Þjóðviljinn - 31.03.1981, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 31.03.1981, Blaðsíða 13
Þriöjudagur 31. mars, 1981.ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 Kóhemaruir l'jórir og Mimi skála — og svngja, að sjálfsögðu. M vndin var tekin á æfiugu. — Ljósm. — eik ,La Boheme” í Þjóðleikhúsinu La Bohéme — ópcran sivinsæla eftir Giacomo I’uccini verður frumsýnd i Þjóöleikhúsinu á föstudagsk völdið. Þetta er i lyrsta sinn sem leikhúsið tekur þessa óperu til sýninga, en fyrir u.þ.b. aldarfjórðungi var hún sýnd á sviði Þjóöleikhússins á vegum Kélags isl. einsöngvara og Tóniistarfélagsins. La Bóhéme er viöamikill og mannfrek sýning, og alls munu um hundrað manns taka þátt i flutning hennar. 1 aðalhlutverk- unum eru Garöar Cortes (Kudolfo), ölöf' Kolbrun Haröar- dóttir (Mimi), Ingveldur Hjalte- sted (Musetta), Halldór Vi 1 - helmsson (Marcello), John Speight (Schaunard), Guömund- ur Jónsson (Alcindoro), Kristinn Hallsáon (Benoit) og Eiöur Gunn- arsson, sem kominn er heim frá óperunni i Aachen til aö syngja hlutverk Collines, og er þetta i fyrsta sinn sem hann kemur lrarn i óperu hérlendis. Guðmundur Jónsson og Krist- inn Hallsson halda nú báöir upp á 30 ára almæli sin sem óperu- söngvarar — þeir sungu i fyrstu óperunni sem flutt var hér á landi, Kigoletto, i Þjóöleikhúsinu árið 1951. Siðar i vor munu Kristján Jóhannsson og Sieglinde Kahman syngja hlutverk Kudolfos og Mimiar sem gestir. Sömuleiöis mun Elin Sigurvinsdóttir syngja hlutverk Musettu á nokkrum sýn- ingum og Jón Sigurbjörnsson mun taka viö hlutverki Collines. Markmiðið meö þessum söngvaraskiptum er, aö sögn þeirra Sveins Einarssonar leik- stjóra og Þuriðar Fálsdóttur aö- stoðarleikstjóra, að gela sem flestum söngvurum tækilæri til aö koma lram i óperu. — Ein ópera á ári er aö sjálf- sögðu ekki nóg, sagöi Sveinn, — hvorki íyrir söngvarana sem taka þátt i flutningunum né fyrir áhorfendur. Morðtilræði Framhald af bls. 1 fullvissaði aðstoðarmenn sina um aðhann myndi hafa það af, sagði við Nancy eiginkonu sina: ,,Ég gleymdi að beygja mig”, og sagði viö læknana er hann var kominn á skurðarborðið: „Segið mér að þið séuð Republikanar”. Hilton hótelið er aðeins i eins og hálfs mflu fjarlægð frá Hvitahús- inu og George Washington sjúkrahúsið enn nær þvi. Forset- inn, blaðafulltrúinn, lögreglu- maðurinn og leyniþjónustu- maðurinn féllu allir við er skotið var á þá, en sagt var að forsetinn hefði i fyrstu haldið að hann hefði ekki orðið fyrir skoti. Hinir særðu voru siöan fluttir með miklum hraði á sjúkrahúsinu. Reagan var ekki i skothelda vestinu sem hann annars gengur alltaf i á ferðalögum. George Bush varaforseti snéri frá fundaleiðangri i Texas i gær- kvöldi og tók við stjórn landsins þar til ljóst væri hvað heilsa for- setans leyfði eftir uppskurðinn. Flestir ráðherrar Reagans komu saman i Hvita húsinu og biðu átekta, meðan góðar óskir streymdu frá þjóðhöfðingjum viða um heim um bata til handa forsetanum. Bandarikjamenn voru almennt mjög miður sin er fréttist um til- ræðið i gær. Það kemur i kjölfar vaxandi glæpa- og ofbeldisöldu sem mikið er til umræðu vestra. Edward Kennedy öldungardeild- arþingmaður lýsti harmi sinum vegna atburöarins i gær og lagði áherslu á að hann ógnaði hinu pólitiska kerfi i Bandarikjunum. Meöal stjórnmálamanna sem skotnir hafa verið i embætti eða i stjórnmálabaráttu eru Kennedy- bræðurnir John F. og Robert, i Dallas ’63 og Los Angeles ’68. George Wallace i Alabama lam- aðist fyrir lifstið eftir skotárás. Ford forseti varð tvisvar fyrir skotárás i Kaliforniu. Þá er nú rifjað upp morðið á Martin Luth- er King og fleiri baráttumönnum fyrir réttindum svartra. Morðið á firðarsinnanum John Lennon er i fersku minni. Rétturinn til að eiga skamm- byssur hefur verið mjög umdeild- ur i Bandarikjunum. Sjálfur hef- ur forsetinn varið þann rétt af hörku og gert að kosningamáli. Nú hefur lifi hans verið alvarlega ógnað með sliku vopni, aðeins rúmum tveimur mánuðum eftir að hann sór embættiseið sinn. Læknar sögðu i gær að brjóst- holsaðgerð væri alvarleg aðgerð á 70 ára gömlum manni, enda þótt hann væri likamlega sterkur, og engin kúla væri i lfkamanum. Vinstra lungaö mun hafa fallið saman, og einhverjir hjartavegir kynnu að hafa skaddast. Þá var og uppi efasemdir hvað æðakerfi forsetans þyldi. Verði Reagan ekki fær um að gegna sörfum á næstunni mun George Bush varaforseti taka við timabundið. Hinsvegar er talið ljóst að efnahagsáætlun forsetans kunni að vera i veði enda þótt for- setinn snúi fljótlega til vinnu. Hann hefur að undanförnu haldið margar ræður til þess að ,,selja” efnahagsáætlunina, og talið að hann hafi náð talsverðum árangri i að slétta yfir óvinsældir hennar. —ckh. Þórunn Magnea Magnúsdóttir hefur veriö þeim Sveini og Þuriöi til aðstoöar viö leikstjórnina. Einn leikari kemur fram i sýning- unni: JónGunnarsson,sem leikur þjón. Þjóðleíkhúskórinn er að sjálfsögðu með, og Sinlóniu- hljómsveit Islands leikur undir stjórn Jean-Pierre Jacquillat. Leikmyndina geröi Steinþór Sigurðsson, og er þetta i annað sinn sem hann gerir leikmynd fyrir Þjóðleikhúsið. Dóra Einars- dóttir sér um búningana og heíur teiknað suma þeirra, en lngvar Björnsson sér um lýsinguna. Öperan La Bóhéme var lrum- sýnd i Turin á ítaliu undir stjórn Toscaninis áriö 1896, og er hún ein af þremur óperum Puccinis sem flestir þekkja, en hinar tvær eru Toscaog Madame Butterfly.sem báðar hafa veriö sýndar i Þjóð- leikhúsinu. 1 La Bóhémesegir frá ljórum peningasnauöum bóhemum og vinkonum þeirra. Greint er lrá gleði þeirra og sorgum, blank- heitum og skemmtanalifi, ástum og skilnaði. Tæringin kemur lika við sögu og herjar á Mimi, vin- konu Rudolfos. Sem fyrr segir veröur frumsýn- ingin 3. april, og önnur sýning verður sunnudaginn 5. april. Enn eru tvö verkelni eftir af þessu leikári. Nú á næstunni verða frumsýndir á litla sviðinu tveir tékkneskir einþáttungar eft- ir Kohout og Havel, og leikárinu lýkur svo með sýningum á rússneska söngleiknum Gustur, sem byggður er á sögu eftir Lev Tolstoj. Söngleikur þessi heíur farið sigurför um heiminn að undanförnu, og Þjóðleikhúsmenn uppgötvuðu hann á Broadway i fyrra. —ih Erlendar bækur Framhald af bls. 9. Xhosa og Zulu ættbálkarnir stjórna. Englendingar koma siðan til sögunnar og ófriður magnast i landinu, sem nær hámarki með Búastriðinu 1899—1902. Þegar liður á 20. öld- ina ná Búarnir aftur yfirhöndinni og i lokin segir höfundurinn þá sögu sem skáldsögu. Höfundurinn skrifar lipurlega, fjölmargar persónur koma við sögu og atburðarásin er mjög fjölbreytileg. Saga nokkurra höfuðpersóna verður saga byggöarinnar og þjóöarinnar, Af- rikananna og þegar sögunni lýkur veit enginn hvernig framhaldið verður. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Fundaröð Alþýðubandalagsins i Iteykjavik um starf og stefnu flokksins. Niburstöður fundaraðarinnar. Siðasti fundurinn i fundaröð ABR um starf og stefnu flokksins verður miðvikudaginn 1. aprilá Grettisgötu 3. Fundurinn hefstkl. 20:30. Á þessum fundi verður reynt að taka saman hvað hafi tekist vel og hvað illa i starfi flokksins með tilliti tilþess sem rætt var á fyrri fundum. Félagar fjölmennið. Einkum eru frummælendur og þátttakendur fyrri funda hvattir til að mæta. Káðstefna fræðslumálanefndar AB: Lengd skólaskyldu — námsskipan og valkostir i l). bekk Laugardaginn 4. april n.k. gengst fræðslumálanefnd Alþýðubanda- lagsins iyrir ráösteinu aö Grettisgötu 3 um lengd skóla- skyldu — námsskipan og valkosti i 9. bekk. Framsögumenn: Einar Már Sigurðsson, skolastjori á Fáskrúðsfirði, Gunnar Arnason lektor, og Gvlfi Guðmundsson, yfirkennari i Keflavik. Þátttaka tilkynnist skrifstoíu flokksins fvrir föstudag 3. april. Nánari upplýsingar geia C.unnar Arnason s. 11293 og Hörður Berg- mann s. 16034. Ráðstetnan heist kl. 13.30 og lýkur fyrir kvöldmat. Fundur um þróunarlöndin Fimmtudaginn 2. april segir Baldur oskarsson frá Tansaniu og sýnir litskyggnur þaðan. Húsið opnað kl. 20.00, íundurinn heíst kl. 20.30. Samtök herstöðvaandstæðinga Baidur Skólavörðustig ÍA. Æskulýðsfélag sósíalista Aöallundur Æ.S. veröur haldinn þriðjudaginn 7. april að Grettisgötu 3 klukkan 20.30. A dagskra eru venjuleg aðalfundarstörf Nánar auglýst siöar Stjórnin. Etifundur Framhald af bls. 1 Ræðumenn voru þeir Arni Hjartarson jarðfræðingur og Bragi Guðbrandsson mennta- skólakennari. Arni rakti þær umræður sem farið hafa fram innan sem utan þings að undanförnu, leynisamn- inginn fræga, og hann spurði hvers vegna herstöðvasinnum væri svo annt um að ekki héldist status quoá vellinum . Skýringin væri sú að þar væru i bigerð framkvæmdir sem væru liður i vopnakapphlaupi NATO-rikj- anna. Árni likti NATO-sinnum á þingi við baksöngvara i Reagan- kórnum sem tæki af innileik undir hernaðaröskur Bandarikjafor- seta. Bragi vakti athygli á þeim breytingum sem orðið hafa á her- stöðinni i Keflavik og sagði að á sjötta áratugnum hefði herstöðin aðallega verið miðstöð fyrir flutninga frá Ameriku til Evrópu, en nú væru svo sannarlega að gerast alvarlegri hlutir, stöðin væri að verða mjög mikil- vægur hlekkur i hervæðingu NATO, eins og erlendar heimildir sanna, en islenskir ráðamenn virðast sumir hverjir halda i þá sannfæringu að i nýju skýrsl- unum verði bara sullað i máln- ingu. Bragi rakti þau vopn og þá „þjónustu” sem herstöðin á að veita, en lesendum til frekari upplýsingar skal visað i grein Garðars Mýrdal i siðasta Sunnu- dagsblaði Þjóðviljans. F’undinum bárust skeyti frá herstöðvaandstæðingum i öðrum landshlutum, en að lokum skal vitnað til orða annars ræðu- mannsins sem sagði að við hér á tslandi værum þátttakendur i þeirri heimshreyfingu sem nú eflist um allan heim og berst gegn vigbúnaðarkapphlaupi stórveld- anna og þeirri gereyðingarhættu sem frá vopnabúrum þeirra stafar. Rætt vid Silju Framhald af bls. 9 höfundum nógu hátt undir höfði. — Er hægt að tala uin ákveðin einkenni i islenskum barna- bókuin? — tslenskir barnabóka- höfundar skrifa raunsætt um og fyrir börn, t.d. samanborið við enskar bækur, þar sem leikur að orðum og hugmyndum er miklu algengari, sögur eins og Lisa i Undralandi, Bangsimon, Pétur Pano.fl.. Þaðc. dtið um fantasiu i islenskum bókum. Raunsæið hefur verið rikjandi, það er fjallað um starf og leiki, sögurnar eiga að geta verið sannar eða eru það. — Það cru ýmsar aðrar leiðir til að koma barnaefni á framfæri en að nota bókina, t.d. útvarp og sjónvarp, plötur: hljóðog mvndir. Ert þú sammála mér í þvi að flutningi barnaefnis hafi lirakað eða finnst okkur það bara af þvi að viðnutum þess betur þegar við vorum krakkar? — Gott barnaefni höfðar bæði til barna og fullorðinna, en það gerist æ sjaldnar að maður heyri eða sjái verulega gott barnaefni. Það er ekkert vafamál að út- varpið var á sinum tima með gullflutning á barnaefni t.d. i barnatimum Huldu og Helgu Valtýsdætra, lestri framhalds- sagna o.fl., það er helst þegar sögur hafa verið endurfluttar að fólk leggur eyrun við. sbr. lestur Gisla Halldórssonar á sögunum um Hjalta eftir Stefán Jónsson. Þó eru auðvitað #mörg önnur dæmi um gott efni, en þegar á heildina er litið er það heldur slakt, meira að segja krökkunum finnst það of hundleiðinlegt. — Siðasta spurning, Silja, hverjum er bókin ætluð? — Ég held aö allir þeir sem hafa áhuga á barnabókum, for- eldrar, kennarar, nemendur i framhaldsskólum og unglingar, geti haft gagn og gaman af henni. Hún er i og með ætluö til kennslu, en ég vona aðhún verði til þess að auka umræður um það efni sem börnum er boðið upp á. A leiðinni út göngum við fram hjá bókaskáp sem stendur i ganginum. Hann er fullur af gömlum og nýjum barnabókum. Þarna á Silja nokkra dýrgripi eins og Tindáta, kvæði Steins Steinars myndskreytt af Ninu Tryggvadóttur, Rauða fiskinn eftir Sigrúnu Guðjónsdóttur og fleiri listavel gerðar bækur. Bókaskápurinn ber áhuga Silju á barnabókum vitni, ef til vill verður barnabókmenntasagan hennar til þess að fleiri fara að grufla I kössum i leit að menningarverðmætum sem lengi hafa verið litilsmetin, en eru loks að hljóta uppreisn æru.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.