Þjóðviljinn - 08.05.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 08.05.1981, Blaðsíða 16
DWÐVIlllNN Föstudagur 8. mai 1981 Aðalslmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aöra starfsmenn blaðsins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt að ná i afgreiðslu blaðsins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Þörungavinnslan á Reykhólum Kauplr kolmunna af Rússum til verkunar í skreið Ekki aðstaða til móttöku frá íslensku skipunum Nokkur skip eru mí á kol- munnaveiðum og fer ailur afli þeirra I bræðslu. A sama tima er Þörungavinnslan á Reykhölum að kaupa kolmunna til verkunar i skreið úr rússneskum verk- smiðjutogara sem landaði á Grundarfirði i gær. Þjóðviljinn hafði I gær samband við Þörunga- vinnsluna til að spyrjast fyrir um hverju þetta sætti og hvers vegna afli islensku skipanna væri ekki nýttur I þessu skyni. Vilhjálmur Sigurösson hjá Þörungavinnslunni sagði að hér væri um tilraunavinnslu að ræða sem ekkert væri hægt að segja um hvernig kæmi út. Leitað hefði verið eftir kolmunna hjá islensk- um aðilum, bæði útvegsmönnum á Snæfellsnesi og öðrum,en dæm- ið ekki gengið upp. Skipin sem nú eru á kolmunnaveiðum fiska austur I hafi og yrðu augljóslega að fá vel greitt fyrir ef þau ættu að sigla með aflann til Breiöa- fjarðar. En fleira kæmi til. Þörungavinnslan gæti ekki tekiö á móti nema i mesta lagi 100 tonn- um I einu,en Islensku skipin væru meö 1000 tonn eftir túrinn og þar yfir. Þvi aöeins væri hægt að taka Þörungavinnstan viö miklu magni að fiskurinn væri frystur. Kolmunninn sem Rúss- arnir eru að landa er frystur i pakkningum, og sundurtekinn; frampart fisksins nota Rússarnir sjálfir I mjöl, þannig aö það er að- eins afturparturinn sem vinnslan fær til þurrkunar. Ófrystan og ósundurtekinn kolmunna þyrfti hins vegar að verka pg taka úr honum lifrina, á annan hátt er ekki hægt að þurrka hann. Verðið til Rússanna er ca 2.80 kr pr./kg. Hráefnaskortur stóð Þörunga- vinnslunni mjög fyrir þrifum s.l. ár og var þvi hafist handa um að verka þorskhausa og hefur það gengið vel að sögn Vilhjálms. Fara hausarnir á Nigeriumarkað og væntanlega kolmunninn lika ef vel tekst til, en Vilhjálmur lagði áherslu á aö þar væri um tilraunastarfsemi að ræða. -j Ljósm eik) Siðustu þorskar vertiðarinnar. LOKA- DAGUR Þorskajli 8000 tonn- um meirí en i fyrra t dag er lokadagur vertiðar- innar. Jónas Blöndal hjá Fiski- félaginu sagði I samtali við Þjóðviljann I gær, að þetta yrði að teljast ágæt vertlð, sú besta sem komið hefði nú um hrið. Þorskaflinn á bátunum er nú orðinn 152000 tonn, sem er 8000 tonnum meira en I fyrra. Þegar litið er á niðurstöðutöl- ur um vertíðina I ár og þær bornar saman við útkomuna 1 fyrra kemur i ljós að aflinn við Suðurland og Suðurnes er mun meiri nú en í fyrra en hins vegar minni nú i ár i Reykjavik, Hafn- arfirði og á Vesturlandi svo að nemur um 10.000 tonnum A öörum stöðum er um svipaðan afla að ræða. Jónas sagði að það sem helst [ skyggði á væri hve aflinn i ár • gæti verið ójafn, t.d. veiddist I um helmingur bátafiskjarins I I april einum. Þetta hefði i för , með sér aö álagið á vinnslunum ■ heföi verið slikt aö vart væri I hægt aö búast við fullkominni I verkun. Breyting á lausaskuldum í föst lán: Húsnæðisiiiálastofnun ætti að annast þetta en bankamir lögðust gegn því, sagði Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra „Bankarnir í landinu samþykktu ekki niðurstööu nefndar á vegum ríkis- stjórnarinnar sem lagöi til að breytingar á lausa- skuldum húsbyggjanda í föst lán yrði framkvæmd í gegnum Húsnæðismála- stofnun ríkisins þar sem hér væri um félagslega að- gerðaðræða. Ég lagði því tillögu fram í ríkisstjórn- inni um að bankarnir yrðu lögskyldaðir til að ganga að þessari málsmeðferð/ en hlaut ekki tilskilinn stuðning þar". Þannig fórust Svavari Gests- syni félagsmálaráðherra orð er Þjóðviljinn leitaði álits hans á þvi að i blöðunum i gær var auglýsing frá Sambandi sparisjóða þess efnis að umrædd breyting á lána- fyrirkomulagi færi i gegnum bankakerfið. Svavar sagði að þegar gengið hefði verið frá efnahagsráðstöf- unum rikisstjörnarinnar um sið- ustu áramót þá var ákveðið að breyta lausaskuldum i föst lán. Skipuð var sérstök nefnd á vegum rikisstjórnarinnar sem i áttusæti Jón Sólnes, form., tilnefndur af forsætisráðherra, Ólafur Jóns- son, tiln. af Húsnæðismálastjórn, Grétar Þorsteinsson, tiln. af félagsmálaráðherra, og Sigurgeir Jónsson og Jón Júliusson, tiln. af viðskiptaráðherra. Nefndin skilaði áliti I lok mars og var niðurstaða hennar að umrædd breyting ætti að fara fyrir sinn bankastjora. Bankarnir hins vegar höfnuðu þessu alfarið og náðist ekki samstaða um það i rikisstjórninni að lögskylda þá til þess að hlýta tillögu að þessu tagi. Þrátt fyrir það að framkvæmdin er ekki eins og ég hefði helst kosið, þá ber að hafa það I huga að hér er ákaflega mikilvægum áfanga náð að hægt er að breyta lausum lánum i eitt fast lán að upphæð 100 þúsund króna til 8 ára, sagði Svavar Gestsson að lokum. — Þig Fjaran við Faxaskjól: Farið að vilja íbúanna lbúar við Faxaskjól og Ægis- siðu boðuðu til fundar i KR-heimiIinu I gærkvöldi. Þar var fjallað um þá tillögu borgar- yfirvalda sem send var Ibúunum til umsagnar um krikann i fjörunni framan við gatnamót áðurnefndra gatna. A fundinum var safnað undirskriftum, en að sögn Kára Oddssonar sem býr við Faxaskjól er mikill meirihluti ibúanna andvigur þessum framkvæmdum. Alfheiður Ingadóttir formaður Umhverfismálaráðs Reykjavikur sagði að fyllilega yrði farið að vilja ibúanna I þessum efnum, til þess heföi málinu veriö skotiö til þeirra, og samþykkt Umhverfis- málaráðs hefði verið bundin þvi skilyrði að ekki bærust alvarlegar athugasemdir frá ibúum varðandi framkvæmdina. Hvað sem þessari fyllingu liöur, sagði Alfheiður, er ekki vanþörf á að taka til hendinni einmitt á þessu svæði og ber þar hæst holræsin, sem liggja nánast opin á stórstraumsfjöru eftir endilangri Ægissiðu og meðfram Skjólunum. Þá mætti lika styrkja bakkann i krikanum milli Faxa- skjóls og Ægissiöu, en hann lætur sifellt undan ágangi sjávar og er kominn iskyggilega nærri bolta- vellinum. Einnig mætti hækka grasflötina alla og slétta, i likingu við það sem gert hefur verið meðfram Ægissiðunni, þannig að hún verði i svipaðri eða aðeins minni hæð en göturnar i kring. I næstu viku verður fundur með ibúum svæðisins og borgaryfir- völdum og þá munu ibúarnir væntanlega koma vilja sinum á framfæri, en þá biður borgarinn- ar að finna annan stað fyrir uppgröftinn af Eiösgranda- svæðinu. __________________— ká Klám- myndir binda for- eldra heima við! Svo grimmar klámmyndir eru sýndar i sumum hinna lokuðu myndsegulbandskerfa sem komið hefur verið upp i f jölbýlishúsum, að foreldrar áræða ekki lengur út frá börnum sinum af ótta við að þau komist i þessa sérstæðu fjölmiðlun. Það mun siður i þessum tilvik- um að sýna klámmyndirnar mjög seint, en börnin hafa veður af þvi sem I vændum er og setja kannski vekjaraklukku á eitt eða tvö eftir miönætti til að vakna til hinna „bláu” kvikmynda. Að minnsta kosti ef að enginn fullorðinn er heima til að reka þau frá tækinu. Myndsegulbandið er að margra dómi næsta heimilistæki á dagskrá i vel stæðum þjóðfélög- um. Hingað til hefur framboð á efni sem leigt er til að sýna i heimahúsum viða um lönd eink- um skipst i þrjá flokka: Hrotta- fengnar myndir, klámmyndir og svo þær leiknar kvikmyndir sem notiö hafa sérstaklega mikilla vinsælda — stórslysamyndir og fleira i þeim dúr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.