Þjóðviljinn - 31.03.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.03.1981, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 31. mars, 1981. Orku- og stóriðjumál á Alþingi: Tómas Ámason viðskiptaráðherra: Leggur til stóriðju á Austur-og Norðuriandi Tómas Arnason viðskiptaráö: herra lvsti þeirri skoðun sinni á Alþingi i gær að á næstu 10 árum ætti að ráðast i að reisa hérlendis 3 virkjanir auk þess sem sam- hliða vrði unnið að þvi að koma upp stdriðju á Austurlandi og Norðurlandi og jafnframt unnið að stækkun Grundartangaverk- smiðjunnar. Viðskiptaráðherra lét þessa skoðun i ljós við framhaldsum- ræðu um frumvarp Sjálfstæðis- manna um að reisa 3 ný orkuver. Viðskiptaráðherra lagði áherslu á að sjávarútvegur og landbúnaöur gætu ekki tekið við þeim viöbót- armannafla er kæmi á vinnu- markaðinn á næstu árum eða i Tómas Arnason ófyrirsjáanlegri framtið. Það væri augljóst að það væri iðnaðurinn sem yrði að taka við viðbótarmannaflanum. Vitaskuld yrði að sniða stóriðjunni stakk eftir vexti, en hún myndi styrkja atvinnulifið með þvi að taka við viðbótarvinnuaflinu. Þá sagði viðskiptaráðherra að hann teldi að það ætti sem allra fyrst að taka upp samninga um hækkað raforkuverð til íslenska Alfélagsins og i þvi sambandi kæmi til greina stækkun þess með samningum um islenska eignar- aðildog jafnframt islenska meiri- hlu taaðild t.d. fyrir næstu aldamót. — þ / Olafur Ragnar Grímsson um erlenda stóríðju: Hafa ekki skilað neinum hagnaði ...Míðað við áætlanir um orku- þörf okkar fram til aldamóta þá er Ijóst að allveruleg orka verður afgangs ef ráðist verður i allar þessar virkjanir”, sagði Ólafur Ragnar Grimssor. um frumvarp Sjálfstæðismanna i stjórnarand- stöðu sem felur i sér byggingu þriggja nvrra orkuvera og þar af er eitt hundið stóriðju. Ólafur Ragnar sagði að það lægi við að i frumvarpinu væri sagt að það eitt að virkja sé af hinu góða án þess að metin væri hagkvæmni slíkra virkjana. ólafur Ragnar sagði að i frumvarpi Sjálfstæðismanna væri á engan hátt veitt svör við þeirri grundvallar spurningu hvernig nyta ætti orkuna á hag- kvæman hátt ef farið væri út i all- ar þessar þrjár virkjanir. Þessir aðilar og fleiri tali að visu um að nýta orkuna til erlendrar stóriðju. Slík nyting geti þó ekki talist hag- kvæm þegar höfð er i huga reynslan af þeim tveimur stór- Ólafur Ragnar Grimsson iðjufyrirtækjum sem fyrir eru i landinu. Ólafur Ragnar minnti á að for- stöðumenn Járnblendiverksmiðj- unnar hefðu lýst þvi árlega yfir að verksmiðjan ætti nú að fara að skila hagnaði, en engu að siður væri það staöreynd að verksmiðj- an væri enn baggi á orkubúskap landsmanna. Þá væri jafnframt ljóst að Alverksmiðjan hefði á s.l. 10 árum ekki skilað neinum hagn- aði i heildina heldur væri um að ræða 2000 miljóna g.króna tap á verksmiðjunni. ólafur varpaði fram þeirri spurningu hvort það þætti góður rekstur i sjávar- útvegi ef fyrirtæki i þeim at- vinnuvegi hefðu komið út með sambærilegu tapi og Álverið og Járnblendiverksmiðjan. ólafur Ragnar skoraði á talsmenn erlendrar stóriðju að nefna þær tegundir af verksmiðjum sem þeir teldu arðbærar fyrir islensk- an þjóðarbúskap. Athyglisvert væri að með frumvarpi Sjálf- stæðismanna væri engin greinar- gerð um arðbær stóriðjufyrir- tæki. Meðan slfk greinargerð lægi ekki fyrir væri ekki hægt að taka mark á frumvarpi þeirra. —þ Stefán Jónsson um næstu stórvirkjun: Verðl ekki tengd erlendri stóriðju ,,Ég mun greiða atkvæði gegn framkvæmdum í virkjunarmál- um sem kalla yfir okkur aðra ör- vita samninga um erlenda stór- iðju á Islandi”, sagði Stefán Jóns- son við umræðu um orkufrum- varp Sjálfstæðismanna. Stefán rakti f ræðu sinni hvernig þær tvær erlendu stóriðjur er nú væru i landinu væru reknar með tapi. Þannig hefði tapið á járnblendi- verksmiðjunni viö Grundartanga verið um 800 miljónir g.króna á siðasta ári og áætlaö tap á þessu ári áður en til raforkuskorts kom var 2700 miljónir g. króna. Stefán sagði að fyrir þá upphæð er tapinu næmi hefði það borgað sig áður en til raforkuskortsins kom að loka verksmiðjunni og senda launin heim til manna og þó hækka um 50%. Jafnframt hefðum við þá getað haft rafork- Stefán Jónsson. una ókeypis eftir fyrir okkur sjálfa. Hann gat þess jafnframt aö nú kaupir Járnblendifélagið raforkuna á 4 aura kilówatts- stundina, en vegna lokunar verk- smiöjunnar selur fyrirtækið ork- una til baka fyrir 35 aura til þess eins að Islendingar geti svo selt þessa sömu orku aftur til Alverk- smiðjunnar fyrir 3,6 aura! Stefán gagnrýndi allt tal um nauðsyn erlendrar stóriöju til að skapa atvinnufyrirtæki. Benti hann á að kostnaðurinn við að skapa atvinnutækifæri fyrir einn rnann á Grundartanga væri nú 1 miljaröur g. króna og mætti nota það mikla fjármagn til að skapa fjölmörg annars konar atvinnu- tækifæri. Stefán minnti á aö i kringum 1965—66 hefður verið uppi raddir um aö sjávarútvegur og fiskvinnsla gætu ekki tekiö við fleira fólki. Reynslan hefði hins vegar kennt mönnum allt annað. —þ- I------------ j Spurningar og svör Aðalskipulagið A föstudaginn lýstum við eftir spurningum sem snerta nýja aöalskipulagið á framtiðarbyggingasvæðum Reykjavikur. Nokkrar hafa þegar borist en lesendum og áhugamönnum öllum er bent á að hringja i 81333 eða senda linu og þá munu blaðamenn Þjóðviljans leita svara við spurningum þeirra. BÆJARHÁLSINN Kæjarhálsinn og auða svæðiö að Hraunbæjarbiokkunum. Ljósm.: AI Árbæingur spyr: Er talið nauðsynlegt að taka land af opna svæðinu inilliHraunbæjar og Suðurlandsvegar, þar sem raflínan liggur nú, undir lóðir fyririðnaðarhúsnæði, eru engar aðrar lóðir til? Margir Árbæingar vilja nefnilega halda þessu svæði óspilltu. Sigurður Ilarðarson, formaður skipulagsnefndar, svarar: 1 fyrsta lagi er svæöið engan veginn óspillt heldur er það i fremur leiðinlegu ásigkomulagi einkum vegna linunnar. Ástæða þess að svæðiö er óbyggt er raflinan og útivistargildi þess að norðanverðu, þar sem gert er ráð fyrir atvinnulóðum á tveimur stöðum er ákaflega takmarkað. Við teljum að'svæðið geti þjónað tviþættum tilgangi eftir að linunni hefur verið komið i jörð, þ.e. sem útivistarsvæði og atvinnusvæði að hluta, þannig að nýta mætti Bæjarhálsinn, þ.e. götuna, sjálfa á báða vegu. Hins vegar hafa komið verulega háværar óskir um að á þessu svæði verði byggðir bilskúrar fyrir blokkirnar við Hraunbæ, þannig að hjá ibúum er fleira uppi á teningnum en að halda svæðinu óskertu. Þessar óskir er hugsanlegt að samræma að minu mati. — En eru engar aðrar lóðir til undir atvinnuhúsnæði. Jú, ástæðan fyrir þessari tillögu er alls ekki sú, þvi reiknað er með verulegu magni af atvinnulóðum, á framtiðarbygginga- svæðunum bæði á svokölluðum hreinum atvinnusvæðum og siðan á blönduðum ibúða- og atvinnusvæðum. Ég vil taka það fram að á þessu umrædda svæði yrði gætt aðhalds varðandi útlit og hirðu þeirra fyrirtækja sem þar myndu risa. Þarna yrði ein- ungis um innanhússframleiðslu að ræða, engin vöruport eða þess háttar. Að sjálfsögðu verður haft samráð við hagsmunasamtök ibúa þegar að þvi kemur að ákveða þetta endanlega og stjórn ibúasamtakanna hefur þegar verið kynnt þessi tillaga.I sam- þykkt umhverfismálaráðs um skipulagið segir m.a. um þetta svæði að ráðið telji að meginatriðið sé að koma linunni i jörð og vel sé athugandi að setja þarna niður fyrirtæki á tveimur stöð- um, en þvi aðeins að ibúar i næsta nágrenni séu þvi samþykkir. HAGKVÆMNIN * Við Rauðavatn. Ljósm.: —AI Agúst J. spyr: Hvernig skýrir meirihlutinn þá fullyröingu sina I að þessi skipulagstillaga sé ódýrari en sú gamla? Fyrir hverja er hún hagkvæmari? Þýðir hún ódýrari byggingalóðir, hagkvæm- ara samgöngukerfi eða minni skatta fyrir borgarbúa? Hvernig svarar formaður skipulagsnefndar gagnrýni Sjálfstæðisflokks- ins á hagkvæmni tiliögunnar: Sigurður Harðarson svarar: Þessi tillaga er i fyrsta lagi hagkvæmari fyrir væntanlega ibúa miðað við aðra valkosti um framtiðarbyggð. Meðalakstursvega- lengdir miðað við borgina i heild eru stytrri frá þessu svæði, og styttra i alla þjónustu en ella væri. Fyrir borgina er þessi tillaga ódýrari hvað varðar almenningssamgöngur og strætisvagna- leiðir, en rekstur SVR er nú orðinn verulegur kostnaðarliður hjá borginni. Þá hefur ekki verið sýnt fram á annað en að þetta svæði sé ódýrara i götum og veitum samanlagt en aðrir valkostir þannig að tillagan er hagkvæm bæði fyrir verðandi ibúa á svæðinu og skattborgara i Reykjavik. Hvað varðar afstöðu Sjálfstæðisflokksins þá byggir þeirra * gagnrýniá fullyrðingum og slagorðum. Þeir neita að viöurkenna Iýmsa kostnaðarliöi sem óhjákvæmilegt er að taka tillit til við mat á öðrum valkostum, svo sem eignarnámsbætur fyrir Keldnaland, flutning Gufunesradiósins og stofnkostnað i götum ■ og veitum. Ef svara á gagnrýni þá verður hún að vera reist á rökum en ekki óskhyggju.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.