Þjóðviljinn - 08.05.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.05.1981, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. mal 1981 MOBVIUINN Málgagn sósfalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjódfrelsis ttgefandi: ÚtgáfufélaL' Þjoöviljans. l i amkvæindastjóri: E öur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann. Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson. Auglvsingastjóri: Þorgeir Olaísson. Umsjónarinaöur sunnudagsblaðs: Guðjón Eriöriksson. Afgreiðslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdottir, Magnus H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son. tþróttafréttamaður: ingollur Hannesson. útlit og hönnun: Guöjon Sveinbjörnsson, Sævar Guðbjörnsson. l.jósmvndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Ilandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guörún Guövarðardóttir, Jóhannes Harðarfon. Afgrciðsla: Kristin Hétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Simavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Bökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siðumúla 6, Iteykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaðaprent hf.. Byggöin í borginni haldist saman • Borgarstjórn Reykjavíkur hefur nú samþykkt nýtt aöalskipulag austursvæða og markað stefnu um byggða- þróun Reykjavíkurborgar til aldamóta. AAjög vel hefur verið staðið að undirbúningi og gerð þessa skipulags. Allir kostir hafa verið vandlega skoðaðir og tekið tillit til helstu hindrana i vegi byggðar á þeim svæðum sem til greina komu. • l fyrsta sinn hefur kostnaður borgarinnar og þeirra einstaklinga sem hús munu reisa verið hafður til hliðsjón ar við val á skipulagskostum. Strax á frumstigi vinnunn- ar fór fram opin umræða um alla þætti skipulagsins og tillögurnar hafa nú á lokastigi legið frammi til sýnis á Kjarvalsstöðum. Borgin hef ur auk þess boðið öllum sem áhuga hafa haft til skoðunarferða um fyrirhugað bygg- ingarsvæði norðan og austan Rauðavatns, og við af- greiðslu skipulagsins var tekið mið af athugasemdum þeirra sem sérstakra hagsmuna hafa að gæta á svæðun- um, svo sem hestamanna og kylfinga. • Allur viðskilnaður íhaldsins í skipulagsmálum var í mesta ólestri. AAiðbærinn var að grotna niður og hverfa undir umferðarmannvirki og járnbenta steinsteypu. Gamla aðalskipulagið sem gert var undir þeirra stjórn um framtíðarbyggingarsvæði var með öllu ónothæfur kostur. Skipulagiðk sem samþykkt var 1977, byggir m.a. á rangri íbúaspá fram til aldamóta. Eins og kunnugt er hef ur borgarbúum farið fækkandi allt frá árinu 1974 og horf ur eruá að íbúaf jöldi Reykjavíkur vaxi fremur hægt fram til aldamóta en þá er talið líklegt að íbúar verði á bilinu 82 til 87 þúsund. í aðalskipulagi íhaldsins frá 1977 er hins vegar gert ráð fyrir 97 þúsund íbúum um næstu aldamót. Svo röng var mannf jöldaspá íhaldsins að strax 1. desember 1979 sýndi hún 4000 fleiri Reykvíkinga en þeir urðu í raun. • önnur grundvallarforsenda skipulagsgerðar er eignarhald og umráð á landi því sem byggt skal á og hvort sveitarfélagið eigi eða geti eignast svæðið og með hvaða hætti. Það land sem í íhaldsskipulaginu er ætlað til bygginga er alls ekki í eigu borgarinnar og liggur ekki á lausu. Það er ein meginástæða þess að ákveðið var að endurskoða þetta skipulag. • Þessir vankantar gamla aðalskipulagsins, röng ibúaspá og umráð ríkisstof nana á byggingarlandinu með meiru, komu aldrei fram þegar það var til umf jöllunar í tíð íhaldsmeirihlutans og voru ekki kynntir fyrir full- trúum þáverandi minnihluta, hvað þá heldur Reykvík- ingum almennt. • Það er því furðuleg framkoma borgarstjórnar- ihaldsins nú, að fulltrúar þess skuli leggjast gegn endur- skoðun úrelts skipulags, hvað þá að þeir skuli draga þetta ónýta pappírsgagn upp úr pússi sínu á því herrans ári 1981 og gera að tillögu sinni. • Kostir hins endurskoðaða skipulags, sem nú hefur verið samþykkt,eru margir. Svæðið við Rauðavatn er afar hentugt að því leyti að þar er hægt að hef ja fram- kvæmdir strax, hvort sem þróun byggðar verður hæg eða hröð. Þetta kemur til af því að svæðið tengist þeim byggðakjörnum sem fyrir eru í Árbæ og Breiðholti. Frá byrjun verður hægt að sækja alla verslun og þjónustu þangað. • Slík samnýting og tenging hverfa er ákaflega hag- kvæm og kemur f rumbyggjum nýrra byggingarsvæða til góða. AAikiðsparast í ódýrari þjónustu, greiðari ferða al- menningsvagna og styttri vegalengda. AAikilvægur kostur þessa hverfiser einnig að þar verða húsgrunnar ódýrir. Þannig hefur verið hugað að hagkvæmni og sparnaði íbúa jafnt sem borgar. • ( lok framsöguræðu sinnar á fundi í borgarstjórn Reykjavíkur sagði Sigurður Harðarson, formaður skipulagsnef ndar: • „Ég hef áður ítrekað það, að aðalskipulag er stjórn- tæki en ekki óskalisti. Ef það er ekki í samræmi við grundvallarforsendur eins og mannf jöldaþróun er mikil hætta á röngum ákvörðunum. Það skipulag sem hér er til umræðu er vel undirbúið og vel unnið — allir möguleikar hafa verið kannaðir og metnir og gerð hefur verið grein fyrir öllum takmörkunum. Sem stjórntæki er þetta skipulag gott til að stýra þróun borgarinnar ínná þá braut, sem hagkvæmust og skynsamlegust er miðað við aðstæður á hverjum tíma." BÓ klíppt j Skítapakkið IFleyg urðu orð Vilmundar Gylfasonar á sinum tima þegar hann skipaði flokksmönnum ■ Alþýðuflokksins i þrjá megin , hópa: stuöningsmenn slna, þá Isem þjáðust af öfund i sinn garð og svo skítapakk. t þeim hópi sem voru öfund- , sjúkir voru menn eins og ISighvatur Björgvinsson formaður þingflokksins en helsti oddamaður skitapakksins , var Björgvin Guðmundsson, Iefsti maður á borgarstjórnar- lista Alþýðuf lokksins. Eftir þessi ummæli hefur , verið heldur hljótt um Vjlmund. IÞeir sem best þekkja t il telja að hann hafi hægt um sig til þess að þeir öfundarmenn hans , Kjartan, Sighvatur og Jón Bald- Ivin sprengi sig i stjórnarand- stöðunni. Vilmundur biði færis að launa þeim lambið gráa frá landsfundinum fræga, þegar nýi Istællinn varð að láta i minni pokann fyrir gömlu lummunum. j Gunnar svikari I og drusla ■ Siöan Vilmundur sendi frá sér Iþessi orð um skitapakkið hafa stjórnmálamenn varast að gefa flokksmönnum sinum einkunnir 1 með þessum hætti opinberlega, Ienda vitin til að varast þau og Vilmundi varð hált á þessu svelli. bó hafa hatursmenn ■ Gunnars Thoroddsen ekki getað Istillt sig af og til, menn á borð við Halldór Blöndal og Matthias Bjarnason. Þeir kalla Gunnar * ónyta druslu og svikara, en það I verður þó að segja þeim til hróss að þeir þora að segja • upphátt það sem aðrir hvisla i I' hornum. En nú hefur Morgunblaðið tekið upp skitapakkslinu Vilmundar. 1 ritstjórnargrein J blaðsins i gær taka þeir svo til I orða: Vilmundur hefur farið sér hægt síðan hann skilgreindi hverjir væm skitapakk i sinum flokki. Morgunblaðsins er með ólikind- um. Að dó m i þess er sum t sjá lf- stæðisfólk heimskt og annað viturt. Hefur það efniá að draga fólk I dilka með þessum hætti? Hver er formúlan sem notuð er? Af hverju er sumt fólk pakk en annað fint? Allir vita við hverja er átt Það hefur að visu verið viðhorf ihaldsflokka og Morgun- blaða allra landa að verkafólk "æri pakk sem ætti ekki betra lið en vera illa launaður lýður. Reykviskt verkafólk fór td. sina fyrstu kröfugöngu árið 1923 undir ókvæðisorðum, skitkasti og aðhlátri borgarastéttarinn- ar. Og það er einn hópur manna enn i dag sem Morgunblaðið hikar ekki við að halda fram aö ekki eigi að njóta sömu lýðréttinda og annað fólk, en það eru þeir sem á máli Morgunblaðsins eru kallaðir kommúnistar. Enginn i þessum hópi kippir sér upp við það. En þegar flokkseigendur Sjálfstæði sflokksins sem stjórna Morgunblaðinu skrifa um það I ritstjórnargreinum að sumir félagar þe'irra i Sjálf- Stvrmir Gunnarsson hikar ekki við að flokka Sjálfstæðismenn i heimska og sanna félaga. sambandinu sýndu forsæúsráð- herra á aðalfundi sinum, þótt hún kæmi fram með öðrum hætti. Unérlœgjuháttur íslenskra manna íslenskir sósialistar gerðu sér þegar grein fyrir þvi að innlim- un Islands i Nato og her á islenskri grund var liður i þvi að útiloka sósialista frá að komast i landsstjórnina á nýjan leik og draga eins og mögulegt væri úr áhrifum þeirra. Bandarikja- menn hafa allt frá striðsárunum haft beina ihlutun i islensk stjórnmál, enda nú upplýst i opinberum bandariskum skjöl- um, að sendiherrar og herliðið hefur skipað forystumönnum Nato-flokkanna fyrir. M.a. sagt til um það hvernig staðið skyldi að myndun rfkisstjórna. betta er ekki liðin tið. Nú þegar 30 ár eru liðin frá þvi að bandariskur her steig aftur á land á íslandi segir Larry Eagleburger aðstoðarutanrikis- ráðherra i viðtali við evrópska blaðamenn i Washington að „óviturlegt sé að hafa kommúnista i stjórn i Nato- riki” og á þá við tsland skv. frá- Samhliöa eru þeir Þjóöviljamenn önnum kafnir (í góösemi sinni óg velvilja aö sjálfsögöu) aö semja uppskrift fyrir „fávíst“ sjálfstæöis- fóik, hvern veg þaö eigi aö haga innanflokksmalum sinum og skipan flokksforystu, enda er þeim fátt mannlegt óviökomandi, eftir aö þeir fengu neitunarvald í helztu málaflokkum þjóöarbúsins! | Mannfyrirlitning j Morgunblaðsins Það er ekki litið yfirlæti og , dramb, sem felst i þessum Iorðum. Morgunblaðið telur sem sagt að fjölmargir flokksmenn Sjálfstæðisflokksins séu „fávis- , ir”. Mannfyrirlitningin sem I kemur fram i þessum orðum Siglingamót um helgina 1 fyrramálið kl. 10 hefst 10 ára afmælismót Siglingafélagsins Vmis. Veröur keppt i Skerjafiröi og á Fossvogi laugardag og sunnudag. A laugardeginum verður keppt 1 kænuflokki en kjölbátar munu reyna með sér á sunnudeginum. Siglingafélagið Ýmir varð 10 ára 4. mars á þessu ári. t félaginu hafa jafnan veriö fremstu siglingagarpar landsins, þekktir fyrir allt annaö en aö slaka á I spennandi keppni. stæöisflokknum séu heimskir þá þarf engan að undra þótt sjálf- stæðisfölk risi upp gegn slikri forystu. Það liggur nefnilega alveg á borðinu við hvaða fólk erátt. Þessi mannfyrirlitning er af sama toga og foringjar Geirs- klikunnar á Atvinnurekenda- •8 sögn Dagblaðsins i gær. bessi ummæli undrast eng- inn. En hitt er furöulegt aö það skuli finnast forystumenn i is- lenskum stjórnmálum sem láta erlent stórveldi segja sér fyrir verkum. — Bó I skorið Hjálpræðisherinn: Norskur ofursti í heimsókn Kominn er til landsins I heimsókn til Hjálpræöishersins Henny Driveklepp ofursti I norska Hernum, sem starfaöi hér sem flokksforingi á yngri árum og var I mörg ár deiidarstjóri I Færeyjum og á islandi. Henny þykir mikill ræðuskör- ungur og mun tala á mörgum samkomum Hjálpræðishersins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.