Þjóðviljinn - 31.03.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 31.03.1981, Blaðsíða 16
DJúÐvnnNN Þriðjudagur 31. mars, 1981. Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aöra starfsmenn blaösins i þessum simum ; Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná i áfgreiðsiu blaðsins isima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Dragnótaveiðar í Faxaflóa: Enn blossa deilur upp Sjavarútvegsráöherra hefur horiö fram frumvarp um levfi til allt aö 5 báta aö stuuda skarkola- veiöar i dragnót i Faxaflóa. Og þaö var ekki að sökuin aö spvrja; þeir sein vilja friða flóann alger- lega fyrir dragnótaveiöi hafa ris- iö upp og mótmælt frumvarpinu. Þessar deilur um nvort levfa eigi dragnótaveiöar i Faxaflóa liafa staöiö áruni saman og hefur friö- unarmönnum vegnaö betur hin siðariár. enda hefur friöunin sýnt aö þeir hafa mikiö til sins máls. Friðunarmenn héldu fund að Hótel Esju s.l. sunnudag þar sem mættir voru um 120 manns. Voru 19 ræður fluttar og stóð fundurinn i hálfa fimmtu klukkustund. I lok fundarins var samþykkt ályktun með lOOatkv. gegn 4 en 5 sátu hjá. bar segir m .a. að þótt sjómenn og fiskifræðinga greini á um afla- magn i hafinu umhveris tsland, þá sé það óverjandi eins og er að hafa ekki efni á að friða Faxaflóa með sama hætti og verið hefur til hrygningar, uppeldis og verndun- ar aðalnytjafiska okkar. Telja megi að við séum á réttri leið við uppbyggingu og verndun á fiski- stofnum okkar með friðunar- svæðum umhverfis landiö og bent á að 5bátar leysi ekki atvinnumál Suðurnesja né annarra. Beri þvi brýna nauösyn til að sjávarút- vegsráðherra taki frumvarp sitt um dragnótaveiðarnar til baka. —S.dór. Umhverfismálaráð samþykkir skipulagstillöguna: Fyrirvari um mörg atriði ["Hestamannafélagið Fákur: Telur að sér þrengt í nýja skipulaginu Forsvarsmenn Hestamanna- félagsins Fáks i Heykjavik hoöuöu fréttamenn á sinn fund i gær, til aö koma á framfæri mótmælum félagsins við hug- myndir þær aö aðalskipulagi horgarinnar fvrir árin 1981 til 1998 sem kynntar hafa verið. Telja Fáksmenn svo að starf- semi sinni þrengt i Viðidal og Viöivöllum, að hestamennska i Keykjavik sc i hættu stödd, muni jafnvel leggjast niður i þeirri mynd sem hún er nú ef aöalskipulagið verður að veru- leika. Telja hestamennsku í Reykjavik vera í hættu ef fariö veröi eftir nýja skipulaginu hafa aðal bækistöðvar sinar nú. Hestamenn vilja að það sem eftir er óbyggt af Selásnum þeirþar til skeifusmiði, járning- ar, söðlasmiði og fleira tengt hestamennskunni. Þá vilja þeir að undirgöng þau sem fyrirhug- að er að byggja undir Sgður- landsveg, verði á öðrum stað en gert er ráð fyrir i skipulaginu, eða gegnt Rauðavatni. Lika telja þeir tengibraut sem koma mun á Ofanbyggðarveg vera alltof nálægt hesthúsabyggðinni og vilja þennan veg austar. Fáksmenn bentu á að i Fáki væru 1100 félagar og margir hestamenn stæðu utan félags- ins, en gera mætti ráö fyrirað á Fákur skipaöi nefnd manna til aö vinna að og gæta hagsmuna félagsins varöandi skipulagsmálin og eru þeir hér á myndinni fyrir framan kort af nýja skipulaginu og korti sein Fákur hcfur látið gera meö hug- myndum félagsmanna á þvi hvernig svæöiö verði. Frá v. Valdimar Jóhannesson, Gisli B. Björnsson og Kristján Guðmundsson. — Ljósm. — gel — L'mhverfismálaráð samþvkkti á l'undi sinum i gær skipulagstil- lögu meö nvjum bygginga- svæöum og lýsti ráöið sig i niegin- atriöum sammála þeim þáttum hennar sem aö verksviði ráðsins lúta. Þá voru settir fram fyrir- varar og ábendingar i sjö liöum in.a. uni afmörkun fólkvangs i Klliöaárdal, frekari vegar- cða brúarlagningu um dalinn og af- mörkun safnasvæðisins i Árbæ. Fulltrúar Sjálfstæöisflokksins greiddu atkvæöi gegn skipu- laginu. 1 samþykkt meirihluta umhveríismálaráðs er þvi m.a. iagoaö að i fyrsta sinn er á skipu- lagskorti greint á milli friðlanda og útivistarsvæöa annars vegar og óbyggðar svæða og stofnana- svæða hins vegar. Fyrirvararnir eru, auk þess sem fyrr er taliö, um aö brú yfir Grafarvog veröi að hafa mikið haf svo lifriki vogsins spillist ekki, — að atvinnuhúsnæði verði ekki reist á svæði við Bæjarhals nema ibúar i næsta nágrenni séu þvi samþykkir og að göngu- og reiöstigar um svæðin verði nánar ákveðin i endurskoðun á áætlun um umhverfi og útivist. Um Rauðavatnssvæðið segir i sam- þykkt ráðsins að kanna verði nánar sprungukerfi svæöisins og taka mið af þeirri könnun við framkvæmdir. Einnig aö tryggja greiðar gönguleiöir niöur aö opna svæöinu við vatniö, aö utivistar- svæðum i Eggjunum og skóg- ræktinni sunnan vatnsins. 1 bókun minnihlutans er m.a. dregið i efa aö óhætt sé að létta vatnsvernd af Bullaugunum og talið nauðsyniegt aö rannsaka hugsanlega mdngun i Rauöavatni af völdum byggöar. Vegna þess- arar bókunar tók meirihluti ráðs- ins fram að hann telji ekki ástæöu til að bera birgöur á niðurstöðu sérfræðinga á sviöi vatnsöflunar varðandi Bullaugun. Hins vegar þurfi að setja ákvæði um lág- marksrennsli i Elliöaárnar vegna vatnstöku i Heiðmörk, óháö þvi hvað um Bullaugun veröur. Þá segir að meginatriöið varöandi mengun i sambandi viö Rauöa- vatn sé að tryggja að sýkt smá bleikja þaðan og snikjudýr sem á hana herja berist ekki i Elliöa- vatn og Elliðaár. Mengun vegna byggðar verði að hindra með eðli- legum hætti með lagningu hol- ræsa og oliugildrum eins og gert hefur verið við Tjörnina. Þá segir að ef unnt er að komast fyrir sýkingu i Rauðavatni megi gera vatnið að ágætu veiðivatni að mati kunnugra og aö þvi muni meirihluti umhverlismálaráðs vinna. Samkvæmt skipulaginu stendur til að reisa 850 ibúðir i ISelásnum, til viðbótar þeim ibúðum sem þar eru nú fyrir en Iþær eru á milli 300 og 400. Ef þessi byggð ris, svo og þau um- ferðarmannvirki sem henni eru • tengd, þá verði hestamenn rétt eins og i „gettói” þar sem þeir verði það áfram, það er suður- hluti hans.og þeir vilja einnig og segjast hafa bent skipulagsyfir- völdum á það, að á þvi svæði sem þarna er fyrirhugað að byggð komi,og ætlunin er að 20% þess fari undir iðnaðarhús- næði, komi hverskonar þjónusta tengd hestamennsku. Nefna milli 7 þúsund og 10 þúsund manns tengdust hestamennsku i borginni og meira en 5ti hver unglingur i borginni stundaði hestamennsku reglubundið. Um 3 þúsund hross eru i borginni sjálfri. en um 5 þúsund á vetrar fóðrum á höfuðborgarsvæðinu. —S.dór Hjörleifur Guttormsson um steinullarmálið: Ekki tvær samtímis Steinullarnefnd sem skipuð var til að kanna stað- setningu steinullarverksmiðju hefur skilað áliti sinu til iðnaðarráðuneytisins. Hjörleifur Guttorms- son iðnaðarráðherra sagði i gær að efni skýrsl- unnar hefði ekki enn verið gert opinbert og vildi hann þvi ekkert gefa upp um það. Bjóst hann við að skýrslan yrði kynnt siðar i vikunni. Sauðkræklingar og Sunnlend- ingar keppa sem kunnugt er um hnossið og hel'ur kvisast að-stein- ullarnefndin geri ekki upp á milli Sauðárkróks og Þorlákshafnar i skýrslu sinni. Héldu Sunn- lendingar l'und á Selfossi um málið um helgina og Sauðkræk- lingar sendu frá sér greinargerð um málið i gær. Heldur hvor flokkurinn fram sinu. Hjörleifur Guttormsson var spuröur að þvi hvort þetta strið myndi enda með þvi að hér risu tvær steinullar verksmiöjur. Það er ekki vænlegt að slikt gerist samtimis, sagði hann. Fyrst er aö sjá til hvernig gengurmeðeina. Bjóst Hjörleifur við að rikisstjórn og alþingi myndu fjalla um málið á næstu vikum. —AI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.