viö sitt hæli og fær að taka þátt i atvinnu- lifinu. Sögur úr sirkus — tékkneskur teiknimyndaflokkur sem hefur göngu sina i kvöld. Sögur úr sirkus Tékkar framleiða sem kunnugt er heilmikiö af kvik- mymlurn fyrir börn. Þekktast- ir eru þeir fyrir leikbrúðu- myndir sinar, en þeir gera einnig mikiðaf teiknimyndum og leiknum myndum fyrir börn. Nýlegt dæmi um þessa framleiðslu var teiknimynda- flokkurinn elskulegi Sonni og Sparði. Og i kvöld hefst nýr tékkneskur teiknimyndaflokk- ur I þrettán þáttum: Sögur úr sirkus. Guðni Kolbeinsson þýddi en Július Brjánsson er sögumaður. Það er mikið fagnaðarefni að vera laus - a.m.k. i bili - við forheimskandi ofbeldismyndir á borð við Tomma og Jenna, og fá i staðinn ljúfar og skemmtilegar barnamyndir með manneskjulegu innihaldi. dJj* Sjónvarp TT kl. 20.35 Hinsvegar mætti enn hamra á þvi við sjónvarpsmenn, hvort ekki sé mögulegt aö færa sýn- ingartimann fram fyrir frétt- ir, þannig að barnaefniö komi á eftir fréttum á táknmáli en á undan hinum fréttunum. Hvorttveggja er, að yngstu á- horfendurnir eru orönir syfj- aðir og þreyttir á þessum tima sólarhrings, og svo er hreint ekkert fallega gert að skikka blessuð börnin til að horfa á auglýsingarnar meö þessu móti. Þær eru sjón- varpsefni sem hala vægast sagt neikvætt uppeldisgildi. — ih Árferði fyrir hundrað árum Meöal efnis á kvöldvöku hljóövarpsins i kvöld er erindi Hauks Ragnarssonar skógar- varöar um árferöi fyrir hundraö árum. Haukur les úr árferöislýsingum Jónasar frá Hrafnagiliog flytur eigin hug- leiöingar um efniö. Glöggir menn hafa veitt þvi athygli aö slöasti áratugur aldarinnar hefur jafnan veriö mannskepnunni erfiöur - ekki aöeins á þessari öld, heldur einnig á siöustu öld og þar áö- ur. Fyrir hundraö árum var árferöi slæmt á tslandi, og veröur fróölegt aö heyra lýs- ingar Hauks og Jónasar á þvi. A kvöldvökunni mun karla- |||| Útvarp WÞ kl 20.1F kórinn Heimir syngja undir stjórn Árna Ingimundarsonar og Gunnar Stefánsson les ljóö Sigurjóns Friöjónssonar „Sól yfir landi ljómar.” Einn- ig les Inga Lára Baldvinsdótt- ir frásögu úr minningasam- keppni aldraöra. Höfundur er Stefania Agústsdóttir frá Kjós á Ströndum. Loks er svo „tJti- legan mikla” - frásögn Vigfús- ar ólafssonar kennara af úti- legu fiskibáta frá Vestmanna- eyjum fyrir rúmri öld. — >h

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.