Þjóðviljinn - 08.05.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.05.1981, Blaðsíða 1
ÞJÚÐVIUINN Föstudagur 8. mai, 1981, 103. tbl. 46. árg. r í hnút 1 L' Sattaf undur í fdstrudeilunni stóð yfir sleitulaust i allan gærdag, en ekki náðust endar saman. Lauk fundinum á tiunda timanum, og hafiii þá staðið vfir i rúma tólf tima. Deiluaðilar vildu litið segja um stöðuna I gærkvöldi, en sögðu að ekkert eitt atriði stæði i vegi fyrir samkomulagi. Viðræðum hefur ekki verið slitiðog má búast við öðrum fundi fljótlega. Samningar hafa tekist i fóstrudeilunni i Garöabæ á grundvelli Reykjavikursamningsins. ■ J Hjörleifur Guttormsson svarar dulbúnum hótunum forstjóra Alusuisse: Engiirn héraðsbrestur við yfirtækjum álverið Ef að Alusuisse telur sig hafa „veðjað á rangan hest” með fjár- festingum á islandi þá er þvi til að svara að við gætum vel rekið álver einir eða i samvinnu við aðra. Við erum sjálfstæð þjóð og fullveldi á einnig að ríkja i okkar atvinnulífi. Hjörleifur Svo fórust Hjörleifi Guttorms- syni iðnaðarráðherra orð þegar Þjóðviljinn leitaöi álits hans á ummælum Emmanuel Mayers. stjórnarformanns Alusuiesse, á aðalfundi félagsins, sem tilfærð voru i Morgunblaðinu i gær. Það kemur mér ekki á óvart þótt að Mayer reyni að koma kommUnistastimpli á þá sem eitt- hvað hafa að athuga við starfs- hætti fjölþjóðahringa það eru al- kunn viðbrögð. Hr. Mayer er vel- komið að kalla mig þeim nöfnum sem honum þóknast. Hitt þykir mér lakara að hann notar aðal- fund i félagi sinu til að senda Is- lendingum i heild tóninn og jafn- vel hótanir er hann segir „við verðum að spyrja sjáifa okkur hvort við höfum veðjað á rangan hest með fjárfeslingum okkar á Islandi”. NU hefur ekki á það reynt gagn- vart islenskum stjórnvöldum hvað að baki þessari framsetn- ingu Alusuisseformanns leynist. En verði þeim fylgt eftir t.d. með þvi að auðhringurinn óski eftir að draga sig Ut úr fyrirtæki sinu hér, þá hljóta islensk stjórnvöld að taka slikt til athugunar. Ég tel Ut af fyrir sig að slikt væri enginn héraösbrestur. Við erum fullfærir aö taka við fyrirtæki sem þessu og reka það einir eða i samvinnu við aðra aðila, sem nógir munu finnast ef að væri leitað. Broslegt Sumt er næsta broslegt i máli Mayers eins og þegar hann hælist um að Islendingar hefðu ekki get- að fengið lánafyrirgreiðslu til virkjana nema i tengslum við samninginn fræga við Alusuisse á sinum tima og að hann hafi reynst einhver happadráttur fyrir orku- miðlun á Islandi. Staðreyndir tala öðru máli þ.á m. margföld hlut- fallsleg hækkun á raforkuverði til almenningsnota á þeim tima sem liðinn er siðan samningurinn var gerður. Að fylgja reglum Það er ástæða til að nema sér- staklega staðar við staðhæfingu hins engilhreina auðhrings um að hann hafi alltaf fylgt reglum um „transfer pricing”, og „arms' length standard” — einnig gagn- vart tslandi". NU fer fram gagn- ger athugun á viðskiptaháttum Alusuisse við Isal á árunum 1975—80, og veröur ekkert fullyrt fyrirfram um niðurstöður hennar. En þegar endurskoð- unarfyrirtækið Coopers and Ly- brand kannaði árið 1975 súráls- viðskipti Isals rekstrarárið 1974 fékkst svofelld niðurstaða: „Það er álit okkar að verðið, sem tsal greiddi árið 1974 fyrir súrál, sé hærra en það verð sem hægt hefði verið að búast við i við- skiptum óskyldra aðila (arms’ length dealings). 1 samræmi við það er það skoðun okkar, að Ut- reikningur á nettóhagnaði Isals það ár sem lauk 31. des. 1974 sé ekki i samræmi við þær kröfur sem gerðar eru i 27.04 gr. aðal- samningsins. Þar af leiðandi telj- um við að skattinneignarkrafan, eins og hún hefur verið lögð fram af Alusuisse, hafi ekki verið rétt- lætt. Okkar skoðun er sú, að kröf- una eigi að endurreikna á grund- velli þess hagnaöar sem oröiö hefði ef verðið, sem Isal greiddi, þótt hefði verið eins og tiðkaðist i við- skiptum óskyldra aðila”. Þetta er rétt að hafa i huga þegar menn meta sannleiksást og hneykslun Alusuisseforstjórans vegna þess að islensk stjórnvöld hafa taliö ástæðu til að athuga viðskiptahætti auðhringsins við dótturfyrirtæki sitt á Islandi. Hjörleifur sagði ennfremur aö beðið væri eftir niðurstöðum nýrrar rannsóknar frá Cooper and Lybrand og næði hún einnig til ársreikninga Isals fyrir árið 1980. ' — áb Útifundur herstöðvaandstæðinga „Látum ekki deigan síga” / Islendingar í Gautaborg efndu til mótmælastöðu Herstöðvaandstæðingar söfnuðust saman framan við hvita húsið við Laufásveg, sem hýsir sendimenn bandariskra yfirvalda. Þar var þess minnst með útifundi að 30 ár eru liðin frá þvi að kaninn kom aftur 1951 eftir aðeins 5 ára fjarveru. Þeir Sigurður A. Magnússon rithöfundur og Jón Asgeir Sigurðsson blaðamaður fluttu ávörp, leikararnir Arnar Jónsson og Sigurbjörg Arnadóttir lásu ljóð og Böðvar Guðmundsson flutti bráðhressa söngva um illfyglið suður með sjó. 1 ávarpi sinu minnti Sigurður A. Magnússon á þau orð er menn iétu sér um munn fara þegar Bandarikjamenn fóru fram á herstöðvar til 99 ára. pá voru ýmsir þeir kokhraustir um frelsi og sjálfstæði islensku þjóðarinnar, sem siðar sneru við blaði þegar aðrir vindar blésu. Hann rakti hvernig áhrif hernámsins hefðu smám saman siast inn i öll skúmaskot þjóðlifsins, deyft siðferðisvitund. menningu og virðingu þjóðarinnar fyrir sjálfri sér. Hannminntiáaðþaðhefði verið fámennur hópur sem barðist fyrir endurreisn Islendinga á siðustu öld og þó að okkur finnd- ist fækka i röðum þeirra sem berjastgegnhernum.ættum við að heiðra frumherjana með þvi að láta ekki deigan siga. Jón Asgeir vitnaði einnig til þess að sumum finndist baráttan gegn hernum aflminni en áður og finndu til vonleysis, en það væri ekki ástæða til þess; herstöðvaandstæöingar væru i sókn, og það sem meira væri við ættum marga samherja Ut um heim. Hann ræddi um aðferðir Bandarikjamanna og þjóna þeirra, sem stimpla aila þá vonda kommúnista sem berjast fyrir frelsi svo sem i E1 Salvador og á þeirri forsendu berja þeir niður frelsisöflin. Þessir fulltrúar heimsvalda- stefnunnar eru þó ekki ósigrandi; það hefur alþýða Vietnam sannað og það geta fleiri. Fundinum barst m.a. skeyti frá herstöðvaandstæðingum i Gautaborg sem efndu til mótmælastöðu i miðborginni þar og einnig samþykkt Félags vinstri manna gegn hernáminu. 1 fundarlok var kvatt dyra i sendiráðinu til að afhenda fulltrúum Bandarikjastjórnar mótmæli herstöðvaand- stæðinga, sem enduðu á kröf- unni: Island úr NATO, herinn burt, en enginn kom til dyra i húsinu þvi. — ká. Flugmannadeilan Samið í gær Beðið afstöðu Loftleiðamanna Á fundi hjá ríkissátta- semjara í gær náðist samkomulag milli samn- inganefnda Flugleiða annars vegar og flug- manna í FlA og flug- vélstjóra hins vegar. Samkomulagið er háð venjulegum fyrirvara um samþykki félagsfunda. Þá eiga Loftleiðaf lugmenn eftir að taka afstöðu til samkomulagsins og munu þeir ekki funda þar um fyrr en eftir helgi. Guðlaugur Þorvaldsson rikissáttasemjari sagði við Þjóð- viljann i' gær að hann gæti gefið það eitt upp um efni samkomu- lagsins að i þvi fælist 10.2% launahækkun. Auk þess væru ýmsir liðir i samkomulaginu sem snertu kjör, og framkvæmd ýmissa atriða sem deilur hafa staðið um. Hann sagði að það væri ekki rétt sem haft hefði verið eftir honum i kvöldfréttum útvarpsins að hann byggist við samþykki Loftleiðaflugmanna, um það gæti hann ekkert sagt. Guðlaugur sagði að starfs- aldursmálið væri algerlega fyrir utan þetta samkomulag. Nefnd sem um það hefði fjallað hefði skilað áliti og hefði ekki náðst samkomulag um það meðal flug- manna. Þvi færi það mál til Hæstaréttar sem myndi tilnefna menn til að kveða upp Urskurð i málinu. _;

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.