Þjóðviljinn - 31.03.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.03.1981, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 31. mars, 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Þorbjöm Broddason: Bókasöfn eru hljóðlátir staðir og eiga að vera það. Þeir sem veljast til starfa á bókasöfnum eru oftar en ekki hljóðlátt og hjálpfúst fólk, sem fær á þessum starfsvettvangi betri tækifæri en viðast annars staðar til að rækta þessa eðliskosti enn frekar. Ef til vill er i ofangreindum atriðum að leita skýringa á þvi að starfslið Borgarbókasafns Reykjavikur hefur lengstum verið hljóðlátt, og ætið þolinmótt, við stjórnendur borgarinnar, þrátt fyrir vinnu- skilyrði, sem ekkieru öll til fyrir- myndar. Nú eru i eigu borgarbókasafns rúm 3 húndruð þúsund eintök bóka. Til jafnaðar er hvert eintak lánað út oftar en þrisvar á ári, en það svarar aftur til þess að hvert mannsbarn i Reykjav. fái lánaðar meira én tiu bækur á ári. Þessi miklu umsvif — milli þrjú og fjögur þúsund bókaútlán á dag — fara fram á fjórum vinnustöðum. Aðeins einn þeirra var upphaf- lega ætlaður til þeirrar starfsemi. Ekki segja útlán heldur alla sögu um starf safnsins, þvi að lestrar- salir eru mikið notaðir, auk þess sem leitaðer til starfsfólks imjög vaxandi mæli um alls kyns ráð og leiðbeiningar. Ótalið er einnig hljóðbókasafnið sem sinnir áhugamálum blindra og sjón- skertra i samvinnu við Blindra- félagið. Óhætt er að segja að Borgar- bókasafn Reykjavikur hafi verið á hrakhólum hvað húsnæði snertir svo áratugum skipti. Um tima gekk raunar svo langt að starfsemi safnsins féll niður með öllu. A siðustu árum hefur hins vegar mátt sjá nokkur merki þess að betri timar séu i vændum. Við Þorbjörn Brodda- son ræöir í þessari grein um þróun Borgarbókasafns- ins og framtíöar- hlutverk þess Alinenniiigsbókasöfn framtíðarinnar veröa ótrúlega fjölbreyttar meiiiiingarniiðstöðvar ntcð viðtækar skyldur við almenning, bæði til upplýsingar og afþreyingar. ' Borgarbókasafnið og framtíðin Gerðuberg i Breiðholti er nú i byggingu félagsmiðstöð, sem m.a. mun hýsa stórt og glæsilegt útibú borgarbókasafns. A þessu ári verður hafist handa við veru- lega stækkun Sólheimaútibús. Þegar þessi hús eru komin i notkun eftir fáein ár, verður merkum áföngum náð, en eigi að siður verður þá enn óunnið það stórvirki sem lengst hefur verið beðið eftir, sem er nýtt húsnæði fyrir aðalsafn. Nú er liðið töluvert á annan áratug frá þvi borgar- stjórn ákvað að byggja nýtt aðal- safnshús i Kringlumýri, og i sumar eru sjö ár liðin frá þvi að fullgerðar teikningar hússins voru samþykktar i byggingar- nefnd. Siðan hafa þessar teikn- ingar, sem geysimikil og góð vinna hafði verið lögð i, safnað ryki. Mér er um megn að skilja þá stjórnvisku sem felst i þvi að láta teikna stórhýsi með ærnum til- kostnaði til þess eins að láta teikningarnar liggja og úreidast ár eftir ár. Hins vegar blasir nú við núverandi borgarstjórn og stjórn borgarbókasaíns sú bitra staðreynd að endurskoða verður þessar miklu og glæsilegu teikn- ingar frá grunni. Stjórn borgar- bókasafns hefur að undanförnu unnið að mörkun nýrrar stefnu i byggingarmálum aöalsafnsins og eru meginlinur hennar nú ljósar orðnar. Stjórnin er sammála um að komast megi af með töluvert minna hús en gert er ráð fyrir á núgildandi teikningum og einnig leggur stjórnin áherslu á að hönnun þurfi að vera svo háttað að byggja megi i hæfilega stórum áföngum. Stjórn borgarbókasafns hyggst nú vinda bráðan bug að þessu endurskoðunarstarfi. Erfitt er að gera sér fullkom- lega i hugarlund hvernig almenn- ingsbókasöfn framtiðarinnar munu lita út. Fullvist má þó telja að þau verði töluvert frábrugðin þvi sem við höfum átt að venjast hingað til. Á undanförnum árum og áratugum hefur upplýsinga- byltingin gengið yfir heiminn. Prentlistin sjálf hefur gjörbreyst, en fjöldaframleiðsla til fróðleiks og afþreyingar af öðru tagi er orðin fjölbreyttari en svo að upp verði talið i stuttri blaðagrein. Og bókasöfnin hljóta að sjálfsögðu að taka mið af tækniþróuninni. Nefna má hljómplötur og hljóm- bönd, ýmist tilhlustunar á safninu eða til heimlana. Fjöldafram- leiðsla tónlistar hefur vaxiö mjög og útbreiðsla hljómflutnings- tækja i heimahúsum hefur marg- faldast á undanförnum árum. Myndsegulbönd eru enn sem komið er fremur láséðir gripir á heimilum, en það á eftir að breyt- ast mjög á næstu árum, og fyrr eða siðar mun borgarbókasafnið koma sér upp myndsegulböndum til útlána, auk þess sem stefna ber að þvi að unnt verði að njóta þeirra i húsakynnum safnsins. Loks er þess að geta að áður en mjög langt um liður munu bóka- söfn verða tölvuvædd. Starfsemi þeirra mun breytast i veigamikl- um atriðum við það og jafnframt munu smám saman opnast nýir möguleikar til upplýsingamiðl- unar. Bæði verður hægt aö leita efnis simleiðis i tölvubönkum innan lands og utan, en einnig verða upplýsingar varðveittar i söfnunum með hjálp örtölva. Al- menningsbókasöfn framtiðar- innar verða ótrúlega fjölbreyttar menningarmiðstöðvar með við- tækar skyldur við almenning, bæði til upplýsingar og afþrey- ingar. Þeim sem leggja leið sina i Esjuberg eða útibúið i kirkju- kjallaranum kann að þykja hér talað digurbarkalega og af litlu raunsæi. Ekki vil ég þó fallast á aðsvo sé. Orðin eru til alls fyrst, i þessu efni sem öðru, og auk þess er meiri hreyfing á byggingarmál- um borgarbókasafns um þessar mundir en verið hefur um langt skeið. Að visuer margra ára verk að koma upp nýju aðalsafni, jafn- vel þótt tekin verði upp önnur vinnubrögð en hingað til hafa tiðkast. Vel má hugsa sér aö hönnun verði lokið á næsta ári, þannig að útboð geti farið fram og framkvæmdir hafist á árinu 1983. Ekki færi illa á þvi: Á þvi ári standa vonir til að taka megi Breiðholtsútibúiðnýja i notkun og einnig heldur Borgarbókasafn Reykjavikur upp á sextugsafmæli sitt á þvi ári. Lúkning fyrsta áfanga, sem þyrfti að rúma hið minnsta nauðsynlegar skrif- stofur, útlánasal og lestrarsal, auk afdreps fyrir bókabila, ætti ekki að vera meira en tveggja ára verk þaðan i frá. Ef fyrsti áfangi nýrrar aðal- safnbyggingar er kominn i fulla notkun upp úr miðjum þessum áratug tel ég að allir sem hlut eiga að máli megi sæmilega við una. Slikt krefst ekki óhæfilegs verkhraða, né heldur svimandi fjárupphæða. En það krefst vilja. Esjuberg við Þingholtsstræti. Hér er aöalsafniö til húsa. Menningarmiðstöö við Gerðuberg: Hér veröur Breiðholtsútibú borgarbókasafns.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.