Þjóðviljinn - 31.03.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 31.03.1981, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 31. mars, 1981. Þriðjudagur 31. mars, 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 9 Eg var komin á spor morðsögu Efég hefði dregið fjöður yfir skoðanir mínar hefði ég verið öheiðarieg íslenskar bamabœkur eru hluti af menningu okkar Eins og æsispennandi mordsaga Rœtt við Silju Aðalsteinsdóttur carnL mag. um íslenska bamabökmenntasögu Við fengum áreiðanlega flest bækur i jóla- og afmælisgjöf þegar við vorum krakkar. En hvar eru þær bækur niðurkomnar? Kannski eiga hinir hirðu- sömu sinar bækur niðri i kistu eða kössum á loftinu; öðrum eru þær gleymdar og glataðar. Bækurnar hans Nonna, Bernska Sigurbjarnar Sveinssonar, bækurnar um Hjalta litla, eftir Stefán Jónsson, og Völubækurnar hennar Ragnheiðar Jónsdóttur, að ógleymdum reyfurunum; bækur voru hluti af bernsku okkar. En vissir þú að öll þessi verk og mörg fleiri eru hluti af mikilli og merkilegri sögu islenskra barnabókmennta? Sú saga hefur nú verið skráð af Silju Aðalsteinsdóttur i einstöku verki sem nýlega kom út hjá Máli og menningu: íslenskar barnabækur 1780—1979. Blaðamaður heimsótti Silju fyrir skömmu til að ræða um islenskar barnabækur og sögu þeirra. — Hvernig varð þetta verk þitt til Silja? — Það er löng saga a ð segja frá þvi. Ég las mikiðsem krakki allt sem hönd á festi, en þá sem nú var meira framboð á þýddum bókum en islenskum. Höfundur eins og Ragnheiöur Jónsdóttir var I miklu uppáhaldi hjá mér, en annars er mér það minnisstætt frá unglingsárunum að ég fann fáar bækur sem komu nálægt þvi sem ég var að hugsa, veruleika- flóttinn var miklu algengari. Þessi lestur kom mér samt til góða seinna meir. Svo var það á árunum kringum 1970 að ég var með i hópi sem kannaði barna- bækur. Það gerðist m.a. fyrir áhrif frá kvennahreyfingunni, við vorum aö h'ta á hlutverk kynj- anna o.fl. Við kölluöum okkur Our og skrifuðum grein i blöðin um barnabækur ársins 1971, bent- um á þaö sem okkur fannst gott og hvað vont. Þá var ég farin að lesa fyrir Sif dóttur mina og fann hversu mikill skortur var á góðu lesefni fyrir börn. Allt lagðist þetta á eitt að vekja áhuga minn á bamabókmenntum. Þegar kom að því aö velja efni i kandidatsrit- gerðina mina í Háskólanum urðu barnabækur frá árunum 1960—1970 fyrir valinu. Þegar kom til tals að halda verkinu áfram og taka saman sögu is- lenskra bamabóka var nokkuð þröngt sjónarmið rikjandi hjá mér. Ég hélt að ég myndi fá svipaða niöurstöðu úr fyrri ára- tugum og þessum eina sem ég hafði kannað, en það var nú eitt- hvað annað. 1 byrjun ætlaði ég mér að skrifa út frá ákveðnum höfundum, en eftir þvi sem verk- inu miöaði áfram varö mér ljóst að þaö var ekki hægt. Það voru svo ákveðnir straumarog stefnur sem riktu. Ég sá smám saman aö ég var komin á spor morðsögu, sem var æsispennandi. íslenskar barnabækur fóru hægt af stað, áttu siðan sitt gullaldarskeið, en duttu svo niður mjög skyndilega. Hvers vegna? Hver var morðinginn? Ég kom heim af Landsbókasáfninu æp- andi af æsingi dag eftir dag; ég fann nýja höfunda og nýjar bækur, las og las og það kom i ljós að hér var á ferðinni mikil menn- ingarsaga. Fólk hefur stundum spurt mig hvort ég sé ekki orðin leið á þessum barnabókum, en islensk- ar barnabækur eru ofsalega merkilegar, þær eruhluti af heild og liður i islenskri menningu. Saga þeirra er mjög samstíga sögu annarra bókmennta hér á landi á þessari öld. — Þú segist hafa verið á spori morðsögu og þú rekur i bókinni þinni, hvernig barnabækurnar risa upp með höfundum eins og Stefáni Jónssyni, Ragnheiði Jóns- dóttur og fleirum á kreppu-árun- um og eiga sitt blómaskeið fram á miðjan sjötta áratuginn, en verða svo undir; hvers vegna? — Það eru bæði féiagslegar og sögulegar skýringar á þvi. A striösárunum varð gifurleg aukning i' útgáfu barnabóka og eftirspurnin var mikil. tslenskir höfundar höfðu hreinlega ekki undan. Þýddar barnabækur náðu yfirhendinni, afþreyingarbækur eins og sögurnar um Beverley, Grey og Benna i leyniþjón- ustunni. Fólk átti peninga, loksins eftir áratuga basl gat það kéypt bækur, innlenda framleiðslan nægði ekki og útgefendur svöruðu eftirspurninni með þýddum bök- um. Þeir sem vildu skrifa vand- aðar barnabækur urðu undir og siðan fóru islenskir höfundar að laga sig að nýjum aöstæðum og skrifa i afþreyingarstil, m.a. til þess að ekki væru eingöngu er- lendar bækur á markaði. — Kann ekki aö vera aö höfundarhafi hreinlega misst fót- festuna i umróti og peninga veltu stríðsáranna? Þeir þekktu krcppuna og viðbrögð fólks við henni, cn þegar peningarnir fóru að streyma fór allt Ur skorðum og þeir þekktu ekki þann heim sem blasti við börnum? — Þaö er mikið til i þvi. Það voru margir höfundar starfandi um og eftir strið. Þeir leituðu mikið til bernsku sinnar i efnis- vali, m.a. vegna þess að þeir áttu erfitt með aö fóta sig, en svo gerðist eitthvað. Barnabækurnar duttu alveg niður, likt og skáld- sagan. Það var fjandakornið ekkert að gerast i islenskum bók- menntum milli ’50 og '60 ef ljóða- gerðin er undanskilin Allt verður þetta að skoðast i nánu samhengi við sögu þessara ára, en sú saga er órituð enn, eins og reyndar bókmenntasagan á árunum eftir strið. — Ef við vikjum betur að blómaskeiöinu, kreppuskáld- unum, forverum þeirra og arf- tökum, hvað var það sem gerðist? — Aratugurinn milli 1930 og '40 er tímabil hinna róttæku skálda fyrst og fremst, þá var skáld eins og Hallddr Laxness að vinna sin stórvirki. Um 1930 kom fram hópur skólamanna sem reynir að koma á umbótum i skólamálum, Sigurður Thorlacius skólastjóri og kennararnir kringum hann sem störfuðu við Austurbæjar- skólann. Sú merka skólasaga er littkönnuð enn, en i tengslum við hana koma fram höfundar eins og Stefán Jónsson o.fl. Þessir höfundar voru róttækir, þeir fjölluðu á raunsæjan hátt um lif og aðstæður barna, þeir gerðu sér fulla grein fyrir stéttaskipting- unni, muninum á rikum og fátækum, þeir voru aðskrifa fyrir börn til þess að boða réttlátara þjóðfélag um leið og þeir vildu að börn heföu eitthvað þroskandi að hugsa um og lesa. Það var margt að gerast í islensku þjóðfélagi á þessum tima allt fram yfir stríð, gullöld barnabókanna var angi af þvi. — Við höfum minnst á félags- legar og sögulegar orsakir þess að gullöldinni iauk mjög skyndi- lega, en hvað um stöðu barna- bókahöfunda, gctur verið að höfundum hafi þótt litiil akkur i þvi að skrifa fyrirbörn og að litið hafi verið heldur niður á barna- bókahöfunda? — Skólamenn höfðu mikinn áhuga á barnabókmenntum og dr. Simon Jóh. Agústsson benti t.d margsinnis á það hve mikil- vægt væri að börn læsu góðar bækur. Hins vegar eru dómar um barnabækur fátiðir frá fyrri ára- tugum, ef þeir eru til eru það fyrst og fremst kunningjadómar. Það bendir til þess að barnabæk- ur hafi ekki verið mikils metnar i fjölmiðlum. Hins vegar held ég að það hafi alls ekki þótt skömm að þvi aö skrifa fyrir böm hér áður, það kom ekki fyrr en seinna. A árunum 1940—’55 þótti það virðingarvert athæfi. Það má t.d. minnast þess að Stefán Jónsson frumflutti sin verk i útvarpinu og það er öllum minnisstætt sem heyrðu. Bækurnar hans seldust upp og voru ófáanlegar árum saman. Hann var hreint ekki litils metinn. — Hvernig var ástandið i barnabókaútgáfunni þegar þú og aðrir fóru að gefa henni gaum upp úr 1970? — Það var skelfilegt, mikið af rusli sem börnum var boðið upp á. — Ilvaða kröfur á að gera til harnabóka, er réttlætanlegt að gera kröfur? — Þegar fjallað er um bók- menntir almennt eru gerðar ákveðnar kröfur. Hið sama gildir um barnabækur. Fyrir þá sem annast börn skiptir miklu að velja vel það sem börn lesa, að bókin segi barninu eitthvað, fái það til að hugsa, efli imyndunaraflið og málþroskann. Barn sem hefur fengiö sinn skammt af góðum barnabókum, t.d. lesið þjóösögur Jóns Arnasonar (sem eru meira en barnabækur), Við sagna- brunninn, Berin á lynginu, bækur Stefáns Jónssonar, Ragnheiðar Jónsdóttur og barnaljóðin hennar Erlu, það barn hefur fengið gott veganesti út i lífiö. Barnabókaskápurinn hennar Silju. Þar er að finna mörg bestu listaverkin meðal islenskra barnabóka. — Ljósm.: eik. Stefán Jónsson skrifaði einu sinni grein um það hvernig for- eldrar reyna að velja góðan og hollan mat handa börnunum, klæða þau vel og mennta, en svo væri þeim leyft að lesa alls kyns bull. Það er eins og margir uppal- endur hætti að hugsa þegar kemur að fritima bamanna, eins og sá timi sé siður merkilegur og afdrifarikur. — Hvert stefnir núna, finnst þér ástandið i barnabókaútgáf- unni fara skánandi? — Það fer eftir þvi hvernig á er litið. Annars ’vegar er allt fjöl- þjóðaprentið sem sækir hratt á og erað mfnum dómi slæmur kostur, hins vegar hafa komið fram nokkrir ágætir islenskir höfundar m.a. Guðrún Helgadóttir og Olga Guðrún. Fortiðarsögur og endurminningar eru algengar núna, bæði meðal barna- og fullorðinsbóka, hvað sem þvi veldur. Þar má nefna bók Hreiðars Stefánssonar, Grösin i glugghúsinu, Úti er ævintýri eftir Gunnar M. Magnúss og bók Indriða Úlfssonar, Sveitaprakk- arar. Á hinn bóginn eru t.d. fantasiubækur eins og bók Sigrúnar Eldjárn, Allt i plati, og sögur Valdisar öskarsdóttur. — Þú gengur hreint til verks i bókinni þinni og lýsir afdráttar- laust skoðunum þinum á barna- bókunum og þjóðfélaginu yfir- leitt: heldurðu að það fæli fólk frá þvf að lesa hana, þegar það sérað marxistinn Silja er að verki? — Ég held aö það sé mun meiræ gagn að svona bók ef maður veit hvar höfundurinn stendur. Það gerir myndina skýrari. Ef ég hefði tekið þá stefnu að draga fjöður yfir skoðanir minar til þess að fara minna í taugarnar á ein- hverjum, þá hefði ég veriö óheiðarleg. Barnabækur fylgja vaxandi veldi borgarastéttar- innar, þær voru liður i byltingu. Sumum finnst bylting óþægilegt orð, en það er afar nauðsynlegt að segja frá þvi að það hafi orðið bylting. Markmiðið er að tengja þróun bamabóka þjóöfélags- og framleiðsluþróuninni, setja allt i sögulegt samhengi. Eins og ég sagði áðan var hug- myndin fyrst að skrifa sögu afkastamestu og bestu höfund- anna á þeirra forsendum; mér fannst sú aðferð koma til greina miöað við áratuginn 1960—’70 sem ég þekkti best og ég hélt að ég þyrfti bara að lesa fleiri bækur. En smám saman vék ein- staklingurinn fyrir sögunni. Höfundarnir skiljast ekki öðru visi, en um leið og þeir eru settir i sögulegt samhengi verður ein- staklingurinn merkilegri, hann er hluti af heild og stækkar við það. Að minum dómi er söguleg aöferð eina leiöin til að gera Framhald á bls. 13 á dagskrá Erlingur Sigurösson: Auðvitað er hægt að kalla sprengjubyrgi málningarverkstæði eða jafnvel klósett. Æ J Við getum eins nefnt kjarnorku- ÆÆ sprengjuna hvellhettu eða bara saumnál Æ Æ og herþotuna snjótittling. Vökumaður, hvað líður nóttinm? Sefurðu. þjóð niiu? Sefurðu, þegar þú átt að vaka ogbjarga barni þinu? Það er komiö á limmta tug ára siðan Jóhannes úr Kötlum lauk kvæði sinu, Tröllið á glugganum, með þessum orðum. Trölliö hefur eins og okkur er kunnugt ekki lát- ið sér nægja að leggjast á glugg- ann, heldur hefur þaö fyrir löngu þrengt sér inn um hann, og gerst ieigjandi i forstofuherberginu á ibúð islenskrar þjóöar i neyslu- kapphlaupi við sjálfa sig. Mér þótti hæfa að heíja þessa grein með orðum Jóhannesar, sem aldrei lét deigan siga i baráttunni fyrir frjálsu og full- valda lslandi, og geröi sitt til að gefa þjóðinni snefil af sjálfs- virðingu. Stundum læðist að mér sá grunur að minning Jóhannesar og annarra gamalla baráttu- þjarka sé fölnuð i hugum is- lenskra sósialista sem á siðustu timum virðast i sifelldri vörn fyr- ir „kaupmáttinn”. Jóhannes þessi sem hér var á minnst orti einu sinni annað kvæöi, þegar honum þótti komiö nóg af „Sam- einingunni” og lauk þvi svo: — Nei, mætti ég þá biðja um minna af veisluhöldum og meira af byltingunni! Einhverjum kann aö þykja sem hér sé íitjaö upp á úreltum hlutum, hugsjónir séu ekki lengur i gildi á timum þegar þörf sé á „köldu raunsæju mati á aíkomu- möguleikum launafólks og vopnaskaki stórveldanna” Við þá hef ég ekkert að tala, en i þeirri trú að þorri lesenda Þjóöviljans sé annars sinnis set ég þessar linur á blaö. Þvi miður get ég ekki sagt að tilefni þeirra sé mér kærkomið, kveikjan i tundrinu er af öðrum toga — nýjar fréttir af auknum umsvifum NATO og Bandarikja- hers i forstoíuherberginu. Svo aö enn sé minnst á Jóhannes kvað hann nýja trúarjátningu i orða- stað dýrkenda þessara máttar- stoða vestræns auðvalds og birti i óljóðum. Ég held það sé ekki úrelt að halda minningu þeirra á lofti og þvi skora ég á Þjóðviljann að hefja birtingu á „ljóði eöa texta dagsins” — úr ritum gamalla og nýrra andans mánna i þágu sósialisma og þjóðfrelsins. Það gæti orðið hressandi bragðbætir i visitölugrautinn og verðbólgu- erlendar bækur The Covenant. James A. Michener. Secker & Warburg 1980 Bandarikjamenn skrifa oft mjög langar skáldsögur. Þetta er ein þeirra, tæpar 900 blaðsiður. Michener er kunnur höfundur og súpuna sem okkur er skömmtuð. En i ljósi nýjustu atburða verður mér lyrst íyrir aö hugsa til orða Starra nágranna mins i Garði á Landsíundi Alþýöu- bandalagsins i haust, þeirra sem menn siðan lengu aö lesa i Dag- blaðinu (ekki i Þjóöviljanum). Þar varaði hann törystumenn flokksins við manni sem „heitir Ólafur og er Jóhannesson”. Hafi einhverjir eíast um spádómsgálu Starra þurla þeir þvi miöur ekki aö efast lengur og skyldi þó eng- inn ætla að enn væri allur úlfurinn skriðinn undan sauöargærunni, né sálarmyrkrinu drekkt i bros- glætunni i munnvikinu. Þaö mætti segja mér að þau orð sem Starri lét fylgja og voru ljótari en þau sem vitnað var i, fái öll staðist dóm sögunnar. En ekki megum við láta einn kögursvein skelfa okkur og enn siðurfalla i þá gryfjuaö einangra vandamálið við persónu hans. Slik einföldun er málstað okkar hættuleg. Hér er auðvitað viö lepp innlendra hermangsafla að eiga — leiksoppa i hendi ibúans i lör- stofuherberginu. Yrði hann leidd- ur á höggstokkinn, gætu eins sprottið þrir hausar á likamann i staðinn. Slikur er háttur þursa. Það er ihugunarefni hve stór- lega islenskum embættismönnum liðsl að Ijúga þegar þeim dettur það i hug, og virðast ekki látnir sæta ábyrgð lyrir. Dæmi um beinar lygar (fyrir utan alla hvitu lygina) eru mörg og nú siðasl þáttur yfirmanna utanrikismála. Loddaraleikur ráðherrans er svi- virðilegur og ögranir hans i garð Alþýðubandalagsins sömuleiöis. Dyggur þjónn hans er að sjálf- sögðu yíirmaður „varnarmála- deildar”, maður sem íyrir nokkr- um árum öðlaðist vinsældir hjá þjóð sinni sem lalsmaður hennar út á við i striði við breska NATO flotann. Hverra málstað styður hann nú? Auðvitað er hægt að kalla sprengjubyrgi málningarverk- stæði eöa jafnvel klósett. Viö get- um eins nefnt kjarnorku- sprengjuna hvellhettu eöa bara saumnál ogherþotuna snjótittling Það sem skiptir máli er hvað hlutirnir eruen ekki hvaö þeir eru kallaðir. Við skulum þvi ekki taka þátt i neinum orðaleik eða gangast undir ok undir heitinu „eðlilegt viðhald.” Undir það er væntanlega hægt að fella hvaö sem vera kynni. hefur fariö viða og sett saman sögur, sem gerast hingað og þangað á hnettinum. t þessari skáldsögu rekur hann sögu Bú- anna i hnotskurn og einnig fjöl- margra annara þjóða Suður-Af- riku. Sagan hefst fyrir um þaö bil fimmtánþúsund árum, þegar lág- vaxinn þjóðflokkur sem nefnist Búskmenn er á faraldsfæti þar syðra og koma svo næst til sög- unnar sem námuþrælar Zim- babwe rikisins á 15. öld Þá koma einnig til sögunnar menn af ætt Nxumalos, sem er þar einn rikur höfðingi og ættfaöir einna þeirra þriggja ætta, sem sagan fjallar um. Hollendingar koma til sög- unnar 1652 og setjast aö á Góörar- vonarhöföa. Nýlendustofnum, sem minnir á svipað fyrirtæki á 1. Ný og magnaðri drápstæki koma i stað gamalla: eðlileg endurnýjun. 2. Nýjar flugvélar þurfa ný skýli (e.t.v. stærri og sterk- byggðari): eðlilegt viðhaid. 3. Nýju vélarnar þurfa e.t.v. nýj- ar brautir og ný stæöi: eðlilegt viðhald. 4. Eldneytisíorða þarl aö auka og byggja til þess geyma: eðlilegt viðhald og endurnýjun. 5. Sjúkraskýli (nefnt ílugstöð) þarfaðreisa: eðlilegt viðhald. 6. Auðvitað verður aö byggja yfir málningardollurnar, hamrana, naglbftana og önnur verkfæri i öllu þessu viöhaldi. Þar verður e.t.v. hægt aö geyma sitthvað fleira, en hvað um þaö: eðlilegt viðhald. Það eru nógir til aö segja já, þó að Alþýðubandalagiö samþykki ekki með þögninni. Hér verður að svara spurningu um siðferðisþrek. Viö skulum lika hafa i huga að viö þuríum engan að biðja afsökunar á tilveru okkar, —ekki á meöan viö göng- um uppréttir. Mér hefur aö undaníörnu þótt fara of mikið fyrir þvi aö and- stæðingunum væri leylt aö ráöa umræðunni. Hinn hugsjónalegi og siðferðislegi þáttur heíur verið vanræktur fyrir vikið. Nú er þaö ekki spurningin um aö vera menn og standa undir nafni sem þjóð i landi, heldur hvort hlutirnir heita SOSUS, AWACS eða bera ein- hverjar aðrar álika aölaöandi skammstafanir. Fyrir mér skipt- ir ekki máli hvaö fyrirbrigöið heitir, heldur hvað þaö er. Dráps- tæki er drápstæki hvaða nafn sem það ber. Þó að gaman geti veriö að vera viðræðuhæfur i her- fræðunum þá held ég aö sá maður sé sæll sem ekki þekkir mun á byssu og sprengju, heldur gengur fram i góðri trú á göfugan málstað. Sprengjugeymslur eru smámál einar sér. Hvað varðar mann sem hefur misst nokkra íingur, þótt hann missi einn i viöbót? Þar getur þó komið að hann nái ekki handfestu, vegna þess aö þeir séu allir afhöggnir og þá er skammt að biða endalokanna. Þaö er gott að hafa að éta, en hvað gagnar ærulausu fólki sultutau? Akureyri, 24. márs 1981 Erlingur Sigurðarson, frá Grænavatni. svipuðum tima i Norður-Ame- riku. Aöalpersónur sögunnar eru af ætt Van Dorns, en ættfaöirinn berst til S-Afriku frá Tjörn. Hann minnir um margt á ættfeður Gamla-Testamentisins, telur að hann sé útvalinn af Guði til þess að byggja þessi lönd og ætt hans dreifist um landið og verður voldug i Iandinu. Búarnir eflast i landinu og eftir þvi sem fólkinu fjölgar eykst byggðin austur á bóginn. Þegar kemur fram á 18. öld hafa Búarnir hrakið frumbyggjana og Hottentottana af þeim svæðum, sem þeir byggöu áður og i lok aldarinnar hefst ófriöur milli Búanna og voldugra nágrannarikja sem Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.